Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 17
%*a®íi FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 17 Fréttir Átak gegn unglingadrykkju: Drykkja unglinga er þjóðarósómi - segir framkvæmdastjóri átaksins „Markmið okkar er að koma því til fullorðna fólksins að okkur beri að stöðva þessa vitleysu sem unglinga- drykkja er,“ segir Valdimar Jóhann- esson, framkvæmdastjóri átaksins „stöðvum unglingadrykkju". Vigdís Finnbogadóttir er vemdari átaksins en Vímulaus æska og Fræðslumiðstöð í fíknivörnum áttu frumkvæðiö að setja það í gang. í kringum 80 aðilar standa að átakinu. Þar er skorað á foreldra að fara með börnum sínum um verslunarmanna- helgina en hleypa þeim ekki einum á útihátíðir. Reynslan hefur sýnt að mikil drykkja meðal ungmenna hef- ur loðað við útihátíðirnar þó að með- ferð og neysla áfengis sé stranglega bönnuð. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að útihátíðum nema í fylgd með fullorðnum. Átakið skorar á mótshaldara að virða þessar reglur. „Við vekjum athygli á þeirri hættu sem bömunum er búin á hátíðunum. Við getum bara skorað á foreldra að fara með börnum sínum, við getum ekki sett þau í bílinn. Hátíðin á Akur- eyri vinnur undir okkar slagorði og í Vestmannaeyjum hafa mótshaldar- ar fallist í einu og öllu á okkar sjón- armið. Við erum ekki með endanleg SVARTISVANURINN Laugavegi 118 Nætursala um helgar /ideotilboð Ein ný spóla og a önnur eldri, 1 'A t| I kók og Maarud j| snakk kr. 500 svör ennþá við því hvernig við getum náð markmiðum okkar en við höld- um áfram í haust,“ segir Valdimar. Að sögn hans er verslunarmanna- helgin ekki eina helgin á árinu sem stuðlar að unglingadrykkju því hætt- an sé sérstaklega mikil á haustin þegar skólarnir séu að byrja. „Þetta er náttúrlega viðvarandi ástand um allar helgar og ég tel ástandið í miðbæ Reykjavíkur þann- ig að við eigum að skammast okkar fyrir það. Þessi unglingadrykkja er þjóðarósómi. Mér fmnst mikilvægt að börnin komist óskemmd yfir þennan viðkvæma aldur þannig að þau geti sjálf ákveðið hvort þau vilja drekka eða ekki þegar þau eru orðin nógu þroskuð til þess en leiðist ekki út í það með félögunum," segir Valdi- mar. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984-1.fl. 01.08.94-01.02.94 kr. 66.678,20 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS Jón Hallgrímsson, 17 ára, fær afhent einkaflugmannsskírteini sitt. DV-mynd JAK 17áraflugmaður: Er með brjál- aða f lugdellu „Ég er mjög ánægður og mér finnst þetta alveg frábært. Ég er einn af þeim sem eru með brjálaða flug- dellu,“ segir Jón Hallgrímsson, 17 ára einkaflugmaður sem tók við skír- teini á föstudag. Að sögn Hjartar Haraldssonar, flugkennara hjá flugskólanum Flug- mennt, þar sem Jón lærði að fljúga, eru alltaf einhverjir strákar spenntir að klára einkaflugmannsprófið þeg- ar þeir hafa aldur til. Lágmarksaldur til einkaflugmannsprófs er einmitt 17 ár. „Ég er með þeim yngstu til að taka einkaflugmannsprófið en ég er búinn að taka 74 tíma. Ég byrjaði á þessu þegar ég var 15 ára í Bandaríkjunum en fékk ekki að taka prófið fyrr en núna. Ég er ákveðinn í að taka næst atvinnuflugmannspróf í Bandaríkj- unum. Á íslandi fær maður ekki að byrja í atvinnuflugmannsprófmu fyrr en maður er kominn með stúd- entspróf," segir Jón. Nq snælda meO vönduöu öarnaefni HraHHar úr Hamrashóla sijngja: I Öxarviðána | I Sólskin um mýrar og móa I I Voriðgóðagrœntogblýtt 1 I Núersumar | I Viðgöngum svo léttir ílundu Frjálsteríjjallasal I Vorlag Ó blessuð vertu sumarsól I 1 Krummavísur 1 Johann SijjurOarson leiHari ■ les þjoösögumar af Gilitrutt karlsdœtrunum þremur Helgu karlsdóttur Gípu sálinni hans Jóns míns karlssyni, Litlum, Trítli ogfuglunum I I I I I i Þúfœrð hana í nœstu hljómplötuverslun, á bensínstöðvum Esso og víðar S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI 26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI 96 SÍMI: 600934

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.