Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994' ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 17 íþróttir United byrjaráQPR Enska úrvalsdeildin í knatt- spymu hefst á laugardaginn kemur og má segja að langþráð stund fyrir marga sé loksins að renna upp. Meistararnir í Man- chester United hefja titilvöm á heimaveUi þegar QPR kemur í heimsókn. Leikirílumferð Leikir í 1. umferð verða annars þessir: Arsenal-Manchester City, Chelsea-Norwich, Coventry- Wimbledon, Crystal Palace- Liverpool, Everton-Aston Villa, Ipswich-Nottingham Forest, Manchester United-QPR, Shef- íield Wednesday-Tottenham, So- uthampton-Blackburn, West Ham-Leeds. Dæmt eftir HM-reglum Breski dómarinn Philip Done sem dæmdi á HM í sumar dæmdi leik Manchester United og Black- bum í úrslitaleiknum um góð- gerðarskjöldinn í fyrradag. Done dæmdi eftir HM-reglunum og gaf sjö leikmönnum gul spjöld. Kenny Dalglish, iramkvæmda- stjóri Blackburn, er ekki ánægð- ur með þessar reglur. „Ef þaö á að gefa 7-8 áminningar í leik held ég að enginn hafi gaman af. Það er stór munur á hörðum leik og grófum leik ogþar verða dómarar að greinaá milli,“ sagði Dalglish. Varð fyrir hnífstungu Avaro Pena, leikmaður bólí- víska landsliðsins á HM í sumar, varð fyrir árás fyrrverandi eigin- konu sinnar í borginni Santa Cruz um helgina. Konan beitti eldhúshnífi í árás sinni og hlaut Pena nokkur meiðsli, þó ekki lífs- hættuleg. Ekki er vitað hvenær Pena verður knattspyrnufær á nýjan leik. Villfáfrið Gísli Þór Guómundsson, D V, Englandi: Ghanabúinn Nii Lamptey, sem Aston ViUa keypti frá Anderlecht í Belgíu fyrir 1,3 milljónir punda, hefúr óskað eftir því aö vera ekki valinn í landsliö Ghana svo hann geti einbeltt sér að árangri í ensku deildinni. Fær ekki atvinnuleyf i Bandaríska leikmanninum Brad Friedel, sem var á leið til Newcastle fyrir um 300 þúsund pund, hefur verið neitað um at- vinnuleyfi. Friedel á yfir 30 lands- leiki að baki og hefur Kevin Keeg- an, framkvæmdasijóri New- castle, ákveðiö aö áfrýja dómn- um. Doncaster tapaði Doncaster, lið Guömundar Torfasonar, tapaði fyrir Wrex- ham, 2-4, í fyrri leik liöanna í l. umferð ensku deildarbikar- keppninnar í knattspyrnu í gær. Bæjarar úr leik Þau óvæntu úrslit urðu í 1. umferö þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu um helgina að þýsku meistararnir i Bayern Múnchen voru slegnir út af áhugamannaliðinu Vestenbergs- greuth. Lokatölur urðu 1-0 og var markiö skoraö á 43. mínútu leiks- ins. race oroinn etstur Nick Price frá Zimbabwe, sem sigraði á bandaríska PGA meist- aramótinu í golfi um helgina, komst í efsta sæti á heimsafreka- hstanum sem gefinn var út í gær. Price velti Ástralanum Greg Nor- man úr efsta sætinu en i þriðja sæti er Bretinn Nick Faldo. 1. deild kvenna í knattspymu: Hagur UBK vænkast enn - eftir 1-1 jafntefli ÍA og KR í gær Ingibjörg Hinriksdóttir skriíar: Fátt getur nú komið í veg fyrir að íslandsmeistaratitillinn í 1. deild kvenna í knattspyrnu falli Blika- stúlkum í skaut efir að aðalkeppni- nautarnir og íslandsmeistararnir í KR gerðu 1-1 jafntefli við ÍA á Akra- nesi í gærkvöldi. Breiðablik hefur 8 stiga forskot á KR þegar þremur umferðum er ólokið og hefur að auki mun hagstæðari markatölu. Skagastúlkur komust í 1-0 á 27. mínútu. Magnea Gunnlaugsdóttir tók langt innkast á írisi Steinsdóttur sem gaf boltann út á Laufeyju Sig- urðardóttur Henn og hún skoraði með fallegu vinstrifótarskoti upp í markhomið. Mínútu síöar átti KR skot í stöngina og rétt fyrir leikhlé varði Steindóra Steinsdóttir ipjög vel skalla frá Helenu Ólafsdóttur. KR-ingar komu mjög ákveðnir til leiks í síöari hálfleik og á 56. mínútu jöfnuðu þeir metin. Markið skoraði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir beint úr aukaspyrnu rétt utan teigs og þar svaf Skagavörnin á verðinum. KR sótti það sem eftir lifði leiks en Skagastelpur voru samt nær því að skora en glæsilegt skot Berglindar Þráinsdóttur af 35 metra færi small í markstönginni. Hjá ÍA voru Magnea Gunnlaugs- dóttir og Áslaug R. Ákadóttir bestar en hjá KR bar mest á Helenu Ólafs- dóttur og Ásdísi Þorgilsdóttur. Maður leiksins: Magnea Gunnlaugs- dóttir, ÍA. Laufey Sigurðardóttir Henn skoraði mark Skagastúlkna. ísland og Eistland mætast á Akureyri í kvöld: Rennumnokkuð blint í sjóinn - segir Ásgeir landsliösþjálfari sem leggur mikið upp úr leiknum íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Eistum í vináttulandsleik á Akureyri í kvöld. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska hðsins fyrir Evrópuleikinn gegn Svíum í Reykja- vík 7. september. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari lagöi mikið kapp á það að stilla upp sterku liði og voru sjö atvinnumenn erlendis frá kallað- ir í leikinn. Eistlendingar eru eins og íslendingar að undirbúa liö sitt fyrir riðlakeppni Evrópumótsins en hðið er nær eingöngu 'skipað leik- mönnum frá sama liðinu í Eistlandi, Flora Talhnn. íslenska liðið hélt norður til Akur- eyrar í gærkvöldi og æfði á KA-vell- inum í gærkvöldi. Mikilvægur undirbúningur fyrir Svíaleikinn „Ég hef ekkert séð til eistneska liðs- ins og rennum því svo að segja nokk- uð blint í sjóinn. Engu að síður legg ég mikið upp úr þessum leik enda mikilvægur undirbúningur fyrir Birkir Kristinsson mun verja mark íslands í kvöld. stóra leikinn gegn Svíum í septemb- er. Við þurfum í öllu falh helst að vinna sigur í leiknum og þar af leið- andi verður lagt töluvert upp úr sóknarleiknum. Við látum þó upp- hafsmínútur ráða nokkuð um fram- haldið í leiknum," sagði Ásgeir Elías- son landsliðsþjálfari í samtali við DV í gærkvöldi. Verður Arnór með í kvöld? Amór Guðjohnsen kom til íslands frá Svíþjóö fyrir helgina og hefur síð- an verið undir handleiðslu læknis vegna nárameiösla sem hann hlaut í deildarleik með Örebro fyrir skemmstu. Ásgeir sagði í samtalinu við DV að það kæmi í ljós eftir morgunæfingu liðsins hvort Amór yrði með í kvöld. Arnór er á batavegi og verður að telja möguleikana æ meiri á því að hann leiki með í kvöld. Tvær breytingar voru gerðar á 16- manna hópnum í gær þegar í ljós kom að Arnar Gunnlaugsson, Þorvaldur Örlygsson, Stoke, leikur á sínum gamla heimavelli. Numberg, og Sigurður Jónsson, ÍA, yröu ekki með vegna meiðsla. Arnar fékk blóðeitrun í fótinn og Sigurður Jónsson hlaut meiðsli í leiknum gegn Þór um helgina. í þeiira stað koma Haraldur Ingólfsson, ÍA, og Ólafur Kristjánsson, FH. Eftir æfinguna í gærkvöldi til- kynnti Ásgeir byrjunarhðið og verð- ur það þannig skipað. Markvörður: Birkir Kristinsson...........Fram Aðrir leikmenn: Arnar Grétarsson......Breiðabliki Kristján Jónsson.......Bodö/Glimt Guðni Bergsson................Val Sigursteinn Gíslason......... ÍA Hlynur Stefánsson..........Örebro Ólafur Þórðarson...............ÍA Þorvaldur Örlygsson.........Stoke Eyjólfur Sverrisson......Besiktas ArnórGuðjohnsen............Örebro Bjarki Gunnlaugsson......Núrnberg Sigursteinn Gíslason leikur í kvöld sinn sjötta landsieik. Um helgina náði KSÍ samkomu- er i úrslitakeppni heimsmeistara- mun í þeim leik eingöngu styðjast lagi viö Sádi-Araba um að liö mótsins í Bandaríkjunum í sumar við leikmenn sem leika með ís- þeirra léki landsleik við íslendinga ogsýnduþáaöþeirkunnaýmislegt lenskum félagsliðum. Landsliðs- á Laugardaisvellinum í lok ágúst. fyrir sér á knattspymusviðinu. menn með erlendum félagshöum Þessar þjóðir áttust við í Toulon í Ekki er annað vitað en aö þeir komi eru á sama tíma að leika með sin- Frakklandi á sl. vori og fóru þá hingaðtillandsmeðnokkuðsvipað um liðum og geta af þeim sökum Sádi-Arahar með sigur af hólmi, liðoglékíBandaríkjunumísumar. ekki komið i leikinn. 2-O.Sádi-Arabarlékusemkunnugt Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari Geir til Vals? - hefur sagt skiliö viö Alzira og fer hugsanlega meö Valsmönnum í keppnisferö til Bandaríkjanna á sunnudaginn Flest bendir nú til að landsliðsfyrir- liðinn í handknattleik, Geir Sveins- son, leiki með íslandsmeisturum Vals á komandi keppnistímabili í hand- boltanum. Geir var á Spáni í síðustu viku og eftir því sem DV kemst næst þá hefur hann sagt skilið við spænska félagið Alzira og hyggst að öllum lík- indum leika á íslandi í vetur. Geir kom heim um helgina frá Spáni og æfði með Val í gærkvöldi og fer hugs- anlega með höinu í keppnisferð til Bandaríkjanna. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um að ef Geir kemur að nýju til sinna gömlu félaga verður hann lið- inu gífurlega mikill styrkur. Allir leikmenn liðsins sem léku í fyrra, að undanskildum Rúnari Sigtryggssyni, sem genginn er í raðir Víkinga, verða með Val áfram í vetur auk ungra og efnilegra Valsmanna sem Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals, hefur mótað svo Valsliðið verður ekki árennilegt með landsliðsfyrirliðann innaborðs. Leika fimm leiki við bandaríska landsliðið Valsmenn halda til Bandaríkjanna á sunnudaginn og verða í níu daga keppnisferð þar sem þeir munu leika 5 leiki við bandaríska landshðið. Vals- menn kosta farið til Bandaríkjanna sjálfir en Bandaríkjamennirnir sjá um að greiða fæði og húsnæði fyrir 20 manna hóp. Að sögn Þorbjöms Jenssonar settu forráðamenn bandaríska landsliðsins í handknattleik sig í samband við Jak- ob Sigurðsson, Valsmann og fyrrum landsliðsmanna, en hann er við nám í Chicago. „Upphaflega stóð til að fara í vor en svo vildu þeir frekar fá okkur á þessum tíma. Það passaði betur við þeirra undirbúning og líka okkar. Þessi ferð og leikir passa alveg frá- bærlega vel fyrir okkur,“ sagði Þor- bjöm Jensson við DV í gærkvöldi. Eyjólfur Sverrisson veröur í fremstu viglínu hjá islenska landsliðinu gegn Eistum í kvöld og verður fróðlegt að sjá í hvernig formi hann er eftir dvöl sína hjá Besiktas í Tyrklandi. Eyjólfur Sverrisson byrjar vel í tyrknesku knattspymunni: Mark í fyrsta leik - þegar Besiktas vann góðan útisigur í 1. umferð í 42 stiga hita Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrsta mark tímabilsins í Tyrklandi fyrir sitt nýja félag, Besiktas frá Istanbul, þegar hðið sótti Denizlispor heim í 1. umferð og sigraöi, 1-3. Eyjólfur, sem gerði fyrir skemmstu eins árs samning við liðið, skoraði strax á 15. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf fyrir markið. „Ég get ekki annað sagt en að mér hafi gengið vel í leiknum. Að vísu var óbærilegur hiti á sunnudag í Tyrklandi en um 42 gráðu hiti var og var þetta einn heitasti dagurinn um 20 ára skeið í land- inu. Ég er mjög ánægður hjá hðinu og þetta er allt annar heimur ef mið er tek- ið af Þýskalandi. Þetta er í raun engu líkt og það er hrein upplifun að kynnast þessu öllu saman. Áhorfendur era eng- um líkir og umgjörðin í kringum leikina er meiri en maður átti að venjast hjá Stuttgart í Þýskalandi. Segja má aö öll þjóðin lifi með knattspyrnunni. Mér hef- ur verið vel tekiö hjá áhangendum liðins og er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, í samtah viö DV í gærkvöldi frá heimabæ sínum Sauðár- króki. Eyjólfur kom heim frá Tyrklandi í gær, æfði með landsliðinu á Akureyri í gærkvöldi og notaði síöan tækifæriö til að skreppa heim á æskustöðvamar. Eyjólfur sagði að Besiktas væri mjög gott lið og stefnan væri tekin á meistara- titilinn í ár. Baráttan um titilinn myndi að öllum líkindum standa á milli liðanna frá Istanbul, Besiktas, Fenerbache og Galatasaray. Eyjólfur sagði að styrkur Uðsins lægi í teknískum og snöggum leikmönnum en meiri skilning vantaði og varnarleikurinn mætti vera betri. Öll aðstaða hjá Besiktas frábær „Öll aðstaða í hjá Besiktas væri í einu orði sagt frábær, mun betri en hjá Stuttgart sem var þó góð. Við æfum þetta 1-2 á dag og flogið er í flesta útileikina enda landið stórt,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur bætti viö að menn væm þegar farnir aö spjalla um viðureign Tyrkja og íslendinga í Evrópukeppninni í okt- óber í Istanbul. Menn er minnugir leiks- ins í Reykjavík sem tapaðist, 5-1. fþróttir Miðasala á HM ’95: Ratvís og HSÍ hafa samið um miðasölu lónsbikarmótið Gunnsteinn Jónsson, GK, bar sigur úr býtum án forgjafar á opna Lónsbikarmótinu í golfi sem haldiö var á ísafirði um helgina. Gunnsteinn lék á 141 höggi. Omar Ómarsson, GÍ, sigraöi meö forgjöf á 131 höggi. Siggarnirumtu Á laugardaginn var haldið LEK-mót á Strandarvelli sem einnig gaf stig til landsliðs öld- unga og voru landsliðin tilkynnt í mótslok. Úrslit urðu þessí: Með forgjöf: 1. Sigurður Emilsson, GK..68 2. Sverrir Einarsson, NK..69 3. Vilhjálmur Ámason, GR..69 Án forgjafar: 1. Sigurður Héðinsson, GK.75 2. Guðmundur Valdimars, GL...78 3. Óttar Ingvason, GR....79 Landsliðinvalin Landsliðin eru skipuð eftirtöld- um mönnum, A-lið: Guðmundur Valdimarsson, Sigurjón Gíslason, Þorbjöra Kjærbo, Gísli Sigurðs- son, Sigurður Albertsson, Óttar Ingvason. B-lið: Helgi Ðaníelsson, Jóhann Benediktsson, Alffeð Viktorsson, Sverrir Einarsson, Sveinbjörn Jónsson, Gunnar Júl- íusson. Körf uboitaskóii Þórs Körfuboltaskóli Þórs á Akur- eyri veröur í íþróttahúsi Glerár- skóla dagana 22.-26. ágúst og er hann ætlaður stelpum og strák- um á aldrinum 7-14 ára. Umsjón- armaður skólans er Hrannar Hólm, en auk hans munu þjálfar- ar og leikmenn Þórs sjá um þjálf- un. Skráning og upplýsingar hjá Hrannari í síma 96-11061. NBA-leikiiieniikonta Körfuknattleiksdeild ÍBK stendur fyrir körfuboltaskóla í íþróttahúsinu í Keflavík dagana 22.-26. ágúst. Anthony Bowie, leikmaður Orlando Magic, og Ot- is Smith, fyrrverandi leikmaður Orlando, munu starfa sem þjálf- arar alla vikuna. Innritun fer ffarn í íþróttahúsinu í síma 92-12945. HandbottaskðliFH Innritun á handboltaskóla FH verður í Sjónarhóli þessa viku en skólinn hefst mánudaginn 22. ág- úst fil miðvikudags 31. ágúst. Kennt verður í tveimur sölum samtímis í íþróttahúsinu við Kaplakrika. 6-10 ára drengir og stúlkur verða frá kl. 10-12 en 11-14 ára drengir og stúlkur frá 13-15. Þátttökugjald er krónur 1500 og er veittur systkinaafslátt- ur. Þekktir þjálfarar sjá um kennsluna og meistarafiokkar karla og kvenna koma í heim- sókn. Drottningamót Hagsmunasamtök knatt- spymukvenna mun standa fyrir knattspyrnumóti (Drottninga- móti) fyrir stúlkur 25 ára og eldri á Leiknisvelli þann 26. ágúst. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Svövu í síma 76353 eftir kl. 20 á kvöldin. Jafnt i 4. deildinni Hetmarm KarlasQn, DV, Akureyri: HSÞ-B og Hvöt gerðu 2-2 jafn- tefli í C-riðli 4. deildar karla á íslandsmótinu í knattspymu í gær. Ófeígur Fanndal gerði bæöi mörk HSÞ en en Jón Oskar Pét- ursson og Pétur Hafsteinsson gerðu mörk Hvatar. Leikið i 3. deildinni Heil umferð verður leikin í 3. deildinni í knattspymu í kvöld. Leikirnir em: Dalvlk-BÍ, Hauk- ar-Fjölnir, Reynir-Völsungur, Höttur-Skallagrímur, Tinda- stóll-Víðir. Leikirnir hefjast allir klukkan 18.30. Ferðaskrifstofan Ratvís og HSÍ hafa gert með sér samning um að Ratvís sjái um alla miðasölu á heims- meistarakeppninni í handknattleik sem verður hér á landi í maí á næsta ári. Ratvís tryggir HSÍ minnst 150 milljónir króna á miðasölu vegna keppninnar. Ef miðasala gefur meiri tekjur fær HSÍ þær einnig en greiðir Ratvís verktakalaun af öllu eftir að 150 milljóna markinu er náð. HSÍ fær einnig hlutdeild í allri þjónustu sem Ratvís veitir ferða- mönnum sem koma til landsins vegna keppninnar. Samningurinn er hugsaður til að hámarka tekjur HSÍ með því að stýra viðskiptum sem mest í gegnum Ratvís. Söluáætlunin hér innanlands mun verða byggð upp á þremur aðferðum. Sú fyrsta er að ganga í stuðningsmannahópinn „Fólkið okkar“, sem tryggir fólki miða á leiki íslands, sá möguleiki rennur út 1. nóvember. Næsta leið er sú að taka þátt í svokallaðri slembiforsölu sem tryggir fólki miða á eitthvert leikkvöld. Sú síðasta er aö það veröur boðið upp á mismun- andi aðgangskort. Þegar samningur var gerður á milli Halldórs Jóhannessonar og HM ’95 tryggði HSÍ sér 1000 miða á alla leiki íslands. Tilgangur HSÍ er að tryggja þeim aöilum, sem stutt hafa hvað best við landshðið í gegnum tíðina, miða á leiki íslands. HSÍ hefur rétt til þess að ráðstafa þessum miðum til 1. nóvember. Um leið og menn gerast meðlimir í „Fólkinu okkar" fær hver og einn svokallað toppkort í hendur sem veitir forgang á alla leiki íslands. Toppkortshafar þurfa að ganga frá greiðslu og á hvaða leiki þeir ætla fyrir 1. nóvember. Eftir þann tíma er miðunum ráðstafað á annan hátt. Fram til 20. ágúst fá félögin ákveð- ið marga miða til sölu og getur við- komandi aðili nálgast þá þar. Eftir 20. ágúst fær HSÍ þessa miða til um- ráða og mun svara umsóknum eftir bestu getu. Umsóknarfrestur til að gerast meðhmur í „Fólkinu okkar“ rennur út 1. nóvember. Ef viðkom- andi aðih fær jákvætt svar festir hann kaup á toppkorti sem er að- göngumiði á alla leiki íslands fram að HM ’95. Landsleikirnir verða að öllum líkindum 10 talsins. Þegar miðasala hefst á HM’95 getur fólk komið og sýnt toppkortiö sitt pg feng- ið keyptan miða á hvern leik íslands. Meðlimir í „Fólkinu okkar“ þurfa að vera búnir að nálgast miða sína á HM ’95 fyrir 1. nóvember. Þau réttindi sem „Fólkið okkar" fær eru ýmis á meðan HM ’95 stendur yfir svo sem aðgangur að setustofu sem býður upp á veitingar, sjón- varpsútsendingar frá öðrum leikjum og kaup á minjagripum, auk þess verða frátekin bílastæði upp að ákveðnu marki. Einnig verður landsliöið með opna æfingu fyrir meðlimi í „Fólkinu okkar“. Forsala á slembimiðum byggist á því að viökomandi aðih leggur inn kaupbeiðni á miðum, hámark 10 kaupbeiönir. Viðkomandi aðih getur ekki valið ákveðna leiki heldur verð- ur það hrein tilviljun á hvaða leiki miöinn gildir. Einnig er hugsanlegt aö kaupbeiðnin fái engan miöa. Miöamagnið í slembimiöaforsöiu er um 10% af heildarfjölda miða í riðla- keppninni eða um 5000 talsins. Þá verða í pottinum mun dýrari miðar, t.d. á úrslitaleikinn og for- kort. Með þessu móti getur fólk dott- ið í lukkupottinn og fengið miða sem eru mun dýrari og einnig torfengnir. Forsala á slembimiöum verður frá 1,—10. september og á þeim tíma getur fólk sent inn kaupbeiönir. Að þeim tíma loknum veröa allar kaupbeiönir lagðar í pott og dregið úr þeim í við- urvist fógeta. Fólk fær síðan bréf til sín sem segir til um hvort það hafi fengið miða eöa ekki. Hugmyndir eru um að draga miðana á úrslitaleikinn og forkortin í beinni útsendingu í sjónvarpinu. ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.