Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. september 1995 - DAGUR - 9
Thelma Þormarsdóttir fyrirsæta.
Myndir: BG
Listagilið:
Tónlistar-
viðburðir í
Ketil-
húsinu
Tónlistin tekur völdin í Ketilhús-
inu í Listagilinu á Akureyri öll
kvöld um þessa helgi. Tónlistarat-
riðin hefjast kl. 22.
Á föstudagskvöld koma fram
Ragnheiður Olafsdóttir og Þórar-
inn Hjartarson og á laugardags-
kvöld mætir svo JJ Soul Band til
leiks. Á sunnudagskvöldið verða
ljúfir djasstónar Jóns Rafnssonar,
Omars Einarssonar og Karls Pet-
ersen.
Flugleiða-
fólk
kaupir
einbýlis-
hús á
Akureyri
fyrirtæki hafa styrkt ferð ítalanna
gegn kynningu í blaðinu. Sérleyf-
isbílar lögðu t.d. fram bflaleigubíl
fyrir hópinn og eins tengjast Folda
og Sigríður Sunneva verkefninu
eins og áður sagði.
*
Gott að sofa á Islandi
Tveir ljósmyndarar voru í ítalska
hópnum og annar þeirra er Gio-
vanni Cozzi, sem er þekktur ljós-
myndari í tískuheiminum. Að
sögn Kolbrúnar myndar hann ein-
ungis fyrir þekkt og virt blöð og
tekur aðeins að sér verkefni sem
hann hefur sértakan áhuga á.
Cozzi kom fyrst til íslands í fyrra-
haust og heillaðist þá af landi og
þjóð.
„Þetta er stórkostlegt land. í
fyrra vorum við að mynda í Bláa
lóninu og þar í nágrenni og við
náðum mjög góðum myndum.
Náttúran hér er ólik öllu öðru,“
segir Cozzy. Hann er mjög
ánægður með dvölina á Akureyri,
segir viðmótið hlýtt og eins segist
hann hvergi sofa betur en á ís-
landi. AI
Fram kemur í nýjasta tölublaði
Flugleiðafrétta að Starfsmannafé-
lag Flugleiða (STAFF) hafi ný-
lega fest kaup á litlu einbýlishúsi
á Ákureyri. óþh
Leiðrétting
1 umfjöllun blaðsins sl. fímmtudag
var ranglega farið með fæðingar-
dag Þorbjargar Gestsdóttur í Þórs-
hafnarhreppi. Hið rétta er að Þor-
björg verður 100 ára 12. nóvem-
ber nk. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
S Ný námskeid hefjast
IjJ ( mánudaginn 2. okt.
LIKAMSRÆKTIN
HAMRI
♦ Tímar viö allra hæfi, dríföu
þig strax af staö því síöast
komust færri aö en vildu
Leiðbeinandi í tækjasal til kl. 17.00.
Kl. Mánud. Þriðjud. Miövikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
11-12 Karlapúl
Pallahr. 3
17.15-18 M.rSJ M, r & I M, r&l
18.15-19 Pallapuð 2 Karlapúl Vaxtm.erob. 2 Karlapúl Pallahringur 2
19.15-28 Pallapuð 1 Pallapuð 3 Vaxtm.erob 1 Vaxtm.erob. 3 Pallahringur 1
Leikfimi og sól:
Ath. breyttan tíma á M, r & I (magi, rass og læri).
Nú á mánudögum, miðuikudögum og föstudögum kl. 17.15.
4ra vikna námskeið 3x í viku kr. 3.000 + 10 tíma mánaðarljósakort kr. 4.500 (tækjasalur innifal-
inn).
Lokaðir kvennatímar - Karlapúl
Vatnsgufubað, nuddpottur og frábærir Ijósabekkir.
Alltaf heitt á könnunni.
Mánaðarkort í tækjasalinn aðeins kr. 2.400, ótakmörkuð mæting.
Opið frá kl. 9.00-23.00 virka daga, til kl. 18.00 um helgar.
Ath! Munið ódýru morguntímana í Ijósabekkina, aðeins kr. 270, frá kl. 9.00-14.00.
Skráning og allar upplýsingar í
Hamri, Sinni 46*1 S080. Greiðslukjör við allra hæfi
d)
Stelpur, stelpur
nú er komið að því!
9.-12. október, 4 heilir dagar.
Brottför mánudagsmorgun
kl. 08.00 stundvíslega.
Gisting á hinu ffábæra Barlington hóteli
í 3 nætur með konunglegum
morgunverði.
Heimferð að kvöldi fimmtudags.
Hdtíðin hefst d Ákureyrarflugvelli þar sem hinir
þekktu Merry Plowboys
frá írlandi taka lagið og síðan uerða
ótrúlegar uppákomur allan tímann.
Fararstjóri verður Ásdís Ámadóttir.
Ævar Skíðdal formaður sér um
að engum leiðist.
Verð: Útborgun kr. 5.000,- eftirstöðvar í allt
að 10 mánuði. Staðgreiðsluverð kr. 27.650.
Vegna forfalla eru 4 sceti laus
til Dublin 6. ofetóber
og 2 sœti til Cork 20. október.
Samvlniniterðlr-Laiidsí/ii
Ráðhústorgi 1, Akureyri, sími 462 7200.
ÍSLENSKA UNESCO-NEFNDIN
ICELANDIC NATIONAL
COMMISSION FOR UNESCO
Verkefnastyrkir UNESCO
1996- 97
í fjárhagsáætlun Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, UNESCO, er fé til verkefnastyrkja sem stofnanir, félög
og samtök í aðildarlöndum UNESCO geta sótt um. Þurfa
verkefnin að falla undir viðfangsefni UNESCO á sviði
menntamála, menningarmála, vísinda og fjölmiðlunar. í um-
sókn skal vísað til greina í verkefnaáætlun UNESCO. Kallast
þetta styrkjakerfi „ Participation Programme“.
Hvert aðildarland getur sótt um styrk til 10 verkefna og skal
raða þeim í forgangsröð. Engin trygging er fyrir því að ís-
lenskar umsóknir hljóti styrk.
Styrkir eru einkum veittir til verkefna sem geta leitt til
áframhaldandi alþjóðasamstarfs. Verkefni sem tengjast mál-
efnum kvenna, æskufólks, Afríku og þeim þróunarlöndum
sem verst eru sett, njóta forgangs, en þessi svið eru for-
gangsverkefni UNESCO. Hámarksstyrkur er 26.000$, en
styrkir eru að jafnaði lægri.
Styrkir eru veittir til að:
- halda ráðstefnur og fundi, námsstefnur og námskeið
(þýðingar- og túlkakostnaður, ferðakostnaður þátttak-
enda, sérfræðiaðstoð);
- gefa út rit, einkum þýðingar á ritum UNESCO;
- fá sérfræðings- og ráðgjafaraðstoð;
- afla tækja og búnaðar.
Styrkþegar þurfa að senda skýrsiu og reikningsskil til UN-
ESCO að verkefni loknu.
Umsóknareyðublöð fást hjá (slensku UNESCO-nefndinni,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Skila skal umsóknum á sama stað.
UNESCO-nefndin hér á landi mun fjalla um íslenskar um-
sóknir sem berast áður en þær verða sendar til skrifstofu UN-
ESCO í París þar sem ákvörðun um styrki er tekin.
Umsóknarfrestur: 1. desember 1995.
íslenska UNESCO-nefndin, 29. september 1995.