Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994
13
Fréttir
Rússar vilja semja
við Flugleiðir
Ægix Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Rússneska eink'aflugvélin, sem
var hér á landi í 4 mánuði vegna
bilunar, er nú farin. Eigendur vél-
arinnar voru mjög ánægöir með
vinnu flugvirkja Flugleiða við vél-
ina og hafa áhuga á frekara sam-
starfl með viðhaldsvinnu í huga.
Þeir eru nú að kaupa aðra flugvél.
Að sögn Valdimars Sæmunds-
sonar, deildarstjóra sölu- og tækni-
sviðs Flugleiða, er hentugt að skoða
vélamar hér á landi því þær milh-
lenda hér. Rússamir segja mjög
dýrt að láta skoöa vélar í Banda-
ríkjunum og afar erfitt að fá slíkt
gert í Rússlandi.
DV reyndi að fá leyfi tfl að mynda
um borð í rússnesku véhnni en
fékk ekki. Að sögn er þar glæsilegt
um að htast, m.a. 32 htsjónvörp,
svefnherbergi, glæsileg setustofa,
barir og steypibað.
Aðalfundur
Rauða kross íslands 1994
Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í
Stapa í Njarðvík 2.-4. september nk.
Fundurinn verður settur föstudaginn 2. september
kl. 17.00.
Ðagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ.
Stjórn Rauða kross íslands
Pósturog sími:
Vandræði með
farsímakerfið
á álagstímum
„Það er rétt að við erum í vandræð-
um hér á suðvesturhorninu. Kerfið
er þaö htið aö þaö annar ekki álaginu
á annatímum. Hins vegar er allt í
himna lagi ef við skoðum landið í
hefld. Miðstööin er einnig nógu stór,“
sagði Ólafur Indriðason hjá Pósti og
síma.
Aðspurður hvort ekki væri vafa-
samt að vera að bjóða fólki farsíma
á lægra verði nú þegar þröngt væri
oröið í kerfinu sagði hann ekki vera
um neitt tilboðsverð að ræða. Mark-
aðsverðið væri bara svona lágt.
„Við tökum nýtt kerfi í notkun 16.
ágúst og þar opnast mönnum mögu-
leiki á fuhkomnara kerfi. Nýja kerfið
mun ekki hafa nein bein áhrif á
gamla kerfið nema ef menn hér á
höfuðborgarsvæðinu telja sig ekki fá
þau gæði sem þeir væntu í því gamla
þá hafa þeir þama nýjan valkost.
Menn geta breytt gömlu NMT-
áskriftinni í þaö sem við köllum frí-
stundaáskrift og það er ódýrara og
betra fyrir notendur. Ef menn þurfa
að nota símann úti á landi þar sem
nýja kerfið er ekki komið geta þeir
notað gamla símann. Þeir NMT-
áskrifendur sem vflja gerast notend-
ur í nýja GSM-kerfinu fá afslátt af
stofngjaldi,“ sagði Ólafur.
Verslimarmannahelgm:
Tjaldstæðin á
Búðum lokuð
Tjaldstæðin á Búðum á Snæfells-
nesi verða lokuð um verslunar-
mannahelgina en að sögn Victors
Sveinssonar, staðarhaldara á Hótel
Búðum, er þessi ákvörðun tekin í
samráði við Náttúruverndarráð og
lögregluyfirvöld. Victor segir óhjá-
kvæmilegt að grípa tfl þessarar ráð-
stöfunar enda hafi umgengnin á
tjaldstæðunum um þessa helgi.á síð-
ustu árum verið hrikalega slæm.
Hótehð á Búðum verður þó opið
um helgina og þar verður boðið upp
á ýmsar uppákomur.
Út í Fjörður
Grýtubakkahreppur hefur gefið út
leiðarlýsingu fyrir ferðamenn um
Fjörður og Látraströnd, merkar en
htt þekktar eyðibyggðir austan Eyja-
fjaröar. Höfundur ritsins er Valgarð-
m: Egflsson, læknir og rithöfundur,
og er lýsingin 10 blaðsíður að stærð
með htmyndum og skýringarkort-
um, þar á meðal þrívíddarkorti sem
gefa ferðamanni góða hugmynd um
landslag og örnefni.
Fjörður voru fyrr á öldum afskekkt
en merkflegt bændasamfélag sem
var mjög samofið sjósókn. Þær voru
í Þönglabakkasókn og var hún svo
afskekkt að biskupar veigruðu sér
við að visitera þar forðum daga. Á
Látrum var þekkt hákarlaútgerö og
við staðinn er hin merka skáldkona
Látra-Björg kennd. Upp úr 1860 var
í Keflavík í Fjörðum fyrsti siglinga-
skóh landsins.
Góða ferð!
Alþýðusamband Islands óskar landsmönnum góðrar ferðar um
mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. ASÍ heitir á alla
að ganga vel um landið, nú sem endranær. Náttúra íslands er ein
þýðingarmesta þjóðarauðlind sem við eigum. Ef við spillum henni
rýrum við um leið þann arf, sem við ætlum komandi kynslóðum.
Alþýðusamband Islands, ASI, stofnað 1916, er stærsta
fjöldahreyfing launafólks á Islandi. I Alþýðusam-
bandinu eru nú um 65.000 félagsmenn. Um tveir
þriðju launamanna í skipulögðum samtökum hér á
landi eru í aðildarfélögum ASI, þar af tæplega
helmingur konur. Félagsmenn Alþýðusambands
Islands eru um land allt og koma úr flestum atvinnu-
og starfsgreinum. Meginhlutverk Alþýðusambandsins
er að standa vörð um hagsmuni launafólks og allrar
alþýðu, semja um kaup og kjör, tryggja góðan aðbún-
að á vinnustöðum, starfsmenntun og áhyggjulaust
ævikvöld. Þótt baráttunni sé hvergi nærri lokið hafa
samtök launafólks náð miklum árangri í að umbreyta
þjóðfélaginu og laga það að þörfum almennings.
Samstarf og gagnkvæmt tillit er farsælast í umferðinni.
Komum heil heim eftir verslunarmannahelgi.
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
Samstaðan er afl