Dagur - 01.08.1996, Side 16

Dagur - 01.08.1996, Side 16
Akureyri, fimmtudagur 1. ágúst 1996 TS Kaupangi v/Mýrarveg • Sími 462 4800 ___________________________________Œ GBtmutbúóin AKUR Síldarævintýriö á Siglufirði eru um helgina: Búist við um 6 þúsund gestum - fráleitt sjónarmið að tala um syndabæli, segir Theódór Júlísson Við reiknum ekki með að fá hingað sama fjölda fólks og kom um verslunarmannahelgina í fyrra. Þá voru hér um 10 þús- und manns, en við verðum mjög ánægðir ef nú koma 4 til 6 þús- und manns. Samkeppnin hefur harðnað mikið og sérstaklega tek ég eftir því að forsvarsmenn Halló Akureyrar og Neistaflugs auglýsa mikið og ætla sér stóra hluti,“ sagði Theódór Júlíusson, framkvæmdastjóri Síldarævin- týrisins á Siglufirði, í samtali við Dag. Fjölmörg dagskráratriði verða í boði á Sfldarævintýri, svo sem söltunarsýningar, skemmtisigling- ar, dorgveiðikeppni, sundlaugar- diskó, myndlistarsýning, hesta- ferðir og sjósleðaleiga. Þá er fátt eitt nefnt af dagskráratriðum, en útgangspunktur þessa ævintýris eru þó sælar minningar frá hinum sælu síldarárum fyrr á öldinni. Sú nýbreytni er nú varðandi Sfldarævintýrið að aðgangseyrir er innheimtur af þeim sem það sækja og þar með Siglufjörð, - en kaup- staðurinn allur er vettvangur gleð- skaparins. Verð aðgöngumiða per. mann eru 2.000 kr. en ókeypis er fyrir böm og unglinga í fylgd með fullorðnum. Að sögn Theódórs verður því þó ekki fylgt út í hörg- ul að innheimta gjald af öllum þeim sem á staðinn koma, fólk geti til dæmis átt önnur erindi í bæinn. Með áðumefndri upphæð er greitt fyrir skemmtiatriði, tjald- svæði og annað sem í boði er. Theódór Júlíusson sagði að hann væri allsendis ósammála þeim fullyrðingum um Sfldaræv- intýrið sem Júlíus Hraunberg Kristjánsson, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Siglu- firði, hefur sett fram í bæjarblað- inu Hellunni og í Degi. Þar segir hann að urn verslunarmannahelg- ina sé Siglufjarðarkaupstaður drykkjukrá og syndabæli, og þar reyni eldri menn „...að manga til við sig ungar stúlkur, ég hef horft á nauðgunartilraunir, þarna gerir fólk þarfir sínar og sinnir öðmm þörfum,“ eins og hann komst að orði í viðtal við Dag sl. laugardag. Þar sagði Júlíus enn fremur að margir bæjarbúar færu ekki úr húsum sínum þar sem þeir yrðu að gæta þeirra vegna innbrotsþjófa og brennuvarga. „Þetta er algjört rugl og fráleit sjónarmið - og í raun hlægilegt af Júlíusi að setja þetta fram,“ sagði Thedór Júlísson. Hann sagði að vitnisburður lögreglu um háttalag manna á Sfldarævintýrinu væri skýr; fangageymslur gistu tiltölu- lega fáir miðað við allan mannfjöldann í bænum, kæmr um naugungartilraunir hefðu aldrei borist og því síður sinntu menn margvíslegum þörfum sínum á víðavangi. Allt þetta væri víðs- fjarri vemleikanum. Hins vegar bæri enginn á móti því að glatt væri á hjalla á Siglufirði um versl- unarmannahelgina, en slíkt væri allt innan þeirra takmarka sem skynsamt fólk setti sér. -sbs. Verslanir Hagkaupa i Reykjavík: Húnvetnsk sumar- lömb í verslanir í gær Rösklega 70 sumarlömbum var slátrað hjá Ferskum af- urðum hf. á Hvammstanga sl. mánudag og komu þau á mark- að í verslunum Hagkaupa í Reykjavík í gær, miðvikudag. „Ég vænti þess að neytendur taki nýju kjöti af húnvetnskum sumarlömbum vel,“ sagði Eyj- ólfur Gunnarsson, bóndi á Brú í Hrútafírði, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húna- vatnssýslu, í samtali við Dag. Sem kunnugt er gerðu nokkrir sauðfjárbændur í V-Hún. samn- inga við Hagkaup um að slátrun á allt að 200 fjár vikulega, frá júlí- © VEÐRIÐ Á Norðurlandi vestra er í dag spáð hægri breytilegri átt og heldur léttskýjuðum himni. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig. Á Norðurlandi eystra mun létta til með sunnan golu og hiti verður á bilinu 12 til 18 stig. lokum og fram í fyrstu viku des- ember, - eða í alls 21 viku. Skráð grundvallarverð er greitt fyrir kjötið, það er 215,60 kr., en nú - þegar slátrunin er að hefjast - er kjötið yfirborgað um 40%, en sú yfirborgun lækkar svo í tröppu- gangi niður á við allt þar til hinn almenni sláturtími hefst, sem er í byrjun september. Eftir þann tíma gildir grundvallarverðið. Reiknað er með að í næstu viku verði slátrað hjá Ferskum afurðum hf. á Hvammstanga um 150 hún- vetnskum sumarlömbum. Fall- þungi lambanna sem slátrað var í fyrradag var að jafnaði 13,44 kg., sem telst harla gott miðað við árs- tfma. „Ég er í töluðum orðum stadd- ur í Reykjavík og er á leið til fundar með forsvarsmönnum Hag- kaupa. Ég býst við að kjöt frá húnvetnskum bændum hljóli góð- ar viðtökur - og þess má geta að kjötið verður upprunamerkt, þann- ig að hver og einn getur séð frá hvaða bónda það kemur. Það verður allt á hreinu," sagði Eyjólf- ur Gunnarsson. - sbs. Með lipurð og lagni fyrir Múlann Með lipurð og lagni varð að þræða hið tæpa einstigi sem vegurinn fyrir Olafsfjarðarmúla er þegar Árni Helga- son, vörubflstjóri í Ólafsfirði, flutti húsið Jaðar á Dalvík yfir að Kleifum við Ólafsfjörð sl. föstudagskvöld. Ómögulegt var að flytja húsið í gegnum Múlagöng, hvort heldur sem mið væri af því tekið á hæð eða breidd - og því var farið fyrir Múlann. Ferðalag þetta gekk að óskum og var samkvæmt áætlunum. Nánar er sagt frá ferðalagi þessu á bls. 7. -sbs. Ljósm.: Óskar Gíslason POLARTEC FLEECl KULDAGAtl SEGlAl GtROIN' ÆGIR Borö 90x90 cm og 4 stólar kr. 4.300,- Plaststólar kr. 455,- stk. Úrval af göngustöfum Kælitöskur Vindsængur einfaldar og tvöfaldar Pottasett litir í Flísfatnaði Gasprímusar fyrir göngufólk Skrefmælar 50 gerðir af tjöldum Tveggja manna kúlutjald og svefnpoki kr. 8.900,- Barnasvefnpokar kr. 2.800,- Svefnpokar frá kr. 4.900,- Bakpokar frá kr. 1.700,- Norskar lopapegsur - 10% afsláttur Gönguskðr Tjaldborð og stólar í settum þar sem ferðalagið byrjar OPIÐ: Mánud.- fimmtud. kl. 10-18 Föstudaga kl. 10-21 Laugardaga kl. 10-13 GLERÁRGÖTU 32 - SÍMI 461 3017 SSr IJÍÍ; MæKftb w. v m «2! ^ j&mÆÉ I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.