Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 30 september 1995 - DAGUR - 5 Mikilvægt að hafa sálartetrið í lagi - segir María Vigfúsdóttir í viðtali um lífíð á Grænlandi. íslendingar hafa löngum verið óhræddir við að leggja land und- ir fót og kanna nýjar slóðir. Ak- ureyringurinn María Vigfúsdótt- ir er ein þeirra sem hefur farið víða, hefur m.a. búið í Bandaríkj- unum og á Ítalíu. Það var þó ekki fyrr en í nágrannalandi Is- lands, Grænlandi, sem virkilega reyndi á aðlögunarhæfnina, en María flutti til Grænlands ásamt mannsefninu sínu, Guðmundi Magnússyni, síðastliðið vor. í viðtali við Dag lýsir María reynslu sinni af grænlensku þjóð- inni og upplifun sinni á þessu landi sem er svo nálægt okkur en þó svo ólíkt. Það er vart hægt að hugsa sér betri tíma til að birta viðtal við Maríu en einmitt í dag því þetta er dagurinn sem þau María og Guðmundur ætla að ganga í það heilaga - á Grænlandi. „Þetta verður persónuleg og vonandi falleg athöfn en ekkert mikil læti. Svo höldum við bara upp á þetta með meiri stæl næsta sumar heima á íslandi," segir María. María flutti til bæjarins Nuuk í Græn- landi í apríl síðastliðnum, en þá hafði Guð- mundur, kærastinn hennar, sem einnig er frá Akureyri, þegar dvalið þar í tvo mánuði. „Ástæðan fyrir því að við fórum til Græn- lands er sú að Guðmundur, sem er yerk- fræðingur, fékk vinnu hjá Royal Greenland. Eg verð að viðurkenna að ég var hálf hrædd í fyrstu. Ég vissi að þetta væri mikið öðru- vísi og ég var ekki viss um að ég myndi þola þessa einangrun. En Guðmundur var rosalega ýtinn og spenntur fyrir þessu og á endanum gafst ég upp og sættist á að prófa,“ segir María um tildrög þess að þau fluttust til Grænlands. Nuuk er stærsti byggðarkjarninn á Græn- landi og segir María að bærinn sé svipaður að stærð og Akureyri. Byggðin sé hinsvegar nokkuð dreifð og þau búi t.d. í nýju hverfi aðeins utan við miðbæinn. „Við vorum fyrst í húsnæði sem Royal Greenland útvegaði okkur en erum núna komin í stærra húsnæði á almennum leigumarkaði. Verðlagið er svipað og heima, dýrt, en þetta er huggu- legt. Við erum búin að koma okkur vel fyrir og höfum eignast marga kunningja og vini. Það þýðir ekki annað en að gera þessa reynslu sem mest spennandi og vera já- kvæður." Danir eins og kóngar María segir að viðbrigðin við að flytja til Grænlands hafi verið mikil. „Allt er svo ólíkt. Menningin og eins eru allir lifnaðar- hættir og viðhorf gagnvart svo mörgu ólíkt því sem ég á að venjast. Það kom mér nokkuð á óvart að Danir eru hér alls ráð- andi. Þeir eru í öllum toppstöðunum og fá allt það besta. Þeir eru eins konar kóngar í ríki sínu og það er visst ójafnvægi milli Grænlendinga og Dana. Þessu þarf að breyta. Grænlendingar hafa lítið sjálfsör- yggi og kannski líka lítinn metnað og sjálfs- aga því hann hefur ekki fengið að þroskast í þeim. Þeir láta sig bara hafa það að vera kúgaðir. Drykkjan er líka mikið áberandi. Þetta er svo einangrað og því tekur maður vel eftir allri eymd sem er til staðar og ekki er hægt að neita því að brennivínið bragð- góða er dálítið mikið notað hér.“ María segir að margt sé erfitt hjá Græn- lendingum en eflaust væri mikið hægt að gera til hjálpar ef rétta fólkið fengist í það. „Það er mjög mikið atvinnuleysi og Græn- lendingar eru margir á atvinnuleysisbótum. Ég hef yfirleitt ekkert nema gott haft af Dönum að segja en ég verð að segja að maður fær pínulítið nóg af þeim hér. Þeir sitja í öllu því besta og stundum hef ég á til- finningunni að þetta séu Danir sem er löngu búið að segja upp starfi í Danmörku og síð- an koma þeir hingað í toppstöður og líta á sig heldur stórum augum. Áuðvitað er þetta misjafnt en ég skynja þetta svolítið sem fólk sem ekki hefur fengið að njóta sfn á heima- slóðum.“ Grænlenska menningin nýtur sín ekki Nuuk hefur upp á ýmsilegt að bjóða á af- þreyingarsviðinu en Maríu finnst þó nokkuð vanta upp á til að hin sérstæða grænlenska menning fái að njóta sín. „Hér er ekki bíó og ekki sundlaugar en nóg af diskótekum og bjórstofum. Hér er líka menningarlegt María segir að viðbrigðin við að flytja til Grænlands hafi verið mikil. „Allt er svo ólíkt. Mcnningin og eins eru allir lifnaðarhættir og viðhorf gagnvart svo mörgu ólíkt því sem ég á að vcnjast.“ Markaður sem kallast „Brettið“ cr staðsettur í gamla bænum. Þar koma sjómenn með fisk, fuglakjöt og aðrar afurðir og selja. Markaður- inn er opinn alla daga og er mjög vinsæll. safn og annað slagið koma sýningar. Einnig er verið að byggja hér menningarhús sem á að vera tilbúið eftir um þrjú ár. Þar á að vera vettvangur fyrir tónlist, myndlist og alls kyns aðrar listgreinar en það vantar ein- mitt alla þessa menningu sem við eruin vön. Videómenningin er ofboðslega vinsæl. Eins hafa Grænlendingar sína eigin menningu en hún er einhvern veginn orðin svo fjarlæg. Þessi grænlenska menning nýtur sín ekki því fólk er svo óánægt og eins og það lifi bara fyrir líðandi stundu og sína bjórkrús. María og Guðmundur búa í nýju hverfi aðeins utan við miðbæinn. Þar býr mikið af ungu fólki og eins eru Danir fjölmennir í hverfinu. Þetta er mikil synd og þyrfti að hjálpa og aðstoða þetta fólk en það gera Danir ekki. Að rnínu mati rífa þeir meira niður þó auð- vitað sé ekki hægt að alhæfa á þennan hátt.“ María segir að þessi mikla eymd meðal Grænlendinga sé það sem hafi slegið sig mest þegar hún kom fyrst til Grænlands. „Það er enginn kraftur og metnaður og aldrei verið ýtt undir slfkt hjá fólkinu. Grænlendingar hafa hæfileika og þeir eru glaðir og yndælis fólk. En vegna þess að þeim finnst ekkert bíða sín, sem þeir þurfa að berjast fyrir, virka þeir oft eins og þeir haldi að hlutirnir komi upp í hendurnar á þeim. Sú hugsun að það þurfi að vinna markvisst að hlutunum og fórna sér til að ná árangri virðist ekki vera til staðar hjá þeim og mér finnst það mikil synd.“ * Omissandi að eiga bát Þó eitthvað vanti upp á menningarlífið í Nuuk er ýinislegt hægt að gera sér til ánægju. María og Guðmundur keyptu sér bát stuttu eftir að þau komu til Grænlands en bátar eru, að sögn Maríu, jafn mikilvægir og bílar eru annars staðar. „Við notum tæki- færið og siglum í hverri frístund sem við höfum. Þetta bjargar manni alveg. Það opn- ast nýir heimar að sjá þessa stórbrotnu nátt- úru. Nuuk er í frekar kuldalegu umhverfí og því þarf maður að komast í burtu annað slagið. Mörgum finnst líka nauðsynlegt að eiga snjósleða á vetuma til að geta farið ein- hverjar ferðir. En það er auðvitað dýrt. Mat- ur hér er líka dýr og almennt er dýrt að lifa. Launin eru þónokkuð betri en heima en margt annað kemur upp á móti.“ María segir að töluvert sé um íslendinga í Nuuk, sennilega eitthvað á annan tug. „Is- lendingarnir eru búnir að stofna íslendinga- félag og við reynum að vera svolítið menn- ingarleg og hittast á þessum vanalegu dög- um eins og 1. desember. Við hittumst ein- mitt 17. júní og stofnuðum félagið þá.“ Gifting og tvíburar í vændum Það er ekki einungis gifting sem er á döf- inni heldur á María von á tvíburum í byrjun desember. „Já, maður vill hafa þetta allt,“ segir María og hlær dátt. „Það eru tvíburar og það er gifting. Líf okkar skötuhjúa er svo sannarlega allt öðruvísi en ég hélt að það yrði. Hvenær hefði maður t.d. trúað því að maður færi til Grænlands? Eða þá að eign- ast tvíbura og gifta sig hér í Nuuk? Aldrei. En þetta ætlum við að gera,“ segir hún og virðist ekki ósátt við hlutskipti sitt þó margt hafi farið öðruvísi en búist var við. María er söngmenntuð og ætlaði að fara að vinna á stofnun fyrir þroskaheft börn og nota tónlistarmenntunina. Þegar hún varð ófrísk ákvað hún hinsvegar að taka því ró- lega. „Ég hef tekið fólk heim í einkatíma í söng. Grænlendingar eru ofsalega söngelsk- ir og dýrka allt sem heitir músík. Ég hefði í rauninni nóg að gera ef ég gæti farið á fullt í músíkina." Mun sáttari en áður María segir að óvíst sé hve lengi þau verði á Grænlandi en hún viðurkennir fúslega að aðlögunin að lífinu þar hafi verið erfið. „Auðvitað sakna ég fólksins míns en ég á stóra fjölskyldu. Ég hef búið í Bandaríkjun- um og á Ítalíu en þegar ég kom hingað var ég svo mikið með sjálfri mér. Það er mjög mikilvægt að hafa sálartetrið í lagi til að líka að búa hérna. Annars verður maður bara niðurbrotinn og flýr strax aftur til ís- lands.“ Bæði María og Guðumundur eru frá Ak- ureyri, eins og fyrr segir, en hafa þó ekki búið þar undanfarin ár. „Ég hef komið þangað á sumrin, en vonandi kemur sá tími að við komum til með að búa á Akureyri. Kannski samt ekki alveg strax því það er svo margt spennandi sem býðst í framtíð- inni. En við áætlum ekkert langt fram í tím- ann. Okkur líður vel núna. Ég átti mínar erf- iðu stundir fyrst og var ekki alveg sátt við að vera hér. En ég hef sigrast á þessu og er orðin mun sáttari en áður. Nuuk er líka bær sem venst. Hann hefur sinn sjarma þó hann sé ekki sá fallegasti sem ég hef séð. Ég reyni bara að vera jákvæð og láta gott af mér leiða. Það dugir ekki annað, annars get- ur maður bara farið heim til sín.“ AI Áslaug Gunnarsdóttir virðir fyrir sér hvalkjöt sem var til sölu á „Brettinu“. Áslaug er dóttir Gunnars Braga Gunnarssonar og Halldóru Grétarsdóttur sem einnig búa í Nuuk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.