Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 1 DV Sjúkraskýrslum Díönustolið Sjúkra- skýrslum með ítarlegum upp- lýsingum um Díönu prins- & essu hefúr ver- ^ iö stoliö. ^ Bresku blöðin WW greindu frá þesstt um helgina en skýrslurnar innhalda upplýsingar um bæði líkamiegt og andlegt ástand Dí- önu á þeim tima þegar hjónaband hennar og Kai'ls prins var á leið í hundana. í gögnunum, sem horfið hafa, er m.a. að íinna skýrslur þar sem flallað er um sjálfsmorðshugleiöingar og lotu- græðgi prinsessunnar. Fyrrgreind sjúkrasaga Díönu var geymd á tölvudiski í húsa- kynnum sérfræöings hennar í Harley-stræti. Lögreglan segir að málið sé í rannsókn en innbrotið var iramiö fyrir tíu dögum. KEipptiIimimtaf mannisínum „Ég er tilbúin að hlýða á ákær- una en ég er lika tilbúin að berj- ast fyrir rétti mínum. Hann átti það skilið sem ég gerði við hann vegna þess að hann var búinn að misnota mig svo lengi,“ segir Gina Espina, liandlagin sauma- kona á Fihppseyjum. Hún situr nú í fangelsi í Manila ásökuð um að hafa klippt getnaðarliminn undan eiginmanni sínum. Atburðurinn varð á gistihúsi einu þar sem hjónin náttuðu til að ræða vandræði sín í hjóna- bandinu. Að sögn Espinu gekk hún til verksins með skæri í höndura þegar eiginmaðurinn var í fasta svefni. Hún klippti lim- inn af og kastaði honum á gólfið og í sömu andrá vaknaði eigin- maðurinn. Hann náði aö kalla á öryggisverði sem handtóku Esp- inu. Ekkí reyndist unnt að sauma liminn á aftur. Komunguröku- maðurstórslas- aðifimmbörn Fimm böm slösuðust, þar af fjögur mjög alvarlega, þegar tveggja ára barn settist undir stýri á bil móður sinnar í Los Angeles um helgina og ók af stað. Óhappið varð við heimili „öku- mannsins” þar sem móðirin skildi bdinn eftir í gangi á meðan hún skrapp inn. Baminu tókst að setja báinn í gir og aka á nær- stödd börn eru þar vom að leik. Leyfilegtað berjabörn Móðir nokkur i Georgíu í Bandaríkjunum antíar nú léttar eftir að ákveðið hefur verið að falla frá ákæru á hendur henni fyrir að löðrunga son sinn á al- mannafæri. Að sögn lögreglu var málið látið niður falla eftir að í þós koma að konan beitti soninn aðeins „eðlilegum" aga. Páfinnvillfleiri bðlferðir Jóhannes Páll páfi hvetur ítali af báðum kynjum til að verja meiri tíma í rúminu. Hann vill og að menn sofi ekki einir og ve{ji sér bólfélaga af gagnstæðu kyni. Þetta mun að mati páfa leiða til þess að ítölum fjölgi nokkuð en fæðingartíöni er þar nú afar lág. Keutcr Ötlönd Vandi flottmanna 1 Rúanda eykst enn: Blóðkreppusótt orðin faraldur Hjálparstarfsmenn í þúðum flótta- manna frá Rúanda hafa miklar áhyggjur af því að þeir flóttamenn sem snúa heim á leið muni breiða út sjúkdóma á sínum heimaslóðum. Fjöldi flóttamanna stefnir nú til Kig- ali, höfuðborgar Rúanda, en þar gæti myndast sama vandræðaástandið og í flóttamannabúðunum í Goma ef borgin yfirfyllist af fólki. Margs konar sjúkdómar hrjá flóttamenn í búðunum. Þeirra alvar- legastir eru kólera og blóðkreppu- sótt. Hjálparstarfsmenn eru ekki hrifnir af því að flóttamenn með ein- kenni þessara sjúkdóma snúi heim og breiði sjúkdómana út þar. „Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma í Rúanda er meginmarkmið hjálparstarfsem- innar að koma fólki aftur til sinna heimkynna," sagði George Moose, aðstoðarutanríkisráðherra í málefn- um Afríku. Fólk heldur áfram að hrynja niður úr kólerufaraldrinum en nokkuð hefur áunnist í baráttunni við hann. Tæknilega séð er tiltölulega auðvelt að vinna bug á kólerutilfelli en það er mun flóknara að ráða við blóð- Hjálparstarfsmenn hafa miklar áhyggjur af því að flóttamenn, sem streyma heim á leið, geti borið með sér sjúkdóma eins og kóleru og blóðkreppusótt. Símamynd Reuter kreppusóttina og það er mun dýrari aðgerð. Reuter Eigum til alveg hreínt ótrúlegt úrval af fallegum veggsamstæðum frá Danmörku, Pýskalandi og Ameríku í ýmsum gerðum og stærðum. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Teg. Mercur Pýsk veggsamstæða lengd 290cm á aðeins kr. 98.940,- eða 93.990,- stgr. Verið velkomin í stærstu húsgagnaverslun landsins Húsgagnabollin BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199 Ólaf ur konung- staddur Stýrimenn á norska strandferða- skipinu Ólafi konungi settu í öfugan gír þegar þeir hugðust leggja að bryggju í smábænum Flórey norðan Björgvinjar um helgina. Endaöi strandförin því uppi á skeri því skipið fór aftur á bak í stað þess að fara áfram. Enginn stórskaði varö þó af mistökunum og er „konungur- inn“feröafær. Reuter Fylgið hrynur af skúrknum Berlusconi ítalski for- sætisráðherr- ann Silvio Ber- lusconi hefur ekkiáttsjödag- anasælaíemb- ætti og nú er svo komið að aðeins fimmt- ungur ítalskra kjósenda segist mundu ljá honum fylgi væri kosið nú. Berlusconi sætir ámæli fyrir spillingu og er þess kraflst að mál hans verði rannsökuð. Kappinn ætl- ar að verja sig með öflum ráðum í þinginu enda nýtur hann þinghelgi. Berlusconi hefur sætt harðri gagn- rýni allan þann tíma sem hann hefur verið í embætti og er spáð að valda- dagar hans verði færri en líkur voru á er hann kom til valda í vor. Reuter Rampólitiskir fflarleystu upp fund Samkoma stjómmálaflokks á Sri Lanka fékk óvæntan endi á sunnu- daginn þegar fimm reiðir fílar réðust að fundarmönnum og lögðu fundar- staðinn í rúst. Ekki er vitað um stjórnmálaskoðarnir fílanna en talið er að hávaði í ræðumönnum hafi orsakaö þessi viöbrögö hjá dýrunum. Enginn slasaðist í þessari uppá- komu, sem átti sér stað í noröurhiuta landsins, en þess má geta að tákn flokkSÍnserflU. Reuter ÚTSALAN HEFST Á MORGUN * %: REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.