Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994 Fréttir Nýtt félag leigir rekstur Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi: Menn stóðu frammi fyrir tveimur slæmum kostum - segir formaður málmiðnaðarmanna á Akranesi eftir samþykkta launalækkun og fækkun starfsmanna Sigujöur Sverrisson, DV, Akranesi: Starfsmenn Þorgeirs & Ellerts hf., Þ&E, á Akranesi samþykktu meö afgerandi meirihluta á fundi sínum síðdegis í gær yfirlýsingu um launa- skerðingu og fækkun fastráöinria starfsmanna frá forráðamönnum nýs hlutafélags um rekstur Þ&E eftir að hafa kolfellt hana á fundi fyrr um daginn. „Menn fengu skýr skilaboð fyrir seinni fundinn. Annaðhvort gengju þeir að þeirri yfirlýsingu sem lögð hafði verið fram ellegar yrði ekkert úr áframhaldandi rekstri fyrirtækis- ins á vegum nýrra rekstraraðila. Menn stóðu frammi fyrir tveimur slæmum kostum. Niðurstaðan varð sú að menn völdu þann kost að sam- þykkja yfirlýsinguna og halda fyrir- tækinu þar með gangandi," sagði Valdimar Þorvaldsson, formaður Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi, í samtali við DV i gær- kvöld. Flestir starfsmenn skipa- smíðastöðvarinnar eiga aðild að því félagi. í umræddri yfirlýsingu, sem gildir til 31. okóber 1994, er kveðið á um að fóst yfirgreiðsla lækki um 29 mín- útur á dag. Þá felst í henni aö ógreitt kaffihlé við upphaf yfirvinnu, frá kl. 16.30-16.45, falli niður og að yfirvinna hefjist kl. 16.30. í fréttatilkynningu frá nýja hluta- félaginu segir m.a. að hlutafé þess sé 10 milljónir króna en að það verði fljótlega aukið í 30 milljónir. Síðan segir orðrétt: „Tilgangur félagsins er að leigja fasteignir og lausafé þrota- bús Þorgeirs & Ellerts hf. sem úr- skurðað var gjaldþrota fóstudaginn 15. júlí 1994.“ Mestur niðurskurður í yfirstjórn Síðan segir í tilkynningunni: „Það er ætlun eigenda að reka félagið með hagnaöi og tryggja þannig atvinnu starfsmaima þess til langframa. Til þess að ná þessu markmiði hefur verið ákveðinn mikill niðurskurður á öllum kostnaði í rekstri. Mestur niðurskurður verður í yfirstjórn, bæði með fækkun og með launa- lækkun. Til að byija með verður fastráðnum starfsmönnum fækkað en það er von eigenda að verkefna- staðan verði slík að unnt verði að fjölga mönnum sem allra fyrst.“ Einnig kemur fram í fréttatilkynn- ingunni aö hið nýja félag hafi sent inn tvö tilboð í smíði nýs hafnsögu- báts fyrir Vestmannaeyinga og það hafi verið lægstu tilboðin sem bárust í smíðina. „Það jákvæðasta við þetta finnst mér að það skuli finnast á Akranesi einstaklingar sem eru reiðubúnir að leggja fé í fyrirtæki í jafn illa stödd- um iðnaði. Hinu er ekki að neita að hrikalegt er að þurfa að kyngja kjaraskerðingu á þeim nótum sem hér um ræðir. Hitt ber aftur að líta á að við teljum þetta ástand verða mjög tímabundið og í ljósi þess held ég að starfsmenn hafi samþykkt til- boð hins nýja rekstrarfélags," sagði Valdimar Þorvaldsson við DV. Stuttarfréttir Keppniíþolreið: Sigurvegar- inn 14 ára stúlka Keppni í þolreiö fór fram um helg- ina. Keppnin er árlegur viöburöur sem nú var haldin í sjöunda sinn. Það er hestaleigan í Laxnesi sem stendur fyrir keppninni auk Flug- leiða og Stöðvar 2. Alls tóku 10 keppendur þátt í keppninni, riöið var frá Laxnesi að Þingvöllum, alls 40 kílómetra leið, þar sem áð var yfir nótt. Þar var tek- inn púlsinn á hestunum og þeir skoð- aðir af dýralækni. Síðan var haldið til baka sömu leið daginn eftir. Sigurvegari varð Þorbjörg Hlín Sigurðardóttir á hestinum Móahng en Þorbjörg Hlín er að eins 14 ára. í öðru sæti lenti Haukur Þórarinsson á Batman og í þriðja sæti varð Guð- mundur Jónsson á Ljúf. 4,5 milljarðarút Ríkissjóður mun greiða út 4,5 milljarða króna í vaxtabætur og barnabótaauka um næstu mán- aðamót. Að sögn Morgunblaðsins verður einnig endurgreiddur of- greiddur staðgreiðsluskattur og innheimtur vangreiddur stað- greiðsluskattur. Tteghumarveiði Humarveiöi hefur verið heldur treg þaö sem af er vertíðinni. Að sögn Ríkissjónvarpsins hefur verð á humri lækkað á erlendum mörkuðum. Davíð hittir DeEors Davíð Oddsson forsætisráð- herra mun í næstu viku heim- sækja Jacques Delors, tram- kvæmdastjóra ESB, í Brússel og fleiri ráðamenn ESB. Umræðu- efni Davíös og Delors verður tví- hliða samskipti íslands og ESB í framtíðinni. Misheppnaðátak? Eftirspurn eftir gistingu á býl- um innan vébanda Ferðaþjón- ustu bænda er svipuö og í fyrra. Talsmenn Feröaþjónustunnar segja aö átakið „ísland, sækjum það heim“ hafi ekki enn skilaö sér til þeirra. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. Rússaf iskur regluiega Reglulegar sighngar með sjó- frystan svokahaðan Rússafisk eru hafnar hingaö til lands. Að sögn Morgunblaðsins er fiskur- inn keyptur af rússneskum tog- urum á miðunutn norður í Bar- entshafi. Nýttdýraverndarráð í samræmi við lög um dýra- vemd frá því fyrr á þessu ári hefur Össur Skarphéðinsson um- hverfisráöherra skipað nýtt dýraverndarráð. Ámi M. Mathi- esen, alþingismaður og dýra- læknir, er formaður ráðsins. ítalirrænaBjork Svoköhuð sjóræningjaútgáfa með tónleikaupptökum Bjarkar Guðmundsdóttur er komin út á geisladiski í Ítalíu. Að sögn Morg- unblaösins er diskurinn gefinn út án samþykkis og í óþökk Bjarkar sem fær engar greiðslur fyrir höfundarrétt. Þorbjörg Hlín Sigurðardóttir, sem er aðeins 14 ára, bar sigur úr býtum i þolreiðinni. Hér er hún með verðlauna- bikarinn. DV-mynd Sveinn Erfiðleikar íslenskra skipasmiðastöðva fyrir bí? OECD-ríki loka fyrir ríkisstyrki - Fagna þessu, segir Öm Friörrksson Fulltrúar nokkurra OECD-ríkja undirrituðu samkomulag í Paris um helgina þess efnis að loka fyrir ríkis- styrki og niðurgreiðslur tíl skipa- smíðastöðva. Aðeins Frakkar vom ekki reiðubúnir til að undirrita sam- komulagið. Ríkisstyrkir og niðurgreiðslur í samkeppnislöndum íslands hafa ver- ið þymir í augum hérlendra skipa- smíðastöðva og komið í veg fyrir sam- keppni á jafnréttisgrundvelh. Öm Friöriksson, formaður Félags jám- iðnaðarmanna, sagði við DV að sín fyrstu viðbrögð gætu ekki verið önn- ur en að fagna þessu samkomulagi. „Þetta er það sem skipaiðnaöurinn hér heima hefur þurft að búa við, að lenda í samkeppni við niðurgreiddan iönað, og hefur verið að drepa hann eins og menn hafa séð. Þessu varaði ég við í haust á fundi með starfs- mönnum Stálsmiðjunnar og fuhtrú- um stjórnvalda. En ef hreyfingin er og verður öh í þá átt að afnema ríkis- styrki þá er heldur blómlegra fram- undan í málm- og skipaiðnaðinum hér á landi. Ég er ekki í nokkram vafa um það,“ sagði Örn. Hann sagði ljóst að afnám ríkis- styrkja tæki sinn tíma, sér í lagi í Evrópu. Nota ætti þann tíma til að styrkja og styöja við íslenskan skipa- iðnað því loksins væri hann farinn að keppa á jafnréttisgrundvelli. „Við höfum ekki getað keppt við önnur lönd með ríkisstyrkina. En við áttum fyrir löngu að vera búnir að koma á jöfnunar- og undirboðstoh- um. Það hefur verið stefna Félags jámiðnaöarmanna og fleiri. Mikh- vægast er að ríkisstyrkir og undirboð fari úr þessari iðngrein. Að því loknu er ég sannfærður um að blómleg at- vinnugrein geti byggst hér upp, sér- staklega í kringum fiskiskipin," sagöi Öm Friðriksson. Þjóðminjavörður ográðherrahitt- astídag Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra og Þór Magnússon þjóðminjavörður náðu ekki form- legum fundi um helgina en ætla aö híttast i dag. Þar mun Þór skila ráðherra greinargerð um málefni Þjóðminjasafrisins í tilefni af þeirri umræöu sem hefur átt sér stað um horfna muni úr safninu og Miöhúsasilfrið m.a. Ólafur sagði við DV að þeir Þór myndu ræða um ýmis mál tengd Þjóðminjasafriinu og fornminja- málum almennt. Aðspurður hvort umræðan að undanfomu um safnið hafi skaðað stofnunina sagði Ólafur: „Ég veit ekki hvort það er var- anlegur skaðL Umræðan er ekki líkleg til að bæta ímynd einnar stofnunar þegar svona ókyrrð verður um málefni hennar. Ég hlýt að vona að ró færist yfir.“ Um það að hlutir væru að hverfa úr Þjóðminjasafninu sagð- ist Ólafur htið vita um annað en komið heföi íram í f'réttum og skýringum þjóöminjavarðar. „Mér sýnist að verið sé að gera meira úr málum en efni standa th þótt það hljóti alltaf að vera býsna alvarlegt mál ef hlutur hverfur úr safni. Ég heyri á þjóð- minjaverði að þar eru ýmsar skýringar á. Viö munum ræöa þessi mál,“ sagöi menntamála- ráöherra í samtah viö DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.