Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1995 I VINNUNNI HJÁ JÓN I CUDMUND KNUTSEN, SLÖKKVI LIÐSMANNI Fjölbreytnin og óvissan gerir starf ið spennandi Margan ungan drenginn dreym- ir um að verða slökkviliðsmaður þegar hann verður stór. Rauði brunabíllinn heillar og starf slökkviliðsmanns hefur á sér ákveðinn dýrðarljóma í hugum margra krakka. Jón Gudmund Knutsen ætlaði sér þó aldrei að verða slökkviliðsmaður og segir það fremur vera tilviljun að þetta starf hafí orðið fyrir valinu en hann vinnur hjá Slökkviliði Akureyrar. „Eg byrjaði ungur í Flugbjörg- unarsveitinni og þar voru menn með mér sem unnu hjá Slökkvilið- inu og út frá því kviknaði áhuginn fyrst. Til að komast að þurfti að hafa meirapróf bifreiðastjóra en aðra menntun þurfti ekki í upp- hafi. Síðan hef ég verið sendur á sjúkraflutninganámskeið og nú er komin góð menntun fyrir slökkvi- liðsmenn á vegum Brunamála- skólans, sem Brunamálastofnun ríkisins rekur.“ Jón byrjaði í afleysingum hjá Slökkviliðinu 1984 og hefur verið fastráðinn síðan 1988. Hann segir erfitt að lýsa dæmigerðum vinnu- degi því þegar hann mæti í vinn- una hafi hann ekki hugmynd um hvað hann komi til með að gera. „Fjölbreytnin og óvissan gerir þetta spennandi og skemmtilegt oft á tíðum en einnig sorglegt líka.“ Jón vinnur bæði á næturvökt- um og dagvökum og á dagvöktun- um er fastur liður að yfirfara brunabíla og sjúkrabíla og laga ef með þarf. „Ef rólegt er í sjúkra- flutningum og á brunabíl, yfirför- um við slökkvitæki og veitum ýmsa aðra þjónustu. Sem óbreytt- ur slökkviliðsmaður er ég er fyrst og fremst á sjúkrabílunum. Eg var sendur á námskeið í björgunar- tækjum, sem eru klippitæki til að rífa sundur bflflök, og viðhald á þeim tækjum og fræðsla um þau eru því einnig mikið á minni könnu.“ - Hvað með næturvaktimar, hvemig eyðið þið tímanum ef lítið er að gera? „Það er oft ansi rólegt en við reynum að taka í spil eða annað slíkt. Sumir okkar reyna líka að bæta við þekkinguna með því að lesa á næturvöktunum." Verst þegar börn lenda í slysum - Hvað er skemmtilegast við þessa vinnu? „Það er mjög gefandi að geta aðstoðað fólk vegna slysa og ým- issa veikinda og maður er afskap- lega hamingjusamur þegar tekst t.d. að bjarga fólki frá dauða eða öðrum hættum. Erfiðustu stund- imar eru aftur á móti þegar illa gengur og ekki tekst að bjarga fólki sem hefur lent í slysum og jafnvel þurfa að tilkynna aðstand- endum að ekkert sé hægt að gera. Langverst er þegar böm lenda í slysum eða alvarlegum veikind- um.“ Jón segir að slökkviliðsmenn fari í miklu fleiri útköll á sjúkra- bflunum heldur en vegna bruna. „Að meðaltali em 3-4 sjúkratúrar á hverjum sólarhring.“ Kennir líka skyndihjálp - Sér fólk starf slökkviliðsmanns- ins fyrir sér í hetjuljóma? „Fullorðna fólkið lítur ekki á okkur á þann hátt. Krökkum finnst þetta kannski frekar vera spenn- andi þegar þeir sjá okkur í sjúkra- bfl eða brunabfl." Starf slökkviliðsmannsins er vaktavinna sem Jón segir að henti sér mjög vel. „Ég vinn 4-5 daga í einu á dagvöktum og næturvökt- Jón Gudmund Knutsen í vinnugallanum. um og á síðan jafnlangt frí inn á milli. Ég er lflca skyndihjálpar- kennari hjá Rauða krossi Islands og get notað frítímann í að kenna skyndihjálp. Mér líkar mjög vel við vaktavinnu en þetta fer mis- jafnlega í menn.“ - Hvemig em kjörin? „Þau mættu auðvitað vera betri eins og á flestum öðmm stöðum. Fasta kaupið er lágt en vaktaálag og ýmis konar aukavinna bætist á þannig að þegar á heildina er litið eru kjörin þolanleg.“ AI MATARKRÓKUR Kaupír uppskrííitarbækur hvar sem hún fer Sólveig Hallgrímsdóttir leggur til uppskriftir í Matarkrókinn í dag. Sólveig er hjúkrunaifrœÖingur og býr á Akureyri. Hún er víðförul kona, hefur m.a. búið í Danmörku, Bandaríkjunum og Astralíu, og bera uppskriftirnar þess merki. „Eg er uppskriftaifíkill og kaupi uppskriftarbœkur hvar sem égfer,“ segir Sólveig, enda koma uppskrift- irnar hennar úr ýmsum áttum. Mexíkanska kjötréttinn segist hún oft elda og geri þá gjarnan stóran skammt, frysti afganginn og noti leifarnar sem fyllingu með bökuð- um kartöflum. Karrý kjúklingurinn er danskur en súkkulaðikakan am- erísk og er mjög fljótlegt að búa hana til. Síðasta réttinn segir Sól- veig vera þjóðarrétt Ástrala og er hann kenndur við dansara sem hét Pavlova. Sólveig skorar á Erlu Ingólfs- dóttur í næsta Matarkrók og að tveimur vikum liðnum fáum við að sjá hvaða góðgæti Erla lumar á. Mexíkanskur kjötréttur - Chili con carne - lkg kjöthakk 6 msk. matarolía 3 laukar (brytjaðir smátt) 1 grœn paprika (brytjuð) 1 hvítlauksgeiri (pressaður) 4 msk. paprikuduft 1 tsk. kryddkúmen 1 tsk. chili pipar 2 negulnaglar 1 lárviðarlauf salt og pipar 6 bollar vatn 2 dósir niðursoðnir tómatar (brytjaðir) 2 msk. hveiti 2 dósir rauðar nýrnabaunir Steikið hakkið, laukinn, papr- iku og hvítlauk. Bætið kryddinu við og hellið vatni yfir. Sjóðið í um 45 mínútur. Bætið í tómötun- um og sjóðið í 30 mínútur. Baun- um og hveitinu bætt út í og allt soðið í 10 mínútur. Borið fram með hvítlauks- brauði. Leifar afChili con Carne - með bökuðum kartöflum Leifar afChili con Carne kartöflur smjör rifinn ostur 1-2 bökunarkartöflur á mann (fer eftir stærð) eru bakaðar t 1 klukkustund við 200°C eða þar til þær eru mjúkar viðkomu. Kartöfl- umar síðan skornar í tvennt, langsum, og lítil hola gerð ofan í hvom helming. Helmingunum raðað í ofnskúffu og í hverja holu er sett 1 tsk. smjör. Leifamar af Chili settar ofan á, eins mikið og tollir með góðu móti. Rifinn ostur settur yfir og bakað í ofni þar til osturinn er bráðinn. Gott að bera sýrðan rjóma fram með kartöflunum. Karrý kjúklingur 1 poki kjúklingahlutar (ca. 1 kjúklingur) 1 msk. engiferduft 1 msk. karrý safi úr 1 sítrónu 2 appelsínur (afhýddar og sneidd- ar) salt og pipar 200 ml sýrður rjómi (1 dós) 1 eggjarauða Mango Chutney ('A krukka) Setjið kjúkling, krydd og sí- trónusafa í ofnfastan pott með loki. Bakið við 220°C í 40 mínút- ur. Bætið í appelsínusneiðunum og bakið í aðrar 40 mínútur. Hrær- ið saman eggjarauðu, sýrðum rjóma og Mango chutney og bætið í pottinn. Blandið vel saman við soðið í pottinum. Borið fram með soðnum hrís- grjónum. Skúffukaka með ís og sósu - klessukennd og sœt 2 egg 1 bolli sykur 125 g smjörlíki (brœtt) ‘A bolli hveiti '/ bolli kakó 'A tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 'A bolli hnetur (má sleppa) Ath! 1 bolli = 250 ml Þeytið saman egg, sykur og smjörlíki. Bætið hinu út í og hrær- ið. Bakið í lagkökuformi (um 20 cm þvermál), við 170°C í 20-25 mínútur. Skerið í sneiðar og berið fram með ís og súkkulaðisósu að eigin vali, t.d. þessari: Sósa: 3/ bollar sykur 'A bolli kakó ‘A bolli mjólk / bolli síróp / bolli smjör 1 tsk. vanilludropar Kakói og sykri blandað saman. Mjólk og sírópi bætt út í og soðið í 1-2 mínútur. Tekið af hitanum og smjöri og vanilludropum bætt út í. Pavloa m/rjóma og ávöxtum Ferskir ávextir ‘A lítri rjómi Marens: 6 eggjahvítur 2/ bolli púðursykur Eggjahvítumar stífþeyttar og púðursykrinum bætt út í smám saman (2 msk. í einu). Þeytt vel á milli. Teiknið hring sem er u.þ.b. 25 cm í þvermál á smjörpappír og setjið á bökunarplötu (ekki smyrja pappírinn). Setjið marensbotninn á pappírinn og bakið við 120°C í VA klukkustund. Slökkvið á ofnin- um og látið kólna í ofninum. Rífið pappírinn varlega undan og setjið kökuna á disk. Búið til ávaxtasalat úr ferskum ávöxtum, t.d. kiwi, eplum, perum og ananas eða jarðarberjum. Rétt áður en kakan er borin fram er rjóminn þeyttur og settur í holuna sem myndast þegar kakan fellur og ávextimir settir ofan á rjómann. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.