Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 11 x>v Fréttir Flugleiðir: • Farþegum i innanlands , fjölgar um 5% „Við höfum verið með átak í tengsl- um við „ísland, sækjum það heim“ og reynt að nýta okkur það eftir mætti. Bæði höfum við verið með pakka fyrir verkalýðsfélögin og til- boð tengd bæjarhátíðum víða um land. Það er erfitt að meta hversu mikið við getum þakkað íslandsátak- inu en það er a.m.k. ljóst að við erum að sjá aukningu í farþegafjölda inn- anlands. Ætli við getum ekki sagt að aukningin sé um 4-5% ef miðað er við árið í fyrra. Við fórum nokkuð varlega í áætlunum okkar varðandi farþegaíjölda fyrir árið í ár og aukn- ingin fer fram úr þeim áætlunum," sagði Páll Halldórsson hjá Flugleið- I um aðspurður hvort þeir fyndu fyrir að íslandsátakið skilaði sér til þeirra. Hann sagði að það sem Flugleiðafólk I fyndi mest fyrir í tengslum við þetta átak væru viðbrögð almennings. „Við merkjum það af viðtölum við fólkið í landinu að það tekur eftir og hefur kunnað að meta þetta marg- umtalaða átak. Afgreiðslufólk okkar tekur eftir þessu og álagið á símana er mun meira en oft áður,“ sagði Páll. Húsið við Suðurhóla 28 í Breiðholti er nánast fokhelt vegna skemmda á göfium þess. Að sögn formanns húsfélagsins hrundi annar gaflinn nánast þegar byrjað var að vinna á honum með loftpressu. Önnur hús í götunni eru einnig mjög illa farin. DV-mynd JAK Þjónustuíbúðirvið Heilsustofnun NLFÍ Regína Thorarensen, DV, Selfossi; Verið er að kanna möguleika á að byggja þjónustuíbúöir fyrir aldraða í tengslum við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Mikið hefur borist af fyrirspumum um þær eftir að aug- lýst var til að kanna áhuga fólks. Einnig er verið að kanna mögu- leika á að reisa fullkomið endurhæf- ingarhús við stofnunina sem mundi bæta alla aðstöðu og möguleika í meðferð dvalargesta. Tvær góðar á Twingo Aðalstöðin og X-iö völdu Twingoinn vegna einstakrar hönnunar. Hann er stuttur, breiður og hár til lofts og passar því vel fyrir fólk og í bílastæði. Twingo er beinskiptur með 5 gíra kassa og beinni innspýtingu, þú sérð ekki litríkari og skemmtilegri típu í umferðinni. „Það er mikill kraftur í bílnum sem eyðir ekki nema 5.5 lítrum á hundraðið, ekki er það slæmtfyrir um - hverfið !" Baldvin Jónsson „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu skynsam - leg fjárfesting þetta væri fyrr en ég byrjaði að keyra Twingoinn !" Þormóður Jónsson komdu og taktu í Twingo - það hljómar vel ! -veist þú hver ég er ? Bílaumboðið hf. Krókhólsi 1, Reykjavík - sími 876633 Verð Irá 4 í ibúð á Gemelos II stgr. 2 í íbúð á Gemelos II stgr. Innlfallð: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - íslensk fararstjórn • allir skattar og gjöld Gististaðir: Les Dunes Siúts, Apartments Torpa og Gemelos 0. • Allir á besta stað á Bemdorm. Pantaðu í síma ferðaskrifstofa 62'li-OO Æt REYkiavíkur Aðalstræti 16 - simi 62-14-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.