Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 30
42 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Afmæli Þórhalla Oddsdóttir Þórhalla Oddsdóttir frá Kvígindis- felli í Tálknafirði, nú að Hafnistu við Kleppsveg í Reykjavík, varð níu- tíu og fimm ára í gær. Starfsferill Þórhalla fæddist á Kleifarstöðum í Gufudalssveit en flutti á fimmta ári með fjöldskyldu sinni í Stóra- Laugardal í Tálknafirði. Hún fór ellefu ára til Patreksfjaröar þar sem hún vann m.a. við barnagæslu og við að vaska fisk í eitt og hálft ár. Fjölskylda hennar flutti síðan að Sæbóli en auk þess að vera í for- eldrahúsum var hún í kaupavinnu á sumrin á unglingsárunum. Eftir að Þórhalla gifti sig var hún húsfreyja á Kvígindisfelli. Þar var stundaöur sjálfsþurftarbúskapur þar til þjóðhættir breyttust. Þórhalla hefur alla tið verið mikil hannyrðakona, er vel em og fæst enn þá við útsaum og hekl. Hún á nú hundrað fimmtíu og átta afkom- endur. Fyrir fimm árum heiðruðu kvennalistakonur Þórhöllu fyrir mikilfenglegt ævistarf. Fjölskylda Þórhalla giftist 18.12.1915 Guð- mundi Kristjáni Guðmundssyni, f. 6.5.1890, d. 6.2.1969, b. á Kvígindis- felli. Foreldrar hans voru Guö- mundur Jóhannes Guðmundsson, b. á Stóra-Laugardal, og kona hans, Svanborg Einarsdóttir húsfreyja. Börn Þórhöllu og Guðmundar urðu sautján: Óskar, f. 24.6.1917, fyrrv. stýrimaður í Reykjavík, kvæntur Margréti Hallgrímsdóttur og eiga þau þrjú böm; Svava, f. 1.7. 1918, húsmóðir á Hellu, gift Þor- steini Oddssyni og eiga þau fimm böm; Hörður, f. 12.12.1919, d. 31.10. 1988, bílstjóri í Reykjavík, eignaðist fjögur börn, var kvæntur Guðrúnu Klemensdóttur; Haukur, f. 10.10. 1920, stýrimaður í Reykjavík, var kvæntur Halldóru Ólafsdóttur sem lést 1988; Svanborg, f. 25.12.1921, húsmóðir á Bíldudal, ekkja eftir Þórð Jónsson útgerðarmann og em börn þeirra sex; Reynir, f. 23.4.1923, símamaður í Reykjavík, kvæntur Svövu Kjartansdóttur og eiga þau þrjú börn: Unnur, f. 7.7.1924, hús- móðir í Reykjavík, gift Sveini Jónas- syni; Karl, f. 2.9.1925, starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, kvæntur Sigríði Þ. Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn: Þuriður, f. 21.2.1929, húsmóðir í Reykjavík, ekkja eftir Stefán Guðmundsson og eru börn þeirra Qögur; Magnús, f. 23.5.1931, b. á Kvígindisfelli, kvænt- ur Halldóru Bjamadóttur og eiga þau fjögur börn; Guðmundur Jó- hannes, f. 8.10.1933, sjómaður í Garðabæ, var kvæntur Borghildi Garðarsdóttur og eru börn þeirra fimm; Oddur, f. 6.11.1935, leigubíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Eyvöru Friðriksdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðbjartur, f. 1.12.1937, bún- aðarráðunautur á Blönduósi, kvæntur Margréti Ásmundsdóttur og eiga þau þijú böm: Fjóla, f. 29.10. 1938, húsfreyja að Laugarbrekku í Svarfaðardal, gift Birni G. Daníels- syni og eiga þau þijú börn; Víðir, f. 29.10.1938, verktaki í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur og eiga þau þijú böm; Helgi, f. 21.2. 1941, húsasmíðameistari í Hafnar- firði, kvæntur Stefaníu S. Víglunds- dóttur og eiga þau sex böm; Rafn, f. 16.7.1943, skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntúr Kristborgu G. Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Þórhöllu em öll látin nema Haraldur. Systkini hennar: Sigríður, f. 3.5.1897, d. 16.11.1983, húsmóðir á Patreksfirði og síðar í Reykjavík; Magnús, f. 4.10.1901, d. Þórhalla Oddsdóttir. 11.12.1982, húsasmíðameistari í Reykjavík; Lilja, f. 15.10.1903, hús- freyja á Akureyri og síðar í Reykja- vík; Vilhelmína, f. 17.9.1908, dó ung; Haraldur, f. 29.7.1912, málarameist- ari á Akureyri; Tryggvi, f. 29.7.1912, d. 29.6.1981, sjómaður í Reykjavík. Foreldrar Þórhöllu voru Oddur Magnússon, b. á Kleifarstöðum, og kona hans, Þuríður Guömundsdótt- ir. afmælið 13. júlí 85 ára Jón Jónasson, Freyjugötu 44, Sauðárkróki. 80 ára Guðjón Jóhannesson, Nökkvavogi 2, Reykjavík. Rannveig Ásgeirsdóttir, Laugavegi 70B, Reykjavík. 75 ára HalIgrímurH. Egilsson, Reykjamörk 11, Hveragerði. Ilansína Sigurbjörg Hjartardóttir, Strandgötu 7, Hvammstanga. Elín Sæmundsdóttir, Hjallavegi 11, Njarðvík. 70ára Daniel Gunnars Jónsson, Borgarbraut 52, Borgamesi. Arndts Einarsdóttir, Hellulandi, Bakkafirði. Sigurður Einarsson, Stóra-Fjalli, Borgarhreppi. Ásdís Einarsdóttir, Lóni H, Kelduneshreppi. Finnbogi Jónasson, Digranesheiði 25, Kópavogi. 60 ára Elma Nína Þórðardóttir, Espigerði 6, Reykjavík. Karl Sigurðsson, Sandbakka 11, Höfn í Homafirði. 50 ára Magnús Gíslason, Dynskógum 3, Hverageröí. Sveinn Bárðarson, Nökkvavogi 39, Reykjavik. Heiga Jón sdóttir, Öldugötu 44, Hafnarfirði. Jóhann Finnsson, Háaengi6, Selfossi. Elinóra Guðmundsdóttir, Hjallavegi 7, Flateyri. Guðni Frímann Guðjónsson, Dísarási 10, Reykjavík. Sigurður Haligrimsson, Grænugötu 12, Akureyri. 40ára Þorbjörg Ragna Þórðardóttir, Hólanesi, Höfðahreppi. Grétar Bjarni Guðjónsson, Hverafold 74, Reykjavik. Bernhard Heiðdal, Otrateigi 14, Reykjavík. Sigurbjörn Heiðdal, Búlandí 14, Djúpavogshreppi. Gisli Lindai Agnarsson, Hólalandi 8, Stöðvarfirði. Rósa Kristín Óskarsdóttir, Aðalgötu 42, Ólafsfirði. Þórður Karlsson, Borgarvegi 31, Njarðvík. Andlát________________ Óskar Aðalsteinn Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, rit- höfundur og vitavörður, til heimilis að Sporhömrum 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum fóstudaginn 1.7. sl. Útfor hans fer fram frá Fossvogs- kirkju á morgun, fimmtudaginn 14.7., kl. 13.30. Starfsferill Óskar Aðalsteinn fæddist á ísafirði 1.5.1919 og ólst þar upp. Hann stundaði gagnfræðanám á ísafirði í einn vetur og var síðan í íslenskunámi í þrjá vetur hjá Har- aldi Leóssyni, kennara og bókaverði á ísafirði, en var að öðm leyti sjálf- menntaður. Óskar var bókavörður við Bóka- safn ísafjarðar 1941^46, vitavörður á Hombjargsvita í N-ísafjarðarsýslu 1947-49, var rithöfundur og blaða- maður á ísafirði 1949-53, var vita- vörður á Galtarvita í V-ísafjarðar- sýslu 1953-77 og hafði á hendi veður- athuganir fyrir Veðurstofu íslands auk þess sem hann rak þar smábú- skap, stundaði síðan ritstörf á Reykjanesvita 1977-92 þar sem kona hans var vitavörður. Þau hjónin fluttu þá til Reykjavíkur þar sem Óskar stundaði ritstörf síðan. Óskar var formaður KFUM á ísafirði 1934-36 og sat í stjórn Leikfé- lags ísafiarðar 1950-53. Rit Óskars Aðalsteins em Ljósið í kotinu, 1939; Gijót og gróður, 1941; Húsið í hvamminum, 1944; Þeir brennandi brunnar, 1947; Högni vitasveinn (unglingasaga), 1950; Gisla saga Brimness (endurminn- ingar Gísla Gíslasonar), 1951; Hlauparinn frá Malareyri, 1952; Vormenn íslands (unghngasaga), 1956; Ennþá gerast ævintýri (barna- saga), 1957; Kosningatöfrar, 1958; Vonglaðir veiðimenn, 1963; Lífsorr- ustan, 1964; Breyskar ástir, 1965; Úr dagbók vitavarðarins, þáttasafn, 1968; Eplin í Eden, 1969; Dísir drauma minna, 1971; Vökuljóð - fyr- ir alla, 1976; í röstinni, 1978; Fyrir- burðir á skálmöld, 1982; Mjöll - stúlkan í fiöranni, 1990. Fjölskylda Óskar kvæntist 1943 fyrri konu sinni, Sigfríði Maríu Guðbjartsdótt- ur, f. 6.2.1920, húsmóður. Þau skildu. Faðir Sigfríðar var Guð- bjartur Sigurðsson, sjómaður í Bol- ungarvík. Dætur Óskars og Sigfriðar eru Sig- riður Ósk, f. 23.10.1940, starfsmaður við umönnun þroskaheftra, búsett í Hafnarfirði, gift Hermanni Sigfús- syni sjómanni og eignuðust þau sex börn en fimm þeirra em á lífi; Hall- dóra Björt, f. 21.9.1943, húsmóöir í Reykjavík, gift Guðmundi Jónssyni rafvirkja og eiga þau fiögur börn. Óskar kvæntist 10.8.1950 seinni konu sinni, Valgerði Hönnu Jó- hannsdóttur, f. 29.1.1922, húsmóður og fyrrv. vitaverði á Reykjanesvita. Foreldrar Valgerðar voru Jóhann Bjarni Loftsson, útvegsb. á Eyrar- bakka, og kona hans, Jónína Hann- esdóttirhúsmóðir. Synir Óskars og Valgerðar eru Flosi, f. 30.12.1946, vélstjóri í Reykjavík; Gylfi, f. 5.6.1948, lang- Óskar Aðalsteinn Guðjónsson. ferðabílstjóri og myndlistarmaöur í Reykjavík en kona hans er Sigríður Konráðsdóttir tölvuritari og á Gylfi einn son; Bragi, f. 11.1.1951, blaða- maður og kaupmaður í Reykjavík. Systkini Óskars eru nú öll látin. Þau voru Sigurður Tryggvi, múrari á ísafirði; Valgeir, múrari í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Sveinsdóttur; Kjartan, matsveinn í Reykjavík, kvæntur Bergþóru Skarphéðins- dóttur; Einar, fisksali í Reykjavík, kvæntur Margréti Gunnlaugsdótt- ur; Þorlákur, matsveinn á ísafirði, kvæntur Ágústu Ebenharðsdóttur; Sigríður Ósk, dó í barnæsku; Ás- geir, sjómaður á ísafirði. Foreldrar Óskars vom Guðjón Sigurðsson, f. á Kjalarlandi á Skaga- strönd 18.7.1884, d. 1956, vélgæslu- maður á ísafirði, og kona hans, Guðmundína Jónsdóttir, f. í Miö- húsum í Gufudalssveit 16.2.1885, d. 30.9.1955, húsmóðir. Sviðsljós John Larroquette segist ennþá geta hugsað sér að verða plötusnúður á ný. John Larroquette: Fékk hótanir frá Ku Kl u x Klan Leikarinn John Larroquette, sem margir muna eflaust eftir úr myndinn Blind Date, var áður fyrr útvarpsmaður í New Orleans. Þetta var á 7. áratugnum þegar þjóðfélagið einkenndist af mun meiri andstæðum en í dag. „Þetta var á aðfangadag og ég lét plötu með hljómsveit sem hét Co- ven á fóninn en hún spilaði djöfla- messu. Svo sagði ég hlustendum að við ætluðum aö halda okkar árlega djöflaball fyrir framan kirkju eina 4 bænum og eftir á fá okkur kaffi og hreinar meyjar," sagði John. Viðbrögðin við þessu uröu gífur- leg og daginn eftir fékk hann sprengjuhótun og svo hafði Ku Klux Klan málað upphafsstafi sam- takanna á glugga útvarpsstöðvar- innar. „Þetta fólk tók hlutina alvarlega og hélt virkilega aö við værum djöflaútvarpsstöð en auðvitað var allt sagt í gríni. Hlutirnir voru bara öðmvísi í þá daga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.