Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Side 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 Afmæli Bjargey Amgrímsdóttir Bjargey Arngrímsdóttir húsmóöir, Skálabrekku 19D, Húsvík, veröur áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Bjargey fæddist að Ljósavatni í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hún var í farskóla að Ljósa- vatni og stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum 1926-28. Bjargey hefur stundaði heimihs- störf frá 1928, fyrst að Stafni í Reykjadal 1928-34 en síðan í Vall- holti, nýbýli þeirra hjóna sem þau reistu 1934. Þar áttu þau heima til 1991 er þau fluttu til Húsavíkur á dvalarheimili aldraðra, Skála- brekku 19. Bjargey starfaði með ungmenna- félagi, bæði í Kinn og í Reykjadal, söng í fjölda ára meö kirkjukórun- um í Þóroddsstaðarsókn og í Einars- staðasókn og hefur stundað ritstörf fyrirkvennablöð. Fjölskylda Bjargey giftist 6.6.1929 Ingólfi Sig- urgeirssyni frá Stafni, bónda og bókbindara. Hann er sonur Sigur- geirs Jónassonar, b. í Stafni, og Kristínar Pétursdóttur húsfreyju. Börn Bjargeyjar og Ingólfs eru Garðar Ingólfsson, f. 28.1.1931, sem lengi rak vélaverkstæði en er nú birgðavörður hjá Rafveitu Reykja- víkur; Pétur, f. 15.8.1935, b. í Fells- hlíö og bílstjóri skólabíls fyrir grunnskólann á Litlu-Laugum; Ing- ólfur, f. 31.3.1945, b. í Grundargili og stundar jafnframt sjómennsku á togaranum Kolbeinsey frá Húsavík. Barnabörn Bjargeyjar eru nú fjórtán en langömmubörnin tutt- ugu. Systkini Bjargeyjar: Gerður, f. 30.12.1896, d. 1930, bjó í Gunnólfs- vík; Knútur, f. 6.8.1903, sóknar- prestur á Húsavik og skólastjóri og rithöfundur í Reykjavík; Hildur, f. 11.2.1911, d. 1930; Sverrir, f. 30.6. 1918, kennari í Reykjavík. Hálfsystkini Bjargeyjar eru Karl Ai’ngrímsson, b. í Veisu í Fnjóska- dal; Eiríkur Arngrímsson, b. á Þór- oddsstað; Kári Amgrimsson, b. í Staðarkoti; Helga Amgrímsdóttir, húsfreyja við Laugaskóla í Reykjad- al; Kara Arngrímsdóttir, húsfreyja aðYstafelliíKinn. Foreldrar Bjargeyjar vom Arn- Bjargey Arngrímsdóttir. grímur Einarsson, f. 5.7.1868, d. 1936, bóndi að Ljósavatni og víðar, og Guðný Árnadóttir, f. 11.5.1875, d. 1946, húsfreyja. afmælið 2. ágúst 85 ára 60ára Þórina Sveinsdóttir, Lagarási 17a, Egilsstöðum. Ingólfur Guðmundsson, Miðfelli, Þingvallahreppi. G unnur Jólin nnsson, Skjaldarvík, Glæsibæjarhreppi. Ágúst Auðunsson, Víðimel 44, Reykjavík. 80 ára Kristján Gils Sveinþórsson, Miðgaröi 7, Neskaupstað, Sigurveig Kristjánsdóttir, Kársnesbraut 107, Kópavogi. Soffía Emilia Richter, Mánabraut 10, Kópavogi. GisliTorfason, Þrúðvangi 12, Hafnarfiröi. Helgi Ólafsson, Haukabergi 3, Ölfushreppi. Kristmann Ágúst Stefánsson, Húki, Fremri-Torfustaöahreppi. GuðrúnÁgústa Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 24, Reykjavík. 50ára 75 ára Sigríður Ólafsdóttir, Lönguhlið21, Reykjavík. Elínborg Brynjólfsdóttir, Gelti, Grímsneshreppi. 70 ára Ágúst ísfeid Sigurðsson, yfirverksfjóri Vinnuskóía Reykjavíkur, Hrafnhólum2, Reykjavík. Ág- ústogeigin- kona hans, Sal- björg Jere- miasdóttirtaka ámótigestumí felagsheimili Rafveitu Reykjavikur í dagmillikl. 17.00 og 19.00. Gisli Kristjánsson, Sæviðarsundi 68, Reykjavik. Sigurður Sigurðsson, Sléttuvegi 15, Reykjavik, Jón Pélsson, Fannafold3, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson, Ármúla32,Reykjavík. Theódór Jakob Guðmundsson, Hófgerði 28, Kópavogi. Sólrún Hervör Jónsdóttir, Eyrarlandi, Hofshreppi. Anna Lilja Stefánsdóttir, Akurgeröi ld, Akureyri. Þórir Gunnlaugsson, Reykási 29, Reykjavík. Sigfús Tómasson, Suðurgötu 96, Hafnarfiröi. EggertAtlason, Stigahlíð 74, Reykjavík. Ásta Guðmundsdóttir, Heiðarbakka 6, Keflavík. 40 ára Rannveig Einarsdóttir, Tunguseli 7, Reykjavík. Daníel Hálfdanarson, Háahvammi 2, Hafnarflrði. Óskar Smári Haraldsson, Kambaseli 21, Reykjavik. Eiín Hanna Kjartansdóttir, Garðabraut 39, Akranesi. Hafdis Hlöðversdóttir, Stuðlabergi 112, Hafnarftrði. Guðrún Jónsdóttir, Blesugróf28, Reykjavík. Eyþór Árnason, Sólvallagötu 39, Reykjavík. Sjúkrahúsið á Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða í eftirtalin störf: Stöður hjúkrunarfræðinga á legudeildum Stöðu hjúkrunarfræðings á skurð- og skiptistofu, 80%. Viðbótarstarf á deildum ef óskað er. I sjúkrahúsinu er rúm fyrir 62 sjúklinga. Á Húsavík eru rúmlega 2.500 íbúar. Þar er grunn- skóli, framhaldsskóli og tónlistarskóli. Góð aðstaða er til útivistar, íþrótta og heilsuræktar. Góðar sam- göngur við suðvesturhornið. Frá Húsavík er stutt til margra af fegurstu náttúruperlum landsins. Húsnæði og önnur fyrirgreiðsla fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-40500 og 96-40542. Björg Jóhanna Jónsdóttir Björg Jóhanna Jónsdóttir, hús- freyja, Miðbælisbökkum, Austur- Eyjafjölium, veröur sjötug í dag. Starfsferill Björg er fædd í Vestmannaeyjum en hún ólst upp bæði í Bakkadal í Arnarfirði og á Flateyri við Önund- arfjörð. Björg hefur starfaö í Reykjavík, m.a. í vistum hjá fólki og víðar. Hún starfaði lengi sem ráðskona austur undir Eyjafjöllum en hefur stundað búskap síðan 1959, fyrst ásamt eiginmanni sínum en nú ásamt sonum sínum. Fjölskylda Björg giftist árið 1959 Óskari Ket- ilssyni, f. 5.4.1929, d. 11.5.1993, bónda. Foreldrar hans voru Stein- unn Jónsdóttir verkakona og KetiU Brandsson, netamaður í Vest- mannaeyjum. Börn Bjargar og Óskars: Guörún María, f. 17.7.1959, starfmaður á leikskóla, maki Axel Sigurgeir Ax- elsson, f. 9.8.1945, d. 10.8.1993, þau eignuðust eitt barn; Jón Ingvar, f. 25.12:1961, rafeindavirki, maki Martha Jörundsdóttir, f. 12.11.1969, þau eru búsett í Reykjavík og eiga eitt bam; Steinar Kristján, f. 13.10. 1965, bóndi aö Miðbælisbökkum. Systkin Bjargar: Guðjón, f. 1.8. 1927, d. 29.12.1992, hann var giftur Jóhönnu Snæfeld sem nú er búsett í Kópavogi og eignuöust þau fjögur börn; Ásta, f. 5.7.1926, maki Sig- mundur Þóroddsson, látinn, þau eignuöust fjögur börn; Júlíana Kristín, f. 12.9.1928, maki Guðni Guðnason, þau em búsett á Flateyri ogeigafjögurbörn. Foreldrar Bjargar: Jón Magnús- Björg Jóhanna Jónsdóttir. son, f. 22.4.1895, d. 29.4.1957, skó- smiöur, og Elín María Jónsdóttir, f. 24.12.1903, d. 16.11.1977, húsmóöir. Þau voru lengst af búsett á Flateyri við Önundarfjörð. Björg veröur heima á afmælisdag- inn. Sviðsljós Heimasætan á Gullberastööum, Þórdís Sigurðardóttir, sigraði i barnaflokki á Faxaborg á Rum. DV-mynd E.J. Stangarholtshjónin með tvö gull á Faxaborg Það er þumalputtaregla I Borgar- firöi aö hann brestur á með sól- skini þegar félagar í hestamannafé- laginu Faxa hyggjast halda hesta- mót. Þannig varð það auðvitað um síð- ustu helgi og fóm margir bændur í heyskap eflir hálfs mánaöar rign- ingar. Skráningar vora þó ágætar í gæð- ingakeppninni. í A-flokki mættu 14 hross, í B-flokki 20 hross, í bama- flokki 8 keppendur og unghnga- flokki 8 keppendur. Þrír hæst dæmdu þátttakendum- ir fara á stórmótiö sem haldið er á Kaldármelum um verslunar- mannahelgina. Gísli Gíslason og Olil Amble í Stangarholti áttu efstu hesta í A- og B-flokki og sat Gísh báða. í A-flokki sigraði Eva frá Kjam- holtum með 8,48 í einkunn og í B- flokki Flakkari frá Hvitanesi með 8,22 í einkunn. Reyndar fengu tveir hestar í B- flokki hærri einkunnir, en reglan í gæðingcjkeppni hjá Faxa er sú að sigurvegarar mega einungis keppa um Faxaskeifuna þriðja hvert ár. En Vænting, Gíslínu Jensdóttur fékk hæstu einkunn í B-flokki 8,40 og var knapi Olil Amble. Vænting vann Faxaskeifuna 1993. Pilatus, sem Ingimar Sveinsson á og sýndi fékk 8,29. Pílatus fékk Faxaskeifuna 1992. Stúlkurnar skákuöu drengjunum í ungknapaflokkum komust átta stúlkur í verðlaunasæti en einung- is tveir drengir. í bamaflokki sigraði Þórdís Sig- urðardóttir á Rum frá Gullbera- stöðum með 8,42 í einkunn og í unglingaflokki Heiða Dís Fjeldsted áFengmeð8,20íeinkunn. -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.