Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 39
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 55 Tilkyimmgar Verslanir á Laugaveginum lokaðará laugardag í tilefni verslunarmannahelgar hafa verslanir við Laugaveg og Bankastræti ákveðið að hafa verslanir lokaðar á morgun, laugardag. Fram undan er lang- ur laugardagur á Laugavegi þann 6. ág- úst. Ætlunin er að vera meö bíla- og báta- sýningu ásamt fleiri skemmtiatriðum í tflefni dagsins. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á morgun, laugardag. Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað í félagsheimili Kópavogs í kvöld, fóstu- dagskvöld, kl. 20.30. Þöfl og félagar leika fyrir dansi. Húsið er öllum opið. Hana-nú, Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. The Body Shop í dag, fóstudag, ætlar The Body Shop á Islandi ásamt 1100 öðrum The Body Shop verslunum um allan heim aö gefa 1% af sölu dagsins til hjálpar flóttafólkinu frá Rúanda. Tjaldmiðstöðin, Laugarvatni A ári fjölskyldunnar er vakin athygli á því að tjaldsvæðin á Laugarvatni eru sér- staklega ætluð fjölskyldufólki. Því þurfa börn og unglingar að vera í fylgd með fullorðnum. Hávaöi er raskar svefnfriði er ekki leyfilegur. Dvalargestir, er þetta virða, eru velkomnir til að pjóta náttúr- unnar í friði og ró meðan pláss leyfir. Bleikur vodkablús Fimmta bók- in frá Frjálsri fjölmiölun á þessu ári er Úr- valsbókin Bleikur vodka- blús eftir Neal Barrett, jr. Bók- in er skilgreind sem „léttslompuð spennusaga" og gefur það nokkra hugmynd um efnistökin í sjálfu sér. Bókin er spennusaga af háum gæða- flokki og er kímni sérstakt einkenni hennar. Ekki er örgrannt um að les- andinn eigi eftir að skella upp úr yfir lestrinum. „Russell Murray hefur fyrr vaknað eftir ærlegan túr án þess að muna mikið eftir honum. En nú tekur steininn úr. Lögreglan leitar hans nú fyrir þijú morð... Og það eina sem Russ raunveruiega þarf að gera er að finna skjalatösku sem hann man ekkert um - og veijast mafí- unni, lögreglunni og gamalii konu í bláum strigaskóm með hríðskotariff- il í höndum," segir á bókarbaki. Eftir einn - ei aki neinn! UMFERÐAR RÁÐ Vél( ACLOCKWORK ilcflín ® CöD@ŒJDtHQ0 @Í0í 6. sýn. þri. 2/8 7. sýn. fim. 4/8 8. sýn. fös. 5/8 i.: Sýningar hefjast kl.: flth. aðelns örfáar sýningar. Bensínstöðvar lokaðará frídegi verslunar- manna Allar bensínstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu verða lokaðar á frídegi verslunarmanna, næst- komandi mánudag. Bensínstöðv- ar Esso eru opnar frá 7.30-23.30 fóstudag og laugardag en frá 9- 23.30 sunnudag. Esso við Lækj- argötu er opin frá kl. 7 á föstudag- inn. Bensínstöðvar Olís eru opn- ar frá 7.30-23.30 föstudag, laugar- dag og sunnudag. Bensínstöðvar Skeljungs eru opnar sem hér seg- ir: Bústaðavegi við Öskjuhlíð, Suðurfelh, Hraunbæ og Lauga- vegi 180 frá kl. 7.30-23.30 fóstudag og laugardag en 9-23.30 sunnu- dag. Vesturlandsvegi 7.30-22 fóstudag og laugardag en sunnu- dag kl. 9-22. Aðrar stöðvar Skelj- ungs eru opnar frá 7.30-20 fóstu- dag og laugardag en kl. 9-20 sunnudag. Kortasjálfsalar eru á eftirtöldum Shell-stöðvum: Mi- klubraut, norðanmegin, Bæjar- braut, Garðabæ, Reykjavíkur- vegi 58, Hafnarfirði, og Laugavegi 180. Sundlaugar í Reykjavík Sundstaðir í Reykjavík verða opnir alla verslunarmannahelg- ina en á mánudag verður opið eins og á sunnudögum frá 8-19.30. Strætisvagnará höfuðborgar- svæðinu Strætisvagnar Reykjavíkur og Almenningsvagnar aka á öllum leiðum á frídegi verslunarmanna samkvæmt áætlun helgidaga. Ferðir hefjast um kl. 10 að morgni mánudags. Verslanir á höfuð- borgarsvæðinu Verslanir á höfuðborgarsvæð- inu verða almennt lokaðar á mánudeginum, frídegi verslunar- manna. Þó eru á því undantekn- ingar þar sem eigendur vinna sjálfir og eitthvaö verður um að verslanir verði opnar sem alla jafna hafa opið á frídögum. Versl- unarmiðstöðin Kringlan er opin til 19 í kvöld, fóstudagskvöld, en matvöruverslun Hagkaups verö- ur opin til 20. Allar verslanir í Kringlunni verða lokaðar á laug- ardag og mánudag. Opið verður bæði í 10-11 og 10-10 verslunum yfir verslunarmannahelgina. í Bónusverslunum er opið til kl. 19.30 í kvöld og 10-16 á morgun, laugardag, en lokað sunnudag og mánudag. Verslanir Hagkaups í Skeifunni, Hólagarði, Grafarvogi og á Eiðistorgi verða opnar frá 10- 18 laugardag en lokaðar sunnudag og mánudag. Verslanir Hagkaups í Kjörgarði og í Kringl- unni verða lokaðar laugardag, sunnudag og mánudag. Fréttir Þeir voru i Brennunni i Borgarfirði fyrir skömmu, frá hægri: Anton Orri Dagsson, Pétur Sigurðsson og Sigurð- ur Garðarsson. Brennan var komin með yfir 100 laxa í gærkvöldi. DV-mynd Dagur Laxá í Leirársveit: Veiðin gengur feiknavel - 500 laxar komnir á land „Veiðin gengur vel í Laxá í Leir- ársveit þessa dagana og eru komn- ir 500 laxar úr ánni. Þetta er miklu betri veiði en verið hefur síðustu tvö árin,“ sagði Óli Johnson í gær- kvöldi en hann hefur verið á bökk- um Laxár í Leirársveit upp á sík- astið. „Það er mjög mikið af fiski í ánni þessa dagana, bæði eins og tveggja ára laxar, laxinn dreifður um alla á. Það eru erlendir veiðimenn við veiðar þessar vikurnar en þeir veiða aðeins á flugu. Síðasta vika gaf 120 laxa á sjö stangir sem er nokkuð gott. Einn Bandaríkjamað- ur sleppti 18 punda hrygnu í síð- ustu viku í vitna viðurvist. Hann sagðist ætla að fá 10 smálaxa undan henni næstu árin. íslendingar taka við veiðinni 20. ágúst aftur," sagði Óli ennfremur en hann sagði að stutt yrði þangað til hann renndi í Laxá í Leirársveit aftur. Bæði Álftá og Brennan komnar yfir hundrað laxa „Álftá á Mýrum er komin yfir 100 laxa og hann er 16 punda sá stærsti ennþá. Það hefur líka veiðst mikiö af vænum sjóbirtingi," sagði Dagur Garðarsson er við leituðum frétta af Áiftá og Brennunni í gærkvöld. „Það eru komnir laxar um alla á og Sigurður Garðarsson var þar um síðustu helgi og hann veiddi 4 laxa í Veitunni. Það er laxar mest í Hrafnshyl, Lambsfossi, Verpi og Kerfossi. Maðkurinn gefur best en flugan er sterk líka. Brennan í Borgarfirði er líka komin yfir 100 laxa og þar er stærsti laxinn 16 punda eins og í Álftá. Veiðimenn, sem voru í tvo daga fyrir skömmu, veiddu 13 laxa. Flugan hefur veriö að sækja á maðkinn í Brennu þessa dagana,“ sagði Dagur í lokin. En hann og Jón Pétursson ætluðu um helgina í Álftá á Mýrum. Stóri viiiiiinguririn í ferðaáskriftargetraun D V: „Mér varð ekki svefnsamt um nóttina eftir að mér bárust þessar gleðifréttir og ég þorði varla að trúa því að ég hefði fengið stóra vinninginn í ferðaáskriftarget- rauninni," sagði Áslaug Magnús- dóttir, áskrifandi að DV, sem var svo heppin að fá stóra vinning- inn, Combi Camp tjaldvagn frá Títan með borði, 2 stólum, gas- eldavél og hleðsluljósi. Heildar- verömæti vinningsins er 380.000 krónur. „Við höfum alltaf þráð að geta ferðast innaniands en átt erfitt með það því eiginmaður minn er í hjólastól. En með tilkomu tjald- vagnsins verða okkur alhr vegir færir og við höfum hugsað okkur að vígja tjaldvagninn um versl- unarmannahelgina," sagði Ás- laug. Hjónin Aslaug Magnúsdóttir og Arnór Pétursson með barnabörnum sinum, Björgvini Viktori Þórðarsyni og Arnóri Inga Þórssyni, við afhendingu stóra vinn- ingsins í ferðaáskriftargetraun DV. DV-mynd ÞÖK Allt í veiðiferðina Full búð af flugum, spúnum og beitu. _________Góða helgi!_______ LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.