Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995 I VINNUNNI HJÁ ÞÓRÐI FRIÐRIKSSYNI IMytsamir hlutir til jólagjafa! Handklæði . . . . . kr. 1.300,- Bindisnælur . . . . kr. 800,- Bjórkönnur . . . . . kr. 800,- Ermahnappar . . . kr. 800,- Kveikjarar . . . . . kr. 120,- Pennasett . . . . . kr. 2.800,- Skeiðar . . kr. 400,- Pennar . . kr. 200,- Fingurbjargir . . . kr. 400,- Pennar . . kr. 500,- Allir þessi hlutir eru með Þórsmerkinu og eru til sýnis og sölu í Hamri, fálagsheimili Þórs, afgreiðslunni. FM 98.7 ÁRAMÓTASAGA Skrifaðu stutta sögu um þaö hvernig Leppalúði og starfsfólk Radíónausts fara að því að gera bestu áramótabrennuna í bænum. Þú skilar síðan sögunni upp á Frostrás, Glerárgötu 34, efstu hæð. Skilafrestur rennur út 29. desember. Glæsileg verðlaun í boði Radíónausts. (Þessi frábæra Samsung Max 34S hljómtækjasamstæða að verðmæti 34.900,-) Gleðileq jót! Skólaþjónusta - Kynningarfundir Stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum boðar til kynn- ingarfunda um skólaþjónustu. Fundirnir eru opnir öllu áhugafólki um skólamál. Full- trúar í sveitarstjórnum og skólanefndum, ásamt starfs- fólki leikskóla og grunnskóla er sérstaklega hvatt til að mæta. Starfshópur Eyþings mun kynna tillögur um skólaþjón- ustu, sem takið við af Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, þegar starfsemi hennar verður lögð niður. Á fundinum munu fulltrúar frá Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra, sérskólum, og félögum leikskólakennara, grunnskólakennara og skólastjóra einnig sitja fyrir svörum. Fundartími og staðir: Fimmtudaginn 28. desember: Raufarhöfn: Félagsheimilið Hnitbjörg kl. 13-15. Húsavík: Hótel Húsavík kl. 17-19. Föstudaginn 29. desember: Dalvík: Félagsheimilið Víkurröst kl. 13.30-15.30. Akureyri: Fiðlarinn, 4. hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, kl. 17-19. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HALLDÓRU JÓHANNESDÓTTUR, Grænugötu 4, Akureyri. Erla Friðgeirsdóttir, Kristján Kristjánsson, Gígja Friðgeirsdóttir, Kristján H. Sveinsson, barnabörn og systkini hennar látnu. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR EYFJÖRÐ BENEDIKTSSON, málari, Vanabyggð 2e, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. des- ember kl. 13.30. Sigurveig Einarsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ari B. Fossdal, Kristín Ólafsdóttir, Þorgeir V. Jónsson, barnabörn og systkini hins látna. Þórður Friðriksson er öryggisvörður hjá Securitas. Mynd: BG Leiðinlegt ef veðrið er mjög slæmt Þórður Friðriksson mætir í vinnuna þegar flestir aðrir hafa lokið sínum vinnudegi og kemur heim á svipuðum tíma og við hin erum að skríða fram úr rúminu á morgnana. Hann vinnur sem öryggisvörður hjá Securitas á Akureyri og þrátt fyrir óvenjulegan vinnutíma lætur hann vel af starfinu sem hann hefur sinnt í nokkur ár. „Eg er á vakt frá sjö á kvöldin til sjö á morgnana og vinn sjö daga í röð en er síðan f fríi sjö daga,“ segir Þórður, en starfið felst aðallega í að keyra á milli fyrirtækja sem kaupa gæslu hjá Securitas. „Ég fer ákveðinn fjölda ferða í hvert fyrirtæki eftir því fyr- ir hvað er greitt. Við erum líka með neyðarhnappa tengda til okk- ar og einnig brunakerfi og þjófa- kerfi og þurfum því að sinna margskonar útköllum." Útköllin segir Þórður misalvarleg og nefnir sem dæmi neyðarhnappana sem margt gamalt fólk er með. „Þegar neyðarhnappur fer í gang getur það verið allt frá því að einhver hafi dottið og upp í hjartaáfall eða annað alvarlegt," segir hann. Vaktirnar hjá Þórði eru mjög mismunandi. Stundum kemur ekkert upp á en aðrar vaktir lendir hann kannski í 2-3 útköllum sömu nóttina. „í rokinu fyrir skömmu þurfti ég t.d. helst að vera alls staðar í einu.“ Fljótari en slökkviliðið Auk vaktmanns á nóttinni sem keyrir á milli er Securitas einnig með vakt allan sólarhringinn í stjórnstöðinni og á Tanganum, þar sem KEA er með mörg hús, er maður frá Securitas á vakt allar nætur. Þegar Þórður er á vakt er hann samt yfirleitt sá eini sem er á fartinni og sinnir útköllum. Hann segist sjaldan hafa lent í því að góma innbrotsþjófa en ýmislegt annað hafi komið upp á. „Einu sinni þurfti ég að ræsa slökkvilið- ið út tvisvar sama kvöldið. I annað skipti stoppaði lyfta á milli hæða í sambýli sem við erum með í gæslu og var fólk í lyftunni. Seinna um kvöldið kviknaði síðan í grillinu á Greifanum. Þetta var því mjög lífleg vakt.“ Þórður segir að mörg bruna- kerfi séu tengd til Securitas og þeim fyrirtækjum fari fjölgandi sem nýti sér þessa þjónustu. „I flestum tilfellum erum við fljótari af stað en slökkviliðið. Oft er ekk- ert um að vera þó þessi kerfi fari í gang og því ekki alltaf ástæða til að setja allt slökkviliðið af stað.“ í fríi um jólin „Þetta er ágætisstarf,“ segir Þórð- ur um vinnuna sína og finnst mik- ill kostur hve góð frí hann fær milli vaktatama. Hann viðurkenn- ir þó að næturvaktimar geti verið þreytandi til lengdar. „Líkams- klukkan verður stundum rugluð sérstaklega þegar ég er að snúa sólarhringnum við aftur eftir vaktatöm. Ég þarf að passa mig á að sofa sem minnst eftir síðustu vaktina og þá á allt að ganga upp. Ef ég klikka á því verður þetta alla vegana." Þegar liann er spurður hvort vinnunni fylgi fleiri gallar nefnir hann að erfitt geti verið að sam- ræma vinnuna fjölskyldulífi því hann fær ekki frí í vinnunni þó sé helgi eða hátíðisdagur. Eins sé leiðinlegt að vinna í mjög slæmu veðri. „Nóttina sem Súðarvíkur- snjóflóðið féll var ég að vinna og ég hef aldrei lent í öðm eins veðri og var hér þá. Ég var á jeppa og eftir klukkan fimm komst ég ekk- ert um því allt var orðið ófært en sem betur fer var ekkert útkall." Jólin em framundan og Þórður kominn í jólaskap því þessi jólin fær hann að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta eru einu dagamir sem við færum vaktimar aðeins til þannig að við skiptumst á að vinna um jólin. Ég var að vinna öll jólin í fyrra en núna verð ég að vinna á gamlárskvöld en á frí um jólin og það leggst mjög vel í mig.“ AI Edwin Kaaber - Haustlauf: Gítarleikur eins og hann gerist bestur Edwin Kaaber er sjálfmenntaður gítarleikari sem spilaði með mörg- um þekktum hljómsveitum áður fyrr eins og Atlantik-kvartettinum á Akureyri með þá Eydals bræður í broddi fylkingar. Einnig spilaði hann með Gunnari Ormslev, Áma Isleifs, Guðmundi Ingólfssyni, Hauki Morthens o.fl. og er Hauki tileinkuð syrpa á geisladiskinum. Á geisladiskinum má heyra nokkrar perlur eins og Spanish ey- es, Brazil, Besame mucho og Hljómblik sem er frumsamið lag, einkar áheyrilegt. Unnendur góðr- ar gítartónlistar verða ekki sviknir af Haustlaufi. Útgefandi er Sig- urður H. Jóhannsson á Akureyri en JAPIS sér um dreifingu. GG Bridge - Bridge íslandsbankamótið 1995 verður haldið laugardaginn 30. desember og hefst kl. 10. Áætluð mótslok kl. 18.30. Spilastaður: Fiðlarinn, 4. hæð, Skipagötu. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur, 2 lotur. Þátttökugjald: 2000 kr. á par. Verðlaun: Bikarar og flugeldar. Spilað um silfurstig. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Páls í heimasíma 462 1695 fyrir kl. 20, föstudaginn 29. des. Einnig hægt að skrá sig á spilastað til kl. 09.45 á mótsdag. Allt spilafólk hjartanlega velkomið! BRIDGEFELAG AKUREYRAR ISLANDSBANKI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.