Dagur - 08.12.1995, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1995
Qkkar átárgldmlegajálafdadharð
föátudagár ag* laugardagdwöld.
Háraðssjúkrahúsið á Blönduósi. Viðbyggingin, sem byrjað var á 1981, er fremst á myndinni - og nýlega var önnur
hæðin tekin í notkun. Mynd: -sbs.
Inguy lEgdal
&ér um að fidlkúmna
jálaátmumiinguna.
Örfiá harð lau&fö&tudagdwéld,
uppáeb laufiardagfikuald.
‘Nií er rétti túninn til að panta ántiidtíðina.
Trum incð &alifyrir 10-200 inanna fiápa.
Laugardag&kuöldið 13. janúar leikw fiúv
smimækt fújámsmit Qeirmundar Valtýssanar.
cAllar uánaii upplýsingar fýá aeititigaáýára C &íma■ 462 2200.
Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi:
Starfsemin er mikið að breytast
- segir Sigursteinn Guðmundsson yfirlæknir
Nýlega var tekin í notkun önnur
hæð viðbyggingar við Héraðs-
sjúkrahúsið á Blönduósi. Hún
verður einskonar þjónustuhæð
fyrir þá íjölþættu starfsemi sem
á sjúkrahúsinu er veitt sem og á
heilsugæslustöðinni sem þar er,
að sögn Sigursteins Guðmunds-
sonar yfírlæknis. Þessi viðbygg-
ing, sem er kjallari og þrjár
hæðir, er rösklega 2.400 fermetr-
ar að flatarmáli eða um 600
ferm. að grunnfleti. Fram-
kvæmdir hafa staðið yfir frá
1981 og í hitteðfyrra var jarð-
hæðin tekin í notkun, en þar eru
heilugæslustöð og apótek til
húsa. Nú er verið að taka aðra
hæðina í notkun, en ólokið er
framkvæmdum við þriðju hæðin
þar sem sjúkradeild verður -
sem og við kjallarann þar sem
Hverju svarar læknirinn? Á myndinni eru þeir Sigursteinn Guðmundsson
yfirlæknir, til vinstri, og Böðvar Örn Sigurjónsson læknir. Þriðja lækninn
við sjúkrahúsið, Ómar Ragnarsson, vantar á þessa mynd. Mynd: -sbs.
Búsáhöld og gjafavara
mikið úrval
14
JÓLAVÖRUR
t.d. mjög falleg jólatné frá 1 ,2 m
upp í 2,3 m og gnenilengjun 2,7" m.
aðstaða til endurhæfingar verð-
ur til staðar.
„Starfsemin hér á sjúkrahúsinu
er mikið að breytast. Það er í takt
við bættar samgöngur. Sú stefna
hefur verið mörkuð hér á Norður-
landi vestra að komið verði á fót
verkaskiptingu milli sjúkrahús-
anna. Fyrirhugað er að endurhæf-
ing fyrir allt svæðið verði hér við
Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi,
en skurðaðgerðir færist að mestu
til Sauðárkróks, það er aðgerðir
sem réttlætanlegt er að fram-
kvæma hér úti á landi. Þó tel ég
nauðsynlegt að hér verði áfram
aðstaða til bráðaaðgerða,“ sagði
Sigursteinn yfirlæknir í samtali
við Dag.
Á hæð þeirri sem verið er að
taka í notkun er gert ráð fyrir
skurðstofu - en slík starfsemi
verður þar þó ekki og hefur skurð-
stofuaðstöðunni verið breytt í
fræðslu- og fundaherbergi, einnig
verður fagbókasafni komið þar
fyrir. Á hæðinni verður jafnframt
röntgendeild, rannsóknadeild,
fæðingardeild og skrifstofur yfir-
læknis, ljósmóður og hjúkrunar-
forstjóra, svo og aðstaða til minni-
háttar aðgerða.
Héraðssjúkrahúsið á Blöndu-
ósi er stofnun sem stendur á göml-
um grunni. Þar er veitt margháttuð
heilbrigðsiþjónusta, en þar eru alls
40 sjúkrarúm; 30 á almennri
hjúkrunardeild og tíu á öldrunar-
deild. Sigursteinn Guðmundsson
segir að brýnt sé að fá fleiri legu-
rými, því þrengslin á núverandi
deild séu ansi mikil, eins og hann
kemst að orði.
Á væntanlegri legudeild á
þriðju hæð verða 20 legurými og
miðast áætlanir við að deildin
verði tekin í notkun eftir tvö ár.
Eldri deildin sem komin er til ára
sinna, en Héraðshælið hét stofn-
unin áður fyrr, heldur upp á 40 ára
afmæli sitt um komandi áramót.
Áætlaður kostnaður við að full-
gera nýju deildina er áætlaður um
30 milljónir króna. Þá er kjallar-
inn ótalinn. Þar verður aðstaða til
endurhæfingarþjálfunar ýmiskon-
ar og þar verður sundlaug meðal
annars. í kjallaranum eru þegar
fyrir búningsklefar starfsfólks, lík-
hús og aðstaða til kistulagninga,
sem þó hefur enn ekki verið geng-
ið frá að fullu.
Líkt og með þriðju hæðina eru
vonir bundnar við að þessi hæð
komist í noktun innan tveggja til
þriggja ára - en hér veltur allt á af-
stöðu fjárveitingavaldsins og á
það er nú stíft sótt.
Sigursteinn Guðmundsson hef-
ur verið yfirlæknir Héraðssjúkra-
hússins á Blönduósi frá árinu
1962, en fyrst kom hann til starfa
við stofnunina árið 1959. Þá hét
hún reyndar Héraðshæli Austur-
Húnvetninga á Blönduósi og svo
var þar til fyrir fáum árum þegar
nafninu var breytt í Héraðssjúkra-
hús. „Fyrst þegar ég kom hingað
og svo var reyndar lengi að maður
varð að leysa af sjálfsdáðum öll
þau læknisverk sem upp komu. Ef
um þraut varð maður að stóla á
Bjöm Pálsson sjúkraflugmann,
sem lenti þá flugvél sinni hér vest-
ur frá við Akur eða þá Enni. Flug-
völlur kom hér á Blönduósi ekki
fyrr en löngu síðar,“ segir Sigur-
steinn og vitnar til margra eftir-
minnilegra flugferða sem hann og
Bjöm fóm saman í.
Einnig vitnar Sigursteinn til
þess þegar fyrirburður fæddist á
sjúkrahúsinu og þá var enginn
hitakassi til taks, en nauðsynlegt
þykir við þess háttar aðstæður að
böm séu fyrstu sólarhringana í
slíkum kössum. „Það eina sem
hægt var að gera var að taka eitt
stakt herbergi fyrir bamið og
halda þar uppi því hita- og raka-
stigi sem þurfti. Með því bjargað-
ist þetta og bamið dafnaði vel. En
í dag væri sjálfsagt hringt eftir
þyrlu og móðir og bam flutt á
sjúkrahús í Reykjavík - en slíkt er
auðvitað áhættuminnst,“ segir
Sigursteinn Guðmundsson, yfir-
læknir á Blönduósi. -sbs.