Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 7
I
„Þú getur sagt henni að jeg skrifi engan veginn til þess að græða peninga heldur af því að jeg hafi ganian af því.“
svo í náminu. En oft hafði ég
gaman af viðræðum við hann um
það, er hann heyrði og sá í heims-
borginni, og dylst mér ekki, að
liann menntaðist meira á þessum
mánuðum en ég, enda þótt ég sæti
yfir doðröntum mínum, sem hann
sniðgekk.10
París var á þriðja áratugnum
miðdepill menningarinnar. Þar
dvöldu skáld, málarar, mynd-
höggvarar, rithöfundar, tónlistar-
menn og raunar listamenn af öil-
um toga, frægir jafnt sem óþekkt-
ir. Menn lifðu lífinu og reyndu að
skapa ódauðleg listaverk milli
þess sem þeir sátu á kaffihúsum
og skeggræddu heimspekileg mál-
efni.
Steindór segir að Davíð hafi
brátt farið að huga að Parísarferð
og í ársbyrjun 1926 lagði hann af
stað lengra suður eftir Evrópu.
Hvert var líka betra að halda fyrir
listhneigðan ungan íslending? í
það minnsfa var París vænlegri til
andlegra afreka en hin kalda
Kaupmannahöfn.
Á bökkum
Signu
Hann hafði oft
heyrt talað um
Pan's, borg list-
anna. Þangað
hafði hugur
hans altaf stefnt,
þangað varð
hann aðfara."
Davíð innrit-
aði sig í náttúru-
fræði við Sor-
Viðtökur
skólafélaga
hans voru
ótvíræðar, nýtt
skóld hafði
kveðið sér
hlfóðs.
bonne-háskólann í París í byrjun
árs 1926. Með því að vera skráður
í náttúrufræði tókst honum að
halda námsstyrknum frá ríkinu en
hugur hans hneigðist til skáld-
skapar, lista og heimspeki, ekki til
blákaldra vísinda. Allt bendir því
til að hann hafi setið fyrirlestra í
flestum deildum háskólans nema
náttúrufræðideildinni.
Til að drýgja námsstyrkinn sá
Davíð um að útvega Kristjáni
bróður sínum vörur í gegnum
vörulista til að selja Norðlending-
um. Kristján var þá orðinn versl-
unarmaður á Akureyri og í þá
daga þótti ekki ónýtt að geta út-
vegað skó og fleira beint frá út-
löndum.
Um líf Davíðs í París er annars
lítið vitað. Sennilega hefur hann
búið uppi undir þaki í einu af
þessum hótelum í Quartier Latin,
þar sem svo margir fátœkir stúd-
entar og listamenn berjast þögulli
og oft og einatt vonlausri hetju-
baráttu við sult og seyru.'1
Af bréfum til Kristjáns má sjá
að sumarið 1926
dvelst hann í
Grenoble, trú-
lega sér til
heilsubótar.
Um haustið
1926 virðist
Davíð halda
áfram náminu í
París en í árs-
byrjun 1927
veikist hann af
taugaveiki. Sím-
on Jóhann
Ágústsson segir að hann hafi verið
rúmliggjandi fram á vor og fengið
lungnaberkla upp úr veikinni. Um
sumarið dvaldi Davíð síðan í
Brussel og víðar í Belgíu.
Utlit er fyrir að Davíð hafi ekki
stundað nám við Sorbonne vetur-
inn 1927-1928 heldur helgað sig
ritstörfum. Heilsan var ekki upp á
marga fiska og fjárhagurinn
þröngur. Stórborgarlífið á bökkum
Signu virðist þó hafa átt illa við
hann þegar til lengdar lét því að í
bréfi til Kristjáns bróður síns, sem
hann skrifar 4. nóvember 1928,
sést að hann er kominn til Mont-
pellier. Þar segist hann kunna
miklu betur við sig en í París, allt
sé svo rólegt og sveitalegt í Mont-
pellier: „Yfirleitt kann jeg alstaðar
í Frakklandi betur við mig en í
París. Hún er altof stór og kulda-
leg.“13 I þessu sama bréfi kemur
fram að Davíð er að hefja nám við
Háskólann í Montpellier. Hvað
hann er að nema kemur ekki fram
en sennilega hefur hann innritað
sig í náttúrufræði eins og fyrri
daginn. Altént hélt hann náms-
styrknum en auk þess fékk hann
fé frá Kristjáni og Hallgrími föð-
urbróður sínum.
Reyndar má lesa í umræddu
bréfi að hann hafi reynt fyrir sér
með þýðingar á smásögum eftir
sig og sé búinn að fá loforð um
birtingu í frönsku bókmenntatíma-
riti. Hann segir Kristjáni að hann
vilji samt bíða með það þangað til
bókin (Björn formaður og fleiri
smásögur) er komin úl svo að
hann geti sent eintak af henni með
þýðingunni. Sagan sem hér urn
ræðir er væntan-
lega „Skóla-
bræðurnir" sem
birtist í þýðingu
Davíðs í franska
bókmenntatíma-
ritinu La Revue
bleue seinnipart
árs 1929.
Allt þetta rit-
höfundarbrölt
virðist hafa vak-
ið spurningar
hjá móður Dav-
íðs og í bréfinu frá Montpellier
segir:
Jeg hefi gleymt að svara
mömmu þessari spurningu: hvort
jeg skrifaði afinnri þörfeða til að
grœða peninga. Þú getur sagt
henni að jeg skrifi engan veginn
til þess að grœða peninga heldur
af því að jeg hafi gaman afþví."
Ólíklegt er að móðir Davíðs
hafi fengið þetta svar frá drengn-
um sínum í Frakklandi því hún
lést 28. nóvember 1928. Sú fregn
hefur örugglega snert Davíð illa
sem þrátt fyrir suðrænt andrúms-
loft Miðjarðarhafsins í Montpelli-
er var aftur lagstur í rúmið. Hann
var fársjúkur og hefur sjálfsagt
ekki eygt von um að ná bata þvf
hann kom heim til Islands
snemma árs 1929.
Síðustu árin
Það er síðla kvölds. Eimlestin
brunar áfram. Eg sit í einum klef-
anum, hljóður og hugsi. Eg er að
fara heim, en þó að undarlegt sé,
er önnur hugsun efst í huga mér.
[—] Einum þœtti lífs míns er lok-
ið. Og aldrei fyrr hefi ég fundið,
live satt það er, sem Frakkarnir
segja: „Partir, c’est mourir un
peu“, þ.e.a.s. orðrétt þýtt: að
kveðja, það er að deyja ofurlítið.
Og ég stóð á fœtur, gekk út að
glugganum og starði út í dimma
nóttina, þar sem enn roðaði af
Ijósadýrð Parísarborgar.'5
Ekki er ósennilegt að Davíð
hafi verið svipað innanbrjósts og
Þórarni Björnssyni sem þannig
lýsir tilfinningum sínum þegar
hann snéri heim árið 1932 eftir
langa dvöl í Frakklandi. En Davíð
var sjúkur maður, dauðvona. Eftir
að hafa dvalið
um hríð á Vífils-
stöðum fékk
hann samt góð-
an bata. Viðtök-
umar sem Björn
formaður og
fleiri smásögur
fékk hafa örugg-
lega talið í hann
kjarkinn og
hvatt hann til að
halda áfram að
lifa, til að halda
áfram að skrifa.
Davíð virðist
hafa skrifað
mikið af sögum
sínum þegar hann lá veikur og
eins notað hverja frístund til að
kynnast heimsbókmenntunum.
Ekki er hægt að segja til um það
með vissu hvorl allar sögumar
sem komu út í Kalviðum, árið eftir
að hann kom heim, hafi verið
skrifaðar hér á landi eða erlendis.
Hins vegar er ljóst að á þessum
síðustu árum ævi sinnar var Davíð
afkastamikill við skriftir. Seinni
bók hans kom út 1930 og sama ár
birtist löng grein um Ásmund
Sveinsson, myndhöggvara, í
fyrsta tölublaði vandaðs tímarits
sem bar nafnið Perlur. Þess má
geta að í þeirri grein hvetur Davíð
íslenska ríkið til að festa kaup á
listaverkum Ásmundar, til dæmis
á Sœmundi á selnum sem hann vill
að staðsett verði við Háskóla ís-
lands sem tákn um sigur hins góða
yfir hinu illa.
Á þessum árum, 1929 til 1932,
birtust ennfremur nokkrar smá-
sögur eftir Davíð í blöðum og
tímaritum auk þýðinga hans á
verkum annarra.
í veikindum
sínum dvaldist
Davíð oftast hjá
föðursystur sinni
Jakobínu og
manni hennar,
Ólafi Gíslasyni,
sem bjuggu á
þessum tíma í
Viðey. Smátt og
smátt safnaði
hann fyrri kröft-
um og hugurinn
tók að reika aft-
ur til fjarlægra landa. Það var ekki
lengur Frakkland sem heillaði
heldur hélt hann til Englands árið
1931. Þar dvaldist hann í nokkra
mánuði og leitaði að enskum sög-
um til að þýða yfir á íslensku,
sennilega með styrk úr Menning-
arsjóði. Flest bendir til að auk
þess hafi hann á þessum mánuð-
um umritað sögu sína um Björn
formann, snúið henni yfir á ensku
og lengt hana töluvert þannig að
úr varð skáldsaga. I kjölfarið hafi
hann síðan leitað til ensks útgef-
anda sem leist það vel á verkið að
stefnt var á útgáfu þess strax
næsta vetur.
Davíð kom heim frá Englandi
en tæringin var ekki búin að
sleppa taki sínu. Þegar hann var
að búa sig undir að halda aftur ut-
an og ganga frá útgáfunni á hinum
enska Bimi formanni lagðist hann
veikur eina ferðina enn. í þetta
sinn var takið traust og það dró
hægt og rólega af hinu unga
skáldi. Hinn 3. júlí 1932 lagðist
Davíð á skurðarborðið. Það átti að
reyna að bjarga lífi hans en dauð-
ann vantaði gott skáld í hirð sína.
Þegar klukkan á Notre Dame
slœr tólf þá œtla jeg að lœðast
burtufrá fjelögum mínum.
- Ut við dyr hinnar dýrðlegu
kirkju krýp jeg á knje í slitinni
kápunni minni. Jeg spenni greipar
og horfi fagnandi á myndina af
Jesúbarninu með geislabauginn
um ennið. I hinni heilögu kyrð bið
jeg fullur undirgefni:
Verði þinn vilji!'6
SBG
Aftanmálsgreinar:
I Ég undirritaður, Skúli Bjöm Gunnars-
son, er um þessar
mundir að vinna að
BA-ritgerð í fs-
lensku við Háskóla
íslands. Ritgerðin
fjallar um Davíð
Þorvaldsson og
verk hans. Það sem
hér birtist er unnið
upp úr ævisögu-
kafla ritgerðarinnar
sem var að mestu
leyti skrifaður í
Davíðshúsi í sept-
ember síðastliðnum.
2 Davíð Stefánsson:
Tvær greinar.
Reykjavík 1959,
bls. 31. Grein um Davíð Þorvaldsson.
3 Sama rit, bls. 32.
4 Davíö Þorvaldsson: Bjöm formaður og
fleiri smásögur. Reykjavík 1929, bls. 9-
10. Úr sögunni „Bjöm fomtaður.
5 Steindór Steindórsson: Sól ég sá.
Reykjavík 1982, bls. 119.
6 Sarna rit, bls. 122.
7 Kristján Guðlaugsson: Morgunblaðið,
6. júli' 1932. Úr kveðjuorðum hans til
Davíðs.
8 Sjá Lbs. 3947 4to.
9 Steindór Steindórsson: Sól ég sá.
Reykjavík 1982, bls. 155.
10 Sama rit, bls. 175-176.
II Davíð Þorvaldsson: Kalviðir. Reykja-
vík 1930, bls. 98. Úr sögunni „Pólski
málarinn".
12 Sama rit og sama saga, bls. 96.
13 Sjá bréf Davíðs Þorvaldssonar til
Kristjáns Þorvaldssonar, 4. nóvember
1928.
14 Sama bréf.
15 Þórarinn Björnsson: Rætur og vængir
1. Reykjavík 1992, bls. 55-56.
16 Davíð Þorvaldsson: Lesbók Morgun-
blaðsins, 408, 1929. Lok sögunnar „Ljóð
götusöngvarans".
Davíð var
draumlyndur
og hneigður til
skáldskapar,
eins og síðar
kom betur
fram.
Hann hafði oft
heyrt talað um
París, borg
listanna.
Þangað hafði
hugur hans
alltaf stefnt,
þangað varð
hann að fara.