Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Erlendar fjárfestingar
Tvískinnungs gætir í afstöðu margra íslendinga til
erlendra fjárfestinga. Sömu mönnunum og finnst það
eðlilegt að við eigum hlut í fyrirtækjum erlendis, þ.ám.
í sjávarútvegi, finnst fráleitt að leyfa útlendingum að fjár-
festa hér á landi, og allra síst í útgerð og fiskvinnslu.
Þessi tvöfeldni birtist reyndar ekki aðeins gagnvart
erlendum íjárfestingum. Mörgum finnst til dæmis sjálf-
sagt að njóta fullra atvinnuréttinda úti í hinum stóra
heimi á sama tíma og þeir vilja takmarka fjölda útlendra
verkamanna hér á landi.
Mörg okkar vilja enn fremur geta keypt fasteignir,
lóðir og jarðir í útiöndum en eiga svefnlausar nætur af
áhyggjum yfir tilhugsuninni um útiendinga sem kynnu
að kaupa upp dah og ár í landinu okkar.
Þessi viðhorf komu skýrt fram í umræðunum um
Evrópska efnahagssvæðið fyrir nokkrum misserum.
Sömu ættar og þau er viljaleysið til að sjá mótsögnina
milli skýjaborganna um að íslenskur landbúnaður leggi
heiminn að fótum sér á sama tíma og við köllum á lög-
reglu og tollverði ef einhverjir dirfast að reyna innflutn-
ing á útiendum landbúnaðarvörum.
Fram að þessu hefur það nánast verið bannorð að tala
um úárfestingar útiendinga í útgerð og fiskvinnslu hér
á landi. Nú tala stjómmálamenn og áhrifamenn í sjávar-
útvegi um nauðsyn þess að rýmka þær ströngu reglur
sem um þetta gilda.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sýndi póhtískt
hugrekki með yfirlýsingum sínum um þetta mál í Við-
skiptablaðinu 1 vikunni sem leið. Síðan hefur komið í
ljós að margir eigendur og stjómendur fyrirtækja í út-
gerð og fiskvinnslu em sama sinnis og hann.
Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa, vekur athygh á því í samtali við DV í dag að
stór hluti fjármagns til fjárfestingar og rekstrar í íslensk-
um sjávarútvegi alla þessa öld er frá útiöndum kominn.
Munurinn er sá að við höfum sjálfir tekið það að láni
og greitt útiendingum gífurlega vexti af því.
Sú spuming vaknar hvort sé betra fyrir íslenskt at-
vinnulíf erlent lánsfé eða erlent áhættufé. Það þarf htla
hagfræðiþekkingu til að sjá svarið í hendi sér. Einn
stærsti vandi atvinnuveganna er skortur á fjármagni th
framkvæmda, rannsóknar og þróunar. Það gildir ekkert
síður í sjávarútvegi en öðrum atvinnugremum.
Þegar lögum var breytt árið 1991 til að greiða fyrir þár-
festingum útiendinga hér á landi vom þau ákvæði meðal
annars sett að þeir mættu ekki eiga hlut í útgerð og fisk-
vinnslu. Að þessu leyti voru nýju lögin strangari en eldri
lög sem heimiluðu útiendingum að eiga aht að helmingi
hlutaflár í útgerðarfélögum.
Timi er til kominn að lög um erlendar fjárfestingar á
íslandi verði endurskoðuð í ljósi reynslunnar og breyttra
viðhorfa. Vitað er að eitthvað er um streymi erlends fjár-
magns th íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja innan „neð-
anjarðarhagkerfisins“ svonefnda. Og áhtamál em uppi
varðandi eignaraðhd útiendinga að íslenskum fyrirtækj-
um utan sjávarútvegs sem aftur eiga hlut í útgerð og fisk-
vinnslu.
Lengi hefur verið fuhyrt að sjávarútvegur hafi slíka
sérstöðu fyrir íslenskt þjóðfélag og fuhveldi þjóðarinnar
að þar geti venjuleg lögmál viðskipta og samkeppni ekki
ght. Fyrr á árum vom uppi sams konar kenningar um
ýmsa aðra þætti atvinnulífs og ríkisbúskapar. Þær reynd-
ust rangar. Er ekki líklegt að hið sama eigi við hér?
Guðmundur Magnússon
„Uppdráttarsýki hefur heltekið Alþýðuflokkinn eina ferðina enn,“ segir í grein Árna. - Þingflokkurinn fundar.
Jón Baldvin
lætur illa
Jón Baldvin hefur verið á flakki
í Evrópu og talað ósköp frjálst. Svo
frjálst reyndar að Davíð þykir
meira en nóg um. Enda lætur Jón
Baldvin illa: hann vill sækja um
aðild að Evrópusambandinu sem
fyrst og fara inn þangað með þeim
EFTA-ríkjum sem nú standa í þjóð-
aratkvæðagreiðslum um inn-
göngu.
Út í hött
Að vísu eru þetta vangaveltur
sem bíta í skottið á sér. Ef við sækt-
um um aðild að ESB, segir utanrík-
isráðherrann, þá mundu Þjóðverj-
ar styðja okkur inn með forgangs-
hraða - að því tilskildu að okkur
væri full alvara. En við erum ekki
að sækja um og þýskur ráðherra,
sem spjallar stundarkorn við Jón
Baldvin, er ekki einráður í ESB.
Ekki ennþá a.m.k.
Þegar viö skoðum betur þennan
æðibunugang heldur vitleysan
áfram að ganga í hring. Málfærslan
er eitthvað á þessa leið: íslendingar
geta ekki sætt sig við fiskveiði-
stefnu ESB. En þeir mega heldur
ekki sitja hjá þegar þessi fiskveiði-
stefna verður endurskoðuð.
Þeir eiga þá, að því er best verður
séð, að fara inn í ESB til að breyta
fiskveiðistefnu sem þeir geta ekki
sætt sig við. En með því að ganga
inn hafa þeir þegar gengist undir
þessa ótæku fiskveiðistefnu. Og
náttúrlega engin trygging fyrir því
að þessari sömu auðlindastefnu
verði breytt eins og íslendingar
vilja. En þá er of seint að iðrast
inngöngunnar.
Jón Baldvin mun þá segja: við
semjum um undanþágur. Um leið
er „gleymt" þeirri grundvallar-
reglu ESB aö undanþágur séu til
bráðabirgða: þegar til lengdar læt-
ur fer yfirstjórn ónýtrar fiskveiði-
stefnu til komissara í Brussel og
KjáUariim
Árni Bergmann
rithöfundur
íslenskur sjávarútvegur á alþjóð-
legt uppboð.
Hagsmunir flokksins
Jón Baldvin stendur hins vegar
fast á því að „þegar til lengdar læt-
ur“ sé hagsmunum íslendinga best
borgið innan ESB. Þessu er ekki
slengt fram vegna þess að umsókn
um aðild sé á dagskrá í raun. Hið
rétta er að Jón Baldvin sér hags-
munum Alþýðuflokksins til
skamms tíma best borgið með því
að hann hafi hátt um aðild að ESB.
Uppdráttarsýki hefur heltekið
Alþýðuflokkinn eina ferðina enn.
Jóhanna og hennar lið er á forum.
Jón Baldvin ræður aðeins yfir
rúmum hálfum minnsta flokki
landsins og þá þeim parti hans sem
almenningur telur spilltastan allra.
Hins vegar segja skoðanakannanir
að meirihluti landsmanna vilji nú
skoða aðild að ESB. - Sú útkoma
fæst eftir að Jón Baldvin og aðrir
Evrópufíklar hafa mjög fegraö fyrir
sér og öðrum ESB-samninga sem
norska stjórnin hefur gert.
Og hér í blandast að margir Evr-
ópufíklar láta óspart í veðri vaka
að íslendinga bíði allir hugsanlegir
sjóðir í Brussel sem þeir muni fá
miklu meira úr en þeir í þá mundu
láta.
En hvað um það, hér sér Jón
Baldvin leik á borði: Eina leiðin
fyrir hann til að bjarga flokknum
í næstu kosningum er að fljóta á
þessari gruggugu Evrópubylgju,
segjandi sem svo: Ég er djarfur, ég
er nútíminn, ég tek forystuna, ég
er framsýnn, ég mun leiða yður í
þann evrópska sælustað þar sem
við töpum engu og græðum allt.
Það hlálega er þó að Jón Baldvin
á það allt undir elskulegum vinum
sínum Norðmönnum hvort þetta
spilverk skilar einhverjum ár-
angri. Felli þeir aðild að ESB í þjóð-
aratkvæðagreiðslu er allt hans
upphlaup ónýtt og pólitískt gjald-
þrot blasir við.
Árni Bergmaim
„ Jón Baldvin ræöur aðeins yíir rúmum
hálfum minnsta flokki landsins og þá
þeim parti hans sem almenningur telur
spilltastan allra.“
Skoðanir annarra
Afgjald til verkalýðsf élganna
„Verkalýðsfélögunum á ekki að líðast að selja
aðgang að vinnumarkaðnum, gegn þjónustu, sem
greiöendur hafa svo misjafnan aðgang að, eða njóta
ekki, eins og dæmin sanna, allt eftir því hvort þeir
teljast fullgildir félagsmenn eða ekki. Þessi háttur á
að heyra fortíðinni til. Hér ætti að ríkja frelsi manna
til þess aö velja hvort þeir standa utan stéttarfélaga
eða innan. Þeir sem velja félagsaðild, greiða þá sin
stéttarfélagsgjöld og njóta réttinda í samræmi við
greiðslumr, en þeir sem velja leið einyrkjans, greiða
þá ekkert skyldugjald til stéttarfélagsins."
Úr forystugrein Mbl. 23. júlí.
Haustkosningar
„Umræður um að flýta kosningum em ekki nýjar
af nálinni. Stjómarsamstarfið hefur verið með þeim
hætti nú í seinni tíð, að almenningur í landinu hefur
'allt eins átt von á því að upp úr því shtnaði... Kosn-
ingar í haust myndu létta þeim krossi af stjómar-
flokkunum að búa við heimilisófriðinn í vetur. Þær
myndu einnig losa þá við óþægilega fíárlagagerð og
þau hrossakaup sem fylgja henni, þegar meirihlutinn
er orðinn ótryggur."
Jón Kristjánsson ritstj. í Tímanum 23. júlí.
Helsta kosningamálið
„Síöustu daga hefur þess orðið vart að stjórn-
málaleiðtogar gera lítið úr þeim möguleika, að ESB-
málin verði eitt helsta umræðuefni í kosningabarátt-
unni fyrir næstu þingkosningar. Þetta er mikill mis-
skilningur. Það er alveg ljóst að svo verður. Ekkert
mál, sem nú er á dagskrá í íslensku þjóðfélagi, vekur
upp jafn sterkar tilfinningar á báða bóga og þetta
mál. Þess vegna er augljóst, að hvort sem kosningar
verða í haust eða næsta vor verður aðild að ESB
eitt helsta kosningamáliö."
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 24. júlí.