Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 15 ekki á miðin fyrr en 10 dögum seinna og þá voru varðskipin búin að klippa á allmarga togara. Ekki var gerð tilraun til að taka togara. Steinar úr glerhúsi Ríkisstjómin samþykkti sérstaka yfirlýsingu í kjölfar þess að Norð- menn ráku íslenska togara frá Svaibarða. Segir þar að Norðmenn treysti sér ekki til að bera ágreining sinn við íslenska sjómenn undir norska dómstóla né alþjóðlega dómstóla. Þetta er að kasta steinum úr gler- húsi. Við vörðum 200 mílna land- helgina af hörku en kærðum okkur ekki um að draga breska sjómenn fyrir íslenska né alþjóðlega dóm- stóla. Sæmundur Guðvinsson „Sannleikurinn er sá að í upphafi 200 mílna stríðsins fengu bresku togararn- ir enga herskipavernd. Næg tækifæri gáfust til að taka togara og færa til hafnar.“ Klippt á ágreining Kveinstafir brutust út meðal ís- lenskra útgerðarmanna og togara- skipstjóra þegar Norðmenn þraut þolinmæði í garð íslenskra togara við Svalbarða og strandgæslan hreinsaði miðin. Með klippum og púðurskotum neyddi strandgæslan togarana til að hætta veiðum og þeir sigldu heim þar sem skipveij- um var fagnað sem hetjum. Skip- stjóramir ásökuðu ríkisstjómina um aðgerðarleysi og höfðu uppi köpuryrði í garð ráðherra. Ráðherrar töldu sig lítið geta að- hafst en vora harðorðir í garð Norðmanna. Forsætisráðherra sagði að þetta væri eins og að lög- reglumaður tæki að tukta til meint- an brotamann í stað þess að leiða hann fyrir dómara. Norska strand- gæslan hefði átt að færa togara til hafnar og vísa málinu til dómstóla ef Norðmenn væru svona vissir um að hafa réttinn sín megin. Gátum tekið togara Ráðherrar sögðu klippingar Norðmanna ailt annað mál en þeg- ar við klipptum á breska togara í þorskastríðinu. Bretar hefðu veitt undir herskipavernd og við ekki haft möguleika á að taka togara og færa til hafnar. Því hefðum við neyðst tii að beita klippunum. Þama brestur menn minni. Sannleikurinn er sá að í upphafi 200 mílna stríðsins fengu bresku togararnir enga herskipavemd. Næg tækifæri gáfust til að taka tog- ara og færa til hafnar. Varðskipin beittu þess í stað klippunum. Fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur 15. október 1975. Bretar veiddu áfram innan 200 mílnanna á afmörkuðum svæðum sam- kvæmt undanþágusamningum. Þeir samningar runnu út 14. nóv- ember. Daginn eftir byrjuðu ís- lensku varðskipin að klippa á breska togara innan 200 mílna markanna. Bresk herskip komu KjaUaiiim Sæmundur Guövinsson blaðamaður „Við vörðum 200 mílna landhelgina af hörku en kærðum okkur ekki um að draga breska sjómenn fyrir ís- lenska né alþjóðlega dómsfóla," segir m.a. í grein Sæmundar. Gunnarsholtshælið Við undirbúning fjárlaga síðast- liðið haust var það ein af spamað- artillögum heilbrigðisráðherra að leggja vistheimiiið í Gunnarsholti niður. í baráttu fyrir þessu máii vom þær röksemdir notaðar að sparast myndu 40-60 milljónir. En í þessa útreikninga vantaði hvað það kostaði að henda vistmönnum út á guð og gaddinn eða hvað það kostaði að vista þá annars staðar. Hvað ætti að gera við þá góðu aðstöðu sem fyrir er á staðnum, þ. á m. góða vinnuaðstöðu fyrir vistmenn? Það virtust gleymast hinir góðu kostir Gunnarsholts að vera mátu- lega fjarri Reykjavík þanrng að sjúklingar vakna að morgni án þess að sjá „ljósin í bænum“. Góðir starfsmenn með langa reynslu í meðferð drykkjusjúkra em einn af kostum Gunnarsholts. Við nánari stöðu þeirra útreikninga er fyrir lágu kom í ljós að spamaöurinn var undir 30 milljónum króna þegar tekið var tillit til verðgildis þeirrar vinnu er vistmenn inna af hendi. Þá kom fljótt í ljós að þingmeiri- hluti var ekki fyrir þeirri ákvörðun að leggja heimilið niður. Það hefði mátt sjá fyrir. Fólk á hrakhólum Þegar þessar staðreyndir urðu loks ljósar ráðamönnum var það ráð tekið að setja vistheimilið á vetur en naumt var skammtað, aðeins 15 milljónir skyldu duga meðan unnið væri að tillögum um Kja]lariim Eggert Haukdal alþingismaður breyttar rekstrarleiðir. Ráðherra skipaði vinnuhóp 1 nóvember sem skilaði áliti fyrir áramót. Nýr vinnuhópur var skipaður en hann skilaði ekki tillögum til ráð- herra fyrr en 16. júní. Tillögur hans um rekstur og fyrirkomulag vom fems konar. Ein þeirra var að heimilið yrði rekið með samstarfs- samningi tveggja ráðuneyta (heil- brigðis- og félagsmálaráðun.) og þátttöku Sambands ísl. sveitarfé- laga (hluti af vistunargjöldum) og kostnaðarskipting ca 1/3 á hvem aðila eða liðlega 30 millj. kr. á ári. Samkvæmt síðustu fréttum hefur engin ákvörðun verið tekin enn. Samkvæmt upplýsingum er stað- an á hæhnu í dag þessi: Þar em í dag innritaðir 15 vist- menn en gætu verið með góðu móti 30. Af þessum 15 vistmönnum em 11 öryrkjar eða ellilífeyrisþeg- ar. Aðeins tveir vistmenn hafa ver- ið innritaðir frá því um sl. áramót. Margir fyrrv. vistmenn eru stöð- ugt að hringja og biöjast vistunar vegna algjörs úrræðaleysis og vandræða. Þetta fólk hefur verið á hrakhólum, ýmist á götunni eða í dýrari stofnunum, í marga mán- uði. í flestum tilfellum er það svo að tryggingabætur þessa fólks virka til framlengingar á óreglu og vandræðum þegar það getur hvergi verið. Við fjárlagagerð Samkvæmt athugun á stöðu vist- manna á Gunnarsholtshælinu undanfarin ár og í dag má reikna með því að helmingur vistmanna, 50%, séu öryrkjar eða ellilífeyris- þegar. 75% öryrkjar og ellilífeyris- þegar fá um 58 þús. kr. til lífeyris á mánuði þegar þeir em utan stofn- ana. Þegar þetta sama fólk dvelur á stofnunum fær það kr. 10.170 sem vasapeninga frá Tryggingastofnun á mánuði. Mismunurinn, um kr. 47.800, situr eftir hjá því opinbera. Þetta ber að athuga þegar þessi mál eru til umfjöllunar. Þá er það að athuga að óreglufólk eyðir sínum tryggingabótum á annan hátt en aðrir þjóðfélagsþegnar þegar það er utan stofnana. Nýverið átti starfsmaður frá hæl- inu erindi á stofnun við Hlemm í Reykjavík. Allt að tugur manna sem þar var samankominn safnað- ist að starfsmanninum og bað um að mega koma af götunni „heim á hælið“. Þessi saga segir meira en mörg orð. - Er ekki rétt nú við af- greiðslu í haust að bæta það brot sem unnið var í fyrra? Á íjörutíu ára starfstíma þess hefur það verið mörgum sjúkum einstæðingum mikið skjól. Svo þarf enn að verða. Eggert Haukdal „Þar eru í dag innritaðir 15 vistmenn en gætu verið með góðu móti 30. Af þessum 15 vistmönnum eru 11 öryrkjar eða ellilífeyrisþegar. Aðeins tveir vist- menn hafa verið innritaðir frá því um sl. áramót.“ Enskafrekarendanska Kirsten FriðriksdóH- Danska (eða sænska eða norska) sem fyrsta erlenda tungumálið er heíð sem hvílir á sögu- legum grunni og stuðlar að þvi að varð- . , veita tengslin formaður Felags við uppruna donskukennara þjóðarinnar og norræna menn- ingu. Norræn menning á í vök að veijast vegna hinna engilsax- nesku áhrifa. Verði Norðurlanda- málunum ýtt til liliðai- til þess að auka svigrúm ensku í íslenskum skólum er hætt við að með því sé vegið að rótum íslenskrar menningar. Danska er eitt af opinberum tungumálum innan Evrópu- bandalagsins. Það er Ijóst að Norðurlönd munu áfram mynda eina heild fclagslega og menning- arlega og það er mat manna að samvinnan milli Norðurlanda verði áfram mjög mikilvæg, ekki síst í tengslum við Evrópusam- bandið. Nú, þegar Norðurlönd em eitt námssvæði, munu sífellt íleiri ís- lenskir námsmenn stunda nám á Noröurlöndum þar sem kunnátta í norrænum málum er frumskil- yrði. Ef byrjendakennsla í dönsku veröur færð upp í 7. bekk mun það nárasefni fyrstu námsára, sem er fyrir hendi, ekki höíða til þessa aldurshóps og þarf þá tals- vert af nýju námsefni aö koma tíl. Nýtt námsefni yrði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt í vinnslu en nýlokið er endurskoð- un á byrjendanámsefni fyrir 6, bekk og næsta haust kemur út nýtt námsefni fyrir 8. bekk sem vegna hugsanlegra breytinga á dönskukennslu yrði þá ónothæft. Enskan hag- kvæmara nám „Ég hefflutt um það tillög- ur í þinginu tvisvar eða þrisvar að enskan verði fyrsta tungu- máliö. Þetta mál hefur ekki fengið hljómgrunn á þinginu en ég er mj ög ánægður með að mennta- stefnunefnd skuli taka málið fyr- ir nú. Það er orðið löngu tima- bært að breyta til og færa ensk- una fram fyrir. / Meginrökin fyrir þvi era þau að vitaskuld á að kenna það i skólunum sem nýtist fólki best þegar það kemur ur námi. Ég held að enginn deili um það að enskan nýtíst fólki miklu betur heldur en danskan. Það er sama hvar borið er niður í Evrópu utan Norðurlandanna að við notum ensku en ekki dönsku. Fólk má ekki vera of viðkvæmt gagnvart sögulegum þætti þjóðarinnar. Það má ekki koma niður á hag- kvæmni námsins. Ef fólk heldur því fram að þetta hafi einhver álxrif á menningu landsins myndi ég vilja sjá einliver rök í því máli. Það er ekki nóg að halda ein- hverju fram og hafa síðan ekkert í höndunum til staðfestingar. Fólk verður bara að viðurkenna þær staðreyndir sem blasa við. Það er ekki verið að tala tun að skerða dönskukennslu heldur að skipta um áherslur. Ingi Björn Alberts- son aiþingismaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.