Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 30. september 1995 að missa afD kvikmynd sögunnar... %/^ %/^ %/^ %/^ %^ %/^ %/^ %/^ %/^ %/^ %/^ %^ %/^ %/^ %* %* %A %/* %* %* %A %* %^ %^ %* %* %A %* %A %* Arshátíðarnefndir Gömludansanefndir Húsverðir félagsheimila Þorrablótsnefndir Klúbbeigendur Hljómsveitin RAFAEL frá Húsavík er tekin til starfa að nýju. Uppl. í símum: Tóti 464 I982, Nonni 464 I545, Þórir 464 I592. Geymið auglýsinguna. %A W* %A %* %A %* %* V* %* %* %* %* %* %A %* %A %* %^ %/^ %^ %/^ %^ %^ %/^ %A %^ %^ %^ %/^ %/^ %^ %^ Tilboð óskast! Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Lada Samara ...........árgerð 1994 Toyota Hilux d/c ......árgerð 1991 Nissan Patrol L .......árgerð 1989 Toyota Corolla Touring .... árgerð 1989 M. Benz 230 E .........árgerð 1987 MMC Galant.............árgerð 1987 Subaru Justy J12 ......árgerð 1987 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 mánudaginn 2. okt. nk. frákl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Þegar sorgin knýr dyra - Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögö 7 lífinu skiptast á skin og skúrir enda yrði sólskinið heldur litlaust ef aldrei diinmdi á milli. Þó virðist stundum að skúrirnar séu fullmargar og þéttar og að á sumu fólki dynji fleiri og þyngri högg en það ráði við. Þegar sorgin verður of þung til að bera getur verið gott að halla sér að vini og sœkja þangað styrk og skilning. Samliygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, er félags- skapur fólks sem hefur það að markmiði að styrkja og styðja þá sem af einhverjum ástœðum eiga um sárt að binda. Forsögu samtakanna má rekja aft- ur til ársins 1989 en þá fór hópur fólks frá Akureyri til Reykjavíkur á stofnfund samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. f kjölfarið kom upp sú umræða að þörf væri á samtökum sem þessum á Akureyri og voru þau stofnuð 5. desember 1989. Tilgangurinn með samtök- unum er að reyna að styðja og styrkja þá sem hafa orðið fyrir erf- iðri lífsreynslu. Samtökin eru öll- um opin og þó flestir þeirra sem starfa með samtökunum hafi misst einhvern er þarna einnig fólk sem hefur t.d. lent í skilnaði eða líður illa af öðrum ástæðum. Samtökin eru með opið hús á tveggja vikna fresti þar sem fólk hittist, fær sér kaffi og meðlæti og á saman huggulega kvöldstund. Auk opins húss er reynt að hafa fyrirlestra öðru hvoru þar sem fjallað er um fjölbreytileg efni. Nýlega var Ásta Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðinur, t.d. með fyrirlestur um fósturmissi og 12. október mun Páll Skúlason vera með er- indi sem ber heitið „Trú og þján- ing“. Fyrir marga sem syrgja er erfitt að stíga fyrsta skrefið og byrja að mæta á fundi þar sem er fólk sem það þekkir ekki. Oft kemur fólk því fyrst þegar er fyrirlestur og heldur síðan áfram að mæta á opnu húsin. Hefur hjálpað mörgum Ólöf Ananíasdóttir, formaður samtakanna, telur engan vafa á því að þessi félagsskapur hafi hjálpað mörgum að takast á við sorgina. „Mér fannst það hjálpa mér mikið á sínum tíma að vera í þessum samtökum og það er ein- mitt ástæðan fyrir að ég fór að starfa með þeim aftur; til að geta gefið eitthvað af mér, því ég þáði á sínum tíma,“ segir hún, en Ölöf missti manninn sinn sviplega fyrir einum níu árum síðan. Ólöf segir að í stjórninni séu bæði prestar, sálfræðingur og geð- læknir og fólk geti fengið per- sónulega aðstoð ef það vill. Á fundunum sé hins vegar ekkert frekar verið að tala um einhvern einstakan atburð eða reynslusög- ur. „Það verður að spila þetta eftir því hvað hentar fólki en aðal til- gangurinn er að koma og hittast. Eins er mikilvægt að hlusta ef ein- hver þarf að tala,“ segir Ólöf en leggur jafnframt áherslu á að eng- inn þurfi að tala frekar en hann vilji það. Sorgarferlið einstaklingsbundið Þó ýmis atriði séu sameiginleg þeim sem syrgja vill Ólöf meina að sorgarferlið sé mjög einstak- lingsbundið. „Það er svo misjafnt hvað fólk er gefandi og eins hvað það getur þegið. Kannski henta þessi samtök ekki sumum þó öðr- um geti þau reynst vel. En ég vil *■> ^ . ’toí:;? Samtökin vinna nú að því að fá minnisvarða um týnt fólk upp í kirkjugarð. „Þangað fer fólk til að heimsækja leiði og við minnisvarðann ætti fólk að geta átt sínar stundir í friði og ró,“ segir Olöf Ananíasdóttir, formaður samtak- anna. Böm og sorg - hvernig getur skólinn unnið með sorgartilfmningar barna? „Dauðinn er oft óraunverulegur í hugum barna. Þau sjá t.d. ein- hvern skotinn í bíómynd og hann dettur niður dauður. í næstu mynd er sami leikari sprelllifandi. Mörg börn átta sig ekki á að þetta sé leikur,“ segir Margrét Líney Lax- dal, kennari á Dalvík, en Margrét skrifaði lokaverkefni sitt í Kenn- araháskólanum um böm og sorg. „Ég fjallaði aðallega um sorg barna á aldrinum 6-12 ára í kjölfar dauðsfalls en auðvitað em ýmsir atburðir aðrir sem geta valdið sorg eins og t.d. skilnaður foreldra, fötlun og fleira." Margrét segir að börn bregðist að mörgu leyti öðm- vísi við missi en fullorðnir. „Börn hafa frjótt ímyndumarafl og hugs- anir þeirra stjómast oft af ósk- hyggju. Hæfileikinn til að beita rökhugsun er ekki fullþroskaður og því gera þau sér oft ekki grein fyrir hvað hefur gerst. Viðbrögðin geta verið lengur að koma fram og geta verið öðmvísi. Þau eru kannski hrædd um að missa for- eldra og sína nánustu úr augsýn og einnig kemur stundum fyrir að böm hverfa aftur í þroskastigi." Margrét segir að talið sé mjög mikilvægt að bömin fái tækifæri til að fá útrás fyrir sorgartilfinn- ingar sínar og vinna úr þeim á meðan þau eru enn böm. Annars sé hætt við að ef þau verði fyrir einhverju áfalli þegar þau séu orð- in fullorðin verði sorgarviðbrögð- in tvöfalt sterkari en ella. Slíkum einstaklingi geti líka verið hættara við að rata í einhvers konar ógöngur í lífinu þar sem hann sé ófær um að takast á við sorgina. Mikilvægt að skólinn fjalli um sorg og dauða Margrét telur að miklu skipti að skólinn taki á hlutum eins og sorg í kjölfar dauðsfalls, sérstaklega ef um sé að ræða nemanda í skólan- um eða ef foreldri nemanda fellur frá. „Böm tengja dauðann gjaman við gamalt fólk og eiga því erfitt með að skilja ef bam deyr. Þau geta jafnvel orðið hrædd um að það sama geti komið fyrir þau eða vini þeirra.“ Sorgarviðbrögð barna geta ver- ið mismunandi og koma m.a. fram sem einbeitingarleysi, árásargirni, þau verða reið af minnsta tilefni, hafa meiri þörf fyrir athygli og eins geta komið fram streituein- kenni. Sum þeirra draga sig líka inn í skel. Margrét segir að stund- um geti þessi einkenni komið fram í skólanum þó þeirra verði ekki vart heima við. - Hvernig getur skólinn tekið á sorginni? „Það er hægt að fjalla um sorg bæði í framhaldi af dauðsfalli og eins er hægt að fjalla um þessar tilfinningar án þess að sérstakt til- efni sé til. Þá er talað um fyrir- byggjandi aðgerðir. Ef nemandi deyr dæmist það venjulega á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.