Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 18
26
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994
Sviðsljós
Claudia Schiffer ásamt unnusta sinum, David Copperfield, sem m.a. er
þekktur fyrir það að láta Frelsisstyttuna hreinlega gufa upp fyrir framan
nokkur þúsund áhorfendur.
Claudia Schiffer:
Þögul eins og gröfin
Fyrirsætan Claudia SchifFer hefur
undanfama mánuði verið með hin-
um margslungna galdramanni David
Copperfield að nafni.
Um daginn gerðu Claudia og David
samning þar sem Claudia lofar að
segja engum frá brögðunum á bak
við galdrana hans ella þarf hún að
borga háar fjárupphæðir.
Ástæðan fyrir þessari varkárni
Davids er sú að nýlega kom út bók
gegn hans vilja þar sem brögðin á
bak við galdrana eru útlistuð.
„Ég lifi á göldrunum mínum og ef
sagt er frá hvernig þeir eru gerðir
er nokkuð ljóst hvað verður um
mig,“ sagði David.
eykur orku og úthald
Sala á þessu vinsæla fæðubótarefni hefur nú verid leyfð á íslandi
Fæst í apótekum
KEMIKALÍA
TÓMSTUNDIR
///////////////////////////////
Aukablað
TÓMSTUNDIR
OG ÚTIVIST
Miðvikudaginn 10. ágúst nk. mun aukablað um
tómstundir og útivist fylgja DV.
í blaðinu verður m.a. fjallað um:
★ Reykjavíkurmaraþon 21. ágúst. Viðtöl við
keppendur, kort af hlaupaleið, upplýsinga-
töflur og fl.
★ Tómstundir fyrir alla aldurshópa. Sund, hjól-
reiðar, gönguferðir, golf og fl.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við
Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið
fyrsta í síma 63 27 23.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug-
lýsinga er fimmtudagurinn 4. ágúst.
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Gull-
parið
Danska fýrirsætan Helena
Christensen og unnusti hennar,
INXS meðlimurinn Michaeí
Hutchence, hafa tekið upp
óvenjulegan hárstíl.
Stíllinn felst í þvi aö láta gullnar
strípur í hárið og hefur þetta vak-
ið mikla athygli enda mjög
óvenjulegur háralitur.
„Framvegis munum viö bara
mala gull og ekkert annaö,“ sagði
Michael Hutchence.
Helena og Michael með hinar
guitnu stripur.
Hinn harðgerði einstaklingur, sem birtist manni á hvíta tjaldinu, er einung-
is pjattrófa þegar hulunni er svipt frá.
Sylvester Stallone:
Einnota maður
Sylvester Stallone er vanur að
leika harðgerða menn á hvíta tjald-
inu en þegar út í alvöruna er komið
er hann mjúkari en flestir aðrir.
StaUone getur t.d. ekki verið í sokk-
um og nærfatnaði oftar en einu sinni.
Eftir notkun fleygir hann öllu ein-
faldlega í burtu og labbar síðan út í
næstu búð til þess að kaupa meira.
„Þetta er bara eitthvað sem ég hef
vanið mig á. Eflaust liggja ræturnar
þó í. fátæktinni í fortíö minni því þá
þráði ég ríkidæmi og nú hef ég það
og vil njóta þess,“ sagði Stallone.
En Stallone er ekki einn á báti hvað
þetta varðar því leikarinn Andrew
Dice Clay virðist einnig hafa svipaö-
an kæk. Andrew viðurkennir hins
vegar að um hreint pjatt sé að ræða
og að hann eigi í mestu vandræðum
með þetta.
Menning_____________________
Ljótt er ef satt væri
Pappírskiljan um hlutskipti Færeyja er fróðleg lesn-
ing. Höfundur er kunnur fyrir fréttir og fréttaskýring-
ar frá Færeyjum í útvarpi, og verður að ætla að hann
sé kunnugur málefnum eyjanna. Bókin er byggð á
viötölum við málsmetandi menn í Færeyjum, auk sjón-
varpsþáttaraðar sem færeyska sjónvarpið íét gera. í
bókinni er að finna margháttaðan fróðleik um Færeyj-
ar, land og þjóð.
Megintilgangur bókarinnar er þó að skýra þau efna-
hagslegu vandræði sem Færeyingar hafa ratað í. Höf-
undur lýsir og gerir grein fyrir þeirri meginkenningu,
sem margir hafa orðið sammála um, að styrkjakerfið
danska ásamt andvaraleysi þess vegna sé höfuðorsök
þess hversu illa er komið. í þessari skýringu felst vafa-
lítið mikill sannleikskjami. Lýsing höfundar á fram-
göngu færeyskra stjórnmálamanna er ófögur. Hreppa-
póhtík, byggðastefna og eiginhagsmunir hafa að hans
mati verið ráðandi í starfi og stefnumálum færeyskra
stjórnmálamanna. Af þvi eru margar sögur sagöar í
bókinni og sumar í Helgarpóstsstíl. En meginboðskap-
ur höfundar er að í stað þess að byggja upp heilbrigt
atvinnulíf hafi stjómendur eyjanna einblínt á danska
styrkjakerfið og stefnuskrár flokkanna gengið fyrst
og fremst út á hve mikið mætti fá frá Dönum og hvem-
ig. Af bókinni að dæma á rotið hugarfar, fráleitt
styrkjakerfi og eiginhagsmunapot aðalsökina.
Ekki kann ég að leggja dóm á þær sögur og dæmi
sem tilgreind eru í bókinni og ekki vildi ég bera ábyrgð
á þeim. Þeir sem slíkar sögur segja verða að þekkja
vel til mála ef vel á að vera.
En mér finnst lítið gert úr efnahagserfiðleikum Fær-
eyinga með tilliti til gríðarlegs samdráttar í þjóðar-
framleiðslu. Á bls. 99 er birt tafla sem sýnir þróun
ýmissa hagstærða árin 1988-1993. Athugun hennar
sýnir að samdráttur í landsframleiðslu 1989-93 er
hvorki meiri né minni en um 35%. Slíkur samdráttur
er líklega algjört einsdæmi í hinum vestræna heimi á
síðustu áratugum og hefði einn og sér valdið ægilegum
búsifjum þótt ekki kæmu til að auki rangar áherslur
í atvinnupólitík og fjármálastjórn.
Ótrúlegar þóttu mér margar sögur höfundar í bók-
inni en enn verr gekk mér að fá botn í talnaskýringar
hans. í nefndri töflu segir að styrkir Dana hafi numið
7.520 m. kr. árið 1990. Á bls. 101 segir: „Árið 1990 fengu
Færeyingar tæpa 10 milljarða í styrk frá Danmörku."
Þetta þykir mér passa illa saman.
Á bls. 38 og 39 má lesa að heildarstyrkir og endur-
greiðslur Dana hafi árin 1984-1992 numið hátt í 100
milljörðum króna. Af töflunni á bls. 99 er engin leið
aö skilja að þetta geti verið rétt. Þvert á móti virðist
þessi tala vera allt of há.
Á bls. 75 segir: „í janúar 1993 áttu Færeyingar 10
úthafstogara. Árleg skuldabyrði þeirra nam 2,2 millj-
örðum en fyrirsjáanlegt var að af þeirri upphæð gætu
þeir aðeins greitt um 80 milljónir. Eigendur þessara
togara skulduðu m.ö.o. næstum 30 sinnum meira en
þeir höföu bolmagn til að greiða. Eigendur smærri
togara skulduðu 6,2 milljarða en greiðslugetan nam
850 milljónum. Útgerðarmenn 24 línuskipa skulduðu
alls um 1,9 milljarða en gátu greitt 200 milljónir. Fær-
Bókmenntir
Guðmundur G. Þórarinsson
eyingar áttu þannig í janúar 1993 um 100 stór skip og
togara sem skulduðu alls um 10 milljarða króna en
gátu aðeins greitt 1,8 milljarða."
Ég fæ engan botn í þetta. Mér virðist höfundur rugla
saman árlegri skuldabyrði og heildarskuld og jafnvel
leggja þessar tölur saman. Úr slíkum reikningum kem-
ur varla mikið vit.
Á bls. 121 fjallar höfundur um hlutabréfaviðskipti
DDB árið 1993 varandi færeysku bankana. Einhvern
veginn finnst mér að höfundur sé ekki vel með á nótun-
um um hvað þar sé að gerast. Höfundur klykkir út
með því aö segja að erlendar skuldir Færeyinga hafi
vaxið um 25-30 milljarða króna vegna þeirra viðskipta
sem þarna fóru fram. En í töflunni á bls. 99, sem rak-
in er til öruggra heimilda, segir að skuldir Færeyinga
hafi minnkað um nær 2 milljarða á árinu. Reyndar
segir þar að erlendar skuldir Færeyinga hafi lækkað
á árunum 1990-1993 um rúma 9 milljarða þrátt fyrir
gríðarlegt hrun í landsframleiðslu.
Eitthvaö passar þetta allt fila saman.
Ég hefði talið að hér væri um óvandaða vinnu að
ræða ef ég hefði ekki séð í opnuumfjöllun prófessors
í hagfræði í Morgunblaöinu að bókin væri óvenjuvönd-
uð. Gaman hefði verið að fá útskýringar prófessorsins
á þessum tölum höfundar, svo lofsamlegum orðum
sem hagfræðiprófessorinn fer um verk hans.
Umfjöllun um vanda Færeyinga, sem nú hafa líklega
fundið olíu, er fróðleg og þörf. En hún þarf að vera
vönduð og ábyrg.
Hlutskipti Færeyja
Eðvarð T. Jónsson
Útgefandi Mál og menning 1994
Alls 132 blaðsiður