Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 30. september 1995 - DAGUR - 3 Dómur Hæstaréttar í ágreiningsmáli á Blönduósi: Ekki leyndur galli í gólfplötu Hæstiréttur hefur staðfest nið- urstöðu Héraðsdóms Norður- lands vestra í ágreiningsmáli Tómasar Óskarssonar annars vegar og Sigurjóns Ólafssonar og Hlyns Tryggvasonar hins vegar. Hæstiréttur sýknar þá Sigurjón og Hlyn af kröfu Tómasar um greiðslu 840 þús- und króna ásamt dráttarvöxt- um. Tómas Óskarsson skaut mál- inu til Hæstaréttar og krafði Sig- urjón og Hlyn um greiðslu vegna viðgerðar sem hann framkvæmdi á eigin verki við gólfílögn, en það hafði hann leyst af hendi sem undirverktaki Siguijóns og Hlyns við smíði íbúðarhúss á Blönduósi. Tómas hélt því fram að leyndur galli hafi verið á yfir- borði gólfplötunnar, sem gólf- flögnin var sett á. Rekja megi þennan galla til þess að Sigurjón og Hlynur hafi látið steypa gólfplötuna í rigningu, sem plat- an hafi ekki verið varin fyrir. Hafi af þessum sökum myndast svonefnd sementsefja á yfirborði plötunnar, en þetta hafi ekki ver- ið sýnilegt þegar hann vann verk sitt. Tómas taldi sementsefjuna hafa valdið því að gólfi'lögnin hafi losnað frá gólfplötunni. Sig- uijón og Hlynur mótmæltu þessu og héldu því fram að annmarkinn á gólfílögninni hafi stafað af mis- tökum Tómasar. í dómi Hæstaréttar kemur frarn að samkvæmt vottorði Veð- urstofu íslands megi ráða að tals- vert hafi rignt á Blönduósi þegar og eftir að umrædd gólfplata var sjeypt. Að öðru leyti haii Tómas Óskarsson ekki aflað matsgerðar eða annarra viðhlítandi sönnun- argagna til stuðnings á staðhæf- ingum sínum. Hæstiréttur telur því að sannanir skorti fyrir því að annmarkar á gólfílögninni verði raktir til atvika sem Sigurjón og Hlynur beri ábyrgð á. I því Ijósi kemst Hæstiréttur að því að sýkna beri Sigurjón og Hlyn af kröfu Tómasar Óskarssonar og hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra standi. óþh Smugan: Þrettán skip eftir á veiðum og mörg á landleið Þrettán skip eru á veiðum í Smugunni og hefur þeim fækkað nokkurt ört að undanförnu. Um miðjan mánuðinn voru um 25 ís- lensk skip á veiðum í Smugunni en flest voru þau í ágústmánuði, eða á fímmta tuginn. Heildarafl- inn er líklega orðinn um 30 þús- und tonn og hafa skipin sótt víða um Smuguna, allt norður fyrir 75 breiddargráðu. Haustið 1993 stóðu veiðar í Smugunni fram að jólum en út septembermánuð haustið 1994. Hversu lengi þær standa á þessu ári er nokkuð óljóst, en ef veiði glæðist ekki á næstunni er hætt við að úr sókninni dragi eða jafnvel að veiðum verði að mestu hætt. Stakfell ÞH-360, togari Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf., hefur verið tvær vikur í Smugunni og er aflaverðmæti orðið 10 milljónir króna. Ólafsfjarðartogarinn Sól- berg ÓF kom í vikunni til Ólafs- fjarðar með um 100 tonn af ísuð- um fiski úr Smugunni sem fer til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. og hjá saltfiskverkunun- um Sæunni Axels hf. og Sigvalda Þorleifssyni hf. Sigurbjörg OF var væntanlega til heimahafnar í gær með 150 tonn af frystum flökum og er aflaverðmætið um 33 millj- ónir króna. Togarinn fer síðan í slipp á Akureyri í 5 til 6 daga, þar sem skipt verður um innra byrði í skutrennu auk botnhreinsunar og zinkunar. Tveir aðrir Ólafsfjarðar- 1 i lil ""□□D Ný námskeið hefjast mánudaginn 2. október. Skráning hafin. Líkamsrœktin Hamri Sími 4612080 togarar eru í Smugunni. Von var á Múlabergi ÓF í lok vikunnar með um 50 tonn af ísuðu en Mánaberg ÓF er á frystingu og kemur væntanlega í næstu viku. Það kann þó að breytast ef aflabrögð glæð- ast. Húsavíkurtogarinn Kolbeinsey ÞH kom til heimahafnar í gær með um 170 tonn af heilfrystum þorski og gæti aflaverðmætið verið um 17 milljónir króna en verð á heil- frystum Smuguþorski hefur verið kringum 100 kr/kg undanfamar vikur. Veiðitúrinn hefur staðið í 32 daga, skipið hélt norður eftir frá Eins og fram hefur komið í punktum frá bæjarráði Akur- eyrar hefur starfsmannaráð Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureyri sent bæjaryfirvöldum bréf og mótmælt mjög eindregið þeirri hugmynd að göngugatan í miðbæ Akureyrar verði að nýju opnuð fyrir umferð bifreiða eins og fram höfðu komið hugmynd- ir um frá kaupmönnum. Sigfríður Þorsteinsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, sagði að málið Húsavík þann 28. ágúst. Síðan verður haldið á karfa- og grálúðu- veiðar hér við land. Isafjarðartogaramir Orri IS og Guðbjartur IS eru nýkomnir úr Smugunni; Orri ÍS er kominn á veiðar á heimamiðum en Guð- bjartur ÍS er kvótalaus, skráður B- skráningu hjá Siglingamálastofnun og er á söluskrá en verður úreltur að öðmm kosti. Togaramir Páll Pálsson ÍS frá Hnífsdal, Vest- mannaey VE, Ólafur Jónsson GK og Kambaröst SU em einnig á landleið norðan úr Barentshafi. væri „í salti“ eins og hún orðaði það og ekkert verið að vinna í því. Hún sagðist persónulega vona að ekkert verði úr þessum hugmynd- um, en vissulega væru aðrir sem hefðu áhuga á að gera eitthvað til reynslu og þeir verði þá sjálfir að ýta á það. „Ég fagna þessum at- hugasemdum frá heilsugæslustöð- inni. Það er mjög gott að heyra hvað fólk er að hugsa og fróðlegt ef fleiri myndu láta í sér heyra,“ sagði Sigfríður. HA SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDI EYSTRA Athugið! Við viljum vekja athygli á því að við höfum fengið nýtt síma- og faxnúmer. Nýja númerið er 460 1400 Faxnúmer 4601414 Heimilisfangið er Glerárgata 26, fjórða hæð (næsta hús norðan við VIS). Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Norðurlandi eystra. GG Bílaumferð í göngugötunni á Akureyri: Er í salti GUNNAR RAFN JÓNSSON opnax M41VERKA SYNINGU í HekLusaL, GaLLení ALLm Handa, á GLemneymœ, Akimeyni fösTuöaginn 29. sepremhen 1995 kL.20.00 Við opnunma Leika AmhdðuK Eyja SöLvadórwi oq Sigunveig Gunnansdórrm á gíran Á sýmngunm venða ypm 60 vamsLiTamynðm Opið aLLa ðaga pná kL. 14-19 Sýmngunm Lýkun 10. okwhen ALLm hjanTanLega veLkomnm! Ljósmyndasamkeppni FRISSA fríska Eftirfarandi þátttakendur unnu til verðlauna: 1. PIONEER hljómflutningssamstæöa frá Hljómdeild KEA Áslaug Þorvaldsdóttir, Berugötu 7, B0RGARNES 2. SHARP hljómflutningssamstæða frá Hljómdeild KEA Harpa Ingimundardóttir, Dílahæð 1, BORGARNES 3. -4. CAN0N PRIMA Mini myndavél frá Pedrómyndum Akureyri Berglind H. Helgadóttir, Múiasíöu 20, AKUREYHI Jóhann Óh Hilmarsson, Pósth. 12049, REYKJAVÍK 8.-7. LOTTO íþróttagalli frá Vöruhúsi KEA Edda Njálsdóttir, Hjarðarhaga 21, REYKJAVÍK Inga Dóra Björgvinsdóttir, Spóahólum 18, REYKJAVÍK Hrefna Aradóttir, Skúlabraut 2, BLÖNDUÓS 8.-11. LOTTO íþróttaskór frá Vöruhúsi KEA Helga Sig. og fjölskylda, Valshólum 4, REYKJAVÍK Jóhann Árni Þorkelsson, Austurströnd 6, REYKJAVÍK Ragnar Stefánsson, Njarðargötu 61, REYKJAVÍK Erna Jónsdóttir, Hjallastræti 32, BOLUNGARVÍK 12.-25. FRISSI fríski, 2 kassar epla og appelsínu Arnór Víöisson, Grundargarði 15, HÚSAVÍK Berglind H. Helgadóttir, Múlasíðu 20, AKUREYRI Birna Baldursdóttir, Grenilundi 19, AKUREYRI Birna Sveinsdóttir, Ránarhraut 9, SKAGASTRÖND Halldóra Friðriksdóttir, Furuhyggö 5, M0SFELLSBÆ Helga Sig. og fjölskylda, Valshólum 4, REYKJAVÍK Hildur Inga og Jóna Maren, Stekk Eyjafj., AKUREYRI Hilmar T. Harðarson, Munkaþv.str.19, AKUREYRI Höskuldur Ágústsson, Birkimel 8b, REYKJAVÍK Lárus Bjarnason, Skriðuvöllum 1, KIRKJUBÆJARKL. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Ullartanga 3, EGILSSTAÐIR Sindri Cæsar Magnason, Stekk Eyjafj., AKUREYRI Tanja Rún Jónsdóttir, Sunnuhhö 21b, AKUREYRI Tómas Bergmann, Vallargeröi 4c, AKUREYHI Vinningar verða sendir til vinningshafa eða að haft verður samband við þá. Vinningsmyndir verða birtar í blöðum á næstunni. Við viljuni þakka frábæra þátttöku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.