Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
Fréttir
Lenti í vandræðum með Maestro-debetkort í hraðbanka 1 Flórída
Fékk enga peninga en
upphæðin dregin frá
- fimm mánuði tók að fá leiðrétta „úttekt“ sem aldrei fékkst greidd
„Þaö var hroðalegt áfall fyrir mig
úti í Flórída, á eigin vegum með fjóra
unglinga, þegar ég fór í banka með
debetkortið og ætlaði að taka út pen-
inga úr vél. Ég fékk ekkert út úr
kassanum og það var sagt að ég ætti
að reyna aftur. Ég gerði það en ekk-
ert gerðist. Eftir þetta hringdi ég í
Reiknistofuna hér heima. Þá var mér
sagt að innstæða væri á reikningnum
og engin fyrirstæða ætti að vera fyr-
ir því að ég gæti tekið út peninga.
Sama var mér sagt hjá Eurocard þeg-
ar ég hafði samband þangað. Eg fór
inn í bankann í Flórída en þar sagð-
ist fólk ekki geta aöstoðað mig af því
að það skipti sér ekki af vélunum.
Ég var því algjörlega auralaus þarna
úti og gat enga björg mér veitt,“ sagði
Sigrún Sigurðardóttir í samtali við
DV.
Sigrún fór til Flórída í vetur og lenti
í þeirri aðstöðu að ætla að nota debet-
kortið sitt til að taka út peninga þar
en fékk enga - kerfiö dró hins vegar
þá upphæð sem hún stimplaði iim í
véhna frá á reikningi hennar í banka
hér heima. Fimm mánuði tók að fá
þetta leiðrétt eftir aö heim var komið.
„Ég þurfti að halda mér og bömun-
um uppi og ætlaði auk þess að versla
eitthvað en ég gat ekkert gert. Við
vorum algjörlega upp á ættingja
komin þarna úti. En þegar ég fór
heim til íslands kom áfallið. Þá var
upphæö sem samsvarar 1.500 dollur-
um farin út af reikningnum mínum
þrátt fyrir að ég hefði enga peninga
fengið úti.
Ég fór fram á að fá einhverjar bæt-
ur út af óþægindunum en Eurocard,
sem er með maestrokortið, vildi ekk-
ert koma til móts við mig. Síðan tók
það mig 5 mánuði að fá þetta leið-
rétt. Þetta gekk því þannig fyrir sig
að ég stimplaði inn ákveðnar upp-
hæðir, fékk enga peninga, en þeir
voru engu að síður teknir út af reikn-
ingnum héma heima. Reikningurinn
minn var hjá SPRON við Hátún en
starfsfólk þar var þó ekkert nema
hjálpsemin við að reyna að leiðrétta
þetta,“ sagði Sigrún.
Sigrún sagðist vera fullviss um að
hefði hún ekki geymt kvittanimar
sem komu úr framangreindri vél, þar
sem núll komu fram, hefði hún
sennilega aldrei fengið neina peninga
greidda til baka hér heima. „Mér
þykir verst að hugsa til þess að gam-
alt fólk treystir þessum debetkortum
og getur lent í vandræðum með þetta
eins og ég,“ sagði Sigrún.
Endurbyggingu á gömlum túngarði við Norðurströnd á Seltjarnarnesi er að verða lokið. Búið er að setja boga á
garðinn til að fegra hann en garðurinn var mun stærri og náði yfir Noröurströndina í gamla daga. DV-mynd BG
Seltjamames:
Endurbygging
túngarðs að Ijúka
„Þetta er gamall túngarður sem
þurftí aö taka sundur vegna þess að
við þurftum að leggja skólplögn
þama. Við tókum myndir af honum
og hnit áttum við og settum hann svo
niður aftur eins og alltaf var mein-
ingin. Við erum bara aö ljúka því
verki núna og fegrum aðkomu bæj-
arins í leiðinni sem var tímabært.
Við berum mikla virðingu fyrir öllu
gömlu hér,“ segir Steinunn Árna-
dóttir, garðyrkjustjóri á Seltjarnar-
nesi.
Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar
eru að leggja lokahönd á endurbygg-
ingu gamals túngarðs við Eiði á Sel-
tjarnarnesi en verkið hófst í haust.
Gamli garðurinn lá upprunalega í
boga þar sem Norðurströndin er
núna en þegar gatan var lögð var
garðurinn þar jafnaður við jörðu.
Steinunn segir aö gerður hafi verið
nýr bogi í fegrunarskyni.
„Ég býst við að það sé góðra gjalda
vert að reyna að laga þennan garð
en hins vegar finnst mér hann dálítið
skrítinn núna. Það er búið að hlaöa
hann upp og setja nokkrar torfur
þarna hjá sem mér finnst varla passa
saman. Meðan Eiði var bújörð voru
þarna garðar en það er náttúrlega
allt saman farið þannig að það er
hálfgert svindl þó að mér fmnist það
kannski í lagi,“ segir Heimir Þorleifs-
son sagnfræðingur, sem ritað hefur
bók um sögu Seltjarnarness.
Kostnaður nemur nokkrum
hundruöum þúsunda króna.
í dag mælir Dagfari
Debetsöngurinn þekktist ekki
Fréttir gærdagsins hermdu að
smiöur frá Selfossi hefði orðið fyrir
þeirri óbærfiegu reynslu í Hollandi
að þarlendir bankar þekktu ekki
debetkortið hans og neituðu að af-
henda honum fé út á kortið. Smið-
urinn frá Selfossi var að vonum
gramur yfir þessum móttökum og
segir að debetkortin virðist ekki
komin í mikla notkun ytra. Þessar
fréttir koma mjög flatt upp á lands-
menn eftir að hafa verið heila-
þvegnir með debetkortaauglýsing-
um mánuöum saman. Sjálfur
heimssöngvarinn okkar kemur
fram í auglýsingu um hin rómuöu
debetkort og ekki annað að skilja
en að hann fari heimsálfa á milli á
kortinu einu saman. Ef það er svo
tilfellið að kortið fina gildi einkum
á íslandi en sé lítt þekkt erlendis
fer maður næst að efast um að
heimsfrægð söngvarans nái mikið
út fyrir landsteinana.
Kortafyrirtæki bankanna hafa
beitt harkalegum aðgerðum til aö
fá landsmenn til að nota debetkort
og innheimta svo gjöld fyrir notk-
unina. Sagt er að bankarnir hyggist
ná inn hundruðum milljóna króna
tekjum á kortunum og það veitir
víst ekki af því það sýnist lélegur
útvegur að reka banka á íslandi.
Bankar í útlöndum virðast al-
mennt ekki hafa komið auga á þá
gróðaleið að nota debetkort. Alla
vega ekki í Hollandi. Þar framleiða
menn tréskó og sjeniver, bjór og
bjóða hass. En debetkort þekkja
þeir ekki. Alla vega ekki kort frá
smiðnum á Selfossi sem notar eins
kort og heimssöngvarinn. Þeir tví-
menningar þurfa greinilega að
grípa til annarra greiðslumáta þá
þeir leggja leið sína um Holland.
Kannski eru Hollendingar almennt
ekki eins gefnir fyrir kort og við
íslendingar. Hér þykir bönkunum
við hæfi að unglingar fái krítarkort
um fermingu og láti ættina skrifa
upp á mörg hundruð þúsund króna
tryggingavíxil af því tilefni. Þetta
þekkist ekki í útlöndum því þar
bera bankamir sjálfir ábyrgð á sín-
um viðskiptum. En nú er ekki nóg
að eiga krítarkort því bankarnir
hafa ákveðið að allir sem hafi krít-
arkortin fái líka debetkort svo fólk
geti tryggt sig gegn peningum bak
og fyrir.
Blessuð krítarkortin hafa gert
mikla lukku meðal landsmanna og
þau halda lífinu í fjölda fólks. Við
höfum komist miklu lengra í notk-
un krítarkorta en aðrar þjóðir. Þess
vegna getum við borgaö pylsu-
pakka með korti og eftir að hafa
étið pylsurnar getum við farið út á
krá og keypt bjór út á kortið. Svo
getum við keypt allt frá eldspýtu-
stokk upp í bíl með boðgreiðslum
og raðgreiðslum krítarkortanna og
þannig má lifa góðu lífi þó maður
sjái aldrei krónu. í útlöndum
þekkja allir höndlarar íslendinga á
kreditkortunum og við erum köll-
uð kortlendingar á nágrannalönd-
unum. íslendingur með debetkort
er hins vegar fyrirbæri sem þekkist
ekki í útlöndum, hvort sem þar er
á ferð smiður frá Selfossi eða
heimssöngvari frá Gardavatni. De-
betkort eru nefnilega staðgreiðslu-
kort og þaö trúir því ekki nokkur
maður í útlöndum að íslendingar
bjóði staðgreiðslu.
Miðað við reynslu smiðsins frá
Selfossi má alveg eins taka með sér
safnkort frá Essó eins og debetkort
þegar farið er til útlanda. Hvort
tveggja kemur að jafnlitlum not-
um. Hins vegar hefur ekki frést af
vandræðum heimssöngvarans út
af þessu en það má telja líklegt að
hann hafi upp á fleiri kort að
hlaupa. En hveijum þykir sinn fugl
fagur og söngvarinn segist hafa
sungið vel í London um daginn
þótt gagnrýnandi þar í borg sé ekki
á sama máh. Og kortabankamir
íslensku segjast þekktir út um all-
an heim og kortum þeirra sé hvar-
vetna fagnað þótt bankar í útlönd-
um séu ekki á sama máli. Svona
eru útlendingar oft seinir að taka
við sér og eru ótrúlega mikhr
sveitamenn á mörgum sviðum mið-
að við okkur íslendinga. Þessir er-
lendu fáráölingar þekkja ekki gott
debetkort þegar þeir sjá það og
þekkja ekki snillinginn þegar þeir
heyra rödd hans. Það fer ekki mihi
mála að íslensku kortabankarnir
verða að hefja auglýsingaherferð í
útlöndum til að kynna þarlendum
íslenska debetsönginn.
Dagfari