Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglysingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
77/ hamingju, Brasilíumenn
Viö samgleðjumst Brasilíumönnum eftir sigur þeirra
í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspymu í
gærkvöldi. Þeir voru vel aö sigrinum komnir eftir glæsi-
lega frammistöðu í leikjum undanfarinna vikna.
Brasilíumenn geta nú hrósaö sér af þeim einstæða
árangri aö hafa orðið heimsmeistarar í knattspymu íjór-
um sinnum í þau fjórtán skipti sem keppnin hefur farið
fram. Þjóðverjar hafa þrisvar sinnum náð titlinum, ítalir
tvisvar, Úrúgvæmenn tvisvar og Englendingar og Arg-
entínumenn einu sinni hvor þjóð.
Að þessu sinni áttu ítalir góða möguleika á að verða
heimsmeistarar í þriðja sinn. í úrslitaleiknum og fram-
lengingunni stóðu þeir Brasilíumönnum fyllilega á
sporði. En þeim urðu á afdrifarík mistök í vítaspyrn-
unni. Gremjan leyndi sér ekki á svip Roberto Baggio
þegar hann brenndi af, boltinn sveif yfir markið og örlög-
in vom ráðin.
Ekki hefur fyrr komið til vítaspyrnukeppni í úrslita-
leik heimsmeistaramótsins. Skemmtilegra hefði verið að
fá úrslitin í raunverulegum knattleik þar sem reynir á
fleira en spymu og markvörslu.
Knattspyrna er álitin vera vinsælasta íþrótt sem iðkuð
er í heiminum. Áhuginn fyrir heimsmeistarkeppninni,
sem að þessu sinni fór fram í Bandaríkjunum, var gífur-
legur. Tugir þúsunda sóttu hvem leik, nær eitt hundrað
þúsund úrsiitaleikinn í gærkvöldi. Hundmð milljóna
manna fylgdust með leikjunum í beinni útsendingu um
heim allan.
Ríkisútvarpið á hrós skilið fyrir að bjóða íslenskum
íþróttaunnendum upp á beinar sendingar frá mótinu.
Hér á landi er mikill knattspymuáhugi og heimsmeist-
arakeppnin hefur verið eitt helsta umræðuefni manna á
meðal undanfamar vikur.
DV tók upp þá nýbreytni á lokaspretti keppninnar að
gefa lesendum sínum kost á að spá um úrslitin með því
að hringja í sérstakt símanúmer. Mikill þátttaka var í
þessum leik og yfirgnæfandi meirihluti spáði Brasilíu-
mönnum réttilega sigri.
Þótt fæst okkar hafi nokkm sinni persónulega hitt
heimsmeistarana nýju eða keppinauta þeirra tölum við
um þá eins og góða kunningja. „Brassamir“, segjum við
og meinum Brasilíumenn. Og einstaka leikmenn virð-
umst við ekki þekkja neitt minna en nánustu skyld-
menni okkar.
Þetta nána samband leikmanna og áhorfenda gerir
ríkar kröfur. Til þess er ætlast að leikmennimir séu til
fyrirmyndar innan vallar sem utan. Það skyggði nokkuð
á upphaf heimsmeistarakeppninnar að mesta knatt-
spymugoð veraldar, Argentínumaðurinn Maradona,
skyldi staðinn að misnotkun lyija. Þjóð hans varð miður
sín af skömm og sárindum.
Um leið og með réttu em gerðar strangar kröfur til
leikmannanna með knöttinri þurfa áhorfendur að líta í
eigin barm. Fótboltabullurnar svonefndu em hneisa fyr-
ir knattspymuíþróttina. Og alltof oft láta áhofendur
ómakleg hnjóðsyrði falla í garð leikmanna og dómara.
Keppnisskap er eðlilegur hlutur en heift og bræði á ekki
heima í íþróttum.
Einhverri mestu íþróttaveislu sögunnar er lokið í bili.
Hafi Bandaríkjamenn þökk fyrir góða stjóm og gott
skipulag. Snillingar vallarins draga sig nú í hlé og hvíl-
ast að verðleikum. Boltinn er aftur hjá okkur og við skul-
um njóta þess.
Guðmundur Magnússon
„Undanfarin ár hafa komið fram fyrirtæki sem fremur má telja hugbúnaðarframleiðendur en verktaka." Úr
framleiðsludeild Marels hf.
Opnari markaður
fyrir hugbúnað
Vottun hugbúnaðar getur aukið
hlutdeild hugbúnaðarfyrirtækja í
opinberum verkefnum. Tölvukerfi
þurfa þá formlega vottun til að vera
hæf til sölu. Nú leggja menn hins
vegar aðaláherslu á heíðbundin
útboð forritunar á meðal verktaka
en úbreiösla er minni en menn
væntu. Verktakaleiðin og vottun-
arleiðin henta í ólíkum tilfellum.
Vottunar á að kreíjast á útbreidd-
um kerfum en útboð henta viö stór,
sérhæfð, staðbundin, verkefni.
Ólíkir hagsmunir
Samtök hugbúnaðarfyrirtækja
beijast fyrir þvi að opinber verk-
efni í hugbúnaðargerð séu boðin út.
Síðustu árin hefur opinber mark-
aður fyrir ýmsa þjónustu opnast
og nú er það stefnan að fyrirtæki
á almennum markaði keppi um
viöskipti ríkisstofnana. Hugbúnað-
arfyrirtækin leggja ofuráherslu á
eitt samkeppnisform sem er útboð
á forritun á vel skilgreindum verk-
efnum. - Talsmenn þeirra líta fyrst
og fremst á sig sem verktaka og
beijast aðallega fyrir opnum verk-
takamarkaði innan opinbera kerf-
isins.
Undanfarin ár hafa komið fram
fyrirtæki sem fremur má telja hug-
búnaðarframleiðendur en verk-
taka. Þau framleiða hugbúnaö og
selja á almennum markaði og búa
auk tölvuþekkingar yfir sérþekk-
ingu á þeim sviðum sem hugbúnað-
urinn er sniðinn fyrir.
Hefðbundin útboð
til verktaka
Um útboð á sérsmíði hugbúnaðar
gilda allfastar reglur. Áður en til
útboðs kemur er skilgreint allt sem
hugsanlegt tölvukerfi á að gera og
þvi lýst í smáatriðum. Þannig út-
boð eru oft seinleg og dýr fyrir
verkkaupa því framkvæmd þeirra
er mikið verk. Ef öllum formsatrið-
um staðla er fylgt hða margar vik-
ur frá því að útboö er auglýst og
þar til samningar liggja fyrir.
Áður en til útboðs kemur er auk
þess mikilli vinnu eytt í samningu
útboðsgagna sem bjóðendur hafa
takmarkaða möguleika á að víkja
frá. Þá er alls ekki tryggt að útboð
á forritun skih hagkvæmustu
lausn. Forritunin sjálf er núoröið
nánast handavinna því raunveru-
leg hönnun hugbúnaðar hefur farið
fram áður en til útboðs kemur.
Útboðsfjárhæðin er þess vegna oft
einungis þriðji hluti af stofnkostn-
aði hugbúnaðarins.
Þótt tekiö sé lægsta tilboði í for-
ritunina eina er engan veginn víst
is og annarra mikilvægra þátta.
Fyrirtæki verða að sýna fram á
að tölvukerfi sín uppfyhi settar
kröfur. Þau senda hugbúnaðinn til
prófana og ef hann stenst þær hlýt-
ur búnaðurinn formlega vottun.
Ríkisstofnanir sem fara vottunar-
leiðina við kaup hugbúnaðar leita
tilboða hjá þeim sem selja vottaðan
búnaö. Útboð er þá auðveldara og
ódýrara en áður. Vottunarleiðin
hentar th dæmis vel við kaup hvers
konar bókhcúdskerfa, launakerfa
og ýmissa annarra algengra tölvu-
kerfa. Stefán Ingólfsson
að það sé hagkvæmast þegar allt
er tahð þvi árlegt viðhald hugbún-
aðarins kostar mikið og upp koma
aukaverk. Viðamikil hefðbundin
útboð á hugbúnaðargerð henta í
færri tilfellum en menn töldu fyrir
fáum árum. Það kemur því ekki á
óvart þó útboð á forritun hugbún-
aðar séu fátíð.
Vottunarleiöin
í opinbera kerfmu má víða koma
við samkeppni með nýjum aðferð-
um. Þá er krafist formlegrar vott-
unar á hugbúnaði áður en hann
telst hæfur til sölu. Sérstakar vott-
unarnefndir sérfræðinga annast
oft þetta verk. Settar eru fram
ákveðnar kröfur sem hugbúnaður
skal uppfylla. Þær taka til aðgerða
sem búnaðurinn á að framkvæma,
staðla, upplýsingainnihalds, örygg-
Kjallarmn
Stefán Ingólfssn
verkfræðingur
„Síðustu árin hefur opinber markaður
fyrir ýmsa þjónustu opnast og nú er
það stefnan að fyrirtæki á almennum
markaði keppi um viðskipti ríkisstofn-
nv.n 66
Skoðanir annarra
Dómsdagsstjórnun
„Vestanhafs hefur það aukist að forstjórar beiti
svonefndri dómsdagsstjórnun við rekstur fyrirtækja.
Hún gengur út á að skilgreina framtíðarsýn viðkom-
andi fyrirtækis og grípa í taumana, á meðan fyrir-
tækið er enn sæmilega sterkt, svo endalokin, sjálfur
dómsdagurinn, renni ekki upp... Velta má því al-
varlega fyrir sér hvort sú framtíðarsýn, sem blasir
við íslenska lýöveldinu á fimmtíu ára afmæh þess,
sé ekki þess eðlis að beita verði dómsdagsstjómun.“
Jón G. Hauksson i ritstjórnargr. 5. tbl.
Frjálsrar verslunar.
Úttekt á Þjóðminjasaf ni
„Deilumar um Silfursjóðinn hafa ekki aukið
hróður Þjóðminjasafnsins. I kjölfariö hafa birst upp-
lýsingar um hvarf verðmætra fommuna á undan-
fórnum árum, og það vekur sérstaka eftirtekt að svo
virðist sem forysta safnsins hafi hvorki látið mennta-
málaráðherra síðustu ára vita af hvarfinu, né látið
efna til nægilegra rannsókna á afdrifum munanna.
Hvorutveggja kallar á gagngera úttekt á vinnubrögð-
um og starfsemi safnsins. “
Úr forystugrein Alþ.bl. 14. júlí.
Notagildi debetkorta
„Ef kreditkortafyrirtækin hér era einhverjir
frumkvöðlar í heiminum hvað varðar debetkortin,
ættu þau aö láta viðskiptavini sína vita af því og að
þau séu ekki eins áhrifaríkur greiðslumáti og þau
láta í veðri vaka... Kortafyrirtækin og peninga-
stofhanimar, sem þau eiga, hljóta aö fara aö sjá aö
sér og stunda vandaðri vinnubrögð í kynningu og
auglýsingum á debetkortunum. Þaö dugir ekki að
tejja korthöfum trú um að notagildi þeirra sé meira
og víðtækara en þaö í raun er, eða að gefa til kynna
að SVO Sé.“ Úr forystugrein Timans 15. júlí.