Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Utlönd Bjargar Beatrix íslenskunni? Eyþór Eóvarðsson, DV, Holiandi: Eitt. af verkum Beatr- ix Hollands- drottningar eft- ir opinbera heimsókn hennar til ís- lands var aö at- huga stööu ís- lenskunnar viö háskólann i Amsterdam. Helmsókn Clintons til Þýskalands lokið: Hvetur Þjóðverja til að skríða úr skelinni Tungumáladeild háskólans hafði ákveðið að leggja niður ís- lenskukennslu í sparnaðarskyni. islandsvinurinn Pála Vermeyd- en, sem hefur byggt upp íslensku- deildina sl, 26 ár, hefur undanfar- ið ár barist ötullega fyrir þessu síðasta vígi íslenskunnar i Hol- landi en með takmörkuðum ár- angri þar til nú. Að sögn Pálu hefur forseti ís- lands greinilega tekið málið upp við drottninguna. Pála er nú bjartsýnni en áður en bætti viö að ektó væri víst að drottning myndi beita sér í málinu. En ef hún gerir það fær íslenskan áreiðanlega að vera áfram. Bill Clinton og Helmut Kohl hlýða á þjóðsöng landanna I opinberri heim- sókn Clintons til Þýskalands. Símamynd Reuter í boöi (kœföfá TOPP 40 Islenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stööu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisveröa flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli .^j. ^ kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo A "Ú + % kynnt á ný og þau endurflutt. COTT ÚTVARP! ÍSLENSKI LISTINN er unninn í samvlnnu DV, Bylgjunnar og Coca-Cola á íslandl. Mikill fjöldl fölks tekur þátt I að velja ÍSLENSKA LISTANN I hverri viku Yfirumsjón og handrit eru I höndum Agústs Héöinssonar, framkvæmd 1 höndum starfsfólks DV en tæknlvlnnsla fyrir útvarp er unnin af Þorsteini Ásgeirssynl. Bill Clinton hvatti Þjóöverja til að láta til sín taka í alþjóðastjómmálum í tveggja daga heimsókn sinni til landsins sem nú er lotóð. Hann lagði áherslu á að Þjóðverjar væm nú óve- fengjanlega stærsta efnahagsveldið í Evrópu og taldi líklegt að mitólvægi landsins á alþjóöavísu mundi aukast mjög á næstu árum. Frá stríðslokum hafa þýskar hersveitir ekki beitt sér utan landamæranna en samkvæmt úrskurði geta þær nú látið til sín taka erlendis. Clinton lagði mikla áherslu á vin- áttutengsl Þjóðverja og Bandaríkj- anna í heimsókn sinni til landsins. Hann hvatti Þjóðverja til þess að skríða úr skel sinni og breytast í þann efnahagslega risa sem hæfði stærð og umfangi ríkisins. Clinton benti á að þar sem ljóst væri að Þýskaland væri frjálst og fullvalda ríki, sem hefði allar lýðræðisreglur í gildi, væri engin ástæða til þess að óttast virka þátttöku Þjóðverja í al- þjóðastjómmálum. Þjóðverjar fagna orðum Clintons en nágrannar Þjóðveija eru mis- hrifnir. Þeim er enn í fersku minni að Þjóðveijar eru þjóðin sem hóf tvær heimsstyijaldir á öldinni. Nokkrir breskir þingmenn hafa látiö í ljósi áhyggjur vegna þessarar þró- unar. Enginn var þó ánægöari en Helmut Kohi. „Við erum aðilar að Samein- uðu þjóðunum og ef við ætlum okkur að njóta þess sem aðild að þeim býð- ur upp á verðum við einnig að sinna þeim skyldum sem því fylgja,“ sagði Kohl. Bill Clinton vakti hrifningu Berlín- arbúa þegar hann ávarpaði þá á þýsku í ræðu sem hann flutti við Brandenborgarhliðið. Fyrir rúmum þremur áratugum gerði John F. Kennedy slíkt hið sama við hliðið. Reuter í gær var frumsýning á nýjustu mynd vöðvatröllsins Arnolds Schwarzeneg- gers, „True Lies“, i Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu mætti kappinn á frumsýn- ingu myndarinnar I Los Angeles. Símamynd Reuter Borgarastyrjöld í Rúanda: Stjórnarherinn í vonlausri baráttu Uppreisnarliðið í Rúanda vinnur stöðugt fleiri landsvæði af stjórnar- hernum og stefnir vestur í bóginn í átt aö borgunum Kibuye og Ruhen- geri. Hundruð þúsunda ílóttamanna, mestmegnis af hutu-ættbálknum, hrekjast sífellt lengra vestur á bóg- inn undan hetjum uppreisnar- manna. Fámennar franskar her- sveitir, sem hafa helgað sér verndar- svæði, hafa samt verið látnar í friði af uppreisnarmönnum. Sveitir stjórnarhersins halda áfram aö berjast að því er viröist vonlausri baráttu gegn uppreisnar- mönnum. Skortur á vopnum er nú farinn að há mjög stjórnarhernum. Jean-Claude Lafourcade, stjórn- andi liössveita Frakka, sem í eru aðeins 2.500 manns, hefur lýst því yfir að þeir muni á engan hátt stópta sér af átökum skæruliða og stjórn- védda. Þeirra hlutverk væri einungis að tryggja hlutlausa svæöið fyrir flóttamenn og verja þaö meö kjafti og klóm gegn hvers konar árás. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.