Dagur - 18.01.1996, Page 1
79. árg.
12. tölublað
Akureyri, fimmtudagur 18. janúar 1996
| Utsalan
i er byrjuð
Hlutabréf Höfðahrepps í Hólanesi:
Allar líkur á að
Janúarbirtan
Um þetta leyti árs er birtan
oft undurfalleg og litbrigði
himinhvolfsins fanga augu
Ijósmyndaranna. Þannig
fór fyrir Birni Gíslasyni,
Skagstrendingur kaupi
Oskar Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Skagstrend-
ings hf., segir ekkert hafa komið
upp á borðið sem komi í veg fyr-
ir sameiningu Hólaness og Skag-
strendings. Hann sagðist því
fastlega búast við að af þessu
yrði, jafnvel fyrir helgina.
Höfðahreppur á sem stendur
um 82% hlutabréfa í fiskvinnslu-
fyrirtækinu Hólanesi á Skaga-
strönd, en í desember sl. eignaðist
sveitarfélagið 56% hlut Lands-
bankans í fyrirtækinu. Fyrir átti
Höfðahreppur sem næst fjórðung
hlutabréfa í Hólanesi.
Að undanförnu hafa staðið yfir
viðræður forsvarsmanna Skag-
strendings hf. og Höfðahrepps um
kaup Skagstrendings á Hólaness-
bréfunum og staðfesti Óskar Þórð-
arson í gær að fátt gæti komið í
veg fyrir að af þessum viðskiptum
yrði.
Óskar sagði að þeir Skag-
strendingsmenn líti svo á að Hóla-
nes sé áhugaverður fjárfestingar-
kostur, með samruna þessara fyr-
irtækja yrði til öflugt útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki. „Okkar meg-
in markmið með kaupunum er að
víkka fyrirtækið og skjóta styrkari
stoðum undir reksturinn," sagði
Óskar.
Nýi togarinn kominn til
Skagastrandar
I gær kom nýr rækjutogari Skag-
strendings hf., Helga Björg, til
heimahafnar frá Akureyri, þar sem
hann var í slipp. Óskar sagði ekki
ákveðið hvenær hann fari í sinn
fyrsta túr, það verði um eða eftir
helgina. Skipstjóri Helgu Bjargar
verður Hjörtur Guðmundsson,
sem var stýrimaður á Örvari HU.
Annar nýr togari Skagstrend-
ings er á leið til landsins alla leið
frá Suður-Kóreu. Skipið var í gær
í Súez-skurðinum og sagði Óskar
að því miðaði samkvæmt áætlun.
Reiknað er með að þetta nýja skip,
sem ber nafnið Arnar HU eins og
flaggskip félagsins sem var selt,
fari á veiðar í apríl. Áður þarf að
taka það í slipp, en Óskar sagði
ekki Ijóst hvar það yrði gert. Leit-
að hefur verið tilboða skipasmíða-
stöðva bæði hér heima og erlend-
is, en niðurstaða liggur ekki fyrir.
óþh
Ijósmyndara Dags, þegar
hann horfði til himins á
Akureyri í gærmorgun.
Útkoman var þessi
skemmtilega mynd.
Akureyri:
Kveikt í
pósti og
gler brotiö
Kveikt var í póstkassa í
anddyri stigagangs að
Hjallaiundi 11 á Akureyri að-
faranótt þriðjudags. Ekkert
tjón hlaust af, en ljóst er að
athæfið er stórhættulegt og
ekki mátti tæpara standa.
„Það var póstur í kassanum
sem stóð uppúr og í honum var
kveikt. Þetta er hálfbrunnið og
í anddyrinu var ntikið sót. Eld-
urinn slokknaði af sjálfu sér,
en að þessu voru engin vitni og
eftir þessu tók enginn fyrr um
morguninn. Þá var gler í póst-
kassa húsfélagsins einnig brot-
ið,“ sagði Sif Dóróthea Mörk,
íbúi í Hjallalundi 11, í samtali
við Dag.
Þetta tiltekna atvik var ekki
tilkynnt til lögreglu. Að sögn
lögreglu komu nokkur tilvik í
svipuðum dúr upp í haust en
síðan engin fleiri þar til nú.
-sbs.
Yfir 90% hlutafjar i Krossa-
nesverksmiðjunra endurseld
- Þormóður rammi hf. á Siglufirði meðai fjárfesta
Lífleg sala hefur verið í sölu á hlutabréfum í
loðnuverksmiðjunni Krossanesi hf. á Akur-
eyri og segir Þórarinn Kristjánsson að nánast öll
þau hlutabréf sem Fimman hf. og Lán hf.
keyptu af Akureyrarbæ hafi verið endurseld til
ýmissa aðila, eða yfir 90%. Kaupverð bréfanna
var 150 milljónir króna, nafnverð þeirra 110
milljónir, og voru þau keypt á genginu 1,37 en
endurseld á genginu 1,40.
Þórarinn segir að það hafi komið sér á óvart
hversu lítinn áhuga fjárfestar á Akureyri hafi sýnt
hlutabréfunum, nánast engan, en stærstu kaupend-
urnir séu á suðvesturhorni landsins og í Vest-
mannaeyjum, en Sigurður Einarsson, útgerðarmað-
ur; hefur keypt stóran hlut í verksmiðjunni. Þórar-
inn segir að það hafi verið viss vonbrigði að Akur-
eyringar og aðrir Norðlendingar hafi ekki sýnt
kaupum á hlut í Krossanesi hf. meiri áhuga en raun
bar vitni. Þórarinn segist hafa átt von á því að fjár-
festingarsjóðir og fleiri aðilar á svæðinu myndu
sýna málinu meiri áhuga, ekki síst í Ijósi þeirrar
miklu umræðu sem varð um sölu Akureyrarbæjar á
hlutabréfum í fyrirtækinu. Trygggingarfélagið Sjó-
vá-Almennar hf. hefur keypt stóran hlut í Krossa-
nesi hf. ásamt Olíufélaginu hf. Erindi hefur legið
inni til afgreiðslu hjá Kaupfélagi Eyfírðinga og Ut-
gerðarfélagi Akureyringa hf., sem ekki hafa hlotið
afgreiðslu. Þórarinn segir að sumir hafi sýnt áhuga
á kaupa stærri hlut en hugmyndin hafi verið sú að
dreifa sölunni meira. Hlutabréf í Krossanesverk-
smiðjunni eru einnig skráð hjá Kaupþingi Norður-
lands hf.
Þormóður rammi hf. á Siglufirði er eigandi að
5% hlut í Krossanesi hf. og segir Ólafur H. Mar-
teinsson, framkvæmdastjóri, að ekki sé fyrirhugað
að fjárfesta frekar í hlutabréfum í Krossanesverk-
smiðjunni, en þetta hafi þótt mjög áhugaverður
fjárfestingarkostur. Nýlega seldi Þormóður rammi
hf. hlutabréf fyrirtækisins í Skagstrendingi hf. sem
var um 5% af heildarhlutafé Skagstrendings hf.
GG