Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. september- DAGUR - 11 Margir uppgötva þegar þeir koma á fund hjá Samhygð að þeir eru ckki einir með ýmsar tilfinningar en það er nauð- synlegt fyrir syrgjanda að fá viðurkenningu á því að sorgarviðbrögðin séu eðlileg. Mynd: Ríkkí J Kattaeigendur! ; n Viljum komast f samband viö kattaeigendur V ^ sem eru tilbúnir aö prófa nýja gerö (jf d þurrfóöurs á köttum sínum. || Þeir sem hafa áhuga hafi samband viö jón Árnason í síma 462 6255. f endilega að það komi fram að samtökin eru öllum opin. Kannski heldur fólk að það þurfi að hafa misst svo mikið og eins getur ver- ið að einhverjir haldi að fundirnir gangi út á það að velta sér upp úr sorginni." Ólöf verður hugsi og bætir síðan við: „Reyndar finnst mér þetta ljótt orðatiltæki; að velta sér upp úr. Það velta sér fæstir upp úr sorg en auðvitað er misjafnt hvað fólk þarf til að vinna sig út úr henni.“ Hún minn- ist konu sem missti bamið sitt á þeim tíma sem mátti ekkert tala um hlutina. „Þetta var ekkert rætt í 25 ár. Þessi kona hefði nú kannski þurft félagsskap einhvers til að geta talað um þetta án þess að hún væri neitt að velta sér upp úr neinu. Mér finnst það dýrmætur eiginleiki að geta talað um hlutina og kannski talað sig frá þeim. Þeir sem geta tjáð sig standa oft betur að vígi og líður betur.“ Ólöf segir að oft finni fólk aðra í samtökunum sem hafi átt í svip- uðum erfiðleikum og geti fundið eins konar samkennd. „Margir uppgötva þarna að þeir séu ekki einir með ýmsar tilfinningar og það er nauðsynlegt að fá viður- kenningu á því að þetta séu eðli- leg viðbrögð, það sé í lagi með mann. T.d. fylgir reiði oft sorg en oft er eins og að bannað sé að tala um reiði. Sjálfri leið mér mjög illa með mína reiði og hélt ég væri eitthvað sér á báti. Mér létti því mikið þegar ég heyrði talað um reiði á fundi og að það væri í lagi og eðlilegt að hafa þessa tilfinn- ingu.“ Minnisvarði í bígerð Samtökin gera fleira en halda Margrét Líney Laxdal, kennari: Sorgarviðbrögðin hjá börnum geta m.a. komið fram í cinbcitingarlcysi, árásargirni, þau verða reið af minnsta tilefni og sumir draga sig líka inn í skel. Stundum geta ein- kcnnin komið fram í skólanum þó þeirra verði ekki vart á heimilinu. Mynd: AI kennarann að segja bekknum frá því. Við það tækifæri er mikil- vægt að svara spurningum og fjalla um sorg og dauða. Tala t.d. um hvað sé gert og útskýra hvem- ig kistulagning og jarðaför gangi fyrir sig. Einnig er hægt að spyrja fundi og vera með fyrirlestra og eitt aðalverkefnið um þessar mundir er að reisa minnisvarða um fólk sem hefur týnst. „Fyrir framan Glerárkirkju er minnis- merki um drukknaða sjómenn. Þetta er fallegt minnismerki en það er inni í miðri byggð og fleiri hundruð manns sem búa í kring og því er notagildið takmarkað," segir Ólöf. „Okkar hugmynd er að fá minnisvarða upp í kirkjugarð þar sem okkur finnst hann eiga heima. Þangað fer fólk til ,að heimsækja leiði og við minnis- varðann ætti fólk að geta átt sínar stundir í friði og ró.“ Ólöf segir að minnisvarðinn eigi að vera fyrir alla, bæði að- standendur þeirra sem hafa týnst, og eins ef einhverjir vilja minnast þeirra sem eru grafnir út á landi og þarna geti fólk haft notalegt at- hvarf. „Við viljum hafa þetta lát- laust en samt með þannig aðstöðu að hægt sé að kveikja á kerti og koma með blóm. Eins verður veggur þar sem hægt verður að setja plötur í með nöfnum þeirra sem hafa týnst eða farist, ef að fólk vill.“ Verið er að hanna minnisvarð- ann og segir Ólöf að stefnt sé á að setja varðann upp næsta sumar. „Viljinn fyrir þessu er mjög mik- ill. Við verðum að leita á náðir einstaklinga og fyrirtækja í bæn- um til að fjármagna þetta og erum enn að safna peningum. Eins leggja samtökin sjálf eitthvað af mörkum og kirkjugarðarnir ætla að sjá um gröft og gefa þá vinnu. A Húsavík var reistur svipaður minnisvarði og gekk mjög vel að fjármagna hann.“ AI hvort þau vilji gera eitthvað til að minnast bekkjarfélagans og ef þau vilja það þarf að hjálpa þeim við að framkvæma. Það er ýmislegt hægt að gera, t.d. hafa minningar- stund og eins er ein hugmyndin að útbúa bók þar sem þau skrifa hinstu kveðju og foreldrum yrði síðan færð bókin að gjöf. Þó mik- ilvægt sé að fjalla um sorgina má samt ekki dvelja of lengi við efnið en hinsvegar getur verið gott að taka það upp aftur þegar eitthvað er um liðið.“ I því tilfelli sem foreldri bams deyr segir Margrét skipta máli að fræða bekkinn um dauðsfallið og eins finnst henni mikilvægt að kennari hafi samband við nem- andann til að segja honum að kennarinn og bekkjarfélagar viti af þessu. „Það getur verið óþægi- legt fyrir nemandann ef hann er ekki viss hvort aðrir vita af þessu eða ekki. Það þarf líka að passa að nemandinn fái ekki of mikla at- hygli þegar hann kemur aftur í skólann því honum finnst hann vera nógu mikið öðmvísi og vill ekki skera sig úr. Auðvitað þarf að sinna honum en umfram allt þarf hann að falla í hópinn og finna einhvern fastan blett sem hefur ekki breyst í öllu þessu umróti." AI <*•#«*« * ♦♦♦•«•* ♦ ♦ ♦ ♦ «' • ♦ ♦ ♦ ♦ • ♦ ♦ ♦ ♦ • Afbestu gerð í matvöruverslunum 3.-15. október Spennandi tilboð Á BANDARÍSKUM VÖRUM AF BESTU GERÐ Vífilfell hf Sláturfélag Suðurlands Brimborg hf Flugleiðir Bergdal hf íslensk Ameríska Verslunarfélagið Innneshf Nathan & Olsen Karl K. Karlsson O. fohnson & Kaaber Iöfur hf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.