Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995 Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar: Sporvagninn Girnd óskar mðskiptamnum sínum glcöilegm j óU og fArsælöAr Á nýju ári mcð þökk fyrir mðskiptin Á Árinu scm cr AÖ IíÖa Rósa Guðný Þórsdóttir í hlutverki Blanch Dubois. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI - eftir Tennessee Williams Miðvikudaginn 27. desember, sem jafnframt er þriðji dagur jóla, frumsýnir Leikfélag Ak- ureyrar leikritið Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams. Verkið var fyrst sett á svið árið 1947 í Bandaríkjunum og sló svo rækilega í gegn að höfundurinn varð heimsfrægur á einni nóttu. Síðan hefur Sporvagninn verið á verkefnaskrá leikhusa víða um heim og var verkið m.a. sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu ár- um. Árið 1951 var gerð kvik- mynd eftir leikgerðinni með Vivien Leigh og Marlon Brando í aðallhutverkum og þykir myndin með betri kvikmyndum frá Hollywood. Námsmenn! Hugsanlega eigið þið rétt á endurgreiðslu frá skattinum. í síðustu viku voru samþykkt lög á Alþingi sem geta varðað hagsmuni ykkar! Með lögunum var slakað á skilyrðum fyrir því að fá endurgreiðslu áður afdreginnar stað- greiðslu skatta. Þeir námsmenn sem hafa stundað eða koma til með að stunda nám í a.m.k. fjóra mánuði á staðgreiðsluárinu og hafa greitt staðgreiðslu sem er a.m.k. 20% hærri en væntanlega álagðir skattar, geta fengið stað- greiðsluna endurgreidda eða hluta hennar. Áður var sex mánaða nám skilyrði fyrir endurgreiðslu. Þessi breyting er einkum þeim til hagsbóta sem hefja nám að hausti og voru með laun fram að því. Þeim sem rétt gætu átt á endurgreiðslu er bent á að sækja um hana til ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, þar sem frekari upplýsingar verða fúslega veittar. Allar umsóknir sem berast fyrir 10. febrúar nk. fá afgreiðslu. Haukur J. Gunnarsson, leikstjóri. Mitch, vin Stanleys, sem verður hrifinn af Blanch. Auk þeirra koma nokkrir leikarar fram í minni hlutverkum. Draumaverk leikstjóra og leikara Leikstjóri sýningarinnar er Hauk- ur J. Gunnarsson. Haukur er bú- settur norðarlega í Noregi og kem- ur sérstaklega til Akureyrar til að leikstýra þessari sýningu. „Mig hefur lengi langað til að setja þetta verk upp enda er þetta drauma- verkefni fyrir leikstjóra og leik- ara,“ segir hann. „Persónumar eru skýrar og spennandi og verkið er vel uppbyggt. Textinn er jafnframt bæði ljóðrænn og raunsær og mjög vel skrifaður.“ Haukur segir að leikritið sé byggt upp þannig að leikstjóri hafi lítið svigrúm til að breyta því. í uppfærslu LA hafi hann hins veg- ar lagt áherslu á að ná fram mann- legum hliðum Stanleys. „Hann er mágur Blanch og sá sem tortímir henni. Það er mjög auðvelt að gera hann að einhverjum skúrk en þvf má ekki gleyma að hann hefur sínar ástæður. Hann er að verja sig fyrir áhrifum mágkonu sinnar sem er að rústa heimili hans. Við höf- um líka reynt að sýna skuggahlið- amar á Blanch. Hún er ekki bara ljóðræn og falleg heldur hefur hún sínar neikvæðu hliðar." Hlutverk Blanch er stærsta hlutverkið í sýningunni og mæðir mikið á Rósu Gunýju en hún er á sviðinu í allflestum atriðum. Haukur segir að hlutverkið sé vel skrifað og draumahlutverk fyrir leikara. „Textinn er mikill og per- sónan sýnir gífurlegar tilfinninga- sveiflur.“ Verkið gerist í borginni New Orleans í Bandaríkjunum um miðja öldina og fjallar um kennslukonuna Blanch Dubois sem leitar á náðir systur sinnar og mágs, Stellu og Stanley Kowalski. Blanch er á flótta frá fortíð sinni og er á barmi örvæntingar. Meðan á dvöl hennar stendur flettist ofan af henni og upp úr kafinu koma óblíð örlög og myrkir atburðir sem ekki þola dagsins ljós. í húsi systurinnar og hins hrjúfa mágs gerast atburðir sem leiða hana fram á brún vitfirringar. I sýningu LA fara Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Örn Flyg- enring með hlutverk Blanch og Stanleys en þessi hlutverk þykja eftirsótt af leikurum að glíma við. Bergljót Amaldsdóttir er í hlut- verki Stellu, systir Blanch, og Guðmundur Haraldsson leikur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.