Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 20
Samherji hf. á Akureyri:
Hríseyjan EA-410 á rækju og Þorsteinn EA-810 norður
Togarinn Arnar gamli, sem
Samherji hf. keypti nýlega
af Skagstrendingi hf. á Skaga-
strönd, heldur til rækjuveiða um
helgina í fyrstu veiðiferðina fyrir
nýja eigendur. Skipið hefur
fengið nýtt nafn, Hríseyjan EA-
410.
Undanfama daga hefur verið
unnið að því að koma fyrir nýjum
færiböndum á millidekkinu til að
koma rækjunni í lest auk annarra
nauðsynlegra breytinga. Skipstjóri
Hækkun á minkaskinnum:
30% verð-
hækkun þarf í
viðbót
- segir Arvid Kro
Gott verð fékkst fyrir loð-
skinn á uppboði í Kaup-
mannahöfn á dögunum. Minka-
skinn hækkuðu að meðaltali um
28% og skinn af ref að jafnaði
um 11%. Arvid Kro hjá Sam-
bandi íslenskra loðdýrarækt-
enda sagði í samtali við Dag að
hækkun þessi lofi góðu og raun-
hæft sé að vænta enn frekari
hækkana á skinnum á næstu
misserum svo loðdýrarækt í
landinu geti staðið undir sér, án
opinberrar aðstoðar.
A skinnauppboðinu í Kaup-
mannahöfn sem lauk þann 15.
september voru boðin upp 26 þús-
und minkaskinn. Jafnaðarverð
hvers þeirra var 1.437 ísl. kr. Um
þriðjungur skinnanna dæmdist í
fyrsta flokk og fóru þau á lítið eitt
hærra verði, eða 1.782 kr. per
skinn. Almenn verðhækkun á
minkaskinnum var, líkt og áður
segir 28%, og fyrsta flokks skinn
hækkuðu um fjórðung frá síðasta
uppboði.
Þá voru á uppboðinu í Kaup-
mannahöfn seld um 3.000 refa-
skinn. Meðalverð hvers þeirra var
6.313 ísl. kr. og skinn í fyrsta
flokki fóru á 6.727 ísl. kr. Verð-
hækkunin í fyrsta flokki er 11 %
og að meðaltali 14%.
„Mér finnst vera léttara yfir
mönnum og þessi hækkun lofar
góðu,“ sagði Arvid Kro. Hann
segir að verð minkaskinna þurfa
að hækka um 30% þannig að bú-
greinin geti staðið undir sér, að
meðtöldum skuldbindingum sem
hvíla á greininni. Raunhæft sé að
búast við að þessum hækkunum
verði náð innan eins til tveggja
ára. Nú séu að opnast stórir mark-
aðir fyrir skinn í Grikklandi,
Rússlandi og Austurlöndum fjær
og til þeirra sé horft. -sbs.
@ HELGARVEÐRIÐ
I gær var áberandi hlýrra í veðri
en verið hefur undanfama daga
og það mun halda áfram að
hlýna í dag og á morgun og má
búast við 12-14 stiga hita. Gera
má ráð fyrir rigningu og á morg-
un er ekki ósennilegt að það
hvessi töluvert. í næstu viku er
síðan spáð að vindur snúist aftur
til norðlægrar áttar með rigningu
eða slyddu um norðanvert land-
ið.
verður Brynjólfur Oddsson, sem
verið hefur með Stokksnesið, en
það hefur verið selt til Meitilsins
hf. í Þorlákshöfn og verður afhent
nýjum eigendum í lok október-
mánaðar. I stað Stokksnessins fær
Samherji hf. togarann Jón Vídalín
sem verður úreltur. A Hríseyjunni
EA verða auk skipstjórans fjórir
úr áhöfn Arnars gamla auk þess
sem einhverjir flytjast af Stokks-
nesinu yfir á Hríseyjuna. Stokks-
nesið hefur haft skráningarnúmer-
ið EA-410 en því hefur verið
breytt í EA- 4.
Samherji hf. fékk loðnuskipið
Helgu n, sem keypt hefur verið af
Ármanni Ármannssyni í Reykja-
vík, afhent í Reykjavík í gær en
þar hefur skipið verið í slipp til
málunar og minni háttar viðhalds
auk botnskoðunar. Skipinu verður
síöan siglt norður til Akureyrar og
er væntanlegt um hádegisbilið á
morgun, sunnudag. Hið nýja
loðnuskip Samherja, Þorsteinn
EA-810, verður almenningi til
sýnis síðdegis á morgun. Líklegt
má telja að það haldi á rækjuveið-
ar, a.m.k. á meðan engin veiðan-
leg loðna finnst hér við land.
Skipstjórar Þorsteins EA verða
Geir Garðarsson og Hörður Guð-
mundsson og yfirvélstjórar Óskar
Ævarsson og Sveinn Geirmunds-
son. GG
. og ekkert stöðvar þig
Tími minnistaps er liðinn. Nú getur þú nýtt allt það minni sem tölvan þín hefur
- og í nýjum víddum.
Windows 95 er heimsviðburður á tölvumarkaði:
Einfaldara • þægilegra • hraðvirkara • traustara • fjölhæfara.
Með nettengibúnaði fyrir alnet og fjölda af nýjum
frábærum hjálparforritum og möguleikum.
Ekkert forrit hefur verið reynsluprófað af
jafn mörgum, jafn víðtækt og í jafn langan tíma.
EINAR j. SKULASON HF
Grensásvegi 10, Sími 563 3000
Umboðsaðili fyrir Microsoft á íslandi
Endursöluaðilar:
ITæknivaí ^ortölvutækni^ mmÝ
Z--- r// NÝHERJI
Hitmknl U/ tnmhrt
OPIN KERFI HF
mn
BOÐE.ND “rda
I