Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Síða 7
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994 7 Fréttir Suðumes: Of nar seldir til Rússlands Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; „Þetta eru 70 ofnar sem fara í end- urbyggingu hótels í Rússlandi, sem er á vegum íslensku verkfræðistofn- unarinnar Hnit. Síðan fara 15 ofnar í nýja laxeldisstöð þar í landi. Rúss- amir vildu fá góða ofna og völdu Vor-yl ofna vegna þess hve þetta er langt ferðalag," sagði Steinþór Jóns- son, framkvæmdastjóri Ofnasmiðju Suðumesja, í samtali við DV. Ofnamir fara í gám sem sendur verður til Bandaríkjanna og heldur síöan áfram til Rússlands. Ferðalagið mun taka vun átta vikur. „Það em einnig aöilar í Króatíu sem hafa áhuga á að fá ofna. Þeir telja að ofnar frá okkur séu þrisvar sinnum ódýrari en ofnar sem fást þar í landi. Verið er að athuga kostnað við flutningana þangað,“ sagði Stein- þór. Eyþór við sýnishorn af garðtjörnum sínum. DV-mynd Olgeir Helgi Trefjaplastsmiður á HvalQ arðarströnd: Var í upphaf i tómstundagaman Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi; „Þetta byijaði 1990 með því að ég smíðaði einn pott og síðan hefur þetta verið að hlaða utan á sig. Ég er kominn með tvo menn í vinnu því ég kemst ekki yfir þetta einn,“ sagði Eyþór Arnórsson á Hlíðarbæ á Hval- fjarðarströnd sem hefur verið að auka umsvif sín í framleiðslu á ýms- um hlutum úr trefjaplasti. Eyþór fór út í þetta þegar það var „hvað svartast í loðdýraræktinni", eins og hann komst að orði. Hann rak loðdýrabú þegar hann hóf trefja- plastframleiðsluna og gerir enn. Trefjaplastið átti bara að vera hobbí en við liggur að það sé að snúast við. Eyþór framleiðir setlaugar, garð- tjarnir og rotþær, auk þess sem hann annast viðgerðir á hlutrnn úr trefja- plasti. Vinnuaðstaðan er erfið því hann er með þetta í bílskúrnum en til stendur að hann fái aðstöðu í hús- næði laxeldisstöðvarinnar í Hvalfirði sem varð gjaldþrota fyrir nokkru. Fj ölbrautaskólinn á Sauöárkróki: Bóknámsálma í haust Langþráður draumur margra Sauðkrækinga verður að veruleika í haust en þá á að vera lokið fram- kvæmdum við 1. áfanga bóknáms- álmu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þetta þýðir að bóknám skólans, sem verið hefur í verknámsálmunni, flytur í eigið hús- næði og verkleg kennsla getur hafist í skólanum. Hlutur Sauðárkróksbæjar í þess- um framkvæmdum í sumar verður um 30 milljónir króna og er stærsti einstaki framkvæmdahður bæjar- sjóðs. Að sögn Snorra Bjöms Sig- urðssonar bæjarstjóra verður nær jafnhá upphæð veitt til gatnagerðar. í byggingu leikskóla eiga að fara um 29 milljónir og af öðrum stórum framkvæmdum má nefna gerð tveggja nýrra íþróttavalla en til þess á að verja 17 milljónum króna. Verður þú sá heppni? Combi Camp tjaldvagn að verðmæti kr. 380.000 dreginn út fyrir verslunarmannahelgina! Áskriftarsíminn er 63*27«00 Island Sækjum þaö heim! LOKAÐIDAG Útsalan hefst í fyrramálið 30 - 70% af sláttur RR skór JL EURO SKO Kringiunni 8-12 sími: 686062 ^ - Frábær gæði frábæru verði QT-CD44H Htf " ’,y' •. . ‘,v —' i SiSiífíliM. Opið virk — — saí'SíB'* msm ■ Skeifunni • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyr Líka á kvöldin !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.