Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1994 37 oo Smámyndir í Þrasta- lundi í Þrastalundi í Grímsnesinu stendur nú yfir sýning á smá- myndum eftir Kristmund Þ. Gíslason listmálara og sýnir hann að þessu sinni verk sem eru unnin með olíulitum og eru þau öll frá þessu ári, að einu undan- Kristmundur Þ. Gíslason. Sýningar skildu sem er frá árinu 1985. Sýn- ingin er opin á sama tíma og veit- ingaskálinn í Þrastalundi. í fram- haldi sýningarinnar mun Krist- mundur síðan heimsækja nokkur Edduhótel á Norður- og Vestur- landi og halda þar sýningar í fé- lagi við konu sína, myndlistar- konuna Kittu Pálmadóttur Malmquist. Gömul handrit geta verið ótrú- lega verðmæt ef mælt er i pen- ingum. Afgömlum og verðmæt- umhand- ritum Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir heilt handrit er 2,2 milljónir sterlingspunda fyrir Codex Leicester sem er 36 síðna myndskreytt handrit með heims- lýsingu eftir Leonardo Da Vinci. Þessi sala fór fram hjá Christie’s 1980. Dýrasta handrit, sem keypt hefur verið á íslandi, er Skarðs- bók sem Seðlabanki íslands keypti á uppboði í London fyrir 3,8 mllljónir á verðlagi dagsins í dag en þessi sala fór fram 1965. Hæsta uppboðsverð á tónlistar- handriti er 2.565.000 pund og var Blessuð veröldin það verð greitt fyrir 508 blaðsíðna innbundið handrit með níu full- gerðum sinfóníum Mozarts, skrifað af honum sjálfum. Ýmislegt um Biblíuna Hér kemur fróðleikur um Bibl- íuna. Lengsta rit Biblíunnar er Davíðssálmar en lengsta bók hennar er Jesaja, 66 kaflar. Lengsti sálmur í Davíðssálmum er númer 119,176 vers, og sá sem er stystur er númer 117 og er hann tvö vers. í ensku Biblíunni (Biblíu Jakobs konungs) er orða- fjöldinn 3.566.480 bókstafir og milli 773.692 og 773.746 orð, eftir því hvort orð eru samsett með tengibandi eru talin eitt orð eða fleiri. Ekki hefur orða- eða bók- stafafjöldi íslensku þýðingarinn- ar verið talinn en hann mun vera 10-20% minni. Hálendis- vegir flestir opnir Færð á vegum er yfirleitt góð en á nokkrum stöðum er verið að vinna að endurbótum á vegum og verið er Færðávegum að leggja nýja klæðingu og þar verð- ur að gæta varúðar og fara eftir hraðatakmörkunum. Hálendisvegir eru flestir opnir en meðal þeirra sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaks- leið syðri, Fíallabaksleið nyrðri milli Eldgjár og Landmannalauga, Sprengisandsleið upp úr Eyjafirði, Gæsavatnsleið, Hlöðuvallaveg og veginn yfir í Loðmundarfjörð. E] Hálka og snjór .—. án fyrirstöðu Lokað 0 Vegavinna-aögát @ Oxulþungatakmarkanir m Þungfært. <D Fært gallabílum Vestmannaeyjum. Sem fyrr er boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá á þjóð- hátíð og þekktar og óþekktar hljómsveitir koma til með að leika fyrir gesti á þjóðhátíð. Á Gauki á Stöng í kvöld verður endurtekning á kynningu á þjóðhá- tíð sem var í gærkvöldi og koma fram hljómsveitir sem verða á þjóðhátíð um verslunarmanna- helgina. Hijómsveitir sem leika í kvöld eru meðal annars SSSól, Vin- SSSól er meöal hljómsveita sem verða á þjóðhátíð I Eyjum. ir vors og blóma, Upplyfting og Lipstick. Þeir sem vilja fá þjóðhá- tfðarstemningu ættu að bregða sér á Gaukinn í kvöld. Nú styttist í mestu ferðahelgi árs- ins, verslunarmannahelgina, sem einnig er stærsta útihátíöarhelgi ársins. Sú útihátið sem á sér lengst- an aldur og dregur ávallt að sér mikið margmenni er þjóðhátíðin í James Garner leikur lögreglu- manninn Zane Cooper. Maverick kom- inn á kreik á ný Sam-bíóin frumsýndu fyrir helgina gamansaman vestra, Ma- verick. Þetta nafn hljómar kunn- uglega í eyrum margra og er skýringin sú að fyrir nokkuð löngu var vinsæl sjónvarpssería gerð með sama nafni og er kvik- myndin gerð eftir þessari sjón- varpsseríu. Fjárhættuspilarann og ævintýramanninn Maverick leikur Mel Gibson. í gömlu þátt- unum lék James Garner Ma- verick og er hann í hlutverki lög- reglumannsins Zane Cooper í kvikmyndinni. James Garner var búinn að Bíóíkvöld leika í nokkrum Hollywood myndum áður en hann tók að sér að leika Maverick á sjötta ára- tugnum. Sigurganga þáttarins varð til þess að vegur hans jókst til muna. Garner fæddist í Okla- homa en flutti til Hollywood á unglingsárum sínum. Hann vakti fyrst athygli sem mótleikari Marlons Brandos í Sayonara. Nýjar myndir Háskólabíó: Löggan í Beverly Hills 3 Laugarásbíó: Krákan Saga-bíó: Lögregluskólinn Bíóhöllin: Maverick Stjörnubíó: Bíódagar Bíóborgin: Blákaldur veruleiki Regnboginn: Gestirnir Litli drengurinn, sem sefur vært á myndinni, fæddist á Landspítal- anum 3. júlí kl. 14.15. Hann reynd- ist vera 3.900 grömm þegar hann var vigtaður og 54 sentímetra lang- ur. Foreldrar hans eru Hafdís Jóns- dóttir og George Kulp og er dreng- urinn þriðja barn þeirra. Fyrir eiga þau Helenu, 11 ára, og Jóhann Pál, Gengiö Almenn gengisskráning LÍ nr. 171. 18. júli 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,520 67,720 69,050 Pund 105,690 106,010 106,700^, Kan. dollar 49,010 49,210 49,840w Dönsk kr. 11,1350 11,1800 11,0950 Norsk kr. 10,0000 10,0400 9,9930 Sænsk kr. 8,7830 8,8180 9,0660 Fi. mark 13,1960 13,2490 13,1250 Fra. franki 12,7590 12,8110 12,7000 Belg. franki 2,1249 2,1334 2,1131 Sviss. franki 51,9500 52,1600 51,7200 Holl. gyllini 39,0500 39,2100 38,8000 Þýskt mark 43,8000 43,9300 43,5000 It. líra 0,04370 0,04392 0,04404 Aust. sch. 6,2220 6,2530 6,1850 Port. escudo 0,4249 0,4271 0,4232 Spá. peseti 0,5294 0,5320 0,5276 Jap. yen 0,68830 0,69040 0,68700 Irsktpund 104,320 104,840 105,380 SDR 99,05000 99,54000 99,89000 ECU 83,4100 83.7400 83,0000 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan i 1 3 £ L s ÍO // /i /3 )i> 5T 17- 18 /4 21 22 Lárétt: 1 hafmey, 8 fugl, 9 sáld, 10 mjúk, 11 okkur, 13 agnir, 14 fæða, 16 ekki, rnt- lengdarmal, 19 kjaftur, 21 ræna, 22 anga. Lóðrétt: 1 málsnjallar, 2 þátttakendur, 3 röð, 4 ríki, 5 þröng, 6 kvenmannsnafn, 7 lélegri, 12 endurtekningar, 15 venju, 16 gufu, 18 féll, 20 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 merski, 8 óvit, 9 úlf, 10 kagar, 11 má, 13 agn, 15 kaun, 16 leikur, 18 áma, 19 róg, 21 ið, 22 gætið. Lóðrétt: 1 móka, 2 Eva, 3 rigning, 4 stakka, 5 kúra, 6 ilmur, 7 of, 12 ánægðr' 14 gerð, 16 lái, 17 urt, 20 ói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.