Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1994 Fréttir Islendingum boðið á flölskylduhátíð hjá Vamarliðinu um helgina: Sælgæti selt í leyf isleysi - þessir menn hafa ekki verslunarleyfi, segir sýslumaður „Sjálfsagt hafa þessir menn ekkert verslunarleyfi til að selja íslending- um yfirleitt, mér sýnist það liggja alveg ljóst fyrir. Þeir hafa heldur ekki beðið um leyfi til þess. Þeir mega bjóða gestum veitingar en ekki selja. Mér er reyndar ekki kunnugt um að verið sé að selja þarna," segir Þorgeir Þorsteinsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Um helginga voru mikil hátíðahöld hjá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli, svokölluð íjölskylduhátíð með karnivalsniði. Mörg undanfarin ár hefur Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli boðið íslend- ingum að taka þátt í hátíðahöldum sem oft hafa verið í kringum þjóðhá- tíðardag Bandarikjamanna þann 4. júlí. Þessar hátíðir munu vera ein heista íjáröflunarleið starfsmanna- sjóða hinna ýmsu deilda hersins. Eitt helsta aðdráttarafl hátíðarinnar er amerískt sælgæti og gos ýmiss konar sem ekki hefur verið fáanlegt í ís- Börnin á hátiðinni voru búin að kaupa sér mikið af sælgæti. Hér sjást nokkur alsæl með fenginn. Þau heita Fann- ey Rós Jónsdóttir, Sædis Sif Jónsdóttir, Agnes Ósk Ragnarsdóttir og Erna Ýr Vilhjálmsdóttir. DV-mynd ÆMK lenskum verslunum en er til sölu á hátíðinni í fjáröflunarskyni. Heyrst hefur að margir yfirgefi völlinn með mikið magn sælgætis. Þorgeir Þor: steinsson segist ekki kannast við það en lögreglan fylgist auðvitað með slíku. „Félagasamtök á vellinum eru að afla sér fjár meö þessum hætti, selja í þrautir og leiki og selja eitt og ann- að. Ýmsar deildir hersins safna fé sem er notað ýmist í góðgerðarskyni eða innan deildanna sjálfra. Þessar hátíðir hafa veriö haldnar í fjölmörg ár í íjáröflunarskyni," segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarl- iðsins. Hann segir að þessi hátíð sé fyrst og fremst haldin fyrir varnarl- iðsmenn og af þeim en einnig sé hún opin almenningi. Fólk fái tækifæri til að kynnast starfseminni á vellin- um og því fólki sem þar dvelur. Hann vildi ekki dæma um það hvort sala varnarliðsmanna væri ólögleg. Vamarliðiö á Keflavíkurflugvelli: íslendingum boðið til þjóðhátíðar Ægir Már Kárason, DV, Suöomesjum: Fjöldi íslendinga lagði leið sína á Keflavíkurflugvöll til að taka þátt í fjölskylduhátíð varnarhösmanna sem haldin er í tilefni af þjóðhátíðar- degi Bandaríkjamanna, 4 júlí. Hátíðin, sem er öllum íslendingum opin, er árlegur viðburður. Hún var haldin í risastóru flugskýli og þar gátu gestir notið fjölbreyttra skemmtiatriða. Þar var boðið upp á þrautir og leiki auk þess að fólki var boðið að skoða vopn og hemaðartæki svo sem orrustuflugvélar og þyrlur. Einna mesta athygli hinna fullorðnu vöktu F-15 orrustuvélarnar. Það sem er mest spennandi fyrir yngstu kynslóðina er amerískt sæl- gæti sem sumt er á sama verði og utan vallar. Sumt af því er þó ófáan- legt vegna þess að innflutningur er bannaður vegna litarefna. Áætla má að hver gestur taki með sér um tvö kíló af sælgæti út af vellinum. Byssurnar vöktu óskipta athygli gesta og þá sérstaklega barnanna sem fengu aö prófa að halda á þeim. Á myndinni má sjá tvo hafnfirska stráka ásamt bandarískum her- manni munda vopnin. DV-mynd Ægir Már Vinnueftirlitið rannsakar vinnuslys hjá SR mjöli á Siglufirði: Mistök hafa verið gerð Starfsmaður SR mjöls á Siglu- firði liggur þungt haldinn á gjör- gæsludeild fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna eitrunar sem hann varð fyrir á fóstudagskvöld í hráefnisþró verksmiðjunnar. Eitr- aö loft myndaöist í þrónni með þeim afleiðingum að maðurinn hné niður meðvitundarlaus. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði hefur ekkert þessu líkt komið fyrir áöur hjá fyrirtækinu og enginn reiknaði með þessu heldur. Talið er að skemmt hráefni hafi verið í þrónni og því hafi myndast eitrað gas í henni sem gerist þegar loft- hiti er mikill og mikil áta í loðn- unni. „Það er ekki rétt að segja mikið um þetta ennþá á þessu stigi máls- ins. Niðurstöður liggja ekki fyrir ennþá það verður unnið úr þessu endanlega í dag,“ segir Stefán Stef- ánsson, umdæmisstjóri Vinnueft- irlitsins á Norðurlandi vestra. Vinnueftirhtið tekur að sér rann- sóknir á vinnuslysum og reynir að grafast fyrir um orsakir slysanna og koma þeim á framfæri. Vinna stöövaðist ekki nema stutta stund vegna slyssins. Bráðabirgða loft- ræstingar voru strax settar á með lausum blásurum til þess að fjar- lægja eitraöa loftið. Að sögn Stef- áns verða málin ekki leyst öðru- vísi. Ekki er búið aö taka ákvörðun um hvemig koma á í veg fyrir eit- urgufurnar til frambúðar. „Þarna er væntanlega um að ræða eitrað gas. Þetta eru mistök sem eru gerð en við erum ekki að rannsaka þetta þess að hengja einn né neinn heldur til þess aö fyrir- byggja að þetta geti kpmið fyrir aftur og annars staðar. í sjálfu sér þarf ekkert meira eftirlit í verk- smiðjunni en verið hefur. Það næg- ir að gera ráðstafanir til þess aö hreinsa þessar lofttegundir þegar þær koma. Þetta kemur ekki alltaf heldur fer eftir hráefninu sem ver- iö er að vinna. í þetta skipti hafa menn ekki gert sér grein fyrir að þetta væri svona mikið. Hægt er að passa að þetta komi ekki fyrir aftur með því að loftræsta þrærnar áður en farið er í hreinsun á þeim. Það verður aldrei hægt að gera þetta ööruvísi. Þetta eru hlutir sem menn eiga að vera meðvitaöir um,“ segir Stefán Stefánsson. í dag mælir Dagfari JBH vill ganga IEBS Þá hefur Jón Baldvin Hannibals- son tekið af skariö og sagt að við eigum ekki nema um tvo kosti að velja. Annaðhvort aö sækja strax um inngöngu í Evrópusambandið eða bíða með aðild fram yfir alda- mót. Þetta hefur fengið misjafnar undirtektir og sumir segja raunar að við höfum líka þriöja kostinn sem er sá að sækja bara alls ekki um inngöngu í ESB. Á það má Jón Baldvin hins vegar ekki heyra minnst og segir að þá verði íslend- ingar týndir og tröllum gefnir hér norður í háfsauga. í fréttum að undanfómu hefur mikið verið rætt um ýmsar stofn- anir Evrópuríkja. Þær stofnanir sem hæst ber í umræðunni em EFTA, EES, JBH og EBS. Sá ferill sem hefur verið í gangi er í stuttu máli á þann veg að EFTA stofnaði EES. Þá gekk JBH í EES og er nú líka orðinn formaður EFTA. En af því að flest ríkin sem vom í EFTA em komin í EES sjá menn engan tilgang með því að púkka lengur upp á EFTA jafnvel þótt um sam- mna þess og JBH sé aö ræða. Þaö er þvi ekki annað fyrirsjáanlegt en aö EFTA leggi upp laupana á næst- unni af þvi að EES kom í staðinn fyrir EFTA. Á það ber hins vegar að líta að um þaö leyti sem EES var fullmótað ákváðu flest ríkin í EES að ganga í ESB. Þá var JBH bæði í EFTA og EES og því finnst honum tilvalið að ganga líka í ESB, sem áður hét raunar EBE en það er önnur saga. Eftir að EFTA er gengið í EES og JBH er kominn í EES og EES er komið í ESB geta svo íslendingar farið að bíða eftir ávinningi af GATT og velt fyrir sér aðild að NAFTA. Hérlendis hafa einstaklingar og stofnanir misjafnar skoðanir á þvi hvort við eigum að sækja um aðild að ESB eða ekki. Davíð Oddsson, Bjöm Bjarnason og Bjarni Einars- son eru eindregiö á móti aðildar- umsókn. Mbl. er líka á móti á meö- an VSÍ slær úr og í. LÍÚ vill ekkert með aðild hafa frekar en BSRB en BHM vill að máhð verði kannað til hlítar. Þeir hjá ASÍ eru fullir tor- tryggni en vilja alla vega einhver tengsl viö ESB líkt og ORG hefur verið að benda á. í ljós hefur komið að innan SH er forystan ekki á einu máh varðandi umsókn en málið fékkst ekki rætt á síðasta aðalfundi SÁÁ. Halldór Ásgrímsson vill að við semjum viö ESB um að njóta þar allra réttinda en tökum ekki á okkur neinar skuldbindingar með samningum. Undir þetta vill VMSI skrifa á stundinni en UMFÍ er á báðum áttum. Það er morgunljóst að leitun er á einstaklingi, félagi eða stofnun sem hefur jafn ákveðna skoðun á að- hdammsókn að ESB og Jón Bald- vin hefur. Hann ræddi fyrirhugaða aðild vítt og breitt í viötengingar- hætti í Bmssel og Bonn á dögunum. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á Dav- íö sem sagði að ummæh JBH um möguleika á aðild á næstunni væra út í bláinn. Og aldrei þessu vant stökk Birni Bjarnasyni ekki bros þegar hann ræddi við fréttamenn og sagði aö Jón Baldvin hefði ekki umboð til að sækja um eitt né neitt til ESB. í framhaldinu fór Reykja- víkurbréfið auðvitað á stað og sagði aö ef Jón Baldvin ætlaði að gera ESB að kosningamáli fengi hann ekki að vera með í næstu ríkis- stjórn. Nú er það svo að niðurstöður skoðanakannana sýna að meiri- hluti landsmanna vill að við sækj- um um aðild að ESB. Samkvæmt því er Jón Baldin ekki einn á báti í þessu máli þótt allir hinir flokk- arnir séu á móti honum og Jóhanna líka. En það er náttúrlega svona og svona að taka mark á þessum kjósendum. Hvað ætli kjósendur viti um ESB? Það er nú ekki langt síðan kjósendur héldu að við vær- um komnir í ESB og vissu nánast ekkert um EES eða EFTA. Hvað þá að þeir viti neitt um GATT og NAFTA og hvaö ætli þeir séu marg- ir sem þekkja innviði JBH? Til þess aö komast úr þeirri sjálf- heldu sem við erum komin í varð- andi ESB leggur Dagfari eindregið til að málið verði afgreitt á þjóðleg- um nótum á þann hátt aö því verði ýtt til hhðar og þess í stað teknar upp rökræður um stærsta baráttu- mál Verslunaráðs - sem er aö flýta klukkunni á vorin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.