Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995 ÞORLAKSfWESsUÞEyTlNGUR Þorláksmessa skipar sérstakan sess í hugum margra. A þess- um degi eru flestir á hlaupum út og suður að klára jólainn- kaupin. Sumir láta jólaamstrið þó ekki aftra sér frá því að borða kæsta skötu á Þorláksmessu og eru það einkum Vest- firðingar, sem halda tryggð við þennan sið. í tilefni dagsins hafði Dagur upp á Vestfirðingi, búsettum á Akureyri, sem býður gestum í skötu á Þorláksmessu. Einnig var rætt við verslunarfólk um búðarstemmninguna á þessum síðasta degi fyrir jól og kom í ljós að þrátt fyrir mikið annríki er dagurinn í sérstöku uppáhaldi hjá flestum. Skötuveisla í hádeginu Hjónin Hákon Guðmundsson og Ingigerður Traustadóttir eru búsett á Akureyri og hafa um árabil haft fyrir sið að bjóða vinum til veislu í hádeginu á Þorláksmessu og að sjálfsögðu er skata á borðum. Það er húsbóndinn sem sér alfarið um eldamennskuna þennan dag en Hákon er frá ísafirði og því alinn upp við þann sið að borða skötu á Þorláksmessu. „Gestimir eru aðallega félagar mínir úr St. Georgsgildinu og bömin líka ef þau eru heima. Alls eru þetta um 12 manns,“ segir Hákon. „Ég hef alltaf eldað skötu þennan dag fyrir sjálfan mig og Jólatrés- fagnaður Þórs verður29. desemberkl. 17.00 Flugeldasalan í Hamri hefst 27. desember Hamar sími 461 2080 falle leqar> imla- álrim gardínur frá kr. 740,- 0KAUPLAND Kaupangi - Sími 462 3565 aðra á heimilinu sem vilja borða hana en sennilega eru orðin ein fjögur ár síðan við fórum að bjóða gestum." Hákon segir að þar sem Þorláksmessa sé á laugardegi í ár sé auðveldara að bjóða fólki heim því þegar hún lendi á virkum degi liggi fólki mikið á og geti ekki stoppað nema rétt milli tólf og eitt. Mörgum þykir lyktin af kæstri skötu frekar óspennandi og í byrj- un segir Hákon að hann hafi haft skötuna daufa á meðan fólk var að venjast henni en nú sé hann farinn að leyfa sér að hafa hana sterkari. „Hún er langbest þegar hún er svo sterk að maður nær varla andan- um.“ Eins og aðrir íslendingar fer Hákon oft í bæinn að kvöldi Þor- láksmessu til að upplifa jóla- stemmninguna. I hans huga er það þó fyrst og fremst skatan í hádeg- inu, sem gerir daginn sérstakan. AI Ragnar Sverrisson, eigandi JMJ og Joe’s á Akureyri, segir Þorláksmessu vera skemmtilegasta dag ársins. Olýsanleg stemmning „Stemmningin á Þorláksmessu er ólýsanlega skemmtileg. Það er mikið að gera, allir jákvæðir og mikið líf og fjör. Mér fínnst þetta skemmtilegasti dagur ársins,“ seg- ir Ragnar Sverrisson, verslunar- maður á Akureyri. Ragnar segir að þó verslun hafi færst aftar hafi stemmningin á Þorláksmessu verið svipuð í gegn- um árin. Töluvert sé líka um að fólk komi í bæinn þennan dag til að sýna sig og sjá aðra þó það sé búið að versla. Alltaf sé samt eitt- hvað um að fólk sé á síðustu stundu með jólagjafirnar. „Hjá okkur er það oft konan sem er á síðustu stundu að kaupa á eigin- manninn,“ segir Ragnar, sem rek- ur herrafataverslun. „Almennt heyrist mér samt á kaupmönnum að meira sé um að karlamir séu á síðustu stundu." Þó mörgum þyki seint að kaupa jólafötin og síðustu gjafimar á Þorláksmessu eru sumir þó enn seinni. „Það hefur komið fyrir að menn eru að kaupa sér jakkaföt, sem á eftir að breyta og laga, klukkan eitt á aðfangadag,“ segir Ragnar. AI Hjá Hákoni Guðmundssyni er engin Þoriáksmessa nema skata sé á borðum. Mynd: BG Gaman en erfitt „Yfirleitt er mjög mikið að gera á Þorláksmessu; mikil stemmning og fjör.“ segir Júlía Bjömsdóttir, sem vinnur í Amaró á Akureyri. „Jólaverslunin hefur samt breyst mikið og hefur færst meira á síð- ustu dagana fyrir jól. Áður dreifð- ist þetta meira og jólastemmning- in var til staðar allan desember- mánuðinn. Núna er þetta bara síð- ustu dagana fyrir jól en þá er líka stundum allt á hvolfi því það er svo mikið að gera.“ Júlía segir mikið um að fólk bíði fram á síðustu stundu með að kaupa jólagjafimar. „Ég hef oftast unnið líka á aðfangadag og það hefur verið ótrúlega mikið að gera þann dag. Ég hugsa að fólk geymi frekar að kaupa gjafimar fyrir sína nánustu en kaupi fyrst það sem þarf að senda.“ Þó búðarstemmningin rétt fyrir jólin sé skemmtileg segir Júlía að þetta sé erfið töm. Verslunarfólki gefist ekki mikill tími í að undir- búa sín eigin jól og margir séu orðnir þreyttir þegar hátíðin geng- ur í garð. „Oft held ég að slokkni hreinlega á fólki þegar það sest niður á aðfangadagskvöld og get- ur loksins farið að slappa af.“ AI Júlía Björnsdóttir hefur unnið í versluninni Amaró á Akureyri í mörg ár. Hún finnur fyrir mikilli breytingu í jólaverslun gegnum árin og segir að áð- ur fyrr hafi verslunin dreifst á lengri tíma. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.