Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 32
44 Halldór Ásgrímsson. Veit ekJki hvað maðurinn er að tala um „Ég veit nú ekki hvaö Svavar Gestsson er að tala um þegar hann er að tala um hægrisveiílu. Ef það er merki um hægrisveiflu að ég sé hugsandi út af framtíð- inni í alþjóðlegu samstarfi, þá veit ég ekki hvað Svavar Gests- son er að tala um,“ segir Halldór Ásgrímsson í Tímanum. Kemur skellurinn? „Það er bara einfaldlega þannig að það er ekki mannlegur máttur sem getur komið í veg fyrir að það verði skellur, þegar svona hremmingar ríða yfir,“ segir Ein- ar K. Guðfinnsson í DV um erfið- leika á Vestfjörðum. Urnmæli Hláturgas eykur sprengi- kraftinn „Ég hef verið á sama jeppa í fjög- ur ár og þykir því vænt um grip- inn sem getur skilað allt að 800 hestöflum með nítrógas-innspýt- ingu. Með því að ýta á takka spýt- ist hláturgas inn á véhna sem eykur sprengikraftinn og aflið um leið,“ segir Ragnar Skúlason torfærukappi í Morgunblaðinu. Meðvituð blekking eða stríðni „Það er augljóst að peningnum hefur verið komið fyrir á meðán á uppgreftrinum stóð. Annað- hvort er hér á ferðinni meövituð blekking eða stríöni," segir Bjarni F. Einarsson fornleifa- fræðingur í Alþýðublaðinu um fund á rómverskum peningi. Peningar vaxa ekki á trjám „Peningamir vaxa ekki á trján- um, menn hljóta að átta sig á því að þegar staðið er í framkvæmd- um þá kostar slíkt peninga," segir Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Þarf ekki á Ólafi Ragnari að halda „Ég treysti mér ágætlega til aö ritstýra félagshyggjublaði án þess að gera Ólaf Ragnar Grímsson að leiðtoga lífs míns,“ segir Jón Kristjánsson, ritstjóri Tímans, í Tímanum. Varð ofsalega kátur „Skyggnið var slæmt þannig að viö sáum þetta ekki vel. Síðan, þegar við komum nær og sáum að kúlan var í, varð að gera tveggja mínútna hlé á öllu golfi á vellinum því ég varð svo ofsalega kátur,“ segir Sigurður Sigurðs- son, golfmeistari Suðumesja, í Morgunblaðinu. Sagtvar: Þeir þvældust fyrir hvor öðr- um. Rétt væri: Þeir þvældust hvor Gætum tungiinnar fyrir öðrum. Bendum bömum á þetta! OO Rignir síðdegis um allt land í dag verður suðaustankaldi eða stinningskaldi og fer að rigna sunn- anlands og vestan um landið norðan- Veðrið í dag og austanvert helst verður skaplegt fram yfir hádegi en þá bætir heldur í vind og síðdegis verður rigning um nánast allt land. í kvöld lægir um landið sunnan- og vestanvert, en 'áfram má þó búast við einhverri rigningu eða skúrum. Veður fer hlýnandi um landið norðanvert. Á höfuðborgarsvæðinu er suðaustan kaldi og síðar í dag stinningskaldi. Rigning verður nánast í allan dag, en síðdegis lægir heldur og dregur úr úrkomu, en áfram væta annars slagið. Hiti verður 9-11 stig Sólarlag í Reykjavík: 23.31. Sólarupprás á morgun: 3.37. Síðdegisflóð i Reykjavík 21.33. Árdegisflóð á morgun: 9.59. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 10 Egilsstaðir hálfskýjað 10 Galtarviti alskýjað 8 KeflavikurílugvöUur rigning 10 Kirkjubæjarklaustur rigning 10 Raufarhöfn alskýjað 8 Reykjavík rigning 9 Vestmarmaeyjar rigning 9 Bergen þokumóða 15 Helsinki heiðskírt 22 Kaupmannahöfn léttskýjað 20 Ósló háifskýjað 19 Stokkhólmur heiðskírt: 24 Þórshöfn skýjað 11 Amsterdam léttskýjað 23 Berlín heiðskírt 22 Chicago alskýjað 22 Feneyjar skýjað 24 Frankfurt heiðskirt 22 Glasgow léttskýjað 11 Hamborg heiðskírt 22 London skýjað 18 LosAngeles skýjað 17 Lúxemborg léttskýjað 22 Montreal heiðskírt . 22 New York heiðskírt 27 Nuuk þoka 2 Orlando léttskýjað 23 París skýjað 21 Róm heiðskírt 23 Vín þoka 19 Washington mistur 25 Guðmundur Sigurðsson bifreiðarstjóri: Guðmundur Sigurðsson rútubil- stjóri varð fyrir þeirri upplifun sl. fóstudag aö rúta hans, um 6 tonn að þyngd, rann meö afturhjólið upp á brjóstkássa hans. Þannig var hann fastur í allt aö hálftíma eða þar til nærstöddu fólki tókst að losa hann. Það þótti kraftaverki líkast Maður dagsins aö hann skyldi sleppa lifandi frá þessum ósköpum og jafnvíst að ein- hver minni að burðum hefði ekki átt möguleika á að sleppa lif- andi. Aðspurður um áhugamál segist hann hafa mestan áhuga á félags- málum og stjórnmálum. „Ég tók til skamms tima þátt í starfi Lions- Guðmundur Sigurðsson. hreyfingarínnar. Þá hef ég tekið virkan þátt i starfi Verkalýðsfé- lagsins Skjaldar á Flateyri þar sem ég er varaformaður. Þá er ég frétta- ritari DV á Flateyri," sagði Guð- mundur í viðtali viö DV þar sera hann liggur á Borgarspítalanum vegna meiðsla sinna. Guðmundur hefur reyndar ákveðna reynslu af því aö lenda í erfíðum aðstæðum þar sem hann lenti ásamt sambýhskonu sinni undir snjóflóði á Breiðadalsheiði fyrir nokkrum árum. Þau biðu þá í bil sínum eftir hjálp á aðra klukkustund en bíllinn lagðist saman undan farginu. Guðmundur er búsettur á Flateyri ásamt fjöl- skyldu sinni. Sambýliskona hans er Guðríður Kristinsdóttir og þau eiga tvö börn, Ölmu Dögg, tveggja ára, og Sindra Frey, fjögurra mán- aða. Myndgátan Kvennaathvarf Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLf 1994 Undanúrslit á HM Nú eru stóru stundirnar að renna upp á HM í Bandaríkjun- um. Aðeins fjögur lið eru eftir og fara imdanúrslitaleikirnar fram í dag. Fyrri leikurinn fer fram 1 íþróttir New York og er það viðureign ítala og Búlgara. Frekar er veðj- aða á Itali en það er ekkert nýtt fyrir Búlgara að vera fyrirfram taldir tapa leiknum. Erfiðara er að spá um úrslit síöari leiksins á miOi Brasillíu og Sviþjóðar sem fram fer í Los Angeles en veð- bankar eru þó hhðhollari Brasil- íumönnum. Leikirnir verða að sjálfsögðu báðir sýndir í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld. Hér innanlands má minna á þrjá leiki sem fara ffarn i 4. deild karla. Hvöt leikur gegn Neista, Magni gegn Kormáki og Þrymur gegn HSÞ-b. Skák Spánverjinn Martin Ortueta lést 1 Madrid fyrr á árinu, á 93. aldursári. Hann var kunnur skákmaður og frægur um heimsbyggðina fyrir að hafa setið röng- um megin í ódauðlegum tafllokum gegn landa sínum, Sanz, fyrir sextíu árum. Hér er staöan fræga. Sanz með svart gegn Ortueta. 8 7 6 5 4 3 2 1 1. - Hxb2!l 2. Rxb2 c3 3. Hxb6! Besta vömin. ef 3. Rd3 c4 (fráskák) 4. Hxb6 cxd3 og hrókurinn ræður ekki við peðin. 3. - c4! 4. Hb4 Aftur best. Ef nú 4. - cxb2 5. Hxb2 og vinnur, eða 4. - c2 5. Hxc4 með sömu niðustöðu. En nú kemur rús- ínan í pylsuendanum. 4. - a5!! og hvítur er í leikþröng. Ef hrókurinn fer eftir b- línunni vinnur 5. - c2 og ef 5. Hxc4 cxb2 og peðið verður að drottningu. Fegurstu tafllok allra tíma, að ábti Ti- grans Petrosjans, fyrrverandi hehns- meistara. Jón L. Árnason iS Á # Í á i Á £ 1 A & & I A ABCDEFGH Bridge Önnur urnferð bikarkeppninnar stendur nú sem hæst og þegar hafa nokkrir leikir fariö fram. Síðasthðinn þriðjudag fór fram leikur sveita Hjólbarðahallarinnar og Roche, og hafði fyrrnefnda sveitin betur í þeim leik, meö 101 impa gegn 55. Þetta er eitt spihö úr leiknum en sagnir gengu þannig í lokuöum sal, austur gjaf- ari og NS á hættu: ♦ Á10752 ♦ 9 ♦ KG94 + 642 ♦ 84 V 8542 ♦ 8762 + D108 * DG6 V ÁK1073 ♦ 3 + ÁG93 * K93 V DG6 ♦ ÁD105 + K75 Austur Suður Vestur Norður 1» 1 G Dobl 24 Pass Pass Dobl p/h Suður gat ekki stiht sig um að koma inn á sagnir með 15 punkta, þrátt fyrir aug- ljósa hættu. Suður ákvað að dobla th refs- ingar þótt punktamir væm aðeins 8 og v<m ekki síður átjáður í að dobla tvo tígla. Vörnin var nákvæm, austur sphaði út hjartaás, fékk niuna frá félaga og skipti yflr í spaðadrottningu. Sagnhafi setti litið sph úr blindum og vestur setti tvistinn (kah í spaða). Austur sphaði næst spaða- gosa, enn kom litiö spU í blindum og vest- ur henti spaðatíunni (kaU í hjarta). Þá kom hjartakóngur, vestur henti laufsexu (frávísun) og trompaði hjarta með tígul- Qarka. Vestur spUaði næst laufafjarka, austur drap á ás og spUaði fjóröa hjart- anu. Vestur trompaði á tígulníu og vöm- in fékk að auki slag á tigulkónginn. Þetta Ieit ágætlega út, 800 niður og aUs ekki víst að austur kærði sig neitt um að koma inn á sagnir á hinu borðinu. í Ijós kom að sagnir hefðu gengið á svipaðan hátt i opnum sal og niðurstaðan sú sama. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.