Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Hvarf Ólafs digra
Frá Noregi berast þær fregnir aö líkamsleifar Ólafs
konungs Haraldssonar hvíli ekki í kistu hans í dómkirkj-
unni í Niðarósi eins og menn hafa talið, heldur bein ein-
hvers annars manns.
Norskur sagnfræðingur, sem borinn er fyrir þessum
tíðindum í DV 1 gær, segir að bein Ólafs konungs hafi
verið íjarlægð úr kistunni þegar á 14. öld. Fram að þessu
hefur þvi jafnan verið trúað að konungurinn forni hvíldi
í miðri dómkirkjunni.
Ólafur féll í Stiklastaðarorrustu árið 1030 eins og lesa
má um í sögubókum. Hann er þjóðardýrlingur Norð-
manna og hefur viðurnefnið „hinn helgi“, enda stofnandi
kristinnar kirkju í Noregi. Dómkirkjan í Niðarósi var
byggð yfir gröf hans á árunum 1150 til 1300.
Skiljanlega eru Norðmenn í uppnámi yfir staðhæfingu
sagnfræðingsins, sem við skulum ætla að sé marktækur
vísindamaður. Þótt aðeins sé um að ræða rökstudda til-
gátu, sem varla verður sönnuð óvefengjanlega, varpar
efinn skugga á gleði og stolt Norðmanna yfir því að eiga
þjóðardýrhng á vísum stað.
Við íslendingar mættum gjarnan líta í eigin barm af
þessu tilefni. Hér hafa orðið slys og skaðar í minjavörslu
og óhappaverk unnin af gáleysi eða skilningsleysi, ís-
lenskri menningu til tjóns.
Skallagrímur Kveld-Úlfsson er horfinn úr haug sínum
í Borgamesi. Vegagerðarmenn ruddu burt leiði Hallgerð-
ar langbrókar í Laugamesi. Bein tahn af Jóni Arasyni
og sonum hans, sem voru færð þjóðminjaverði fyrir
nokkrum áratugum, finnast ekki í Þjóðminjasafninu.
Kirkjugarðurinn fomi í Gufunesi var lagður í rúst af
fullkomnu miskunnarléysi. Er þá fátt eitt tahð.
íslendingar hafa ekki haft Ólaf í sömu hávegum og
landar hans. Hér hefur hann í fornum ritum og nýjum
gengið undir heitinu „hinn digri“. Segir það meira en
mörg prð um ólíka túlkun þjóðanna á sögulegu hlutverki
hans. íslendingar skilja samt leiða Norðmanna og gremj-
ast með þeim.
Framhjá Ólafi konungi Haraldssyni verður ekki htið
þegar íslandssagan er skráð, þótt ekki væri nema vegna
þess að að elsta ritaða heimild íslensk varðandi sögu þjóð-
arinnar er samningurinn sem forfeður okkar gerðu við
hann um rétt íslendinga í Noregi árið 1022.
Hvarf Ólafs digra er okkur öhum til áminningar um
þýðingu menningarminja fyrir þjóðarvitund og þjóð-
menningu. Hver væri staða okkar meðal menningarþjóða
ef okkur hefði ekki tekist að varðveita handritin og forn-
gripina?
Því miður verður samt ekki annað sagt en að almenn-
ingur og stjómvöld hér á landi sýni minjavörslu htinn
áhuga. Stöng í Þjórsárdal og Keldur á Rangárvöhum lágu
til dæmis undir alvarlegum skemmdum fyrir örfáum
misserum. Fé hefur ekki fengist til að kanna og viðhalda
friðlýstum fomleifum.
Dæmin sanna að það er ekki fyrr en eitthvað bjátar
á, munir hverfa úr safni, minjar brenna eða hneyksh
verður, sem áhuginn vaknar. En þá er það líka yfirleitt
of seint til uppbygghegrar niðurstöðu.
Merkar minjar hafa þá náttúm að verða þáttur í sjálfs-
vitund og sjálfsskilningi þjóðar. Þegar þær týnast eða
eyðileggjast eða reynast vera svikin vara tapar þjóðin
hluta af sjálfri sér. Af þessum sökum meðal annars væri
grátt silfur í Þjóðminjasafni íslands grátt gaman og bæri
að meðhöndla það sem slíkt.
Guðmundur Magnússon
Greinarhöfundur likir íslenskum skipasmiðum við jurt án alls þess sem hún þarf.
Skipasmíðar
í f ríhöf n
íslenzkar skipasmíðar hafa átt
erfitt uppdráttar síðustu árin, eins
og ýmis annar iðnaður hér á landi.
Þessi vaxtarsproti, sem svo miklar
vonir voru bundnar við fyrir
nokkrum árum, er sem jurt án alls
þess sem hún þarf; jarðvegs, vökv-
unar, áburðar og sólarljóss. Þær
raddir heyrast æ oftar, að dagar
íslenzkra skipasmíða séu taldir.
Hvers vegna er iðnaðurinn
fluttur úr landi?
Skipastóll okkar er svo stór - far-
skip og fiskiskip - að endurnýjun
hans og viðhald gæti veitt stórri
atvinnugrein næg verkefni. En því
miður er þessi atvinnugrein ekki
hérlendis, heldur erlendis - í Nor-
egi, á Spáni og í Póllandi, svo að
dæmi séu nefnd.
Þar njóta skipasmíðastöðvar
lágra vaxta, 'opinberra styrkja og
jafnvel aðstöðu, sem kallast má
„fríhöfn", þ.e. fyrirtækin njóta toll-
og skattfrelsis. Ýmsir hafa samt,
eins og t.d. Jóhann J. Ólafsson stór-
kaupmaður, orðið til að hreyfa frí-
hafnarhugmyndinni.
Ajdrei inn fyrir landsteinana
íslenzki skipaflotinn er geysistór
þáttur í atvinnulífi okkar og þó
jafnframt tengdari öðrum löndum
en nokkur önnur atvinnugrein. ís-
lenzk skip - farskip og fiskiskip -
koma aldrei inn fyrir íslenzka land-
steina. Þau eru vel flest smíðuö
erlendis, sigla um heimshöfin og
fara í viðhald erlendis.
Þegar spurt er, hvers vegna þetta
sé svona, er svarið, að skipasmíða-
stöðvar okkar séu ekki samkeppn-
isfærar. Efalítið er það rétt, en það
er af mannavöldum - af völdum
okkar sjálfra.
KjáUarinn
Sigurður Gizurarson
bæjarfógeti
Sömu kjör og ísai?
Álverksmiðjunni í Straumsvík
var á sínum tíma búin sérstök rétt-
arstaða utan við almenn íslenzk lög
með samningi við svissneska stór-
fyrirtækiö Alu-Suisse. ísal starfar
í eins konar íslenzkri „fríhöfn",
sem lýsir sér í sérstöku rafmagns-
verði, tollfrelsi o.s.frv. Samningur-
inn hefur samt fært íslenzku þjóð-
arbúi mikil auöæfi.
Við bíðum langeygir eftir því að
annar slíkur risi vilji setjast að á
Keilisnesi og bjóðum ekki lakari
kjör en ísal nýtur.
Hvers vegna ekki að auglýsa eftir
íslenzkum skipasmíðastöðvum til
að taka upp starfsemi hér á landi
með „fríhafnarkjörum", þ.e. toll-
frelsi, skattfrelsi fyrir starfsmenn
og lágu rafmagnsverði? Þyrftum
við að bíða lengi og í nagandi
óvissu? Ég held ekki.
Skattfrjáls skipasmíðaiðn-
aður er betri en enginn
Heimspekingurinn Bertrand
Russel sagði einhvern tíma á tím-
um stalínismans: „Better red than
dead“. Ummæli þessi voru gagn-
rýnd og ekki aö ástæðulausu. Svo
sem komið er fyrir íslenzkum
skipasmíðaiðnaði, má vissulega
segja: Betri skattfrjáls en dauður.
Þau sannindi mun naumast nokk-
ur vefengja.
Með því að búa íslehzkum skipa-
smíðastöðvum aðstöðu, eins og viö
værum að semja við erlent stórfyr-
irtæki, gætum við endurheimt gíf-
urlega mikilvæga stoð undir ís-
lenzkt atvinnu- og þjóðlif.
Sigurður Gizurarson
„Hvers vegna ekki að auglýsa eftir ís-
lenzkum skipasmíðastöðvum til að
taka upp starfsemi hér á landi með „frí-
hafnarkjörum“, þ.e. tollfrelsi, skatt-
frelsi fyrir starfsmenn og lágu raf-
magnsverði?“
Skoðanir armarra
Silf ursjóður og þjóðminjavarsla
„Þjóðminjaverði hefur veriö fahö að varðveita
og rannsaka fornminjar. Og honum ber að gera það.
Og ef upp koma efasemdir um að það sem hingaö
til hefur verið talið til merkra minja sé í raun seinni
tíma dót ber honum að sjálfsögðu skylda til að rann-
saka þær... Fréttir undanfarinna vikna af efasemd-
um um aldur silfursjóðsins snúast síður en svo ein-
vörðungu um þessa ákveönu muni. Þær snúast fyrst
og fremst um hæfni núverandi þjóðminjavarðar."
Úr forystugrein Eintaks 11. j>ilí.
Samskip af höndum
bankans
„Nú hefur Landsbankinn komiö Samskipum af
höndum sér til nýrra eigenda, þ.á m. þýzks skipafé-
lags, sem hefur lagt fram nokkra íjármuni í nýju
hlutafé og mun hugsanlega leggja fram verulega
meira fé til reksturs Samskipa hf. Einhverjir kunna
að spyrja, hvort hér sé verið að stíga fyrsta skrefiö
tfi þess, að íslenzk flutningafyrirtæki komizt í eigu
útlendinga. Nú á tímum eiga áhyggjur af slíku tæp-
ast VÍð.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 10. júlí.
Jóhanna kannar jarðveginn
„Nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins hlýtur að
vera í erfiðri stöðu. Jón Baldvin hefur sagt það hlut-
verk sitt og skyldu að halda flokknum saman. Hann
kemur frá flokksþinginu með þá staðreynd að hafa
aðeins 60% fylgi flokksmanna. Fjörutíu prósent voru
tfibúin að skipta um formann. Það er þessi jarðvegur
sem Jóhanna er nú að kanna nánar. Sú staða getur
komið upp í stjórnmálum næstu mánaða að Alþýðu-
flokkurinn klofni á landsvísu."
Úr forystgrein Tímans 12. júli.