Dagur - 30.09.1995, Page 8

Dagur - 30.09.1995, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. september 1995 leggur síðustu hönd á förðun Thelmu Þormarsdóttur. Vikublað frá Ítalíu í heimsókn norðanlands - íslenskar fyrirsætur kynna m.a. fatnað frá Akureyri Undanfama viku hefur ítalskur hópur frá vikublaðinu Gioa, sem er þekkt tísku-, mannlífs og ferða- málablað á Ítalíu, verið á ferðinni á Akureyri og í nágrenni til að safna efni og er hugmyndin að birta efnið í þremur tölublöðum vikublaðsins í október og nóvem- ber nk. Fjórar íslenskar fyrirsætur voru valdar í þetta verkefni, þær Hlaðgerður íris Bjömsdóttir, íris Björk Ámadóttir, Elín Jónsdóttir og Thelma Þormarsdóttir, og eru stúlkurnar myndaðar í íslenskri náttúm bæði í fatnaði frá þekktum erlendum hönnuðum og eins verð- ur íslenskur fatnaður kynntur. Nýja fatalínan frá Foldu fær t.d. góða kynningu og fyrirsæturnar eru einnig myndaðar í fötum sem Sigríður Sunneva, fatahönnuður á Akureyri, hefur hannað. Auk þess að mynda á Akureyri hefur hópur- inn farið og tekið myndir í Lauf- ási, Mývatnssveit, við Goðafoss og á fleiri stöðum. Til stóð að fara á Snæfellsnes en ítalarnir kunna vel við sig á Norðurlandi og reikna með að taka allar myndirn- ar þar. Góð landkynning Það er Kolbrún Aðalsteinsdóttir sem hefur hjálpað ítölunum að skipuleggja þessa ferð en Kolbrún hefur aðstoðað og komið mörgum íslenskum fyrirsætum á framfæri á Ítalíu og víðar og hefur mörg góð sambönd í fyrirsætuheiminum. Hún segir að um gífurlega góða kynningu sé að ræða fyrir Akur- eyri og nágrenni. „Blaðið er eitt af söluhæstu vikublöðunum á Ítalíu. Við áttum íslenska fyrirsætu, El- ínu Stefánsdóttur, á forsíðunni á Gioa síðastliðið sumar og við gát- um ekki einu sinni keypt okkur eintak því blaðið var uppselt,“ segir Kolbrún, en blaðið er gefið út í um 400 þúsund eintökum. Kolbrún segir að vinnan hafi gengið vel og hópurinn sé mjög ánægður. „Viðtökurnar hér hafa verið yndislegar og ágætt að koma hingað til Akureyrar frekar en að vera alltaf í Reykjavík og ná- grenni. Það er líka frábært framtak hjá öllum hér að reyna að koma sér á framfæri," segir hún en ýmis --------------------------------------------Á AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipu- lagi vöruhafnar Með vísan til 17. og 18. greinar skipulagslaga og greinar 4.4.2 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyr- arbær tillögu að deiliskipulagi vöruhafnar á Oddeyri. Skipulagssvæðið er austan Hialteyrargötu og sunn- an Silfurtanga. í aðalskipulagi Akureyrar 1990- 2010 er svæðið skilgrein sem hafnarsvæði og að hluta iðnaðar- svæði. í deiliskipulagstillögunni er m.a. gerð grein fyrir fyrirhugaðri landnotkun á svæðinu, skiptingu þess í vöruhafnarsvæði, svæði fyrir matvælaiðnað, iðnaðarsvæði og svæði fyrir almenna atvinnustarf- semi. Einnig er sett fram tillaga að ákvæðum um þá starfsemi sem þarf að víkja af svæðinu. Deiliskipulagstillagan, uppdrættir og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, og skrifstofu Akureyrarhafnar, Oddeyrarskála, Strandgötu, næstu 8 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 24. nóvember 1995, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 24. nóvember 1995. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna stað- festingar og framkvæmdar deiliskipulagsins er bent á að gera við það athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar, Hafnarstjóri Akureyrarhafnar. Fyrirsæturnar Elín Jóns- dóttir (t.v.), Iris Björk Arnadóttir og Hlaðgerður íris Björnsdóttir áttu frí þegar ljósmyndara Dags bar að garði en fylgdust engu að síður vel með. Ljósmyndararnir Dobici Al- esandro (t.v.) og Giovanni Cozzi ásamt Flori Federica, ritstjóra tímaritsins Gioa.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.