Dagur


Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 12

Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995 DÝRARÍKI ÍSLANPS Fuglar 64. þáttur SR. SICURÐUR ÆCISSON STORMSVALA (Hydrobates pelgicus) Stormsvalan er af ættbálki storm- fugla, er hefur að geyma um 100 tegundir út um heim allan. Eitt megineinkenni ættbálksins er gerð og lögun nefsins, en það er úr hornplötum með áberandi sam- skeytum og einkennilega krók- bogið. Annað er það að nasahol- urnar eru ummyndaðar í eina pípu (á stormsvölu t.d.) eða tvær (á skrofu og fýl t.d.) ofan á nefinu. Vegna þessa eru fuglarnir oft nefndir pípunasar. Stormfuglum er skipt í fjórar ættir: 1) kafsvölur (sem er frum- stæðasti hópurinn), 2) sæsvölur, 3) trosa eða albatrosa og 4) fýling- ar (sem aftur greinast í margar ættkvíslir, þ.e.a.s. fýla, skrofur, drúða, risafýlinga, ísdúfur og hvalfugla). Stormsvalan tilheyrir þaðan sæsvöluætt (ýmsir vilja þó setja hana í fýlungsætt), er hefur inni að geyma um 20 tegundir. En sæsvölurnar eru Iitlir, dökkir út- hafsfuglar með hvítan gump. Flug þeirra, lágt yfir öldum hafsins, er (misjafnlega) veiklulegt og flögr- andi á að líta, en samt eru tegund- irnar allar einkar vel aðlagaðar lífi úti á rúmsjó og koma aðeins í land til að auka kyn sitt. íslenskir fulltrúar sæsvöluætt- arinnar eru tveir, stormsvala og sjósvala. Stormsvalan er minnsti sjófugl Evrópu, 14-17 sm á lengd, að meðaltali um 25 g á þyngd og með 36-39 sm vænghaf. I fullorð- insbúningi er hún mósvört öll á búk nema rétt ofan við stél (á gumpi), þar sem kemur áberandi hvít skella, og á undirvæng þar sem er hvítt belti. Annars eru vængir langir. Fætur dökkir, sem og nefið og augun. Stélið þver- stýft. Litarmunur kynja er enginn. Stormsvalan á heimkynni á austanverðu N- og S- Atlantshafi og vestanverðu Miðjarðarhafi. Hún verpir allþétt (þ.e.a.s. í kólon- íum eða byggðum) í smáeyjum eða höfðum á þessu nefnda svæði - þ.e.a.s. á íslandi og í Noregi og þaðan suður um Færeyjar og Bret- landseyjar, á vesturströnd Frakk- lands, á Kanaríeyjum og á eyja- svæðum vestan Möltu undir steinum, í grjóturðum, í þröngum klettaglufum eða holum í jarðvegi og öðru slíku og nær dagsljósið sjaldnast inn að hreiðrinu. Aðal- varpheimkynni tegundarinnar hér eru í Vestmannaeyjum (Elliðaey) og í Ingólfshöfða. Þetta er farfugl er heldur sig á veturna á S-Atlantshafi, að Iíkind- um mest út af S-Afríku. En á vor- in er hann kominn í land og farinn að huga að varpi. A varpstöðvunum er stormsval- an að heita má eingöngu á ferli á næturnar. Gefur hún þar frá sér einkennilegt, korrandi hljóð, mis- sterkt, sem af og til er rofið af stuttum hiksta. Hún verpir aðeins einu eggi, á beran jarðveginn, einhvers staðar á tímabilinu maí-júlí (á íslandi nær seinni tímamörkunum). Það er hvítt á lit með rauðbrúnum doppum í breiðari endanum. Bæði foreldri sjá um ásetuna, er tekur 30-45 daga, og annast síðan um veikburðan, dúni klæddan ungann næstu daga og vikur (þótt oft verði hann að dúsa einn langtím- um saman, á meðan verið er að sækja honum mat, en fæðunnar er aflað úti á opnu hafi, langt frá ströndum; þannig á stormsvalan betra með að forðast árásir máva og kjóa), en hann yfirgefur loks hreiðrið, síðastur allra fugla, eftir 56-73 daga veru þar, eða m.ö.o í október- desember. Foreldrarnir eru þá löngu búnir að yfirgefa hann, sílspikaðan (um 50 g á þyngd). Ungfuglinn líkist mjög hinum fullorðnu. Utan varptíma er stormsvalan þögul mestan partinn. Hún nærist mikið á svifdýrum (t.d. ljósátu), en einnig á smáfiski (minni en 5 sm á lengd) og öðru þess háttar. Er einkennilegt að sjá hana á veiðum, þar sem hún tiplar eða jafnvel hleypur á yfirborði sjávarins, oft í kjölfar skipa á hafi úti, með lafandi fætur um leið og hún tínir upp æti sitt. Mjög erfitt getur reynst að þekkja íslensku sæsvölutegundirn- ar tvær hvora frá annarri. Helstu einkennin (auk gumpsins hvíta og beltis á undirvæng stormsvölu) eru þau að stormsvalan er töluvert minni (14-17 sm á lengd, en sjó- svalan 19-22 sm) og með snubb- óttari vængi og styttri (vænghaf stormsvölu 36-19 sm, en sjósvölu 45-48 sm) og hefur annað fluglag en sjósvala; vængjasláttur er jafn- ari og minna um renniflug og flökt á síbreytilegum hraða. Þá er stormsvalan líka dekkri og með þverstýft stél, eins og áður er get- ið, en sjósvalan hefur aftur á móti sýlt. í bókaflokknum Undraveröld dýranna, 9. bindi, fyrsti hluti, sem Fjölvaútgáfan gaf út fyrir Veröld árið 1984, er skemmtileg lýsing á því, hvernig varp stormsvölu upp- götvaðist á fslandi. Þar segir orð- rétt:“Vestmannaeyingar hafa lengi vitað að sæsvala (þ.e.a.s. sjósvala; innskot mitt) verpti þar í eyjum, hundruðum saman í Ystakletti og þúsundum saman í Elliðaey og Bjarnarey og komst hún inn í fuglafræðirit Fabers á fyrri hluta 19. aldar. Menn héldu að þetta væri aðeins ein tegund, en smám saman komu í ljós ummerki um að önnur tegund, litla sæsvala (þ.e.a.s. stormsvala; innskot mitt) kynni að leynast þar. Á náttúru- gripasafninu í Kaupmannahöfn uppgötvaðist hamur af henni, sagður frá Vestmannaeyjum, og P.Nielsen, kaupmaður á Eyrar- bakka, áhugasamur fuglaskoðari, kvaðst hafa fengið egg frá Vest- mannaeyjum sem hlytu að vera litlu sæsvöluegg. Um 1930 fékk Bjarni Sæmundsson svo litlu sæ- svöluunga frá Gísla Lárussyni, gullsmiði í Vestmannaeyjum. Þó var engar frekari upplýsingar að fá um það hvar í Eyjum þessi fugl verpti, enda er hann felugjarn næt- urfugl, og var það áfram eitt dul- arfyllsta vandamál íslensks fugla- ríkis. Þá var Þorsteinn Einarsson, sem síðar var lengi íþróttafulltrúi, kennari í Vestmannaeyjum og hóf hann skipulega leit að litlu sæ- svölu. Fyrst réðst hann í að grafa upp hundruð sæsvöluhreiðra, erfitt verk, því að þær grafa sig allt að tvo metra niður, ef ske kynni að eitthvert þeirra reyndist litlu sæ- svöluhreiður, en allt var árangurs- laust. Loks var það seinni hluta ágúst 1939 að hann fékk hóp ungra pilta í lið með sér út í Elliðaey til að háfa sæsvölur að næturlagi. Og þá gerðist það að ein sæsvalan sem Arnbjörn Kristinsson, síðar bóka- útgefandi í Setbergi, háfaði reynd- ist vera litla sæsvala. Þar með voru þeir komnir á sporið og fundu síðar hundruð hreiðra þessa dularfulla fugls í Elliðaey." íslenski stormsvölustofninn var árið 1982 talinn vera einhvers staðar á bilinu 1.000-10.000 varp- pör. Og að síðustu er þess að geta að elsti fugl sem ég á heimildir um var breskur, merktur 9. ágúst 1958, þá fullorðinn, og náðist aft- ur 14 árum, 11 mánuðum og 19 dögum seinna, þ.e.a.s. 28. júlí 1973, og var sleppt að því loknu. Lágvaxna stúlkan vekur verndarþrá karlmanna Fyrir þrjátíu árum síðan giltu ekki sömu lögmál um útlit og í dag. Þá var mest um vert að vera kvenleg fram í fingurgóma við öll tækifæri; t.d. var mikill mælikvarði á kvenleika hvemig kona gekk upp stiga. „Hlammið þér niður öllum fætinum? Tekur sitjandi yðar á sig furðuleg- ustu sveigjur og snúninga?" er spurt í bók sem heitir „Tízkubókin", eftir Mary Young, og gef- in var út um 1965. Þessi bók, eins og bókin „Aðlaðandi er konan ánægð", sem vitnað vartil í síðasta útlits- þætti, er stórkostleg lesning, og í henni er tekið á ýmsum atriðum sem þá voru mjög veiga- mikil. Fyrsti kaflinn fjallar um Ii1<amshreyfingu, vöðva og útlit og segir meðal annars í inngangi hans: „Ef til vill eruð þér íþróttastúlka, sem hafið sett yður það mark að vinna heiðurspen- inga og bikara, verða methafi á einhverju sviði, eða jafnvel synda yfir Ermarsund. Við þetta er ekkert að athuga á meðan þér eruð viss um að fullkomið jafnvægi haldist í kvenlegum þokka yðar og útliti." Þama eru lykílorðin komin: KVENLEGUR ÞOKKI. Þessi þokki er þungamiðja bókarinnar og gengið er út frá því að hann haldist frá a til ö. Líkaminn I bókinni eru konum gefin ýmis hollráð og meti hver sem er fyrir sig hvort þau eiga erindi við konur í dag. Hér á eftir fara nokkrir gullmolar úr fyrsta kaflanum. Reiðlist. - Ef þér aðhyllist mjög reiðlistina, þá ættuð þér að f/lgjast vel með hugsanlegri of- þjálfun efri lærvöðvanna. Þegar þér klæðisc næst aðskorna pilsinu yðar eða kjólnum, verðið þér skelfngu lostin, ef þér komist að raun um að lærin mælast sverari en mjaðmirnar. Það er mjög erfitt að losna við lærabungur, og þvi ráðlegg ég yður að stunda reiðlistina aðeins í hófi... Vöðvar. - Frægustu ballettdansmeyjar, sem allir dást að hafa ekki ofþroskaða vöðva, og þó æfa þær daginn út og daginn inn, til þess að vera efstar á lista ísinni grein. Þeim tekst að halda línum sínum grönnum og mjúkum með því að fýlgja út í æsar viðurkenndum aðferðum í hvild og slökun vöðva, sem mikið hefur verið reynt á. Látum karlmönnunum eftir að „safna" stómm vöðvum og hreykja sér yfir því. Mín draumadis hefur spengilegan, styrkan líkama með fastmót- uðum útlínum, þar sem hvergi ber á vöðvum. Lágvaxin stúlka. - Sennilega er stærsti plús lágvöxnu stúlkunnar sá, að hún vekur verndarþrá i brj'ósti karlmannanna. Hvað um það? Látum hana njóta þeirra auka-stimamýktar, sem hún seiðir til sín. Og látum hana einnig gleðjast af þvi að hugsa um sjálfa sig sem netta og fingerða, fyrst og fremst fíngerða - skemmtilega handhægt orð, sem felur i sér allt hið kvenlega og fág- aða. Svipmót og fas Mikil áhersla er lögð á svipmót og fas í bókinni og getur vel verið að ýmsir mættu taka sér það til fyrirmyndar í dag, bæði konur og karlar, en fyrr má nú vera. Stúlkur fyrir þrjátíu árum hljóta að hafa haft þolinmæði á við þrjátíu manns og skaphöfn dýriings ef þær hafa fylgt eft- irfarandi fyrirmælum: I kuldagjósti. - Hvemig eigið þér að geta virzt aðlaðandi með samanherpt andlit, sem virð- ist segja: „Þetta er alveg óþolandi'? - Reynið að slaka á andlitinu, hætta að glima við vindinn og hugsa, „þetta er aðeins hressandi, svöl gola", og reynið að láta svo, sem þér njótið þess að láta svalann leika um yður. Hver sem mætir yður, ómakar sig þá til að lita aftur á ferskan hreinan svip yðar. Á ferðalagi. - Hvernig er hægt að ætlast til, að þér séuð aðlaðandi og komið á ákvörðun- arstað glöð, róleg og snyrtileg, ef þér látið vanstillinguna ná tökum á yður við hverja smávægi- lega töf? - Þegar þér hafið komið yður fyrir í farartækinu, ættuð þér samstundis að slaka á vöðvum og taugum, jafnvel loka augunum. (Það er ekki nema von að konur hafi verið taldar slæmir ökumenn ef þær sátu alltaf með lokuð augu og Ijómandi fallegar undir stýrill!) Að síðustu nokkrar staðreyndir um „læpulegt fas“ eins og segir í bókinni: Það seg/r sig sjálft að læpulegt fas: 1. Gerir yður andlega og likamlega beygða. 2. Gefur til kynna, að líffæri yðar starfi ekki í fullkominni samvinnu innbyrðis. 3. Gefur til kynna, að lungu yðar geti ekki af einhverjum ástæðum, þanizt út sem skyldi, er þér andið að yður. 4. Býður þeirri hættu heim, að vöðvar baksins gangi úr skorðum. 5. Orsakar fitumyndun um mjaðmir, á maga og undir bringspölum. 6. Og síðast en ekki síst, það eyðileggur gjörsamlega útlit yðar. Góða verslunarmannahelgi og passið ykkur á læpulega fasinu! Umsjón: Svanhildur Hólm Valsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.