Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 24
36 MANUDAGUR 18. JULI 1994 Páll Pétursson. Hefur raðað inn nýkrötum „Mér kemur það ekkert á óvart þó að upp úr sjóði í ráðuneytinu. Utanríkisráðherra, húsbóndi ráðuneytisins, hefur stýrt því með sínum hætti. Hann hefur raðað þar inn nýkrötum og hefur þar ekki alfarið farið eftir hæfi- leikum," segir Páll Pétursson í Tímanum. Gæti skapað námsleiða ,,Ég er mjög efins um að lengra skólaár bæti námsárangur. Ég óttast fremur að slík breyting Ummæli skapaði námsleiða og yrði til þess að mörg ungmenni, sem kosta sig sjálf til náms, yrðu að hætta námi,“ skrifar Guðni Ágústsson í kjallargrein í DV. Búinn að finna lausnina „Þetta er alltaf sama vandamálið. Við spilum illa í fyrri hálfleik en betur í þeim seinni. Ég held aö ég sé búinn að finna lausn á þessu. Okkur vantaði 15 mínútur í viðbót til að klára dæmið,“ segir Kjartan Másson, þjálfari Víkinga, í DV. Síðdegisfundur með Uffe Elle- mann-Jensen Á Hótel Sögu í dag kl. 17.00 verður síðdegisfundur með Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráöherra Danmerkur, Fundir og er yfirskrift fundarins Þróun Evrópusambandsins og staða Norðurlandanna. Verður Elle- mann- Jensen aðalræðumaður fundarins. Fundur skiptist í fiög- ur sviö, Stækkun Evrópusam- bandsins, Norðurlöndin og ESB, Staða Danmerkur innan ESB og Staða íslands. Harvardprófessor heldur fyrirlestur Dr. Robert L. Selman, prófessor við Harvardháskóla í Bandaríkj- unum, heldur opinberan fyrir- lestur í boði félagsvísindadeildar í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, Háskóla Islands. Fýrirlesturinn, sem er á ensku, nefnist The Risky Business, of Growing up Social. Dr Selman er heimsþekktur fyrir kenningar sínar og rannsóknir á félagsþroska bama og unglinga. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Þaö vom fulltrúar tveggja sam- taka. Rétt væri:... fulltrúar tvennra samtaka. Gæturn tungimnar Betur færi þó:... fulltrúum frá tvermum samtökum. (Ath.: Ein- tala af orðinu samtök (eítt sam- tak, samtakiö) er ekki til.) Þungbúið á Suðaust- urlandi Það er búist við fremur hægum sunnan- og suðvestanvindum í dag. Veðrið í dag Fremur þungbúið verður og dálítil rigning eða súld á Suður- og suðaust- urlandi, skýjað og úrkomulaust vest- anlands en á Norður- og Austurlandi léttir til. Hiti verður á bilinu 10 til' 20 stig, hlýjast norðaustan til. Á höf- uðborgarsvæðinu verður fremur hæg suðlæg átt og smáskúrir eða súld annað slagið. Hiti 11-14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.17. Sólarupprás á morgun: 3.52. Síðdegisflóð í Reykjavík 14.21. Árdegisflóð á morgun: 2.50. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 12 Egilsstaðir skýjað 14 Galtarviti skýjað 10 Keflavíkurílugvöllur súld 11 Kirkjubæjarklaustur rigning 11 Raufarhöfn skýjað 13 Reykjavík súld á síð. klst. 12 Vestmannaeyjar súld 10 Bergen léttskýjað 13 Helsinki skýjaö 17 Ósló skýjað 16 Stokkhólmur skýjað 16 Þórshöfn þokaí grennd 10 Amsterdam léttskýjað 17 Berlín skýjað 15 Chicago heiðskirt 20 Feneyjar þokumóða 23 Frankfurt þokumóða 20 Glasgow hálfskýjað 11 Hamborg skýjað 15 London léttskýjað 15 LosAngeles léttskýjað 17 Lúxemborg skýjað 19 Madríd heiðskírt 17 Malaga heiðskírt 22 Mallorca þokumóða 24 Veðrið kl. 6 i morgun Kristinn Benediktsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa lónsins „Við erum alltaf að fá frægt fólk hingað til okkar. Við eigum von á að Stíng komi í Bláa lónið í sumar. Þegar hann talaði um það að koma hingað til lands nefndi hann sér- staklega að fara í lóniö. Það er Ijóst að lónið er vel kynnt erlendis og þetta fræga fólk vill sækja Bláa lón- Maðuj dagsins ið. Oftast koma þessar stórstjörnur með lítlum fyrirvara. Við höfum fengið alveg frábæra kynningu er- lendis og okkur er sagt aö það sé meiri háttar kynning á Bláa lóninu og íslandi sem birtist nýlega í New York Tirnes," segir Kristinn Bene- diktsson, aðstoðarframkvæmda- sfióri Bláa lónsins. „Mikil aðsókn hefur veriö í Bláa lónið og hafa komíð rúmlega 1200 manns á einum degi. Það eru komnir yfir 50 þúsund gestir i ár. Tæplega 110 þúsund manns komu í fyrra en 30 þúsund í viöbót komu Benediktsson. til að skoða lónið. Markið er sett á 130 þúsund gesti í ár í Bláa lónið.“ Að sögn Kristíns er smáaukning í ár það sem af er en þó minni en hann átti von á. Hann telúr ástæð- una liggja fyrst og fremst í því að vorið var mjög kalt og þá hafi ekki komið eins margir Islendingar í sólbað og í fyrra. „Þegar sólin skein hér um daginn komu íslendingarn- ir en það verður að vera sól og þá skilar landinn sér. Aftur á móti hafa útlendingamir skilað sér í mun meiri mæli heldur en í fyrra. Langstærsti fiöldinn sem sækir Bláa lónið er Norður- landabúar og siðan koma Banda- ríkjamenn og Þjóöverjar." Kristinn segir að það komi marg- ir gestir í tengslum viö flug Flug- leiöa frá Hamborg í gegnum Kaup- mannahöfti en millilent er hér og meðan farþegar, er ætla áfram, bíða eftir flugi til Ameriku koma þeir í lónið. Hann telur að með því að bjóða farþegum að sækja lónið í leiðinni þá eigi það eftir að fiölga farþegum töluvert í þessum ferö- um. „Aðstaðan er orðin mjög góð hér en við erum búnir að kaupa sól- bekki og laga alla aðstöðuna hér í takt við gestina. Það myndast ekki þessar biðraöir núna þar sem viö erum búnir aö breyta innganginum i lónið. Gestirnir hafa tekið þessum breytingum mjög vel.“ Ægir Már Kárason. Myndgátan Húsflugur Fjórir leikir í 2. deild í knattspymu Nú er heimsmeistarakeppninni i Bandaríkjunum lokið og eru sumir örugglega fegnir en aðrir sakna þeirrar speimu sem mynd- aðist. Nú er augum beint að íþróttir knattspyrnunni hér heima og i kvöld er það 2. deildin. Þar er keppni hörð og spennandi, en mörg og jöfn lið heyja þar baráttu um sæti í 1. deild að ári og er langt í frá að fióst sé hvaða liö það verða. Fjórir leikir fara fram í 2. deild- inni 1 kvöld. í Neskaupstað fer fram leikur Þróttar N. og Selfoss. í Kópavogi taka heimamenn á móti KA frá Akureyri. Reykja- víkurliðin ÍR og Víkingur heyja sína baráttu á ÍR-velIinum og Leiftur frá Ólafsfirði tekur á mótí Grindvíkingum. Leikirnir hefiast allir kl. 20.00. Skák Nú eru fimmtíu ár liðin frá andláti bandaríska sóknarskákmannsins Franks Marshall sem alræmd árás í spænska leiknum er kennd við. Frægasta leikflétta Marshalls er gegn Levitsky, úr skák þeirra í Breslau 1912. Marshall hafði svart og átti leik í þessari stöðu: 8 I# li i A 6 A w 4 * 3 ^ o ss 1 2 A A 1 A A A H* ABCDEFGH 1. - Dg3!! og eftir þennan magnaöa leik gafst hvítur upp. Hann verður mát eftir 2. hxg3 Re2, eða 2. fxg3 Re2 + 3. Khl Hxfl og 2. Dxg3 Re2+ 3. Khl Rxg3+ er einnig vonlaust. Jón L. Árnason Bridge Evrópumót yngri spilara hófst á fóstu- dagskvöldið og spilastaöurinn að þessu sinni er bærinn Árnhem í Hollandi. Lið íslands er skipað 6 spilurum; bræörunum Ólafi og Steinari Jónssonum, Kjartani Ásmundssyni, Karli O. Garöarssyni, Magnúsi Magnússyni og Stefáni Jó- hannssyni. Ragnar Hermannsson er fyr- irliði hópsins. Vonandi verður gengi þeirra gott á mótinu en sennilega er óraunhæft að gera sér vonir um verð- laun. Eitt af þeim liðum sem þykja sigur- strangleg á EM-mótinu nú er lið Dana. Það er skipað þeim Bruun, Ron, Kamp- mann, Dall og bræðrunum Lars og Mort- en Lund Madsen (það er greinilega al- gengt að bræður spili saman í unghnga- hði). Skoðum hér eitt spil sem kom fyrir á EM yngri spilara árið 1970. í sagnhafa- sætinu sat kunnur spilari, Knut-Aage Boesgaard, þó að hann væri ekki jafn þekktur þá og hann er nú. Lokasögnin var þrjú grönd í suður og vestur hóf vöm- ina með lauftvisti: ♦ 3 V 873 ♦ KG109732 + D8 * 1095 V Á964 ♦ 6 * ÁG1053 ♦ ÁDG72 V KD52 ♦ Á5 + K4 Boesgaard drap tíu austurs á kóng og sá strax að hann varð að hitta á tígullitinn (ef það var mögulegt) til þess að standa spilið. í flestum tilfellum, þegar 4 háspil em úti með drottningunni, toppa menn tvo hæstu, nema eitthvað sérstakt bendi til annarrar íferðar í litinn. Boesgaard var fljótur að spila tígulásnum í öðmm slag og sá að vestur var óeðlilega fljótur að setja tíguláttuna. Hann ákvað að spila upp á tilfinninguna og svínað gosanum í næsta slag og stóð sitt spil. Samningurinn var sá sami á hinu borðinu, 3 niður. ísak örn Sigurðsson V G10 ♦ D84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.