Dagur - 12.10.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 12. október 1995
TM hugleiðsla nýtur vaxandi vinsælda:
Hugleiðslunámskeið á Akureyri og Húsarik
Á næstu dögum verða haldnir á
Húsavík og Akureyri kynningar-
fundir um hina svonefndu TM -
hugleiðslu, eða innhverfa íhugun,
sem svo er nefnd. Verða haldin
fjögurra daga námskeið í þessari
grein í framhaldinu ef nægur
áhugi og þátttaka verða fyrir
hendi. Talið er að um 3.000
manns hafi tileinkað sér TM hug-
leiðslu hér á landi nú þegar, þar af
um 100 á Akureyrarsvæðinu, að
sögn Guðjóns Kristjánssonar, sem
verður leiðbeinandi á námskeið-
inu.
Kynningarfundur um TM hug-
leiðslu verður haldinn á Hótel
Húsavík í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20:30 og á laugardag
verður kynningarfundur á Hótel
KEA á Akureyri og hefst hann kl.
13:30. I framhaldinu verða svo
hugleiðslunámskeið haldin, ef
áhugi er fyrir hendi. Það er ís-
lenska íhugunarfélagið sem stend-
ur fyrir þessum námskeiðum.
TM hugleiðsla er einföld
þroskaaðferð sem veitir afar djúpa
og endurnærandi hvíld. Áhrif
reglulegrar iðkunar TM - hug-
leiðslu hafa verið ítarlega rann-
sökuð af færum vísindamönnum
við virtar vísindastofnanir um all-
ar heim og fjöldi ritgerða þar um
liggur fyrir. I þeim kemur fram að
með reglulegri iðkun hugleiðslu er
hægt að hægja mjög á líkamlegri
hrörnun þótt árin færist yfir fólk.
Þá eykst mjög alhliða heilbrigði
og greind sem og sköpunarhæfni,
minni og einbeiting.
Sá sem iðkar TM hugleiðslu
situr í þægilegum stól, kvöld og
morgna, 20 mínútur í hvort skipti.
LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI
s- 463 0321,463 0326, 463 0323
FAX 462 7813
BYCCINCAVÖRUR
TEPPI » FLÍSAR
HREINLffiTISTÆKI ■ PARKET
HEIMILISTÆKI • VERKPÆRI
Er athyglinni leyft að leita
áreynslulaust „að upprunalegri og
kyrrari sviðum hugans,“ eins og
segir í kynningarblaði. Þetta á að
losa fólk við streitu. „Hugtakið
streita er hér notað um hindranir í
taugakerfi okkar sem skapast hafa
vegna einhvers álags, sem við réð-
um ekki við, einhvem tímann á
lífsleiðinni. Líkami okkar er þann-
ig gerður að hann losar sig við
streitu þegar hann hvílist. Við los-
um okkur við daglega þreytu í
svefni, en djúpstæð streita og
þreyta losnar ekki nema til komi
sérstök og afar djúp hvíld,“ segir
ennfremur í áðumefndu blaði og
einmitt þama á TM hugleiðsla að
vera rétta lausnin.
Þessi hugleiðsla á einnig að
geta aukið framleiðni fyrirtækja
og skapað betri samskipti, starfs-
rnanna á meðal. Segja þeir sem
standa að námskeiðinu að árangur
og rekstur fyrirtækja verði aldrei
betri en starfsmenn þess gefi til-
efni til. Betra atgervi, svo sem
starfshæfni, ánægja í starfi og
minni fjarvistir leiði af sjálfu sér
til betri árangurs í rekstri. Því hafi
mörg erlend stórfyrirtæki tekið
upp TM hugleiðslu sem sjálfsagð-
an þátt í starfi sínu og það skili
merkilegum árangri. Megi í þessu
sambandi nefna fyrirtæki á borð
við General Motors og Sony auk
margra annarra.
-sbs.
í fremstu röð
frímerkjasafnara
VINNVFÖT • CJAFAVARA
OC MARCT, MARGT FLEIRA
Sigurður H. Þorsteinsson, skóla-
stjóri bamaskólans í Hrísey, fékk
á dögunum viðurkenningu frá al-
þjóðlegum samökum frímerkja-
safnara, The Internation biograph-
ical association, sem staðsett eru í
Cambrigde í Englandi. Viður-
kenningu þessa fékk Sigurður fyr-
ir rannsóknir á sviði alþjóðlegrar
póstsögu. Hefur hann meðal ann-
ars rannsakað og skrifað ritgerðir
um hvemig flutningar pósts færð-
ust úr landflutningum yfir í fiutn-
kynning íVöruhúsi KEA
Ó MAX - útivistarfatnaður (prnfaður á Noríurpólnum.)
I
Ó MAX kuldagallar, öndunar - og flísfatnaður.
i
ÓSjáið hvernig PÓLAR - flísefni eru endurunnin úr plastflöskum. ;
i i
■ i
O Kynnist hvernig MAX - micro -Tex öndunarefnin virka, - áhrifarík sjón. !
9 Hvernig verða 1 + 1=3 11 það sérð þú á MAX kynningunni. '
inga með flugvélum, en það var á
árunum fyrir síðari heimsstyrjöld-
ina. I samtali við Dag sagðist Sig-
urður var ákaflega stoltur af þess-
ari viðurkenningu. I raun skipaði
hún honum í fremstu röð frí-
merkjasafnara í heiminum.
Mynd og texti: Sigurður Bogi.
Sería
skrifstofu
húsgögn
Gerum tillögur að
uppsetningu og
föst verðtilboð án
kostnaðar
Falleg hönnun
Hagkvæmt verð
íslensk framleiðsla
T#LVUTÆKI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100