Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Síða 2
Fréttir Nýr skólastjóri Hvolsskóla um yfirlýsingu Ólafs G. Einarssonar: Er að dæma f lesta skólastjóra óhæfa - mjög ósáttur viö málflutning menntamálaráðherra, segir Unnar Þór Böövarsson „Ég er voðalega ánægður með að hafa unnið þetta mál og vera kominn hingað. Hins vegar er ég mjög ósáttur með málflutning ráðherra, með tal hans um ófagleg vinnubrögð hér heima fyrir. Um leið og hann er að tala um ófagleg vinnubrögð og aö breyta þurfi reglum til þess aö koma í veg fyrir svona ráðningar er hann að segja að ég sé óhæfur til þess að gegna þessari stöðu. Ég vii ekki vera að elta ólar við þetta því það skaðar skólasamfélagið héma að vera að þrasa í þessu lengi,“ sagði Unnar Þór Böövarsson, skólastjóri Reykholts- skóla í Biskupstungum, um yfirlýs- ingu sem Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra sendi frá sér þegar hann setti Unnar Þór í stöðu skólastjóra Hvolsskóla á HvolsveUi til eins árs í gær. Unnar Þór sagði að með ummælum sínum væri ráðherra að dæma þorra skólastjóra í landinu óhæfan til þess að gegna starfi sínu því fjölmargir þeirra væru með sömu menntun og hann. Eins og kunnugt er hafði ráðherra áður veitt Jónínu Tryggvadóttur starfið á grundvelli þess að hún hefði mesta og fjölþættasta menntun tólf umsækjenda. Skólanefnd og fræðslu- stjóri höfðu hins vegar mælt með Unnari Þór. Jónína dró umsókn sína til baka í kjölfar ályktunar skólanefndar og mótmæla Skólastjórafélags Suður- lands. í yfirlýsingu frá menntamálaráðu- neytinu segir aö vegna afstööu þess- ara aðila hafi ráöherra ákveðiö að kanna ekki hug þeirra níu umsækj- enda sem eftir voru með meiri menntun en Unnar. Ráðherra áréttar hins vegar fyrri ummæli um að hann muni beita sér fyrir því að lög kveði á um fagleg vinnubrögð við ráðning- ar skólastjóra með markvissari hætti en nú er. ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 Vamarliöslögreglan: Uppnám vegna skotmanna Ægir Már Kaiason, DV, Suðumesjum; Mikill viðbúnaður herlögregl- unnar á Keflavikurflugvelli var settur í gang á sunnudag vegna tveggja manna sem sáust vera að skjóta úr byssum rétt fyrir neðan aðalhlið vamargirðingarinnar. Tveir herlögreglubílar voru send- ir á mikilli ferð á staðinn með blikkandi ljós og síðan bættist þeim liðsauki frá lögreglunni í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli. í ljós kom að þama vom tveir vanir menn að skjóta mávinn en þeir vom að störfum fyrir Njarð- víkurbæ. Að sögn lögreglunnar gleymdist að koma boðum til herlögreglunn- ar um að umræddir menn yrðu á þessum slóðum en eftir skamman tíma var búið að kippa þessum málum í lag og skotveiðimennim- ir héldu vinnu sinni áfram. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra átti I gær óformlegan fund með Grete Faremo, dómsmálaráöherra Noregs, um Svalbarðadeiluna. Engin niður- staöa fékkst á fundinum og er deila þjóðanna því í sama hnút og áður. Að mati Norðmanna kemur ekki til álita að veita íslendingum veiðiheimildir á „verndarsvæðinu". Norski ráöherrann er nú farinn af landi brott en hún sat þing norrænna dómsmálaráðherra í Reykjavik í gær. DV-mynd GVA Sinni ekki opin- berum móttökum - segir Jón G. Tómasson borgarritari Fjöimargirviija byggja HM-höII „ Víð sendum borginni bréf í dag þar sem viö getum um það aö viö höfum skoðað möguldka á því að byggja íþróttahús af þeirri stærö og gerð sem ráðgerð er fyr- ir HM '95. Viö teljum okkur geta útvegað þetta hús nægilega mikið unnið svo að hægt verði að halda keppnina þar á vori komanda. Ráðgjafar okkar hafa skoðað verö á þessu og okkur sýnist kostnaö- urinn myndi veröa ásættanlegur fyrir borgina. Viö óskum eftir tækifæri til þess aö koma fram meö formlegt tilboð sem yröi þá á þeim nótum að borgin eignaðist húsið með einum eöa öðrum hætti,“ sagði Jónas Frímannsson hjá Istaki þegar hann var spuröur út í bréf sem fyrirtækið sendi borginni í gær. „Þetta bréf er ekki neitt öðru- vísi en a.m.k. eUefu önnur sem viö höftun fengiö þar sem menn lýsa áhuga sínum á því aö byggja þetta hús ef til kæmi. Mér sýnist bréf af þessu tagi hafa komiö alls staðar úr heiminum og þetta er því í sjálfu sér ekkert nýtt,“ sagði Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður. „í fjarveru borgarstjóra gegnir borgarritari störfum hans nema borgarstjóri hafi faliö það öörum. Það er skráð í stjómskipun borgar- innar. Hins vegar er það gömul venja að borgarritari sér ekki um opinber- ar móttökur fyrir borgina. Hann hef- ur ekki komið fram út á við fyrir hönd borgarinnar í áratugi. Móttök- ur hafa verið á verksviði forseta og varaforseta borgarstjórnar. Það er ekkert óeðlilegt við það þó Sigrún Magnúsdóttir, sem fyrsti varaforseti, sjái um móttöku í Höfða fyrir borgar- stjórann frá Bonn. Ég hefði ekki gert það,“ segir Jón G. Tómasson borgar- ritari. Athygli vakti í síðustu viku að Sigrún Magnúsdóttir var stað- gengili borgarstjóra 1 móttöku fyrir borgarstjórann í Bonn og stjómaði einnig fundum borgarráðs. I flölm- iðlum var almennt talað um hana sem staðgengil borgarstjóra en það er starf sem borgarritari sinnir venjulega. Jón var í fríi í síðustu viku. Varðandi opinberar móttökur gilda hefðir, að sögn Jóns. Þeir sem koma fram fyrir hönd borgarinnar og taka á móti gestum, fyrir utan borgar- stjóra, em forsetar borgarstjómar. Hann segir að Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, hafi séð um flestar móttökur síðan þessi borgar- stjómarmeirihluti tók við. „Ég er embættislegur staðgengill borgarstjóra þegar hann er fjarri, ekki pólitískur. Á þessu varð breyt- ing árið 1974. Þá var gerö sú breyting að embættismenn gegndu ekki leng- ur formennsku í ýmsum nefndum og ráðum eins og áður. Pólitíkusam- ir tóku þaö yfir. Fram að þeim tíma höfðu embættismenn eins og borgar- ritari, borgarlögmaður eða skrif- stofustjóri stýrt fundum borgarráðs í fjarveru borgarstjóra," segir Jón. Sigrún Magnúsdóttir stýrði einnig fimdum borgarráðs í síðustu viku. Jón segir að venjulega sé það vara- formaður borgarráös sem stýri fund- um ráðsins þegar borgarstjóri er ekki við en ef varaformaðurinn er ekki heldur við þá sé það aldursfor- seti sem stýri. Pétur Jónsson er vara- formaður borgarráðs og Sigrún Magnúsdóttir er aldursforseti. Jón segir að embættislegur yfir- maður borgarinnar þegar bæöi borg- arstjóri og borgarritari séu fjarstadd- ir sé samkvæmt vepju borgarlög- maöur. Stuttar fréttir Óstyttveiðitimabil Yfirgnæfandi likur em á að mnhverfisráðherra stytti ekki ijúpnaveiðitímabilið í ár og heimili veiöar frá 15. október til 22. desember í ár. Samkvæmt heimildum DV er reglugerö þessa efnis í smíðum. Leitað með hljóðsjá Leita á með sérstakri hljóðsjá að Hki Bandaríkjamannsins sem fórst við köfun í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi i siðustu viku. Mbl. greindi frá þessu. Rafrænteftirlit Til umræðu er að fylgjast meö fóngum sem fengið hafa væga dóma meö því að setja rafræn armbönd á þá. Um þetta var m.a. rætt á fundi norænna dómsmála- ráðherra sem fór fram í gær. Tíminn greindi frá þessu. Fundifresfað Bankamir og sparisjóðirnir hafa óskað eftir því við Neytenda- samtökin að fyrirhuguðum fundi um þjónustugjöld verði frestað til 23. september. Fundurinn átti að vera 15. ágúst. Mbl. greindi frá þessu. Áreksturogtafir Umferðartafir urðu í Hvalfirði í gær þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Botnsá. Eng- in slys urðu á fólki en bílamir voru óökufærir eftir óhappið. Vesturlandsvegur lokaðist því í um klukkustund. Góðsalaveiðileyfa Hreindýraveiðar hafa gengiö vel það sem af er og allar líkur á aö það takist aö fella þau 740 dýr sem heimilt er að veiöa í ár. Sam- kvæmt Mbl. hefur sala veiðileyfa gengið vel, jafnt til innlendra sem erlendra veiðimanna. 300 vaidr sprautuf íklar SÁÁ áætlar að hér á landi séu um 300 virkir sprautfíklar. Á ár- unum 1991 til 1993 komu 209 slík- ir fiklar til meðferðar á Vogi, 58 konur og 151 karl. Alþýðublaðið greindi frá þessu. Stefnir á annaö sætið Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir ætlar að sækjast eftir 2. sætinu á framboöslista Framsóknar- flokksins f næstu þingkosning- um. Tíminn hefur þetta eftir henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.