Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1994 Spumingin Á pósthúsið við Austur- stræti að vera rautt? Soffia Ingimarsdóttir: Já, mér flnnst það. Rautt er fallegt. Kristján Einarsson: Mér er nokkuð sama um það, held ég. Berglind Magnúsdóttir: Nei, ekki svona dökkt. íris Björg Úlfarsdóttir: Mér fmnst það allt í lagi, samt ekki hárautt. Kristín Lilja Ragnarsdóttir: Ja. Ragnar Torfi Geirsson: Tvímæla- laust. Þannig var það fyrst. Lesendur dv Gleymum Evrópu- sambandinu í bili Um árabil hefur verið fundað hér um EES- og ESB-mál. Frá einum slíkum fundi á Hótel Sögu snemma árs 1992. Ásgeir skrifar: Um árabil hefur verið fundað hér á landi um EES-samninginn og Evr- ópubandalagið. Nú gengur maður undir manns hönd í íslensku við- skiptalífi við að kynna íslenskum stjórnvöldum það sem þeir segjast „leggja áherslu á“ í viðræðum við forystumenn Evrópusambandsins, ESB, um það sem þeir nefna „úr- lausnarefni" varðandi tengsl íslands og ESB eftir inngöngu EFTA-ríkj- anna. Lengi hafa menn eygt von um að Svíar og Norömenn kjósi gegn ESB-aðild. Og enn eru sumir íslensk- ir stjórnmálamenn að gæla við þessa hugmynd, svona eins og til að geta dregið andann léttar. Það er aldeilis borin von. Það er þegar séð fyrir að báðar þessar þjóðir munu kjósa með aðild. En hvað er það sem íslendingar eru svona hugsjúkir út af vegna EES- samningsins og ESB? Jú, hvort EES- samningurinn gagnvart íslandi haldi ekki með aðild annarra EFTA-ríkja að ESB og að engin skerðing verði á markaðsaðgangi okkar í EFTA-lönd- unum, bæði fyrir síld og kjöt, svo dæmi sé tekið. Einnig að tryggt verði að vöruútflutingur frá íslandi á markaði Evrópusambandsins verði ekki taflnn á landamærastöðvum eins og gerðist sl. vetur. Og utanríkisráðherra heldur áfram að ferðast til Brussel og fleiri og fleiri nefndarmenn munu brátt tengjast viðræðum af öllum sortum og á öll- um stigum. Það er líklega eitt það eftirsóknarverðasta í málinu öllu - að fá að ferðast á vegum hins opin- bera og fá dagpeninga í vasann sinn. Litlu verður Vöggur feginn; það má svo sannarlega enn segja um okkur íslendinga. Gunnar Óskarsson skrifar: Allir vilja hafa skoðun á stjórnmál- um. Og nú er vikublaðið Pressan komin í pólitík af fullum krafti. í for- ystugrein Pressunar sl. fimmtudag, „Haustkosningar um hvað?“, var þess í raun vænst aö ekki yrði efnt til haustkosninga - það sýndi a.m.k. ekki mikinn pólitískan kjark að efna til kosninga nú þegar engar efnisleg- ar ástæður væru til. Og svo væru nú mörg verkefni óleyst! Hvenær skyldi sá tími koma að ekki séu nægilega Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú hefur einn kapítuli til viðbótar bæst í hina margnefndu Svalbarða- og Smugudeilu. Atburðirnir sem áttu sér stað á miðunum þar norður frá milli íslendinga og Norðmanna hafa orðið til þess að Rússar hafa æ meir gripið inn í íslenska atvinnustefnu, án þess að hafa þó í byrjun átt frum- kvæðið. Þau tíðindi hafa nefnilega gerst að Rússar hafa gengið til liðs við Norsarana og bannað skipum sínum að landa afla á íslandi. Eins og allir vita hafa rússneskir togarar landað fiski hér í dálitlum mæli hin seinni ár. Þegar fréttin um löndunarbann á Rússafiski barst hingaö fóru menn samstundis að tala um einhverja 600 einstaklinga sem Hringið í síma 63 27 00 milli ki. 14 og 16 - eða skrifið Nafn og símanr. veróur að fyigja hréfum Það er hins vegar algjör óþarfi að vera með vandræðagang út af ímynduöum paradísarmissi þar sem EES-samningurinn er. Það er löngu kunn staðreynd að þann samning missum við ekki því ESB vill einmitt halda þessum samningi. Þetta hefur m.a. fyrrverandi framkvæmdastjóri EFTA staðfest. Hann telur einnig að engin þörf sé fyrir íslendinga að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Alla vega liggi ekkert á og nægi- mörg verkefni fyrir ríkisstjórnir til að leysa? - Spyr sá sem ekki veit. Leiðarahöfundur Pressunnar telur eflaust að hann sé að gera „einhveij- um“ gott með úrtölum um haust- kosningar. En hann hefur ekki lang- tímasjónarmið í huga gagnvart þess- um herra „Einhverjum". Sannleik- urinn er sá að haustkosningar hafa ekkert að gera með það að „hlaupast undan merkjum" eða að „skila ekki fullu dagsverki að vori“ eins og kom- ist er að orði í leiðaranum. myndu missa vinnuna. Og útlitið var orðið ansi dökkt, sögðu menn. Ef það er hins vegar rétt að Rússar geti haft þvílík áhrif á atvinnumögu- leika íslendinga í eigin landi hljóta menn líka að viðurkenna að þessi fiskkaup okkar eru ófær leið í stöð- unni eins og hún er nú. - Ófær, vegna þess að við megum ekki koma okkur í þá aðstöðu að aðrar þjóðir megni að stilla okkur upp við vegg meö legt sé aö fylgjast með þróun mála á þessum vettvangi Er þá ekki það besta sem við íslend- ingar getum gert að láta okkur nægja að fylgjast með gangi mála? Gleyma Evrópusambandinu í bili. - Það má því spara margar milljónir króna með því að draga úr ferðakostnaði ráðamanna og annarra tilhlökkun- armanna um ferðalög til Brussel á næstunni. Vorkosningar verða banabiti beggja núverandi stjórnarflokka og þvi verður að telja leiðara Pressunn- ar að þessu sinni falskan tón í sumar- blíðunni og botnfalli kreppunnar. Leiðarinn þjónar því ekki þeim til- gangi sem ég hygg að hann eigi að þjóna- stuöningi við „einhvern'* sem þarf svo nauðsynlega sterkan bak- hjarl einmitt nú, í umræðunni um væntanlegar haustkosningar. þessum hætti. Menn hljóta því að hafna þessum fiskkaupum af Rúss- um. Og alla vega á meðan þarlend stjórnvöld beita veiðum okkar í Smugunni fyrir sig í málinu. Þau rök er einfaldlega ekki gild. Menn ættu með öðrum orðum ekki að hafa geð í sér til að stunda þessi viöskipti áfram fyrr en allir aðilar viðurkenna „Smugur" heimshaf- anna sem einskismanns land. Svarstúfur tíl Hannesar: Spæling! Illugi Jökulsson skrifar: Hannes þó! - Skelfflega ertu far- inn að leggjast lágt! Á dauða mín- um átti ég von en ekki því aö þú færir að reyna að sýna fram á hvað ég er ómerkilegur pappír með því að rekja nærri tuttugu ára gamlar slúðursögur um eitt- hvert partí úti á Seltjarnarnesi sem mun hafa farið allmjög úr böndunum. Eitthvað heyröi ég um að kjaftatífur heföu sagt mig hafa verið í partíinu, en að maður sem ætlast til að vera tekinn al- varlega sé að lepja þetta upp núna, það er með ólíkindum. Lág- kúran, maður, lágkúran! - Til gamans má geta þess að þegar partíið fræga var haldið á Sæ- brautinni bjó ég í Danmörku. - Spæling! Næstaskref HjáÁTVR? Sverrir skrifar: Lengi hefur fóik beðið þess að ÁTVR tæki upp viðtekna við- skiptahætti. ÁTVR ætlar að bjóða viöskiptavinum að greiða með debetkorti. Ekki var nú skrefið stórt, eða hraðvirknin í fram- kvæmd. Einhvern tímann á næstu mánuðum! Og venjuleg kreditkort? Einhvem tíma löngu síðar. Þegar búið er að fá reynslu af fyrrnefndu kortunum! Frí- höfnin í Keflavík tekur hins veg- ar kreditkort sem greiðslu fyrir áfengi, bjór og hvaðeina. Getur ÁTVR ekki notfært sér þá reynslu? Næsta skref í málum ÁTVR á auövitað að vera það að leggja einokunarbáknið niður. Ónýtt lífeyris- sjóðakerfi Pétur Árnason skrifar: Ég tek undir lesendabréf í DV miðvikud. 13. júlí um of háan eft- irlaunaaldur hér á landi. Það er óþolandi að menn skuli þurfa aö vinna til 70 ára aldurs án þess að geta notið fullra réttinda úr líf- eyrissjóðum sínum, sjóðum sem þeir hafa greitt i alla sína starfs- ævi. - Og síðan er makinn svo til réttindalaus eða réttindalítill eft- ir fráfall sjóðfélagans. Þar á eftir hefst svo eignaupptaka sjóðsins að fullu. Og svo bætist ofan á óréttlætið með tvísköttuninni eins og dæmin sanna. Hér er um ónýtt lífeyrissjóðakerfi að ræða. Hvaðan má vænta breytinga? Sjálfstæðisfloklcur ígóðummálum Erna hringdi: Þegar maður heyrir hina góðu útkomu í Gallup-könnuninni um fylgi flokkanna og það að Sjálf- stæöisflokkurinn sé kominn með yfir 40% fylgi í langan tíma fmnst manni sárgrætilegt ef forusta flokksins þekkir ekki sinn vitjun- artíma og undirbýr kosningar hið fyrsta. Svona fylgi gæti fljótlega sópast burt á skemmri tíma en til næsta vors. - Auðvitað treystir enginn tölum nákvæmlega, en könnun Gallups sýnir tilhneig- inguna og sjaldan eru úrslit kosn- inga langt frá slíkum niðurstöð- um kannananna. Vestfjarðavandinn Nói hringdi: Mér er spurn hvernig rikis- stjómin ætlar í raun að réttlæta það að úthluta Vestfirðingum ein- hverjum hundruðum milljóna króna án þess að búast við því aö öll önnur byggðarlög kreíjist þess sama? - Ég tel það eina rétta að afturkalla afla aðstoð til handa Vestfjörðum til að skapa ekki for- dæmin. Pressan mælir gegn kosningum Svalbarða- og Smugudeilan: Rússaf iskur orðinn atvinnustef na? Eru Rússar að ná tökum á helsta atvinnuvegi landsmanna með löndun Rússafisksins?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.