Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994
25
Fréttir
Halldór Ingvason var á bökkum Rangánna fyrir fáum dögum en hann veiddi vel með veiðifélaga sínum eða
tíu laxa. Rangárnar voru komnar yfir 600 laxa í gærkvöld. DV-mynd Jói
Rangámar:
70 laxar veidd-
ust í fyrradag
- yfir 600 laxar á land
Ungir og áhugasamir veiðimenn virða fyrir sér veiði sem pabbi og
mamma höfðu veitt i Álftá á Mýrum, lax og fallega sjóbirtinga. Veiði-
mennirnir eru Arnar Helgi Ágústsson, Gísli örn Bragason og íris Dóra
Snorradóttir. DV-mynd Ágúst
„Þetta er besti dagurinn í sumar,
það veiddust 70 laxar á sunnudag-
inn og Þórarinn Sigþórsson tann-
læknir veiddi þann stærsta, 15
punda, þennan daginn," sagði
Þröstur Elliðason í gærkvöld.
Rangárnar hafa gefið yfir 600 laxa
og eru komnar í hóp fengsælh veið-
iáa þetta sumarið, líklega í sjöunda
sæti yfir þær bestu á þessari
stundu.
„Þetta var bullandi veiði, Þórar-
inn og Egill fengu mest 24 laxa en
síðan héldu þeir til veiða í Laxá á
Ásum. Það veiddust 50 laxar á
svæði tvö af þessum 70 en þar er
veitt á sex stangir. Mest voru þetta
5 til 8 punda laxar.
Sá stóri slapp
í Símastrengnum
„Hreinn Líndal úr Keflavík
missti fisk eftir þriggja og hálfs
tíma baráttu. Þessi lax tók spúnn
hjá Hreini en hann slapp eftir
hörkubardaga. Þessi veiðimaður sá
fiskinn nokkrum sinnum en hann
haíði fyrir skömmu veitt 19 punda
lax. Hann sagði að þessi lax hefði
verið miklu, miklu stærri. En þeir
stóru sleppa oft,“ sagði Þröstur
ennfremur.
Fréttir af veiðiánum
í ísafjarðardjúpi
„Laugardalsá hefur gefið 90 laxa
og hann er ennþá 16 punda sá
stærsti, veiðin er frekar róleg þessa
dagana,“ sagði Siguijón Samúels-
son á Hrafnabjörgum við Ísaíjarð-
ardjúp í gærkvöld.
„Veiðimenn, sem voru við veiðar
hjá okkur í gær, voru ekki komnir
með nema þijá laxa eftir tveggja
og hálfs dags veiði. Eins árs laxinn
hefur aðeins látið sjá sig en mætti
gera það meira,“ sagði Siguijón í
lokin.
Langadalsá hefur gefið 27 laxa og
Hvannadalsá 23 þegar við síðast
fréttum. Smálaxinn hefur lítið látið
sjá sig ennþá í þessum veiðiám
frekar en í Laugardalsánni.
Menning
Hafið brennur
Þessi súrrealíski titill er á ljóðaúrvali lettnesku skáldkonunnar Vizma
Belsevica en það birtist nýlega á íslensku. Þetta eru sex tugir ljóða, auk
stutts eftirmála með helstu upplýsingum um feril skáldsins.
Þrátt fyrir titihnn sem sýnir ósættanlegar andstæður, er bókin ekki
súrrealísk, né á annan hátt módern að marki. Þaö sem lengst er gengið í
þá átt eru djarfar persónugervingar umhverfisins, t.d. í „Brunnurinn sem
hvarf'
Ó, nei.
Aðeins skrapandi fatan á gegnþurri möl.
Og þá stirðnið þið skyndilega - brunnurinn brýtur sér leið
upp úr jörðinni, önugur dregur hann veggi sína upp rif fyrir rif
styður sig við lyftistöngina og gengur haltrandi burt úr garðinum.
Þvílíkar persónugervingar virðast mér mestmegnis til að sýna ljóðmæ-
landa einan og einmana, mikið fer fyrir ástarsorg. En þetta er einfóldun,
lítum á dæmi þess hvemig hún sýnir þvílíkar tilfinningar:
Hrædd við augnablikið
er sannleikurinn verður ei lengur umflúinn,
fel ég augun bak við kastaniublómið
sem þú gafst mér eitt sinn,
treö ég í eyrun sem sveif yfir okkur þá,
og þek hjartað mildu kvöldunum okkar saman,
við tvö alein við fjólublátt hafið,
og ég held mér fast í glóðina sem slokknar við sjónarrönd,
hrædd viö augnablikiö,
er sannleikurinn verður ei lengur umflúinn.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Hér vekja líkingarnar athygh. Einstök atriði sem hún minnist frá sam-
verustund meö ástmanninum eru kunnugleg rómantík, hann gaf henni
blóm, fuglar svifu yfir þeim við sólarlag á mildu kvöldi. En þessu er öllu
líkt við teppi eða sæng, sem hún dregur yfir skhningarvitin! Þannig eru
rómantískar minningar til þess eins að blekkja sjálfa sig, loka augunum.
Annað stuft ljóð sýnir mikla samþjöppun. Fyrsta ljóðmyndin, af óhreyf-
anlegum veiðifugh, gefur góða hugmynd um óvirka þrá. Regluleg endur-
tekning orösins alda sýnir nánast ölduganginn sem lýst er. Og það er fín-
leg skynjun að taka fiðrhdisvæng sem dæmi um lífveru sem verður fyrir
áfóhum, og nær sér aftur. Einmitt svo smágert dæmi vekur í senn samúð
með varnarlausri veru og skarpa skynjun hverfuls andartaks:
Alda
og sem mávur
á steininum í hafinu
þrá th þín.
alda
aðeins sorg
sár
eins og votur fiðrhdisvængur
í sandi við fjöruborð
alda
salt
einmana tár
í ehífð hafsins
alda
hverfur óþekkjanleg
eftir að hafa skolað
sandinn af fiðrhdisvængnum
alda.
Útkoma þessarar bókar sætir engum stórtíðindum í íslenskum bók-
menntum. En þetta er ágætt, vel þess virði að kynna sér fyrir áhugafólk
um ljóð. Ekki hefi ég getað borið þýðingamar saman viö þær dönsku og
sænsku þýðingar sem þýtt var eftir.
Ljóðin eru mjög mislöng, en hefjast ævinlega efst á síðu og hrot bókar-
innar er thtölulega stórt. Mér finnst fara iha á því að hengja lítinn prent-
flöt efst á annars auða síðu, en þetta er vitaskuld smekksatriði.
Vizma Belsevica: Hafið brennur. Óðr 1994, 79 bls.
Tilkyimingar Safnaðarstarf
Vitni óskast
að árekstri hvíts sendiferðabíls og Toyotu
sem átti sér stað á horni Háteigsvegar
og Skipholts-Bólstaðarhlíðar þann 6. júh
sl. kl. 10.50. Þeir sem telja sig geta gefið
einhverjar upplýsingar um atburðinn
vinsamlega hringi í síma 985-25275.
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga kl.
16-18.
Tapað fundið
Gulur dísarpáfagaukur
tapaðist
í Garðabænum fostudaginn 22. júlí sl.
Finnandi vinsamlega hringi í síma 43913.
Köttur tapaðist
Bluepoint, eymamerktur síamsköttur,
tapaðist sl. fóstudagskvöld viö Hjallaveg
í Keflavik. Þeir sem geta veitt upplýs-
ingar um hann vinsamlega hafi samband
við Drífu eða Steinunni í síma 92-14398.
Friðrikskapella: Guðsþjónusta í kvöld
kl. 20.30. Prestur sr. Siguijón Ámi Eyj-
ólfsson. Kaffi i gamla félagsheimili Vals
eftir guðsþjónustu.
Hallgrimskirkja: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Seltjarneskirkja: Foreldramorgunn kl.
10-12.
LWWWWWWWl
SMÁAUGLÝSINGADEILD
OPIÐ:
Virkadaga frákl. 9-22,
laugardaga frákl. 9-16,
sunnudaga frákl. 18-22.