Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 Fréttir Átta þúsund manns á „blautri“ þjóðhátíð í Eyjum: Slæmt veður setti svip á hátíðina Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum; „Ölvun var hvorki meiri né minni en verið hefur á undanfórnum þjóð- hátíðum. Nokkur mál hafa verið kærð til lögreglu, þar af tvær alvar- legar líkamsárásir en báðar áttu sér stað í bænum. í öðru tilfellinu fót- brotnaði maöur og í hinu brotnaði gómur. Annað máhð er að fullu upp- lýst og rannsókn á hinu er langt kom- in,“ sagði Halldór Sveinsson, lög- reglufulltrúi í Vestmannaeyjum, í samtali við DV í gær. Auk umræddra mála var ein meint nauðgun tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum en stúlkan, sem það gerði, fylgdi málinu ekki eftir og var manninum sleppt eftir yfir- heyrslur. Hann var hins vegar tekinn aftur skömmu síðar fyrir að áreita sömu stúlku og fékk að gista fanga- geymslur yfir nóttina. Þá komu upp tvö hassmál í tengslum við þjóðhátíð. Þrátt fyrir rigninguna sungu menn og skemmtu sér í Herjólfsdal. DV-mynd ÓG Um var að ræða minniháttar mál þar Þjóðhátíð í Eyjum er sú 120. í röð- sem efnið, sem fannst, var ætlað til inni og lauk í góðu veðri í gærmorg- eigin nota. un en slæmt veður hina dagana setti svip sinn á hátíðahöld. Að sögn móts- haldara voru um 8 þúsund manns á þjóðhátíð á sunnudag þegar mest var en á íostudag þurfti að hýsa um 300 til 400 manns þar sem tjöld gesta þurftu að lúta í lægra haldi fyrir veðrinu. í húsinu var fólki boðið upp á heita súpu og fólk gat þurrkað fót sín í stórum þurrkara sem fenginn var að láni. „Mér sýnist þjóðhátíðin ætla að sleppa peningalega en það er ekki mikill afgangur," sagðir Sigmar Ge- orgsson sem sæti á í þjóðhátíðar- nefnd Þórs. Nokkrar gróðurskemmdir urðu í Herjólfsdal en þær eru minni en bú- ast mátti við. Hreinsun var strax hafin í gær og að sögn kunnugra verður dalurinn aftur orðinn jafn- góður næsta vor. Máh sínu til staö- festingar benda þeir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem rigni á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum. Sjukraflug: Datt af dans- palli í Bjark- arlundi Fljúga þurfti með mann, sem slasaðist á dansleik í Bjarkar- lundi í Berufirði, til Reykjavíkur á laugardagskvöld. Um 500 til 600 manns voru sam- ankomin í Bjarkarlundi um helg- ina og að sögn lögreglu var tölu- verð ölvun þar en allt fór þó vel fram. Maðurinn, sem slasaðist, féll af danspalli og hlaut áverka á hálsi og höfði en var ekki alvar- lega slasaður. Sauðárkrókur: Nefbrotinn í slagsmálum Samtals gistu fjórir menn fangageymslur lögreglunnar á Sauðárkróki um verslunar- mannahelgina. Ein kæra hafði boríst í gær vegna líkamsárásar. Tveimur mönnum hafði lent saman eftir dansleík í félags- heimihnu á laugardagskvöld og þegar upp var staðið reyndist annar þeirra nefbrotinn. Menn- irnir, sem eru um tvítugt, voru ölvaðir og gisti annar þeirra fangageymslur. Regndansinn æfður i Galtalæk. Elín Magnúsdóttir frá Höfn i Hornafirði og Þorvaldur Guðmundsson frá Selfossi skemmtu sér konunglega á bindindishátiðinni þar um helgina. DV-mynd KE Útihátíðir fóru vel fram um verslunarmannahelgina: Flestir skemmtu sér í sátt og samlyndi - Um sex þúsund manns á Siglufirði „Menn hafa verið að tala um aö hér hafi verið 6 þúsund manns. Þetta gekk alveg vonum framar. Einn lög- regluþjónanna, sem var hér, hafði á orði að þetta væri eins og á KFUM- samkomu miðað við ástandið í Reykjavík stundum um helgar," sagði Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði. Þar í bænum fór fram Síldarævintýrið á Sigló íjórða árið í röð. Björn segir að töluverðrar ölvunar hafi gætt á laugardagskvöldið en á Siglufirði var talsvert um ungt fólk þar sem engin skipulögð útihátíð var á Norðurlandi. Fólk á öhum aldri hafl hins vegar almennt skemmt sér saman í sátt og samlyndi. Um 20 manns gistu fangageymslur lög- reglu, flestir vegna ölvunar og minniháttar líkamsárása. Þó var einn í haldi sem líklega verður kærð- ur fyrir meiriháttar líkamsárás þeg- ar hann braut tönn í munni annars manns í átökum. Mjög gott veður var á Siglufirði og gekk umferð mjög vel. Sömu sögu var ekki að segja af veðrinu á Austur- og Suðurlandi. Á Neskaupstað var haldin svoköh- uð Neistahátíð. Þar voru um 4 þús- und manns saman komin um helg- ina. Rigning og rok var á fóstudag og laugardag en á sunnudag rættist úr veörinu og í gær var 20 stiga hiti og sólskin. Töluverð ölvun var en aht fór vel fram. Á bindindismótinu í Galtalæk voru um 5 þúsund manns samankomin og fór allt vel fram. Þurrt hélst í Galta- læk, í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu orðsins, því mjög htið bar á ölv- un. Fámennt var hins vegar í Vík og á Klaustri þar sem tjaldstæði voru op- in. Skákmót 1 Ungverjalandi: Þrengsli og hiti hrjáðu börnin Þrengsh, mikill hiti og erfiðar að- stæður á skákstað hrjáðu íslensku keppendurna á heimsmeistaramóti barna og unglinga í skák sem hófst í Szeged í Ungverjalandi um helgina. Þrátt fyrir erfiðleikana náði Magnús Örn Úlfarsson, í flokki 17 th 18 ára unglinga, að tefla til sigurs í viður- eign við Weghedet frá Lúxemborg. Aðrar skákir unnust ekki í fyrstu umferðinni. Auk Magnúsar tefla á mótinu þau Anna Björg Þorgrímsdóttir í flokki 15 til 16 ára, Berta Ellertsdóttir og Bragi Þorfinnsson í hópi 13 til 14 ára, Álfheiður Eva Óladóttir og Davíð Kjartansson í hópi 11 til 12 ára og Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Guð- jón H. Valgarðsson í flokki 10 ára og yngri. Mikil ölvun á Akranesi Að sögn lögreglu var mikh ölvun legu veðri. Lögreglan þurfti að hafa á Akranesi um helgina, sérstaklega afskipti af íjölda fólks aðfaranótt aðfaranótt mánudags og á mánu- mánudags en enginn skipulagður dagsmorgun. Kennir hún um leiðin- dansleikur fór fram urn kvöldið. Tvær þyrlur varnarliðsins og eldsneytisflutningavél fóru í samtals 336 mílna sjukraflug á sunnudag þegar beiðni um aðstoð barst frá Landheigisgæsl- unni um að úkrainskur togarasjómaður þarfnaðist aðstoðar. Flugið gekk vel en erfiðlega gekk fyrir þyrlurnar að athafna sig fyrir ofan togarann, sem staddur var suðvestur af landinu, þar sem mikið var um loftnet og möstur á honum. Sjómaðurinn reyndist hafa fengið botnlangakast og lentu þyrlurn- ar viö Borgarspítala um kvöldið. DV-mynd Sveinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.