Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 13
I Laugardagur 30. september 1995 - DAGUR - 13 POPP MAGNÚS CEIR 6UÐMUNDSSON Þegar breska blúsbylgjan svo- nefnda, sem skilaði af sér mörgum fremstu tónlistarmönnum rokks- ins fyrr og síðar, (Eric Clapton er bara eitt Htið dæmi þar um, en segir flest sem segja þarf) var í al- gleymingi um og eftir 1970, var það ekki hvað síst hljómsveitin Fleetwood Mac, sem athygli vakti og vinsældum náði. Á þessu fyrsta skeiði í hinni margbrotnu sögu Fleetwood Mac (sem kölluð hefur verið af ýmsum mesta „sápu- ópera" rokksins) frá 1967 til 1970, var það gítaroðið Peter Green, sem allt snerist meira og minna um. Með sínum einstaklega næmna gítarleik og einnig góðum söng, í túlkunum á verkum blökku-blús- meistaranna sem og eigin lögum, skapaði Green sér nafn sem í litlu sem engu var minna virt en nöfn Claptons, Jeff Beck, Jimmy Page eða Mick Taylor, svo nokkrar hetj- Gary Moore vottar þakklæti sitt og annarra til Peter Green (t.h.) með plötunni Blues For Greeny. Hetja þakkar hetju ur blúsgítarsins breska séu nefnd- ar. En vegna andúðar sem hann fékk á frægðinni og öllu sem henni fylgdi, vímugjafamisnotkun og síðar geðheilsuvandamála, sem hrjáð hafa hann til þessa dags, varð ferill Green sorglega stuttur og hann því þ.a.l. ekki jafn nafn- togaður og virtur og vera mætti. Otvíræður áhrifavaldur Þrátt fyrir þessi fáu ár með Fleet- wood Mac og þar áður stuttur en merkilegur tími með John Matall's Bluesbreakers, þar sem hann leysti Eric Clapton af hólmi, var áhrifa- máttur Petur Green ótvírætt gríð- arlega mikill og hefur náð allt fram á þennan dag. Önnur gítarhetja, sem hátt reis í rokkinu, sérstaklega á árunum milli 1980 og 1990, en hafði reynd- ar áður skapað sér nafn innan hljómsveita á borð við Thin Lizzy og Colosseum II m.a., Gary Moore, varð fyrir mikilli upplifun þegar hann sá Green fyrst með Bluesbreakers og síðan aftur með Fleetwood Mac, hálfu ári síðar, í heimaborg sinni Belfast aðeins 14 ára gamall, 1967. Tveimur árum síðar þegar Moore hafði flust til Dublin og var kominn með sína fyrstu hljóm- sveit, gafst honum svo tækifæri til að hitta Green í fyrsta skipti, er sveitin Skid Row hitaði upp fyrir Fleetwood Mac. Urðu þeir þá ágætir vinir, sem síðan leiddi til þess að Green lét Moore fá Les Paul gítarinn sinn fyrir lítið árið 1950. Þá var heldur farið að síga á ógæfuhliðina hjá Green. Gary Moore hefur hins vegar aldrei gleymt Green og ávallt nefnt hann einn sinn helsta áhrifa- vald. Sem þakklætisvott, „Tank you" (ekki tileinkun eða Tribute, eins og allir hinir gera) til handa Peter Green, sendi Moore frá sér fyrr í sumar stóra plötu, þar sem hann túlkar 11 af lögum Greens með Fleetwood Mac og hefur að sjálfsögðu Gibson Les Paul gítar- inn að „vopni". Blues For Greeny, eins og platan nefnist, er afskap- lega smekklega og vel unnin hjá Moore og sýnir vel að hann hefur ýmislegt lært af „meistara" sínum. Hljóma sumar túlkanirnar vissu- lega líkt fyrirmyndunum, en telj- ast alls ekki eftirapanir. Dæmi um frábæra útkomu eru Driftin, I Lo- ved Another Woman, If You Be My Baby og Love That Burns, en fleiri væri hæglega hægt að nefna. Bætir Moore þarna enn einni skrautfjöður í hatt sinn um leið og hann bregður á ný birtu á nafn einnar helstu hetju hvíta blúskyn- stofnsins, með veglegum hætti. Punktar Ekki er öll vitleysan eins og þá sérstaklega í henni Ameríku. Þar í landi má alls kyns ósómi viðgangast, t.d. ótakmarkað ofbeldi í bíó- myndum. En ef tveir þekktir hljómsveitarmenn leyfa sér að „taka lífinu létt" framan á fagtímariti, þá verður allt vitlaust. Á framhlið blaðsins Guitar Magazine fyrir skömmu birtist nefnilega mynd af þeim Dave Navarro og Flea úr Red Hot Chili Peppers í tengslum við spjall við þá í blaðinu, þar sem þeir kyssast innilega. Þetta vakti svo hörð viðbrögð, að bannað var að stilla blaðinu út í búðum. Eins og sagt var frá hér á síðunni fyrir stuttu, tóku margir af helstu poppurum Breta sig til og settu saman plötu, Help, til styrktar stríðshrjáðum í Bosníu. Hef- ur sú plata líka selst vonum framar, en breskir popparar láta sér það ekki eitt nægja, því meðlimir úr Blur, Primal Scream, Pulp og Gene, tóku sig til um síðustu helgi og spiluðu fótbolta til styrktar heimilislausum samlöndum sínum. Eru þetta greinilega allt gæðablóð, breskir popp- arar, þó fregnir af ýmsu öðru miður góðu berist um þá annað slagið. Pottþétt númer 1 Fyrr á þessu ári stóðu Spor og Jap- is sameiginlega að útgáfu Reifplötunnar Reif í runnann og áður hafði Spor gefið út aðra slíka, Reif í staurinn, í samvinnu við emmess ís. Nú hefur svo Spor í þriðja sinn á skömmum tíma gefið út nýja safnplötu í samstarfi við aðra, í þetta skiptið með hinni stóru útgáfunni, Skífunni. Er þar um að ræða tvöfalda plötu með samtals 35 lögum, sem eru samtals um 140 mínútur að lengd. Pottþétt númer 1 nefnist þessi veglega út- gáfa og segir nafnið okkur að ef vel tekst til verði frekari „Pottþétt- ar" safnplötur gefnar út. Skiptast plöturnar nokkurn veginn þannig, að á þeirri fyrri er rokk og nýpopp í fyrirrúmi og það yfirgnæfandi af breskum uppruna, en á þeirri seinni, danspopp af ýmsu tagi og á alþjóðlegum grunni, breskt, norskt og sænskt m.a. Þarna eru flest ef ekki öll „heitustu" nöfnin á þessum vettvangi, smellir með Blur, Country House, Supergrass, Alright, Oasis, Roll With It, Edwyn Collins, A Girl Like You, Morrissey, Dagenham Dave og Suggs (söngvari með Madness), I'm Only Sleeping (gamli Bítla- slagarinn) á fyrri plötunni, en á þeirri seinni eru t.d. dansstirni á borð við M People, Search For The Hero, Whigfield, Big Time, Cor- ona, Try Me Out og Hardaway með Catch A Fire. Er þetta eitt útaf fyrir sig nokkuð veglegt, en það sem gerir Pottþétt 1 þó enn meira virði, er að á fyrri plötunni eru 4 ný íslenskt lög, sem standa vel fyr- ir sínu. Eru þetta lögin I Know með Jet Black Joe, Bleeding Like a Star með Cigarette, Mér er svo kalt með SSSóI, Deceived með In Bloom og Fallegur dagur með Orra Harðarsyni. Lofa þessi lög góðu um framhald, en flestir þess- ara listamanna eru á leiðinni með nýjar plötur. Meira urn það síðar. Kurt Cobain. Enn svífur sjálfsvíg hans ógnandi yfir vötnum. Supergrass, á eitt lag á íslensku safnplötunni Pottþétt 1. Hið válega sjálfsvíg rokkhetjunnar Kurts Cobain, sem átti sér stað fyr- ir um einu og hálfu ári síðan, virð- ist seint ætla að komast úr sviðs- Ijósinu og heyra sögunni til, því alltaf er eitthvað nýtt að koma upp í beinum eða óbeinum tengslum við það. Hingað til, eða þar til í upphafi þessa mánaðar, hafði þó eitt ekki orðið að veruleika sem margir óttuðust að myndi gerast og það jafnvel í stórurn stíl í kjölfar sjálfsvígsins, að aðdáendur hans myndu leika voðaleikinn eftir, eins og stundum hefur gerst við viðlíka aðstæður. Það gerðist hins vegar því miður nú í byrjun sept- ember, eins og fyrr sagði og á eins hrikalegan hátt og hugsast gat. Shane Thomas, 15 ára skóladreng- ur frá S-Wales, sem dáði og dýrk- aði Cobain, lék á gítar með hljóm- sveit oglíkti m.a. eftir útliti og klæðaburði Nirvanaleiðtogans, tók líf sitt ásama hátt með haglabyssu föður síns. Hafa reyndar áður bor- ist fregnir af sjálfsmorðum, sem tengjast hafa átt Kurt Cobain, en þetta er í fyrsta skiptið sem menn hafa orðið vitni að nákvæmri eftir- líkingu á hans eigin sjálfsvígi. Það fylgir líka sögunni, sem rétt er að fylgi hér með, að einhverslags þunglyndi hafði þjáð unglinginn Thomas, sem ekki er óalgengt með þann aldurshóp. Það er því hvorki heppilegt né skynsamlegt að álykta sem svo að sjálfsvíg Cobains eigi sökina á voðaverkinu nú, þótt e.t.v. hafi það haft einhver áhrif.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.