Dagur


Dagur - 18.01.1996, Qupperneq 4

Dagur - 18.01.1996, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 LEIÐARI-------------------------- Samstarf fjögurra samlaga Samstarf fjögurra mjólkursamlaga á Norður- landi; Blönduósi, Húsavík, Akureyri og Sauðár- króki, um framleiðslu á sælumjólk, hefur vakið verðskuldaða athygli. Sumir eru þeirrar skoðun- ar að þetta samstarf sé til marks um að næstu skref felist í því að á Norðurlandi verði myndað eitt öflugt norðlenskt mjólkursamlag, rétt eins og Mjólkurbú Flóamanna á Suðurlandi. í Degi í gær var frá því greint að sælumjólkin hafi fengið afar góðar viðtökur neytenda, en of snemmt sé þó að fullyrða nokkuð um hvernig henni reiði af á hörðum samkeppnismarkaði. Lengi hefur verið rætt um að leggja niður minni mjólkursamlögin og það rökstutt á þann veg að vegna samdráttar í mjólkurframleiðslu sé enginn grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Þess- um röddum hefur kröftuglega verið mótmælt í viðkomandi byggðarlögum og vísað til þess að umrædd atvinnufyrirtæki séu mikilvægar stoðir í atvinnulífi þeirra. Ein af þeim leiðum sem menn sjá færar út úr þessum vanda er að því virðist sú sem Norðlendingar eru að feta og framleiðsla sælumjólkurinnar gefur tilefni til að geti gengið upp. Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri KEA, sagði í Degi í gær að menn hafi hug á því að styrkja framleiðsluna í ferskvörugeiranum á sama tíma og sölutölur sýni greinilegan samdrátt í sölu á nýmjólk. Þór- arinn lét þess getið að þeir sem fari með dag- legan rekstur samlaganna og starfsfólk þeirra sjái hvaða hag þau hafi að samstarfi, en hins vegar væri tregðan við aukið samstarf til staðar á öðrum sviðum, t.d. innan stjórna samlaganna. Rekstur mjólkursamlaga eins og annar rekst- ur snýst um hagkvæmni og útsjónarsemi. Sam- dráttur í framleiðslu landbúnaðarafurða á síð- ustu misserum hefur vitaskuld komið harka- lega við afurðastöðvarnar og til þess að lifa höggin af verða menn að leita allra leiða til þess að sjá til sólar. Það er visst átak, hvort sem það snýr að mjólkursamlögum eða öðrum rekstri, að brjóta niður múra tortryggni og skapa gagnkvæmt traust í samstarfi. Það virð- ist hafa tekist í rekstri mjólkurbúa á Norður- landi og því ber að fagna. Af fjárfestum og hlutabréfum - það sem öreiginn byggði í gær getur uppinn ekki rekið í dag Umræðan í þjóðfélaginu að und- anförnu hefur að mestu snúist um það vandamál hvemig hægt sé að reka þær stofnanir sem standa undir velferðarkerfi því sem ís- lendingar hafa með hörðum hönd- um byggt upp á síðustu áratugum. Árleg jólatörn alþingismanna vorra er ekki fólgin í smáköku- bakstri og öðru sltku amstri meðaljónsins, heldur umræðum og hrossakaupum um hvaða sjúkrastofnun á að loka og hvað sé hægt að skera niður af þjónustu við þá sem minna mega sín án þess að allt verði vitlaust hjá al- menningi. En hvemig stendur á öllum þessum stofnunum sem eru að gera ráðmönnum þjóðarinnar lífið leitt um þessar mundir og virðast stefna velferð þjóðarinnar í bráða hættu með tilveru sinni? Jú, flest sjúkrahúsin og hælin sem öllunr þessum erfiðleikum valda em byggð fyrir alllöngu síð- an og það á þeim tímum sem fjár- magn var af skomum skammti, en samhugur og framsýni lands- manna því meiri. Landsmenn tóku gjaman hönd- um saman ef eitthvað þurfti að gera sem varðaði almannahags- muni og þá lögðust allir á eitt, hvort heldur voru peningamenn eða almenningur sem varla átti til hnífs og skeiðar. Þeir atvinnurekendur og eigna- menn sem þá voru uppi lögðu flestir hverjir sitt að mörkum til samfélagsins og sáu vel hversu mikilvægt það var að byggja upp velferðar- og menntakerfi í land- inu, þetta voru menn sem ekki hugsuðu einvörðungu um eigin hag og stundargróða og margar sögur eru til um að fátækir ungl- ingar sem þóttu efnilegir voru kostaðir til náms af þessum stór- körlum síns tíma. Það er þvr með ólíkindum, að nú í dag þegar Islendingar vilja telja sig með fremstu þjóðum heims í öllum hlutum og velferð og ríkidæmi þjóðarinnar er viður- kennt af alþjóðastofnunum, skul- um við ekki hafa efni á að reka þær stofnanir sem forfeður okkar byggðu upp af litlum efnum, en miklum hugsjónum. Það eru þó ástæður fyrir öllum hlutum og einnig þessum vand- ræðum. Nú er ekki lengur talið við hæfi að ríki og bæjarfélög standi að neinum rekstri og allra síst þeim rekstri sem eitthvað getur gefið af sér. Einnig er á þessum síðustu tímum, skattlagning talin hin mesta áþján. Það gefur því auga leið að fjármagn til hins op- inbera hlýtur að vera af skomum skammti og ekki furða að eitthvað vanti á, en það er jú ákvörðun okkar ráðamanna að þannig skuli það vera og því ættu vandræði við Ég vil því skora á bæiarbúa að láta til sín heyra um þetta mál þannig að bæjarstjórnar- meirihlutinn fái að vita vilja bæjarbúa áður en skref eru stigin sem ekki verða aftur tekin og munu valda bæjarfélaginu óbætanlegu tjóni um alla framtíð. Þorleifur Ananíasson. að reka samfélagsþjónustuna ekki að koma þeim á óvart. Það hefur óneitanlega orðið veruleg hugarfarsbreyting hjá þeim sem fjármagnið hafa að und- anfömu. Áður þótti þeim sem meira máttu sín fengur í að gefa til baka eitthvað af ágóða sínum til uppbyggingar þjóðfélagsins og líknarmála, en nú er það sem allt snýst um og öllu skiptir að svo- kallaðir fjárfestar hafi sem mestan arð af sinni fjárfestingu. Hlutafjár- eigendur eru þeir aðilar sem ráð- andi öfl í þjóðfélaginu telja að þurfi að standa vörð um og vemda með öllum ráðum. Hlutabréfaeign Akureyrar- bæjar í Ú.A. Þá er komið að máli sem mér þyk- ir hafa farið nokkuð hljótt og lítil umræða verið um hér á Akureyri, en það er hugsanleg sala hluta- bréfa Akureyrarbæjar í Útgerðar- félagi Akureyringa hf. Ú.A. er síðasta stóra og fjöl- menna fyrirtæki bæjarins sem staðið hefur uppi og haldið srnum „Við Akureyringar byggðum upp hið öfluga fyrirtæki Ú.A. og stóðum vörð um það á erflðum tímum og héldum í því líflnu. Við skuluin því ekki láta aðra njóta ávaxta erfiðis vors,“ segir Þorleifur Ananíasson m.a. í greininni. hlut r gegnum árin. Nú em hins vegar háværar raddir innan bæjar- stjómarmeirihlutans að selja beri meirihluta bæjarins í fyrirtækinu, til að losa um fjármagn sem gæti þá runnið r annað, t.d. aðstöðu fyr- ir knattspymumenn. Mér og öllum öðrum Akureyr- ingum ætti að vera spurn; er hag- kvæmara að selja hlut í arðbæm fyrirtæki sem vemlega miklu máli skiptir fyrir bæjarfélagið hvemig er rekið til þess að losa um fjár- magn til að setja í áhætturekstur og eða tómstundamál. Mig langar til að vekja athygli Akureyringa á því að stundarhags- munum fjárfesta í félaginu, sem eru að hugsa um fljóttekinn arð af hlutafé sínu, er ekki best varið í þeim rekstri sem félagið stundar í dag, þ.e. fiskverkun t landi með allri þeirri atvinnu sem það skapar bæjarbúum. Nei, ef fjármagnseig- endur fá einhverju ráðið yrði allur kvóti félagsins unninn um borð í frystitogurum, eða seldur hæst- bjóðanda innanlands eða utan og frystihúsið stæði autt mestan hluta ársins. Ú.A. hefur verið stolt okkar Akureyringa um langt árabil og eins og fram kemur í sögu félags- ins, sem er nýútkonrin í bókar- formi, hafa bæjarbúar oft komið félaginu til bjargar á erfiðum tím- um og því þætti mér það ekki rétt að láta selja þetta fjöregg frá sér þegar það er virkilega farið að gefa af sér arð og verulega at- vinnu fyrir bæjarbúa. Látum ekki peningamenn, einstaklinga og fjársterk fyrirtæki, sem flest eru utan Akureyrar, ná yfirráðum í þessu öflugasta fyrirtæki okkar Akureyringa og svipta okkur at- vinnunni fyrir skjóttekinn gróða sem ekki liggur í vinnslu aflans hér heima. Ég vil því skora á bæjarbúa að láta til sín heyra um þetta mál þannig að bæjarstjórnarmeirihlut- inn fái að vita vilja bæjarbúa áður en skref eru stigin sem ekki verða aftur tekin og munu valda bæjar- félaginu óbætanlegu tjóni um alla framtíð. Við Akureyringar byggð- um upp hið öfluga fyrirtæki Ú.A. og stóðum vörð um það á erfiðum tímum og héldum í því lífinu. Við skulum því ekki láta aðra njóta ávaxta erfiðis vors, höldum því sem við sköpuðum og eigum, sjá- um til þess að Akureyrarbær haldi meirihluta sínum í félaginu. Þorleifur Ananíasson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.