Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskríft: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Ísíandsferð fjölskyldunnar
Tiífiriningm fyrir landinu, fyrir fósturmoldinni, er
veigamikill þáttur í þjóðemiskennd okkar íslendinga.
Aldrei verður okkur þetta betur ljóst en þegar við ferð-
umst um ísland. Þá skynjum við hve sterkar rætur nátt-
úra landsins á í okkur og hve mjög hún mótar sjálfs-
mynd okkar og þjóðarvitund.
Segja má að hver og ein kynslóð íslendinga þurfi að
finna ísland og nema það í óeiginlegri merkingu. Og það
gerum við best með því að ferðast um landið vítt og
breitt og kynnast þannig margvíslegum ásjónum þess.
Ferðaátak samgönguráðuneytisins „íslandsferð fjöl-
skyldunnar 1994“ er lofsvert fyrirtæki sem mun áreiðan-
lega skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Augu
manna eru að opnast fyrir óendanlegum möguleikum
íslenskrar ferðaþjónustu.
Vel má vera að ferðaátakið hafi þegar á þessu sumri
orðið til þess að auka áhuga á ferðalögum um landið
okkar. Það kemur í ljós þegar vertíðin verður gerð upp.
En jafnvel þótt mælanlegur árangur átaksins verði
minni en margir væntu er óréttmætt að skella skuldinni
á þá menn sem fyrir því hafa beitt sér. Ferðaátakið stend-
ur fyrir sínu og að því hefur verið vel staðið í samvinnu
fjölda aðila.
Með réttu er hins vegar á það bent að verðlag á inn-
lendri ferðaþjónustu er of hátt. Venjuleg fjölskylda hefur
yfirleitt ekki efni á löngum ferðalögum um landið ef hún
þarf að kaupa mat og gistingu á leiðinni. Það er oftar en
ekki ódýrara að ferðast til útlanda en innanlands.
Æth íslensk ferðaþjónusta að bera sigur úr býtum í
samkeppni við hina erlendu um hylli landsmanna þarf
verðið að lækka. Stjómvöld ættu að leggja sitt af mörkum
til þess að það sé mögulegt með því að stilla álögum á
ferðaþjónustuna í hóf.
Ekki þurfa þó allar ferðir um landið að vera mjög
dýrar. Það er ýmislegt að sjá og skynja steinsnar frá
þéttbýlinu. í bókaverslunum fást margir aðgengilegir
leiðarvísar um gönguslóðir sem tekur aðeins fáeinar
stundir að fara.
Og það er ekki náttúran ein sem tengir okkur við land-
ið. Minjar og saga em líka þáttur í landkennd okkar.
Þess vegna er það einkar ánægjulegt að samgönguráðu-
neytið skuh beita sér fyrir merkingu sögu- og minjastaða
sem hð í ferðaátakinu.
Ákvörðun Vífilfehs hf. um að leggja fram á annan tug
mihjóna króna til að gera þessa framkvæmd mögulega
lýsir rausnarskap og er fyrirtækinu til mikils sóma.
Gremjulegt er aftur á móti til þess að hugsa hve minja-
varsla hefur lengi verið homreka hér á landi. Um land
aht hggja friðlýstar fomleifar undir skemmdum. Von-
andi verða skiltin, sem koma á fyrir á minjastöðunum,
til þess að ljúka upp augum manna fyrir þessum ósóma.
Mestu ferðahelgi sumarsins er nú lokið. Innan fárra
vikna er aðal ferðamannatíminn á enda. En líklega er
það rétt sem Hahdór Blöndal samgönguráðherra segir í
kynningarriti ferðaátaksins að okkur íslendingum er
smám saman að lærast að hver árstíð hefur sína töfra.
Sumarmánuðimir hafa fram að þessu verið ferðamán-
uðumir hjá öhum þorra fólks. Þetta er að breytast enda
samgöngur að vetrarlagi orðnar miklu auðveldari en
áður og fyrirtaks gistiþjónusta í boði víðast hvar um land-
ið. Þetta er ánægjuleg þróun sem verður vonandi th þess
að efla enn frekar þá atvinnugrein sem mest gróska hef-
ur verið í undanfarin ár.
Guðmundur Magnússon
„Fasteignaskattar og sérskatturinn nema nú nálægt 1/5 hluta af árlegum rekstrarkostnaði skrifstofuhúsnæðis
í Reykjavík i útleigu," segir í grein Stefáns.
Avöxtun fjár
í f asteignum
Fasteignir þykja lakari kostur til
fjárfestingar en oft áður og um-
sýsla þeirra krefst þekkingar og
útsjónarsemi. Gera verður þó ráð
fyrir að staða fasteigna breytist í
náinni framtíð. Þær voru um ára-
bil á meðal arðsömustu íjárfestinga
og aðstæður eru að breytast þeim
í hag.
2,5%-5,0% ávöxtun á tímum
neikvæðra raunvaxta
Fyrir tilkomu verðtryggingar var
mjög algengt að menn ávöxtuðu fé
í atvinnuhúsnæði. Leiða má aö því
líkum að það hafi um árabil gefið
2,5%-5,0% raunávöxtun og í sum-
um tilfellum meira. Fyrirtæki
lögðu kapp á að eignast eigið hús-
næði og þeir sem áttu fé keyptu
húsnæði til útleigu. Atvinnuhús-
næði gaf jafnar og tryggar tekjur.
Húsaleiga var nokkuð fast hlutfall
af markaðsverði, sem var stöðugt
og allhátt. Nýting húsnæðis var góð
og lítil afíoll af leigu. Varla þekktist
að húsnæði stæði autt.
Árin rétt fyrir 1980 má ætla að
útleiga iðnaðarhúsnæðis hafi gefið
3,5% raunávöxtun, leiga skrifstofu-
húsnæðis um 5% og dýrasta versl-
unarhúsnæði um 7%. Á sama tíma
voru vextir af almennum fjárfest-
ingalánum og bankalánum lægri
en verðbólgan.
Árið 1979 var lagður sérstakur
skattur á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði sem minnkaði arðsemi
þess. Þó voru fasteignir enn væn-
legur kostur til fjárfestinga í nokk-
ur ár. Til dæmis gaf skrifstofuhús-
næði 1980 þriðjungi betri ávöxtun
er spariskírteini ríkissjóðs.
Verðbréf hagkvæmari
síðasta áratug
Frá 1987 hefur verið offramboð á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði og
markaðsverð lækkað að raungildi.
Einnig hefur síðustu árin borið á
KjaUarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
því að atvinnuhúsnæði stæði autt,
sem við höfðum ekki áður vanist.
í grannlöndum okkar með þróaðri
markað er þó tahð eölilegt að
ákveðinn hundraðshluti atvinnu-
húsnæðis standi auður. Það eru
nýbyggingar, úrelt húsnæði, eignir
sem leigjendur vantar að eða hafa
ekki verið teknar í notkun af öðr-
um ástæðum. Autt húsnæði og
vanskil leigjenda hafa aukið afföh
af leigutekjum.
Enn er ótahð að sérskattur á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði
hefur mikil áhrif á arðsemi þessara
fasteigna. Skatturinn, sem hefur
verið umdeildur frá því hann var
fyrst innheimtur, hefur áhrif á af-
komu eignanna, leigumarkað og
fasteignaverð. Fasteignaskattar og
sérskatturinn nema nú nálægt 1/5
hluta af árlegum rekstrarkostnaði
skristofuhúsnæðis í Reykjavík í
útleigu. Þau áfóh sem atvinnuhús-
næði hefur orðið fyrir síðasta ára-
tug valda því að það þykir ekki
lengur aðlaðandi kostur til fjárfest-
ingar.
Vegur fasteigna
vænkast á ný
Eftir að vextir lækkuðu á verð-
bréfa- og lánamarkaði hefur vegur
fasteigna þó vænkast á ný. Ávöxt-
un fjár í skrifstofu- og iðnaðarhús-
næði er nú th dæmis almennt betri
en vextir ríkisskuldabréfa og besta
ávöxtun í fasteignum er 12%-14%.
Ávöxtunin er þó afar breytUeg frá
einni eign til annarrar og menn
verða að huga vel að umsýslu eign-
anna því ýmsir afmarkaðir flokkar
atvinnuhúsnæðis skUa litlum eða
engum arði.
Skynsamlegt væri fyrir fjárfest-
ingarsjóði á borð við lífeyrissjóði
að meta ástand og horfur á mark-
aði fyrir atvinnuhúsnæði með það
fyrir augum að dreifa áhættu. í dag
fá eigendur margra tegunda at-
vinnuhúsnæðis til dæmis betri
ávöxtun á fé sínu en þeir sem keypt
hafa hlutabréf stórfyrirtækja.
Stefán Ingólfsson
„Skynsamlegt væri fyrir fjárfestingar-
sjóði á borð við lífeyrissjóði að meta
ástand og horfur á markaði fyrir at-
vinnuhúsnæði með það fyrir augum
að dreifa áhættu.“
Skoðanir annarra
í svikalogni lífeyrissjóða
„Fyrirheit almennra lífeyrissjóða eru brostin.
Starfsævin var lengd til sjötugs og nú er verið að
draga verulega úr lífeyri tU sjómanna, en þeirra líf-
eyrissjóður varð til í brjáluðu bjartsýniskasti, sem
svo á sér enga stoö í veruleikanum... Skuldbinding-
ar ríkisins vegna sinna starfsmanna fást ekki rædd-
ar. Ekki heldur hitt hvers vegna ríkið hefur efni á
að bjóða sínu starfsfólki upp á mun styttri starfsævi
en aðrir atvinnurekendur, að útgerðarfyrirtækjum
undanskildum. Sjóðagreifar almennu lífeyrissjóð-
anna eru ánægðir með sig og vUja engu breyta.“
OÓ í Tímanum 28. júlí.
Örlæti íslands
„Hingað til hafa hin auðugu ríki heims að mestu
leyti setið hjá og látið sér nægja aö horfa á í sjón-
varpi saklaust fólk deyja úr hor, sjúkdómum eða
fyrir hendi morðóðra hunda... En á þriðjudaginn
ákvað ríkisstjórn íslands að láta sitt ekki eftir liggja.
Það var af venjulegum rausnarskap sem brugðizt
var við þessu mesta neyðarástandi eftirstríðsáranna.
Ríkisstjórn íslands lagði fram að örlæti sínu eina
mUljón króna. Nákvæmlega."
Ur forystugrein Pressunnar 28. júlí.
Forsætisráðherra tekur frumkvæðið
„Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið
fram fyrir hendumar á formanni Alþýðuflokksins í
Evrópumálum en færri gera sér ljóst að það gerði
hann líka í NAFTA málinu... Forsætisráðherra sá
við utanríkisráðherra og lét ráðuneyti sitt í apríl
birta fréttatilkynningu ,um áhuga á fríverslunar-
samningi við Bandaríkin ein... Við getum haldið
áfram að ræða pólitísk og efnahagsleg tengsl okkar
við Evrópu og Ameríku án óðagots úr utanríkisráðu-
neytinu." Úr forystugrein Vikublaðsins 29. júlí.