Dagur


Dagur - 30.09.1995, Qupperneq 4

Dagur - 30.09.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 30. september 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 464 1585, fax464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GlSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Leikhús með framtíðarstefnu „Getur þetta gengiö svona lengur," sagði Sunna Borg, formaður Leikfélags Akureyrar á aðalfundi félagsins í byrjun vikunnar þegar hún ræddi um ástand Samkomuhússins sem hýsir blómlegt starf félagsins. Sannarlega má húsið muna sinn fífil fegri og ekki þarf einasta að ráðast í brýnt viðhald heldur ekki síður að bæta allt aðgengi að húsinu og gera það „fært" fötluðum og öldruð- um. Nú skal spurt hvort það er ekki einhvers virði að hafa leiklistarstarfsemi sem dregur að sér þúsundir áhorfenda á hverju ári? Er það ekki ein- hvers virði að hafa leikhús sem styrkir meira en margt annað ferðaþjónustu bæjarins yfir vetrar- mánuðina? Er það ekki einhvers virði að metnað- arfullt leikfélag haldi bænum inni á landakorti menningarinnar og auglýsi hann þannig upp? Og síðast en ekki síst skal spurt hvort það er ekki einhvers virði að jafn blómleg starfsemi fari fram innan veggja Samkomuhússins sem er eitt af þeim húsum sem setja hvað mestan svip á bæ- inn. Öllum þessum spurningum er hægt að svara játandi og þá er komið að þeirri niðurstöðu hvort annað sé verjandi en þessari starfsemi og Sam- komuhúsinu sé mörkuð framtíðarstefna sem unn- ið er eftir. Leikfélag Akureyrar getur aldrei orðið „popp“-málefni fyrir kosningar, svo snar þáttur í bæjarlífinu sem það er. Það hlýtur að vera metn- aðarmál að búa því traustan starfsgrundvöll því forsendurnar eru nægar, eins og áður er að vikið. Þáttur Samkomuhússins sjálfs er önnur hlið málsins. Fullyrða má að margur gæti ekki hugsað sér starf Leikfélags Akureyrar á öðrum stað, en til þess þarf margt að bæta. Þau eru mörg for- gangsverkefnin þegar hart er í ári, en að þessu hlýtur að koma - og það fyrr en seinna. í UPPÁHALDI VU helst eyða frí- stundunum með syninum - segir Nana í Púls 180 Haustið er sá tími sem allar Ukamsrœktarstöðvar fyll- ast af fólki sem er harð- ákveðið í að koma líkam- anum loksins íalmenni- legt lag. í Púls 180 á Akureyri er starfsemin komin á fullt og segir Kristjana Þorgeirsdóttir, þolfimi- kennari og einn eigandinn, að að- sóknin fyrstu vikurnar hafi verið mjöggóð. Kristjana, eða Nana, eins og hún er oftast kölluð fluttist tilAkureyrar sumarið 1992 og cetlaði upphaflega að kenna hér í tvo mánuði. Röð at- burða leiddi hins vegar til þess að hún ákvað að vera áfram á Akureyri og líkar vel að búa þar. „Mér líkar vel í vinnunni og liér er mikið af góðu fólki.“ En hvað skyldi vera í uppáhaldi hjá þolfimikennaranum? Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Pasta, grænmeti og fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Yfirleitt drekk ég sódavatn með sítrónu. Ég fæ mér líka oft rauð- vín á góðu kvöldi. Hvaða heimilsstörf finnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Skemmtilegast finnst mér að elda en leiðinlegast að struuja eða vaska upp. Stundar þú einliverja markvissa hreyfingu eða líkamsmkt? Ég kenni þolfimi sex daga vik- unnar, alls 15 tíma í viku. Auk Kristjana Þorgeirsdóttir. þess fer ég líka stundum út að skokka, svona fyrir sjálfa mig. Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- lagasamtökum? Ég er í alþjóðlegum þolfimisam- tökum sem heita IDEA. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Morgunblaðið og erlend tfmarit um heilbrigt líferni. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Biblian, sem ég les allt of sjald- an. / livaða stjörnumerki ert þú? Fiskamerkinu. Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Ég hlusta yfirleitt á Sting þegar ég er heima hjá mér en ég fæ nóg af eróbikk tónlistinni á daginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Alfreð Gíslason. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Fréttir og íþróttir. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Jóni Baldvini því hann kann að svara fyrir sig og eins líst mér vel á Pétur Blöndal. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Þingvellir og Búðir á Snæfells- nesi. Hvar vildirðu lielst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? Við Gardavatnið á Ítalíu eða í litlu spönsku sveitaþorpi sem heitir A1 Tea. Efþú ynnir stóra vinninginn í lottó- inu livernig myndirðu eyða pening- unum? Ég hugsa að ég myndi ferðast um heiminn. Hvernig viltþú helst verja frístund- um þínum? Með Aroni syni mínum sem er átta mánaða. Hvað gerðir þú í sumaifríinu? Ég var í bameignarfríi og byrjaði svo að vinna þannig að ég tók ekkert sumarfrí. A1 ÓAUTABORCARBRÉF INOIMAR CUÐMUNDSSON Öflugra, léttara, dýrara... Þótt nú sé meira en mánuður síðan heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk hér í Gautaborg er enn margt sem minnir á þennan viðburð. Auglýsingaskiltum og minjagripum með merkjum móts- ins fækkar þó dag frá degi. Eftir standa listaverkin, málverk sem taka yfir gafla heilu húsanna, minjagripir og að sjálfsögðu allar fegrunaraðgerðirnar sem borgin hefur gengið í gegnum. Ekki eru allir á sama máli eins og gengur um ágæti svona sam- komu. Verslana- eigendur stóðu margir hverjir uppi með tap eftir að hafa verið lofað gulli og grænum skóg- um ef þeir hefðu nú opið lengur en venjulega. Aldrei þessu vant skein sólin á gesti og keppendur allan tímann og hver nennir búða- rápi á svoleiðis dögum? Það er þó ólíklegt að mót af þessari stærðar- gráðu verði haldið aftur í Gauta- borg því að nýjar reglur kveða svo á um að í framtíðinni geti heims- meistaramótið aðeins farið fram í borgum sem hafa eina milljón íbúa eða meira og á leikvangi sem rýmir minnst 60 þúsund manns. Við verðum jú alltaf að setja markið hærra og lengra, nú duga engar „smá- borgir" lengur. Mér verður hugsað til sýning- arinnar „Flönnun í íþróttum" þeg- ar orðin hærra, lengra og hraðar eru nefnd. Þetta er stærsta sýning á hönnun íþróttabúnaðar hingað til og hefur vakið mikla athygli. Tískustraumarnir í íþróttunum virðast höfða sterkt til fólks um þessar mundir. Til dæmis er vin- sælasta safnið í Chicago rekið af Nike fyrirtækinu. Og hvað er til sýnis þar? Jú, íþróttaskór! Það er gaman að sjá hvernig búnaðurinn hefur breyst í gegnum tíðina þótt oft finnist manni afurð- in í dag vera orðin hálfgerð skrýmsli, bæði hvað varðar verð og útlit. Hvað segið þið t.d. um reiðhjólið Lotus Sport Carbon Ro- ad frá árinu 1992? í stormgöngum mældist það fara 2 sekúndum hraðar á hvern kflómetra en venju- lega hannað reiðhjól. Nú getur hver og einn keypt eintak, þ.e.a.s. ef hann getur pung- Þannig lítur Lotus hjólið út og kostar heilar 700 þúsund krónur. að út 700 þúsund íslenskum krón- um! Hvað ætli hönnunarkostnað- urnn sé stór hluti af verðinu? Saga knattspyrnuskónna byrjar að sjálfsögðu í Bretlandi. Að vísu iðkuðu menn m.a. „höfuðspyrnu" í Kína fyrir meira en tvö þúsund árum og „hauskúpuspyrnu" forð- um daga í Ameríku en ekki fer sögum af fótabúnaði við þann leik (þetta voru yfirleitt höfuð eða kúpur óvinaættbálksins). Bretar hafa leikið knattspyrnu á strætum og torgum alveg frá 11. öld. Meira en hundrað manns gátu verið í hvoru liði, reglur voru nær engar, skóbúnaður frjáls og dauðsföll tíð. í lok 19. aldar komu fyrstu eigin- legu knattspynuskórnir, ökklaháir klossar, sumir með stáltá!. Smám saman hafa skórnir orðið léttari, minni og mýkri. Alltaf eru þeir þó svartir. Það hefur verið sagt um knattspyrnuskó eins og T-Fordinn á sínum tíma: þú getur fengið hvaða lit sem þú vilt á meðan þú velur svart. Nýjasta nýtt eru skór með rifflað gúmmílag ofan á táa- hluta og neðri hluta ristar. Þetta á víst að koma meiri hraða og snún- ingi á boltann. Það voru tennis- spaðar sem komu knattspyrnu- hönnuðunum á sporið, þeir hafa einmitt gúmmílag til að auka hraða og snúning kúlunnar. Eflaust muna einhverjir eftir gamla Dunlop tennisspaðanum. Þessi tréspaði hefur verið kallaður „Volkswagen" tennisspaðinn því hann var notaður án verulegra breytinga í meira en 50 ár. Lagið á tennisspöðunum breyttist ekki að ráði fyrr en seint á sjötta áratugn- um þegar öldungurinn og auðkýf- ingurinn Howard Head ákvað að fara að spila tennis eftir að hafa sest í helgan stein. Vandamálið varð hinsvegar að blessaður karlinn hitti aldrei bolt- ann. Hann reddaði því fljótt og vel, stofnaði fyrirtækið Prince ásam fleirum og framleiddi stærri og léttari spaða! Síðan þá hafa spaðamir verið framleiddir úr grafíti, glertrefjum og mismun- andi blöndum og hönnuðir eru að sjálfsögðu ennþá að. Má bjóða þér að kaupa Prince Graphite spaða? Hann kostar 28 þúsund krónur!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.