Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Spumingin Hvernig smakkast Vatnajökull? Spurt við Jökulsárlónið Sigrún Hólmsteinsdóttir: Klakinn er engu líkur. Ég vildi óska þess aö ég gæti tekið bita með mér heim til Englands. Richard Appleby: Jökullinn smakk- ast eins og einstaklega hreint vatn. Hann myndi sóma sér vel í viskíglasi. Björn Rúnar Guðmundsson: ís- klumpurinn er eins og besti brjóst- sykur. Egill Björnsson: ísinn er svo góöur að það mætti vel selja hann í isbúð- um. Snorri Jóhannesson: Jökullinn er dálítiö harður og kaldur undir tönn. Elín María Ólafsdóttir: ísinn er æðis- legur. Ætii maður fari ekki að bryðja grýlukerti næsta vetur. Lesendur Vafsasamt siðferði nýaldarforystu Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: í viðtali við Pressuna nýverið sagði Guðrún Bergmann, einn af verald- legum og andlegum leiðtogum nýald- arhreyfingarinnar hér á landi, að uppáhalds stangveiðá sín tii laxveiða væri Norðurá í Borgarfirði. Þrátt fyrir góðan ásetning þeirra hjóna, Guðrúnar og Guðlaugs Berg- manns í heildrænum málum, þá er á engan hátt lengur hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að þau hjón eru bæði formaður og stjórnar- maður Nýaldarsamtakanna á ís- landi, á sama tíma og þau sömu hjón eru með þekktustu stangveiðiein- staklingum landsins, bæði tvö. Það er alveg sama hvernig maður teygir ímyndunaraflið, það er á eng- an hátt hægt að líta á frístundaöngul- veiðar sem hluta af uppbyggjandi heildrænu líferni fólks. En þau hjón hafa einmitt (og sem betur fer) verið flestum öðrum íslendingum duglegri að boða heildrænt lífemi bæði fyrir einstaklinga þessarar þjóðar. Veitir enda ekki af, líkamlegrar og andlegr- ar heilsu þjóðarinnar vegna. Eða hvernig eigum við, með hinar veikburða raddir breytts lífernis og mannúðlegra og mýkra lífs hér á landi að geta látið taka nokkurt mark á okkur, á sama tíma og hin opinbera gagnrýnishtla forysta heildræns hf- ernis á landinu stundar laxapíningar i frístundum sínum í hinni og þess- ari piningaránni eins og ekkert sé? - Það er öllum ljóst að það er ekki í tísku hér á landi að tala um tilfinn- ingar dýra við þessa kaldlyndu þjóð, Það er því þungur róður að fá nokk- urn mann opinberlega til að viður- kenna að auðvitað líður laxinn, urr- iðinn, bleikjan, silungurinn eða bara marhnúturinn, ólýsanlegar þjáning- ar á meðan verið er að „veiða“ hann. Því verður að gera þá kröfu th for- ystu heildræns lífernis og mýkri gilda á landinu að láta bara ekki nokkurn mann sjá hana í stangveiði eða við aðrar dýrafrístundapíningar hér eða annars staðar, og helst auð- vitað að hætta því með öhu. - Annað er óverjandi. „Það er á engan hátt hægt að líta á frístundaöngulveiðar sem hluta af uppbyggjandi heildrænu liferni fólks,“ segir Magnús m.a. i bréfinu. Greiðsluþrot, lántökur og eyðsla Jón Sig. skrifar: í Mbl. birtist grein eftir ungan hag- fræðing hinn 17. júní og svo aftur þann 8. júlí um skuldir ríkissjóðs og ríkissjóðshallann. - Auðvitað er hægt að sjá það fyrir, og það með lágmarkshugsun, að þjóðin stefnir beint í greiðsluþrot. Mjög fáir stjórn- málamenn hafa vit eða kunna skil á hinum margnefnda ríkissjóðshalla. Enn færri hafa áhuga eða hugrekki til að horfast í augu við hann. Það er háttur flestra stjórnmála- manna að kaupa sér atkvæði með fé skattborgaranna. Margir þeirra hafa ekkert á sínum stjórnmálaferli gert, annað en að vera „húmanistar", „menningarlegir", og setja fram kröfur á ríkissjóð og taka þátt í lán- tökum og eyöslu án þess að blikna. Forystumenn launþegasamtak- anna hta á það sem sjálfsagðan hlut að gera kröfur á ríkissjóð, einkum þeir sem eru í forsvari fyrir opinbera starfsmenn. Kannski eðlilegt. Þeir geta verið eins og Palli sem var einn í heiminum og leikið hetjur án þess að hugsa um framtíðina eða þjóðar- hag. Hugmyndaauðgin nær aðeins til skattahækkana. Það er nauðsynlegt að tala um það sem sjálfsagðan hlut, eins og hagfræðingurinn ungi, að í náinni framtíð verðum við í mjög óhugnanlegri aðstöðu. Við eigum í það minnsta að vera menn th að skilja að um ólæknanleg- an sjúkdóm er að ræða þótt ekki sé til nein lækning. Þaö er betra en að ljúga að sjálfum sér um að vandinn sé enginn. Okkur vantar sannarlega „almannavarnir" vegna gjaldþrots ríkisins, svona bara til að bregðast viö þegar skaðinn er skeður. Hef ur Jóni Helgasyni verið haf nað? Bjarni Guðmundsson skrifar: Miðvikud. 27. þ.m. skrifar Jón Helgason, alþm. og fyrrv. landbúnað- arráðherra, grein í Tímann undir heitinu „Sumarbóla" forsætisráð- herra. - Ur penna ráðherrans fyrr- verandi rennur mikh beiskja, í fyrst- unni í garð utanríkisráðherra svo og landbúnaðarráðherra núverandi. í garð utanríkisráðherra vegna um- mæla hans um ESB-málið og í garð landbúnaðarráðherra fyrir að vera með sjónarsph og að slá ryki í augu bænda og telja þeim trú um að hann sé öflugur málsvari íslensks land- búnaðar. - Allri beiskjunni beinir Jón Helgason síðan í einn farveg af miklum þunga; th forsætisráðherr- ans, Davíðs Oddssonar. DV áskilur sér rétt til að stytta aösend lesendabréf. Er þingmaðurinn Jón Helgason að syngja sinn pólitíska svanasöng í Tímanum sl. miðvikudag? Þingmaðurinn segir forsætisráö- herra gefa ótrúlegar og lítt skhjan- legar yfirlýsingar á blaðamanna- fundi, segir hann hafa „furöuleg viö- horf og fullyrðingar sem hann láti flakka í öllum orðaflaumi sínum“, og segir hann hafa tapað húsbónda- vaidinu. „Davíð Oddsson getur ekki vænst þess að öðlast húsbóndavald- ið, þó að hann feti nú í fótstpor Jóns Baldvins í Brússel....slík vinnubrögð verða aðeins til að auka niðurlæg- ingu forsætisráðherra," segir Jón Helgason svo undir lok greinar sinn- ar. Manni verður á að hugsa hvort Jóni Helgasyni hafi verið hafnað af flokki sínum sem ráðherraefni eftir næstu kosningar, svo mikill er bitur- leikinn í garð núverandi forsætisráð- herra. Það er svo umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef viðhorf Jóns Helgasonar endurspeglar þankagang fleiri framámanna í Framsókn. Ekki síst ef forysta Sjálf- stæðisflokksins setur Framsóknar- flokkinn efstan á óskalistann sem samstarfsflokk að afstöðnum næstu kosningum. Samaniður- staðaíBriissel Ólafur Árnason skrifar: í fréttum sl þriðjudagskvöld af heimsókn forsætisráðherra til Brússel kom fram aö honum var tjáð nákvæmlega þaö sama og utanríkisráðherra fyrir nokkrum dögum og sem mest ijaðarfok hefur orðið út af. Það liggur sem sé fyrir að íslendingar eiga kost á sérstakri meðferð á umsókn um ESB-aöild sæki þeir um fijótlega. Síðar sætum við sömu skilyrðum og Mið-Evrópuríki. Þó kom það skýrt fram nú hjá forsætisráð- herra að öll samningsatriði EES- samningsins verði í fuOu gildi áfram hvað okkur varðar. Atvinnu- mótmælendur Rósa skrifar: Þær fara nú að verða mark- lausar uppákomurnar með mót- mælunum um hvaðeina; leng- ingu skólaársins, litað gler í Iðnó, byggingu Hæstaréttarhúss o.s.frv. - Þetta eru eins konar at- vinnumótmælendur og sama fólkið í fararbroddi. Oftast konur í meirililuta og þá flokksbundnar í Kvennalistanum eða þá í Al- þýðubandalaginu. - Mér finnst hlutur einstakra íjölmiðla vera afar kostulegur því það eru ekki fréttir lengur þótt mótmælahóp- ur boði til blaðamannafundar og dreifi slagorðum t.d. með áherslu á að „ófriður sé skollinn á í hæstaréttarhússmálinu". Hræðistefna- hagskollsteypu Emil hringdi: Af fréttum úr efnaliagslifinu að dæma má alveg búast við efna- hagskollsteypu þegar kemur fram á haustið. Og alveg örugg- lega ef gengið verður til kosninga og ný ríkisstjórn kemur til valda. Ef framsóknarmenn ná þar for- ystu er slík koUsteypa óumflýjan- leg. Nú þegar er farið að ýja að gengisfellingu og það af burðar- miklum mönnum í atvinnulífinu og viss órói er merkjanlegur í fiskvinnslugeiranum. Maður vonar þó í lengstu lög að ný stjóm, verði hún mynduð, haldi núverandi efnahagsstefnu. - Nið- urskurði og aðhaldsstefnu. Húsbréf með ríkisábyrgð Sigþór hringdi: Eg veit ekki hvaða akkur rikis- stjómininni er í því að afnema rikisábyrgð húsbréfa og koma öllu kerfinu inn í bankana. Ég veit ekki betur en sjálfseignar- stefnan hafi veriö og eigi að vera helsta keppikefli okkar í íbúöa- málum. Það er hætt við að það dragi verulega úr þessum inn- byggða metnaði ungs fólks, að eignast eigið húsnæði, ef afnám ríkisábyrgðar á húsbréfum verð- ur til þess að bréfin missa það traust á markaðnum sem þeim var ætlað. Furðulegferða- menning H.L.Þ. skrifar: Er ekki alveg furðuleg ferða- menning sem tíðkast hér við þjóðvegina? Ég á þar við fá- breytnina i veitingasölu. Hér og þar eru svokallaðir veitingaskál- ar eða sjoppur sem selja lítið ann- að en timarit, gosdrykki og tóbak. Einstaka staður hefur bætt við sig hamborgurum og pylsum en síðan ekki söguna meir. Ég und- anskil veitingaskála sem reknir eru með myndarbrag, t.d. í Varmahlið, Staðarskála og í Vík í Mýrdal. En flestir eru staðimir annars ókræsilegir og selja varn- ing á okurverði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.