Dagur


Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 4

Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISUSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Verslunarmannahelgin Það miðast allt við verslunarmannahelgina. Hlutirnir gerast fyrir eða eftir verslunarmannahelgi. Þá eru útihá- tíðir um allt land, unglingarnir miða skemmtanahald sumarsins framar öllu við þessa helgi og hinir eldri bregða sér í sumarbústaðinn eða fara út á þjóðvegina. Svona hefur þetta verið svo lengi sem elstu menn muna og engin ástæða er til að ætla að á þessu verði breyting. Það er í raun nauðsynlegt að landsmenn fái eina langa helgi yfir hásumarið til þess að blása mæðinni, slappa af frá hversdagsamstrinu. Fólk hefur þörf fyrir langt helgarfrí á þessum tíma. Á hinn bóginn má segja að óheppilegt sé að stór hluti bílaflota landsmanna þyrpist út á þjóðvegina um eina helgi, það er á mörkun- um að þeir beri allan þennan umferðarþunga. í það minnsta er ekki meira leggjandi á norðurþingeyskar vegleysur, sem svo mjög hafa verið í fréttum að undan- förnu. Þetta leiðir hugann að því hversu gífurlega mikilvægt það er að búa við gott vegakerfi. Góðir vegir eru ómet- anlegt öryggisatriði fyrir vegfarendur og ekki má heldur gleyma því að viðhaldskostnaður bifreiðanna snarlækkar í takt við batnandi vegakerfi. En þrátt fyrir að miklir fjármunir hafi verið lagðir í að endurbæta vegakerfi landsmanna er það bitur stað- reynd að stöðugt berast fréttir af alvarlegum slysum úti á þjóðvegum landsins. Sjálfsagt er engin ein skýring á þessu, en löggæslumönnum ber saman um að í mörgum tilfellum sé umferðarhraðinn allt of mikill og það á bæði við um ungu ökumennina og hina eldri og reyndari. Og því miður er það svo að landsmenn hafa einhverra hluta vegna slakað á klónni í notkun bílbelta. Auknum hraða í umferðinni fylgir aukin hætta á al- varlegum slysum. Það má oft á tíðum svo lítið út af bera til þess að verulega illa fari. Ábyrgð ökumanna sem stíga of þungt á bensíngjöfina er mikil. Þeir stefna ekki aðeins lífi sínu í hættu, heldur einnig farþega í eigin bíl- um og ökumanna og farþega annarra bíla. Þetta vill oft gleymast. Það verður sjálfsagt aldrei hægt að útrýma hraðakstri af þjóðvegum landsins, en fræðsla og áróður er sígilt tæki til þess að halda ökumönnum á mottunni. Verslunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins og þá er ekki síst mikilvægt að ökumenn haldi vöku sinni. Vegfarendum er óskað góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu. í UPPÁHALPI Þekki orðið sumarfrí aðeins af afspum - segir Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri „Halló Akureyri“ agnús Múr Þorvaldsson er einn afþeim mönnum sem eiga annríkl um þessa verslunarmanna- hclgi. Magnús hefur borið hiiann og þungann af undirbúningi hútíðarinnar „Halló Akureyri“ en nú er undirbúningi lokið og komið út í alvöruna. Magnús Mór er Akureyringur í húð og húr og segistfú ce meiri úhuga ú uppbygginguferða- múla í bœnum. Hann var í Svíðþjóð ú úrunum 1981 til 1989 og nam þar arki- tektúr en lokaverkejhið í núminu er eftir og segir Magnús það verða vetrarverk- efni sitt. Fró því hann kom heimfrá Sví- þjóð hefiir hann þó unnið í faginu, lengst af hjú Svani Eiríkssyni, arkiteh ú Akureyri. Magnús Múr úfjögur börn og einn stúpson en sambýliskona hans er Dagný Sveinbjörnsdóltir. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Soðin ýsa (með Létt og laggott útá) og kjötsúpa a la Dagný. Uppáhaldsdrykkur? íslenska vatnið, auk heldur létt- mjólkin, ekki síst með poppkomi!! Hvaða heimilissfórffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Geng í velflest heimilisstörf og hef gert lengi en þykir þaó vissulega misskemmtilegt. Stundarþú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? Ég lyfti lóðum a.m.k. fjórum sinn- um i viku í Vaxtarræktinni hjá Sigga Gests og hef ekki alveg sagt skilið við fótboltann. Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé- lagasamtökum? Ég er í Sjálfstæöisflokknum og KA sem þykir allgóð blanda. Magnus Már Þorvaldsson á sínum yngri... Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Dag, Moggann, Heilsu og Sport, B och K Sports Magazine, Arkitektur (svensk) og Hús og Híbýli. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Engin bók nú um stundir, fremur eitthvert áðumefndra tímarita. / hvaða stjömumerki ert þú? Ég er Steingeit, hvað sem þaó kann nú að þýóa! Hvaða tónlistammður er í mestu uppáltaldi hjá þér? Gömlu tæknirokkaramir í ELP(Emeson, Lake and Palmer) hafa ætíð verið mér hugleiknir og jafnaldri minn frá USA, Michael Jackson, hefur lengi glatt mitt hjarta með tónlist sinni. Af innlend- um músíköntum standa Egill Olafs- son og Bubbi Morthens upp úr. Uppáhaldsíþróttaimður? Thomas Ravelli hinn litríki sænski markvörður ásamt Alfreó Gísla- syni, KA-manni. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Ég horfi mest á fréttir, oftast á breska sakamálaþætti og stundum á sportið. Hver er þín uppáhalds teiknimynda- persóna? Ástríkur og Tinni (þó því sé haldið fram að sá síðamefndi sé hommi!) A hvaða stjómmálamanni hefurðu mest álit? Davíð Oddsson er dugmikill mað- ur og „okkar menn fyrir norðan“ Tómas Ingi og Halldór Blöndal em traustir menn og ágætir í hvívetna. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Ég hef séð alltof lítió af landinu til að geta tjáó mig um það. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? Mér líkaði afar vel árin sem ég bjó í Svíþjóó svo ég svara þér mcð því að nefna Svíþjóð. Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? Mig langar mest að eignast hús- næðið sem ég bý í nú - annað verður að bíða. Hvernig vilt þú helst verjafrístund- um þínum? Með fjðlskyldunni, við æfingar og einn að grúska í faginu. Ætlarðu að fara í sumarfrí? Þekki orðið cinungis af afspum. Hvað œtlarðu aðgera um helgina? Helgin verður vinna og aftur vinna. Ég ætla að halda enn ótrauóur áfram að koma Akureyri inn á kortið sem besta ferðamanna- stað á íslandi, burtséð frá verði og veðri! JÓH A\Et> MORÚUNKAFFINU _ ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON Af gúrkutíð og afslöppun Mér hefur alltaf þótt gúrkutíðin svokallaða í fjölmiðlaheim- inum fremur skemmtileg tíð. Kemur þar margt til. Frétta- menn, sem flytja dags daglega fréttir af stofnanareglugerð- um, þurfa allt í einu að setja sig í stellingar, vegna þess að möppudýrin í stofnunum eru öll í sumarfríi og ekkert þar að hafa, og flytja fréttir af því sem þeim finnst alla jafna ekki fréttnæmt. Þetta leiðir hugann að því að hinar svokölluðu mannlegu fréttir eiga yfirleitt ekki greiðan aðgang að frétta- tímum ljósvakamiðla og dagblaðanna, líklega vegna þess aó „hörðu“ fréttirnar þurfa að fá sitt rými og hinar verða útund- an. Ég er alveg sannfærður um að bróðurpartur landsmanna vildi gjarnan hafa gúrkutíð í fjölmiðluninni allan ársins hring, einfaldlega vegna þess að fólk vill frekar fá þessar mannlegu fréttir. Þær geta stundum verið sorglegar, saman- ber uppslátt DV dag eftir dag í sumar um slysfarir og því- umlíkt. Ekki síður var athyglisverð DV-frcttin á dögunum um eldri konur sem höfðu verið í bréfasambandi árum sam- an án þess að sjást, en síðan gerðist hið óvænta; pcnnavin- konumar hittust og allir þeir kossar rötuöu beint á forsíðu DV. Svona eiga fréttir að vcra! Og var það ekki óborganlegt æðið sem greip um sig í fjölmiðlaheiminum um daginn þegar sjónvarpspredikarinn Benny Hinn gerði allt vitlaust í höfuðborginni. Dag eftir dag var spáð og spekúlerað á öllum hugsanlegum útvarps- rásum um Benny Hinn þetta og Benny Hinn hitt. Benny Hinn var sem engill sendur af himnum ofan til þess að auð- velda íslenskum fjölmiðlum róðurinn í gúrkutíóinni og hann gerói það svo sannarlega skuldlaust, enda er hann sagður hinn nýi frelsari. Mér þykir eiginlega verst að Benny skyldi ekki koma norður og blessa Akureyringa og nærsveitamenn og leyfa okkur hér á Degi að taka þátt í gúrkuveislunni. Annað ágætt dæmi um skemmtilega gúrkufréttamennsku var í sjónvarpinu um síðustu helgi. Þar var mörgum mínút- um varið í það að segja frá konu austur í Mjóafirði sem hafði tekið kríuunga í fóstur. Kona þcssi er kannski ekki eins og konur almennt eru, í það minnsta er ólíklegt að margar konur fari eins vel með byssur og þessi kjamorku- kona úr Mjóafirói. Þetta var dæmi um öðruvísi frétt, upp- fyllingarfrétt, sem án þess að sjónvarpsmenn geri sér grein fyrir er miklu meira umtöluð en viðtal við Davíð eða Hall- dór fyrir framan Stjómarráðið. Og það má heldur ekki gleyma hinni óborganlegu frétt Moggans dag eftir dag í síðustu viku um að borgarstjórinn í Reykjavík hafi ákveðið að taka niður málverkið af Bjama heitnum Benediktssyni, forsætisráðherra, sem hvíldi yfir þeim Reagan og Gorbatsjov hér forðum daga á hinum mis- lukkaða leiðtogafundi í Höfða. Þessu stórmáli voru gerð drjúg skil í Mogganum og margir fræðingar kallaðir til. Og til að sýna alvöru málsins dugði Mogganum ekki minna en heil forystugrein um málið sl. þriðjudag. Já, gúrkutíðin er óborganleg tíð og það verður ekki frá henni tekið að hún er miklu mannlegri og líflegri en drunga- legir vetrardagar þegar allir fréttatímar ganga út þaó að greina frá misvitrum stjórnmálamönnum kasta fúkyrðum í hvor annars garð niður á Alþingi. Má ég þá frekar biðja um Benny Hinn á hverjum degi! En vcl á minnst - gúrkutíð. Hvernig skyldi það hugtak hafa komið til? Einhvem tímann heyrði ég að skýringin væri sú að fréttamanni á franska stórblaðinu Le Mondc hafi einhvern steindauðan fréttadag að sumarlagi veriö falið að skrifa greinafiokk um agúrkur, sem hann og geröi með miklum glæsibrag. Ekki veit ég hvort þessi skýring á hug- takinu er rétt, en hún er að minnsta kosti ekki lakari en hver önnur. Verslunarmannahelgaræðið Þjóðin verður hálf vitlaus um verslunarmannahelgina, í það minnsta bróðurpartur hennar. Ég hef að vísu aldrei náð að verða sérstaklega vitlaus um þcssa helgi, enda eru fáar helg- ar sem er jafngott að vera heima hjá sér og slappa af. Þetta er því í mínum huga ein albesta afslöppunarhelgi ársins. Mér finnst hins vegar vanta að fá þessar reglubundnu upp- lýsingar um staðsetningu FÍB-bíla, sem Pétur Sveinbjarnar- son og Oli H. Þóróar. fiuttu landsmönnum hér á árum áóur. Þessar nauðsynlegu upplýsingar um verslunarmannahelgi heyra sögunni til og ég sakna þeirra sárlega. Hins vegar verða örugglega á sínum stað um þessa versl- unarmannahelgi fréttimar um tjöldin sem fuku eða rigndu niður og allt brennivínið sem flaut í lækjum á Uxanum og þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. Þessi verslunarmanna- helgi verður varla mjög frábrugðin fyrri verslunarmanna- helgum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.