Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINA Laugardagur 30. september 1995 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Breska blómarósin Elizabeth Hurley hefði sómað sér vel í hlutverki ljóskunnar. Frummyndin sjálf, Marylin Monroe. Jeanne Trippiehorn lifir sig inn í hlut- verkið. I stað þess að leika Marilyn fékk hún hlutverk í Vatnaveröld Kevins Costner. Ein útivinnandi - Melanie Grifllth gerði sér vonir um aðalhlutverkið. ALLRA TÍMA Á síðasta ári stóð til að gera kvikmynd sem byggði á ævi leikkonunnar mættu í prufu hjá framleiðendunum og þurftu þá að klæða sig upp á og og kynbombunnar Mariiyn Monroe. Það vafðist þó fyrir framleiðend- lita hárið ljóst til að líkjast Mariiyn eins mikið og mögulegt var. unum að velja leikkonu til að fara með aðalhlutverkið enda ekki auðvelt Myndin var aldrei gerð en nú hafa verið birtar myndir af þremur kunnum að feta í fótspor mestu kynbombu allra tíma. Margar glæsilegar konur leikkonum, sem allar sóttust eftir hlutverkinu. ■ ■'í Rokkgoðið Jerry Lee Lewis, sem segist hafa verið orðinn tví kvænismaður aðeins 16 ára, stendur enn undir nafni. I nýrri - ævisögu segir Lewis: „Ég er rokkari af lífi og sál. Ég elska gott whisky, fallegar konur og góöa tónlist - það áM er ekkert sem jafnast á við konur. Ef guð skapaði eitthvað hetra en konur hefur hann haft það fyrir sjálfan sig. Hann ^H gaf manninum konu til að elska og ég ■ hef ávallt reynl að gera mitt besta ' Jr í^HÉy í þeim efnum,“ segir Lewis, - * * sex sinnum gekk í það heilaga og skildi jafnharðan. í jÉr sem Jerry Lee Lewis segist vera rokkari af lífi og sál. Nýlega var frumsýnd vestan hafs myndin A Walk In The Clouds með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Eitthvað var Keanu óánægður með hvernig myndin var klippt til og þótti það stangast nokkuð á við upprunalegt handrit. þá stærstu Nú er verið að undirbúa nýja mynd fyrir kvennagullið Keanu Reeves og mun sagan vera byggð í kringum samtökin Læknar án landamæra, sem hafa getið sér gott orð fyrir störf sín á stríðshrjáðum svæðum. Ree- ves er ætlað að vera í hlutverki skurðlæknis sem gerist sjálfboðaliði og er sendur til ónefnds þriðjaheimsríkis, þar sem læknar berjast við að bjarga mannsiífum í borgarastyrjöld jafnframt því sem þeir berjast við spillta stjómmálamenn. Skapari verksins og höfundur handrits mun vera Neal Baer sem er maðurinn á bak við sjónvarsþættina ER eða Bráöavaktin, sem sýndir hafa verið í Rfkissjónvarpinu. Baer hefur ekki áður verið viðriðinn kvik- mynd í Hollywood en auk þess sem hann á heiður af meginhluta handrits ER sjónvarpsþáttanna er hann á fjórða ári sem læknanemi við Harvard háskóla. Hann hefur starfað við handritsgerð á virkum dögum en unnið á spítala um helgar og sinnir þannig verklega hluta námsins. Á hverjum mánudegi hefur hann síðan mætt til vinnu með ferskar hugmyndir í sjón- varpsþættina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.