Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 12
I 12 - DAGUR - Laugardagur 30. september 1995 ■ 'V' ■ s' ss 'J' s" ' . ' Ss’ . „Þetta eru allt vatnslitamyndir, málaðar á síðustu tveim- ur árum,“ segir Gunnar Rafn Jónsson, yfirlœknir á Húsavík, sem opnað hefur sýningu á 63 myndum sínum í Heklusal, Gallerí Allra Handa á Akureyri. Gunnar Rafn er fœddur og uppalinn á Akureyri. Fyrstu átta árin ífaðmi stórfjölskyldunnar, mömmu, ömmu, afa, móður- bróður og fjölskyldu hans, en síðan hjá móður sinni Ingibjörgu Gunnarsdóttur og stjúpföður, Guðmundi Karli Oskarssyni. Faðir Gunnar Rafns er Jóndi, Jón Kristinsson bóndi og myndlistarmaður. Gunnar Rafn er formaður Menningarmálanefndar Húsavíkur og for- maður Sunddeildar Völsungs og HSÞ. „Ég bar mikla virðingu fyrir vatnslitunum á sínum tíma og fannst mér aldrei takast nógu vel upp. Það var fyrir hvatningu sam- býliskonu minnar, Sigrúnar Snæ- dal, að ég ákvað að taka mér tak og ná mér á strik hvað vatnslitina varðaði. Ég hef mest megnis lagt stund á þetta þegar ég hef verið úti í Svíþjóð annan hvem mánuð. Þar er oft einmanalegt, því ég tek mik- ið af bakvöktum, þarf þá að vera við og sit einn í minni fbúð. Ég skipti þvt borðinu í tvennt, mála á öðmm helmingnum en borða við hinn. Þama gefst drjúgur tími til að sinna listinni.“ Sabina, eldri kona, orðin 90 ára. Hún óskaði þess mikið að geta séð íslenska náttúru og þessa litaauðgi sem hún hafði lesið um. Ég var að fara til Islands og bauð henni í heimsókn til mín, en hún treysti sér ekki til að koma. Ég málaði þá eina litaglaða íslenska náttúru- mynd og færði henni. En ég hefði líklega ekki gert þetta ef ég hefði vitað að hún var frægur málari. Varðandi það að mála ljúfar myndir meðan von er á útkalli til að sinna veiku fólki. Á sínum tíma kynntist ég Knut Eklund í Svíþjóð, en hann er nú látinn. Hann var skáld, fyrrverandi „Hef þörf fyrir sköpunargleóina“ Þetta er þriðja einkasýnig Gunnars Rafns, en hann sýndi á Húsavík í fyrravetur og í Svíþjóð fyrr á þessu ári: „Ég seldi vel þar. Forráðamaður listafélagsins sagði að ég skyldi ekki búast við að selja neitt því þeir keyptu yfirleitt eina mynd til að friða listamann- inn. Ég seldi samt 20,“ sagði Gunnar Rafn, aðsjmrður um söl- una í Svíþjóð. Á sýningunni á Húsavík seldust 40 myndir eftir hann. Myndir hans prýða víða heimili og vinnustaði í bænum, þær þykja eigulegar, ákaflega ljúf- ar og fallegar, leikur að birtu og litum í landslagi. Málað á bakvöktum „Ég hef lítið átt við þetta síðustu árin, byrjaði aftur að mála í febrú- ar í fyrra, en á mínum yngri árum vann ég mest með þekjuliti. I gagnfræðaskólanum var ég með nokkra góða kennara, m.a. Einar Helgason, sem kunni vel að meta mína litasamsetningu. Vikt- or, skólabróðir minn frá Akureyri, var að rifja upp á dögunum að myndir eftir okkur hefðu verið valdar til að senda utan, en ég man ekki eftir þessu. En á þessum árum stóð hugur- inn til annars, ég var upptekinn við bóklega námið svo ekki varð meira úr myndlistamámi. Þó fór ég sem skiptinemi til Bandaríkj- anna og tók list sem aukagrein mér til mikillar ánægju." Gunnar Rafn fór í framhalds- nám, lauk prófi í læknisfræði, eignaðist stóra fjölskyldu og starfaði sem aðstoðarlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar til hann fór til sérfræðináms í almennum skurðlækningum í Fal- un í Svíþjóð. „Það var mikið að gera og eftir að ég kom til Húsavíkur tóku við ýmis félagsmál. Á sínum tíma stóð ég reyndar fyrir mikilli fjár- öflun fyrir Sumarbúðimar að Vestmannsvatni. Einn þátturinn í því var að efna til myndlistarsýn- ingar í Safnahúsinu á Húsavík, sem reyndar sló aðsóknarmet á sínum tíma. Ég hafði samband við ýmsa listamenn víða um land og 66 aðilar gáfu verk á þessa sýn- ingu.“ - Hvað kom til að þú ferð að mála aftur, og málar þá mikið? segir Gunnar Rafn Jónsson, listmálari og yfírlæknir á Húsavík, sem opnað hefur myndlistar- sýningu í Heklusalnum á Akureyri - Þú málar þá svona Ijúfar myndir meðan þú bíður þess að þurfa ef til vill að sinna skelfilegum uppá- komum í mannlífínu? „Finnst þér það andstæða? Þetta er kannski mín aðferð við að róa mig niður. Ég á líka mína uppáhaldstónlist sem ég spila mjög oft þegar ég mála, en það er frægur konsert sem haldinn var í Meda í Róm, en þar sungu Carr- era, Domingo og Pavarotti. Einn af sjúklingum mínum sem ég skar upp í Svíþjóð var Anna kirkju- og kirkjugarðsvörður, tók mikið af myndum sjálfur og hann skrifaði texta og ljóð við Davíðs- sálma og gaf út á bók. Þessi mað- ur var mikill mannþekkjari. Hann bað mig, að í hvert skipti sem ég væri að skera upp mann sem væri t.d. með opinn kvið þannig að gamimar yllu út um allt, að gleyma því ekki að umgangast þetta með virðingu því þetta væri maður eins og ég. Þetta væri ekki bara þarmar heldur hluti af ein- staklingi, hinni stórkostlegu heild líkama og sálar. Síðan lærði ég snemma að vanda mig við störfín, hafa þetta fínt, nett og fallegt, svo örin sem sjúklingamir sæju á hverjum degi bæru þess vitni að borin hefði ver- ið virðing fyrir þeim. Ég reyni að halda þeirri reglu að sauma hvem einstakling eins og það væri ég sjálfur. Allt þetta vil ég sýna í verkum mínum Það hefur gefíð mér margar góðar stundir að sitja og mála náttúr- una.“ - Hvert er myndefnið á þeim mynd- um sem þú sýnir að þessu sinni? „Ég er mjög mikið á móti því að binda myndefnið við einhverja ákveðna staði, en reyni í sköpun minni að blanda saman litum á þann hátt sem mér finnst fallegur, hvort sem liturinn er Ijós eða dökkur, birta eða skuggar. Ég er mikið fyrir það að reyna að sýna veðurfarið, sérstaklega á íslandi, en það er fjölbreytilegt og ég mála allar árstíðir. Ég vil að þegar horft er á myndirnar veki þær áhrif hjá þeim sem þær skoða, en að málið sé ekki hvort þær séu af einhverju sérstöku. Fyrst og fremst er ég opinn fyr- ir öllum þeim áhrifum sem ég sé í náttúrunni, hvort sem það er gott eða slæmt veður, kvöld, morgunn eða nótt. Allt þetta vil ég sýna í verkum mínum. Ég held að suntir gangi um á lífsleiðinni án þess að horfa allt of vel, gleymi að taka eftir smáu hlutunum og hvernig fegurðin blasir við. Þegar ég eign- aðist mína fyrstu myndavél fór ég að horfa öðruvísi á náttúruna. í fyrstu voru formin svo og dýpt og vídd mjög f sviðsljósinu þegar svarthvítu myndimar voru alls ráðandi, en síðan tóku litbrigði náttúrunnar völdin. Þetta fylgir manni síðan eftir í myndlistinni." - Nú hefur myndum þínum ver- ið geysivel tekið, þú hefur fengið góða aðsókn að sýningum og selt vel. Þó verðlagning hafi verið hóf- söm vill fólk greinilega eiga myndimar þínar og setja þær upp hjá sér. Hverju þakkar þú slíkar viðtökur? „Ég höfða fyrst og fremst til fegurðarskyns fólks. Mér finnst gaman að mála eitthvað sem virk- ar fallegt og hefur góð áhrif á fólk. Þó ég hafi gaman af ýmsu framúrstefnulegu höfðar það kannski ekki eins mikið til mín og það vekur mér ekki eins mikla hlýju. Ég held að það sem ég mála veki sömu tilfinningar hjá öðrum og mér, ró, vellíðan eða gleði, það er ekkert allt of mikið af því í heiminum í dag.“ Mála ekki til að verða ríkur - Hvaðan færð þú svona mikið til að gefa öðru fólki? „Ég fékk gott atlæti í æsku, sem ég álít vera gmnn að því sem ég hef í dag. Okkur er gefið mikið í vöggugjöf en síðan er það þeirra sem um smáfólkið annast að rækta þetta upp. Ég held að mínir ætt- ingjar og vinir hafi gefið ntér mik- ið. Síðan hef ég lagt rækt við það að gefa ntikið allt mitt líf, vekja upp hjá einstaklingum hvað þeim er sjálfum gefið og reyna að fá þá til að rækta það. Vitaskuld þarf að halda þessu við með lestri, íhug- um og öðru slíku. Ég les mjög mikið og mörg andans mál eru mér hugleikin. Nú hef ég þörf fyr- ir sköpunargleðina." Gunnar Rafn sagðist ákafiega þakklátur Þórhildi systur sinni og manni hennar, en þau rækju aug- lýsingastofu í Reykjavík og hefðu hannað fyrir hann sýningarskrá, boðskort og auglýsingar. Prentun- ina hefði annast fyrmm kennari hans úr Oddeyrarskóla, Jón Hilm- ar Magnússon. Gunnar Rafn segir vinnubrögð allra hafa verið til fyr- irmyndar. Einnig fá eigendur Heklusalar, Gallerí Allra Handa og Steindór Steindórsson rós í hnappagatið fyrir framúrskarandi móttökur og hjálpsemi. - Hvað með framtíðina, fara vinnan og áhugamálið að togast á? „Ekki get ég sagt það. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa möguleika á að sinna þessu. Ég er ekki að því til að verða ríkur og finnst sjálfsagt að verðleggja mín- ar myndir það lágt að almenningur geti eiganst þær, ef mönnum finnst ljúft að berja þær augum og er ánægður ef ég kem út á sléttu. Ég legg mikinn metnað í þessa sýningu, þetta er heimabær minn og mig langar að sýna Akureyr- ingum hvaða uppeldi ég hef feng- ið á þessu sviði.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.